Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 KENWOOD kraftur, gœöi, enciing Sviðsljós Þaö muna allir eftir henni Svanhildi Jakobsdóttur sem fyrir nokkrum árum söng sig inn í hug og hjarta íslenskra barna á barnaplötunum „Fyrir börn- in“ og „Allir krakkar". Nýr diskur meö Svanhildi og dóttur hennar, önnu Mjöll kom út nú fyrir stuttu og voru lögin valin meö aðstoð fóstra á leikskól- um og ættu því aö þekkjast vel meöal yngstu kynslóðarinnar. Á myndinni er Svanhildur að syngja fyrir bömin á Kvistaborg sem hlustuðu hugfangin á. í hringiðu helgarinnar í tilefni af 25 ára afmæli björgunarsveitarinnar í Garðabæ var haldiö kafFi- hlaðborð og sýning á útbúnaði sveitarinnar um helgina. Erla Lúðvíksdóttir frá Lionskúbbnum Eir afhendir hér Herði Má Harðarsyni, formanni björgun- arsveitarinnar, gjöf í tilefni afmælisins. Það var myndarlegur hópur fiðluleikara sem kom fram á tónleikum islenska Suzukisambandsins sem haldnir voru í Ráðhúsinu um helgina. Fram komu nemendur skólans frá fimm ára aldri og fluttu fjölbreytta efnisskrá. Þarna var á ferð hópur efnilegra tónlistarmanna og voru áheyrendur ekki sviknir því þarna var um skemmtilega tónleika aðræða. DV-myndirVSJ Breyting hefur orðið á liðskipan í galleríinu Blátt áfram á Skólavörðustíg. Aðalbjörg Erlendsdóttir fatahönnuður hefur bæst í hópinn, en hún býður upp á módelflíkur úr silki, ull, leðri, lakki og úr handmáluðum efnum. Fyr- ir voru í galleríinu þær Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir myndlistarkennari, Katrín Didriksen gullsmiður og Margrét Árnadóttir. Á myndinni eru þær frá vinstri: Katrín, Hrafnhildur, Margrét og Aðalbjörg. Um þessar mundir stendur yfir samsýning listamanna af yngri kynsióðmm í Gallerí Borg. Á sýningunni eru verk eftir sjö framsækna listamenn sem hafa getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. Þessi mynd var tekin við opnun sýningarinnar á laugardaginn. Frá vinstri: Daði Guðbjörnsson, sem á tvö verk á sýningunni, Helgi Þorgils Friðjónsson sem á fimm verk og Val- garður Gunnarsson sem á tólf verk á sýningunni. Með þeim á myndinni eru þau Ólöf Kristín og Gunnar Steinn. Guðrún Eyjólfsdóttir bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verslunar- skóla ísiands á föstudagskvöldið. Alls tóku 15 nemendur þátt í keppn- inni og mun sigurvegarinn svo taka þátt í söngvakeppni framhaldsskól- anna sem fram fer á næstunni. Guð- rún söng lagið „Winter", sem söng- konan Tori Amos samdi og flutti á fystu plötu sinni Hallur Helgason var veislustjóri í lensku óperunni nú fyrir stuttu þeg ar hljómsveitin SSSól hélt útgáfuhc í tilefni af útkomu nýjustu plöti sinnar, Blóðs. Á myndinni er Hallu að spjalla við þær Jónínu og Rakí sem skemmtu sér að sjálfsögðu vel Mikið úrval af fram- og aftur- Ijósum í margar gerðir bifreiða. Hagstætt verö. Póstsendum samdægurs. QSvarahlutir HAMARSHðFSA 1 • 87 67 44 í tilefni af nýútkominni snældu sem kallast Barnagaman voru haldnir tónleik- ar í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina fyrir krakka á aldrinum 6 til 12 ára sem gaman hafa af að syngja. Höfundurinn Hörður Torfason og Reykjavíkur- borg buðu upp á tónleikana sem féllu vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni. Nú fyrir stuttu héldu nemendur í Garðaskóla í Garðabæ svokallaða unglingaviku. Þessir ungu menn, Garðar og Gunnar Þór kalla sig „Blúsbræður" og spiluðu fyrir skóla- félaga sína í tilefni unghngavikunn- ar. Lúðrasveit verkalýðsins hélt sína árlegu hausttónleika í Bústaðakirkju um síðustu helgi. Á efnisskrá tónleikanna voru m.a. verk eftir J. Offenbach, John Phiiip Sousa, Meyerbeer, William Walton, Gordon Langford, Henry Purcell, aö ógleymdum íslenskum verkum þeirra Sigvalda Kaldalóns, Karls 0. Runólfssonar og Atla Heimis Sveinssonar. Hljóðfæraleikarar hljómsveitar- innar eru alls 49 og stjórnandi er Malcolm Holloway. Elín Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri Bridgesambands íslands, og Kristján Hauksson keppnisstjóri höföu nóg að gera á föstudagskvöldið þegar sambandið stóð fyrir bridge- keppni í nýju húsnæði sínu við Þönglabakka í Breiðholti. Um 300 manns skráðu sig í keppnina og kom- ust færri að en vildu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.