Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 19 Meiming Erfiðir tímar Sagan Meira vit er þriðja bók Þorsteins Marelssonar um ung- linginn Þránd Hrein eða Tandur- hrein eins og vinur hans kallar hann. Þrándur er kominn heim og er að byrja í Fjölbrautaskóla eftir sumarvinnuna austur á fjörðum þar sem kærastan hans býr. Það ríkir mikiö upplausnarástand í lífi hans þar sem foreldrar hans eru að skilja og kærastan að flytja til Danmerkur. Þrándur er í háífgerðu rusli yfir þessum ósköpum og svo kvíðir hann því að byrja í nýjum skóla, ekki síst busavígslunni. Það kemur fljótt í ljós að hann á ekki mikla samleið með skólafélögum sínum þar sem hann hlustar frekar á djass heldur en popp eða rokk og hans helstu fyrirmyndir eru Fjöln- ismenn með Jónas í broddi fylking- ai. Hann skrifar ljóð og dreymir um að verða þekkt skáld en lífið er ekki einfalt og vandamálin mörg og mismunandi eins og Þrándur fær að reyna. Höfundi tekst að draga upp mjög sannfærandi mynd af dæmigerðum sjálfhverfum unglingi sem telur aö allt snúist um hann. Fyrstu persónu sögumaðurinn kemur þessu vel til skila þar sem lesandi dvelur löngum í hugarheimi Þrándar. Ég verð að segja eins og er að oft kannaðist mað- ur við ruglingslegan hugsanaganginn sem einkennir þetta æviskeið. Þrándur er uppfuliur af þeim ranghugmyndum sem eru svo áberandi hjá unghngum og byggjast á lélégri sjálfsímynd. Til að koma þeim skilaboðum til lesenda að þetta sé ekki rétt notar höfundur ýkjur og kímni. Þannig verða ýkt viðbrögð Þrándar við orðum og gerðum sinna nánustu bara fyndin. Meira vit er í rauninni þroskasaga Þrándar því við fylgjumst með hon- um í gegnum erfitt tímabil í lífinu sem einkennist af rótleysi og óvissu. Þrátt fyrir að vandamálin séu stór er þó alltaf stutt í húmorinn og frásögn- in einkennist af léttleika. Atburðarásin er nokkuð hröð og spennandi og höfundi tekst að halda dampinum allan tímann. Þorsteinn fellur ekki í þá gryfju að hafa lausnir of einfaldar þannig að sagan verður sannfær- andi og heilsteypt. Þrátt fyrir að raunsæið ráði ríkjum í íslenskum unglingabókum hafa fáir höfundar tekið á því stóra vandamáli barna og unglinga sem skilnað- ur foreldra er. Þessi bók Þorsteins er virðingarverð tilraun til aö fylla upp í þetta tómarúm og hann kemur efnivið sínum vel til skila. Þorsteinn Marelsson Meira vit Mál og menning 1994 Bókmermtir Oddný Árnadóttir Svava Jakobsdóttir. Sögur Svövu Jakobsdóttur Öllum áður útgefnum smásögum og skáldsögum Svövu Jakobsdótt- ur hefur nú verið safnað saman í eina bók. Svava kvaddi sér fyrst hljóðs með smásagnasafninu Tólf konur árið 1965, þótt áður hafi birst eftir hana smásögur í tímariti. Tveimur árum síðar kom nýtt safn smásagna, Veizla undir grjótvegg. Fyrsta skáldsagan birtist árið 1969 og vakti verulega athygli; það var Leigjand- inn sem margir litu á sem eins kon- ar táknsögu um áhrif Bandaríkja- manna hér á landi með komu hers- ins. Síðan varð langt hlé. Næsta smá- sagnasafn, Gefið hvort öðru ..., var ekki gefið út fyrr en árið 1982. Fimm árum síðar birtist ný skáld- saga, Gunnlaðar saga. Síðasta smá- ,sagnasafnið, Undir Eldfjalli, kom svo tveimur árum seinna, 1989. Eins og þetta yfirlit ber með sér spanna sögurnar í þessari „stórbók" tæpan aldarfjórðung í lífi Svövu Jakobsdóttur sem sinnti einnig á þessu tímabili ýmsum öðrum störfum; sat meðal annars á Alþingi íslendinga um árabil og samdi nokkur leikrit. Þar ber sérstaklega að nefna: Hvað er í blýhólknum? sem var frumsýnt árið 1970 og Lokaæfing frá árinu 1983. Þessi verk Svövu eiga það öll sameiginlegt að lýsa með einum eða öðr- um hætti ófullnægjandi veröld íslenskra kvenna í nútímanum. Margar sögumar gerast á þeim tíma þegar æðsta markmið ungra hjóna var að fara aö byggja sér hús, án þess að eiga fyrir því. Veraldlegt umhverfi þeirra kvenna sem Svava skrifar um einkennist því gjarnan af húsum í smíðum - húsum þar sem hamingjan á að vera, en er ekki. Svava blandar oft saman með frumlegum hætti nákvæmum lýsingum á hversdagslegu umhverfi og óvenjulegum atburöum sem stundum minna gjarnan á hugmyndaheim leikskálda fáránleikans. Með þessu móti nær hún oft afar sterkum áhrifum í sögum sínum. Ekki síst í Leigjandanum sem stenst afbragðsvel tímans tönn og er enn sem fyrr snjallasta og eftir- minnilegasta saga skáldkonunnar - þrátt fyrir styrk Gunnlaðar sögu. Það er vel staðið að þessari „stórbók". Soffia Auður Birgisdóttir hefur séð um útgáfuna og ritar formála þar sem m.a. er fjallaö um samhengið í skáldskap Svövu Jakobsdóttur. TÓLF KONUR. VEIZLA UNDIR GRJÓTVEGG. LEIGJANDINN. GEFIÐ HVORT ÖÐRU .. . GUNNLAÐAR SAGA. UNDIR ELDFJALLI. (677 bls.) Höfundur: Svava Jakobsdóttir. Foriagið, 1994. Bókmermtir Elías Snæland Jónsson ALLT fyrir GLUGGANN úrval, gæði, þjónusta -gardínubrautir eftir máli með úrvali af köppum í mörgum litum. Ömmustangir, þrýsti- stangir, gormar o.fl. Sendum í póstkröfu um land allt. Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870 - 688770 Álnabær Keflavík Gluggatjaldaþjónustan Akureyri Lækjarkot Hafnarfirði Báran Grindavík S.G. Búðin Selfossi Stoö Þorlákshöfn Brimnes Vestmannaeyjum Saumahornið Höfn Skagfirðingabúð Sauðárkróki Torgið Siglufirði Húsgagnaloftið ísafirði Litabúðin Ólafsvík Málningarbúðin Akranesi Slys gera ekki boð á undan sér! OKUM EINS OG MENN'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.