Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 34
46 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Fréttir Aðgangsharður bóksölumaður í Garðabænum: Vorum berskjölduð og óvarin fyrir þessu - segir fómarlambið og kallaði á einkennisklæddan eiginmann sinn til hjálpar „Ég og börnin vorum algjörlega berskjölduö og óvarin fyrir þessum sölumanni. Hann ruddist inn <?g dreifði bókum um alla stofuna. Ég varö hálíhvumsa og þaö fór um mig. Þetta var óþægileg tilfinning. Loks kallaði ég á eiginmann minn úr vinn- unni til aö bjarga mér og börnunum frá þessum manni," segir kona í Garðabænum um reynslu sína af bóksölumanni sem heimsótti hana í vikunni. Konan segir að hringt hafi verið í sig á miðvikudaginn og henni til- kynnt að hún hafi verið „dregin út“ og fengi bók að gjöf. í gærkvöldi kom svo maður færandi hendi með bóka- gjöf. Óboðinn fór hann inn í íbúðina með bókabunka og fleira dót, rétt eins og þaö tilheyrði gjöfinni. Fljótiega fór konuna að gruna að ekki væri allt með felldu og spurði hvort þetta væri allt hluti af gjöf- inni. Þá svaraði maðurinn því til að þetta væri næstum því gefins, kost- aði einungis 990 krónur á mánuði næstu 20 mánuðina. Að svo búnu rétti hann konunni skuldaviður- kenningu til undirskriftar. „Ég kvaðst ekki hafa efni á þessu. Þá sagðist sölumaöurinn koma aftur síðar um.kvöldið og að ég gæti hugs- að mig um þangað til,“ segir konan. Um hálfellefuleytið kom maðurinn aftur með skuldaviðurkenninguna en í millitíðinni hafði konan haft samband við manninn sinn sem vinnur við öryggisgæslu. í einkenn- isfótum fyrirtækisins tók hann á móti sölumanninum og vísaði hon- um á dyr á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Hjá Almenna bókafélaginu fengust þær upplýsingar að umræddur sölu- maður hefði verið á þeirra vegum. Þar á bæ kannast menn ekki við að sölumaðurinn hafi beitt óheiðarleg- um söluaðferðum. Á hinn bóginn kunni einhver misskilningur að hafa komið upp á milli sölumannsins og konunnar enda hafi þetta verið fyrsti viöskiptavinur mannsins. Að sögn forsvarsmanna Almenna bókafélagsins þykir þeim það miður hafi konan og fiölskylda hennar orð- ið fyrir ónæði af völdum sölumanns- ins. Brýnt sé fyrir sölumönnum að koma vel fram við hugsanlega við- skiptavini og því eigi enginn aö verða fyrir ónæði af þeirra völdum. Hafi svo veriö í umræddu tilviki sé beðist velyirðingar á því. Stunginn tvlvegis með hnífi: Segist sjálfur vald ur að áverkunum Maður, sem áður hefur komið við sögu lögreglu, var fluttur á slysadeild á laugardagsmorgun með hnífstungu- sár. Þrennt var flutt til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, þar á meðal sambýliskona mannsins sem áður hefur orðið uppvís að því að beita hnífi í átökum. Hún var hins vegar hreinsuð af grun þegar maður- inn gaf þá skýringu þegar hann var yfirheyrður að hann hefði sjáifur ver- ið valdur að áverkunum. Rannsókn málsins stendur þó enn yfir þrátt fyrir að maðurinn hafi gef- ið þessa skýringu. Allt fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu. Snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla Gyifi Kiistjáiissan, DV, Akuroyn: Snjóflóð féll í Ólafsfiarðarmúla um miðjan dag á lausardog gp, sr.úinn Vwái ið kom niður á veginn. Þetta er í annaö skipti á skömjnum tíma sem snjóflóð felb^ ygg vegJnn í RgSinni Saivíkunnegin við jarö^ göngin 1 Mwlanum, Að sögn iögregiu á Ólafsfirði var flóðið á laugardag mjög stórt og var vesurinr. loUoftnv- um uma á meöan unnið var sð hreinsun. Lögreglan fæst ekkl einungls við glæpamenn og annan óþjóðalýð. Einn af föstum punktum I starfi lögreglunnar er umferðarfræðsla ungmenna. Hér má sjá Margréti Slgurbjörnsdóttur lögregluþjón sýna einum af ungu vegfarend- unum hvernig fara á að I umferðlnni. Ungi kapplnn er I Álftamýrarskóla en lögreglan hefur, I samvlnnu vlð SVR, boðið grunnskólunum upp á umferðarfræðslu undanfarið. DV-mynd Brynjar Gauti fÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆIÆl. JÓLAGJAFA- HANDBÓK 1994 Miðvikudaginn 7. desember mun hin árlega jóla- gjafahandbók DV koma út í 14. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur orðið æ ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. Skilafrestur auglýsinga er til 25. nóvember en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnús- dóttur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 632700 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.I Bréfsími okkar er 63 27 27. Evrópukeppni taflfélaga: Sveit TR vann Vilnius -lentuí7. sæti Sveit Taflfélags Reykjavíkur sigr- aði Vilnius, 3'/i-2'/2, í síðustu um- ferðinni í úrslitakeppni í Evrópumóti taflfélaga sem fram fór í Lyon í Frakklandi.' Áður hafði TR-sveitin tapað fyrir ungverska liðinu Honved Budapest og Donbass Altsjevsk frá Úkraníu. TR lenti í 7. sæti á mótinu. í efsta sæti voru jöfn að stigum Lyon og Bosna Sarajevo og deila þau sigur- laununum. Hrannar Amarsson, annar farar- stjóra íslenska liðsins, sagði að ár- angur sveitarinnar yrði að teljast góður þvi að hún hefði verið stiga- lægst allra sveita í úrslitakeppninni. í móti þessu tóku þátt 37 stórmeistar- ar og er þetta eitt sterkasta mót á árinu sem haldið er í liðakeppni. Sveit Taflfélags Reykjavíkur var skipuð þeim Helga Ólafssyni, Hann- esi Hlífari Stefánssyni, Jóni L. Áma- syni, Karli Þorsteins, Helga Áss Grét- arssyni og Benedikt Jónssyni. Lært á umferðina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.