Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Nýtt launaumhverfi Um helgina náöist samkomulag í deilu Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna og Atlanta hf. Með því var verkfaHsaðgerðum afstýrt sem og þeirri hættu að fyrir- tækið flytti úr landi - að minnsta kosti í bráð. Enginn þarf þó að verða hissa á því þótt eigendur fyrirtækisins hugsi sitt ráð og velti því alvarlega fyrir sér hvort starf- semi Atlanta hf. sé best tryggð með lögheimili á íslandi. Hótanir, óbilgirni og fjandsamlegt andrúmsloft er ekki það umhverfi sem hentar fyrirtæki sem er að hasla sér völl á alþjóðamarkaði. Sigurður Líndal prófessor leiðir að því líkur að hér hafi átt sér stað mannréttindabrot. Einkum fyrir þá sök að FÍA krafðist lögsögu yfir fólki sem vill vera utan þess félags. Það verkfall sem FÍA hafði boðað naut ekki samúðar. Tvennt réð þar mestu. Annars vegar sú staðreynd að verið var að þröngva verkfalli upp á launþega sem enga aðild eiga að því stéttarfélagi sem boðar verkfafl. Hins vegar skapaðist andúð gegn fyrirhuguðu verkfalh af þeirri ástæðu að verið var að hrekja fyrirtæki úr landi og stofna atvinnu hátt á annað hundrað manns í hættu. Að þessu leyti var verkfall FÍA öðruvísi en til dæmis verkfall sjúkrahða, að sjúkraliðar hafa sjálfir ákveðið að leggja niður vinnu. Það hefur starfsfólk Atlanta aldrei gert. Ástæða er til að láta í ljós ánægju með þá ákvörðun FÍA að ganga til samninga og gefa að einhveiju leyti eftir í kröfum sínum. Flugmenn eru sú stétt manna sem einna helst eiga að átta sig á því að slík kjarabarátta, og raun- ar heföbundin kjarabarátta, er ekki lengur einskorðuð og afmörkuð við thtekna hópa eða landsvæði. Atvinnu- starfsemi sem tengist útlöndum og er rekin í samkeppni við erlenda keppinauta lýtur öðrum lögmálum heldur en þeim einum hvað starfsfólki finnst um kjör sín. Átlanta verður að hafa sömu rekstrarskilyrði og keppi- nautarnir og flugfélag sem stundar leiguflug víða um heim, og þar á meðal mhh erlendra flugvaha, getur sömu- leiðis hæglega haft lögheimih annars staðar en hér á landi. íslensk lög um stéttarfélög og vinnudehur eru því ekki einhht vöm fyrir launþegafélög. Athyghsverð ummæh em höfð eftir Þórarni V. Þórar- inssyni, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, í öðru samhengi. Hann segir að launakjör á íslandi ráðist í samkeppnislöndunum. Þórarinn viðurkennir að laun, að minnsta kosti lægstu laun hér á landi, séu langt of lág. En hann bætir því hins vegar við að launahækkanir séu ekki lengur á valdi íslenskra atvinnurekenda einna. Þeir verði að líta th efnahags og framleiðslukostnaðar í öðmm löndum og meta möguleika sína til kauphækk- anna í því ljósi. Það sem Þórarinn er í rauninni að segja er það sama og upp kemur í Atlanta-dehunni. Starfskjör verða að taka mið af því efnahags- og atvmnuumhverfi sem fyrirtækin hfa 1. Launakjör hafa áhrif á útgjöld og þá um leið verð- lagningu íslenskrar framleiðslu og þjónustu og hafa þann- ig áhrif á getu þeirra th að hasla sér vöh á markaðnum. Af eðlilegum ástæðum er ekki við því að búast að ís- lensk verkalýðshreyfing hafi enn aðlagað sig þessum nýju aðstæðum. En Atlanta-deilan og lausn þeirrar dehu er vísbending um hvað koma skal. Með þessu er ekki sagt að launum verði ahtaf haldið niðri af samkeppnisástæðum. Þvert á móti em aht eins líkur á því að íslenskir launþegar njóti góðs af þeim sam- anburði oftar en ekki þegar fram líða stundir. Ehert B. Schram Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. félagsmálaráðherra. -.kemur eins og hvítþveginn engill inn á Alþingi með frumvörp í hendi sem taka eiga á skattsvikum." Baráttan gegn skattsvikum Mikil umræða hefur farið fram á Alþingi að undanfórnu sem og ann- ars staðar í þjóðfélaginu um skatt- svik. Skattsvik sem og önnur efna- hagsleg afbrot í atvinnurekstri eru orðin mikil meinsemd. Þau raska samkeppnishæfni fyrirtækja innan sömu atvinnugreina og mismuna fólki ög fyrirtækjum fyrir utan að brjóta lög og almennt siðferði. Ástæður skattsvikanna geta verið margar og mismunandi. Fjölgun undanþágna, hátt skatthlutfall og flókið skattakerfi eru nokkrar af ástæðum aukinna skattsvika. Ríkisstjórn á rangri leið Þessa mynd hefur íslenska skattakerfið verið hægt og bítandi að taka á sig á undanfórnum árum. Það kemur því nokkuð á óvart þeg- ar fyrrverandi félagsmálaráð- herra, sem nýstiginn er út úr ríkis- stjórn, kemur eins og hvítþveginn engill inn á Alþingi meö frumvörp í hendi sem taka eiga á skattsvik- um. Frumvörp sem öll ganga í þá átt að herða refsingar og viðurlög en taka á engan hátt á vandamálum skattkerfisins. Jóhanna Sigurðar- dóttir var ráðherra í ríkisstjóm sem flækti skattakerflð, hækkaði skatthlutfallið, fjölgaði undanþág- um sem stuðlar að auknum skatt- svikum. Hertar refsingar eru ein af þeim leiðum sem fara má til að draga úr skattsvikum en duga ekki einar og sér. Með sambland allra þessara þátta, einfoldun skattkerfisins, fækkun undanþágna, lægri skatt- hlutfóllum og hertum refsingum er tvímælalaust hægt að draga úr skattsvikum. Frumvarp um atvinnurekstr- arbann brotlegra einstakl- inga Við þingmenn Framsóknar- flokksins höfum flutt frumvarp til KjaHaiinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins i Reykjavík laga um tímabundið bann við at- vinnurekstri einstaklings vegna afbrota. Ástæða þess að frumvarp- ið er flutt er sú að fá ákvæði og lítt notuð eru í íslenskri löggjöf um heimildir til að svipta menn starfs- réttindum vegna afbrota í atvinnu- rekstri. Engin ákvæði eru um al- mennar heimildir til að banna mönnum aö stunda atvinnurekstur vegna slíkra brota. Sýnt þykir þó að slíkar heimildir, sé þeim beitt, eru líklegri til að letja menn til afbrota sem tengjast at- vinnurekstrinum en hinar hefð- bundnu sektir og jafnvel refsivist. Ólíklegt er að brotlegir atvinnurek- endur leiði hugann að öðru en sekt- um að gildandi lögum. Refsivist kemur sjaldan til nema brot sé þeim mun alvarlegra. Stæðu brota- menn hins vegar frammi fyrir hugsanlegri sviptingu réttinda til atvinnurekstrar má ætla að þeir muni hugsa sig betur um. Reynsla annarra Annars staðar á Norðurlöndum hefur þróunin vérið sú að auka heimildir til leyfissviptinga og jafn- vel að meina mönnum almenna þátttöku í fyrirtækjarekstri vegna afbrota. Gildandi lagaákvæði hér á landi heimila aðeins sviptingu rétt- inda samkvæmt útgefnum stjórn- valdsheimildum. Nú er allur at- vinnurekstur sem betur fer ekki leyfisbundinn og því ekki um það að ræða að svipta einstaklingana leyfi. Markmiðið er ekki það að stöðva atvinnureksturinn og auka þannig á atvinnuleysið, heldur að koma í veg fyrir að sami einstakl- ingurinn geti ítrekað brotið af sér. Því getur verið nauðsynlegt að skilja á milli atvinnurekstursins sjálfs og þess einstaklings sem brotlegur gerist þannig að fyrir- tækinu sé ekki lokaö, heldur stjórnandinn dæmdur frá rekstrin- um. Finnur Ingólfsson „Refsivist kemur sjaldan til nema brot sé þeim mun alvarlegra. Stæöu brota- menn hins vegar frammi fyrir hugsan- legri sviptingu réttinda til atvinnu- rekstrar má ætla að þeir muni hugsa sig betur um.“ Skoðanir annarra íslenskt jjá takk? „Ef við meinum eitthvað með því að vilja láta taka mark á okkur sem þjóð meðal annarra þjóða hljótum viö að gera enn frekari kröfur til okkar sjálfra. ... Við höfum ákveðið að taka aukinn þátt í vaxandi alþjóðlegri samvinnu, því eykst eðlilega nauðsyn þess að standa saman u'm sameiginlega hagsmuni. Á meðan þetta viðhorf er mörgum öðrum þjóðum í blóð borið eru þeir enn of margir sem eru bundnir á hugmyndaklafa skammta- og haftakerfis fortíðar- innar.“ Ingi Bogi Bogason, upplýsingafulltrúi Samtaka iðnaðar- ins í Mbl. 18. nóv. í nafni fiskverndar „Saga íslenskrar útgerðar er að breytast í harm- leik. Eftir merkilegt starf brautryðjenda um síðustu aldamót hefur stöðugt syrt í álinn og nú keyrir loks um þverbak.... Utgeröin hefur hins vegar ekki sætt sig við þessa augljósu hagfræði og neitar að þreyja þorrann og góuna með öörum landsmönnum. Heldur siglir hún á fjarlæg mið og notar gloppur í alþjóðlegu sjókorti til að leggja í rúst áratugabaráttu íslendinga fyrir eigin fiskimiðum í nafni fiskverndar." Asgeir Hannes Eiríksson í Tímanum 18. nóv. Einn ræðusnillingur „Haraldur Jónasson sveitarstjóri, Völlum Skaga- firði, hélt eftirminnilegustu ræðu sem ég hef heyrt. Þessa ræðu hélt hann yfir manni í sveitinni sem var sjötugur og haföi alla tíð bruggað og selt áfengi. Þessi maöur hafði komið upp geysilega stórum barna- hópi, búið á kotrössum alla sína ævi og aldrei þurft að leita til sveitar. Haraldur Jónasson flutti ágæta ræðu yfir þessum manni og lofaði hann helst fyrir að hafa aldrei þurft á sveitinni að halda. Þetta fannst mér alveg sérdeilis falleg ræða.“ Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur i Alþbl. 18. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.