Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Fréttir DV Framkvæmdir við Laugaveg skiptast í þrennt. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verði byggður frá Frakkastíg að Barónsstíg, annar áfangi frá Barónsstíg að Snorrabraut og þriðji áfangi frá Snorrabraut og upp fyrir Hlemm. Búist er við að endurnýjun Laugavegar taki þrjú ár og er kost- naðurinn að minnsta kosti um 200 milljónir króna. Forráðamenn Laugavegssamtakanna vonast til að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist á næsta ári og er tillaga að skipulagi Laugavegar frá Frakkastíg að Barónsstíg nú í umfjöllun hjá skipu- lagsnefnd borgarinnar. I tillögunni er stefnt að því að gera götuna aðlaðandi fyrir gangandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir glerþaki yfir gangstéttum þannig að gangandi vegfarendur fái skjól fyrir veðri og vindum, litlum og yfirbyggðum torgum, auknum gróðri og litlum tjörnum. Skilin milli gangstétta og götu verða óljósari en áður þar sem enginn kantsteinn verður á gangstéttum og dregið verður úr ökuhraða bíla. Byggt verður yfir gangstéttirnar og skástæð bílastæði höfð undir þakinu. Gert er ráð fyrir stóru, yfirbyggðu torgi fyrir framan Kjörgarð með trjám og öðrum gróðri og litlum tjörnum og gosbrunnum. Þá er gert ráð fyrir litlum markaðstorgum sitt hvorum megin við götuna. Af götunni verður hægt að ganga upp stiga inn á kaffihús á svölum annarrar hæðar Kjörgarðs. Svalirnar verða undir skásettu glerþaki sem nær frá götunni upp á fjórðu hæð. Weg&rvzæm v ' Teikningin hér að ofan sýnir skipulag Laugavegar frá Frakkastíg að Barónsstíg. Myndin til hægri er tölvuteikning og sýnir skipulagið eins og lesandinn væri staddur við Kjörgarð og horfði niður eftir götunni. Kaupmenn vlð Laugaveg uggandi vegna harðrar samkeppni: Vilja f á yf irbyggingu á framkvæmdaáætlun - tökum lan fyrir hverri gangstéttarheiiu, segir Sigrún Magnúsdóttir „Við höfum átt viðræður við borg- arstjóra og borgarfulltrúa og svo virðist sem niðurskurðarhnífurinn sé á lofti. Endumýjun Laugavegar hefur verið á framlkvæmdaáætlun í fjögur ár en alltaf verið hætt við á síðustu stundu. Kaupmenn eru mjög uggandi yfir framtíð verslimar við Laugaveg. Ekkert hefur verið gert fyrir efri hluta götunnar í sjö ár þar sem yfirbyggingin hefur alltaf staðið til meðan hundmð milljóna króna hafa farið í Kvosina. Nú er kominn tími til aö taka til hendinni hjá okkur þannig að við verðum ekki undir í þessari miskunnarlausu samkeppni sem ríkir,“ segir Jón Siguijónsson, fulltrúi Laugavegssamtakanna. Laugavegssamtökin hafa skrifað öllum borgafulltrúunum bréf þar sem óskað er eftir því að endumýjun Laugavegar frá Frakkastíg að Bar- ónsstíg verði sett á framkvæmda- áætlun borgarinnar á næsta ári. For- svarsmenn samtakanna telja æslci- legt að framkvæmdir við fyrsta áfanga, frá Frakkastíg að Barónsstíg, hefjist í vor og verði lokið næsta haust, við annan áfanga frá Baróns- stíg að Snorrabraut árið 1996 og frá Snorrabraut að Hlemmi árið 1997. Gert er ráð fyrir að kostnaður við fyrsta áfanga nemi 150-200 milljón- um króna. „Þetta mál er engan veginn útkljáö. Borgarráð á eftir að fara yflr tillögur borgarverkfræðingsembættisins um framkvæmdir í borginni en borgar- ráðsmennimir eru einu kjörnu full- trúarnir sem koma að gatnamálun- um. Fjárhagsstaða borgarinnar er slæm og við tökum lán fyrir hverri gangstéttarhellu þó að ég vilji auðvit- að stuðla að því að gatan sé gerð huggulegri,“ segir Sigrún Magnús- dóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Reykjavíkurhstans. Fyrir skipulagsnefnd borgarinnar hggur nú tillaga Arnar Ólafssonar arkitekts að fyrsta áfanga fram- kvæmda á Laugavegi. Samkvæmt til- lögunni er gert ráð fyrir gleryfir- byggingu á gangstéttum, skástæðum ( bílastæðum í götunni og yfirbyggð- um torgum með fallegum gróðri. Tillaga að endurnýjun Laugavegar ( verður tekin fyrir í skipulagsnefnd innan tíðar enda undirbúningur aö fjárhags- og framkvæmdaáætlun 5 hafinn. Guðrún Ágústsdóttir, for- maður skipulagsnefndar, segist ekki geta sagt til um líkurnar á því hvort endumýjun Laugavegar komist inn á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.