Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 1
 Félagar! Komið í skrifsíofu Sósíalistafélagsins og greið- ið gjöld ykkar. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10-12 f.h. og 1-7 e.h. Sunnudagur 10, maí 1953 — 18. árgangur 104. tölublað ÞfóSan'áSstdKan gcgn hcr í landi: F®rdœmir íþréttakeppMii íslemdinga og hersins Eftirfarandi tillaga var flutt af Gunnari M. Magnúss cg samþykki í einu hljóöi á Þjóðarráð- stefnunni gegn her í landi: ,,Þj óð arráðstefnan gegn her í landi, haldin í Reykjavík 5.-7. maí 1953, samþykkir að kjósa þi'igg'ja manna nefnd til þess að ræða við stjóm íþróttasambands íslands og fleiri aðila í tilefni af kappleikjum sem háðir hafa verið í ýmsiun íþróttum milli íslcndinga og bandarískra her- manna. Þjóðarráðstefnan fordæmir slíka kapp- leiki með þeim rökum, að með þeim myndist skað- leg og óþörf kynningasambönd milli hersins og íslendinga. Ráðsteínan felur nefndinni að halda málinu fram, þar til slíkri íþróttasamvinnu hefur verið hafnað alger’ega“. í nefndina voru kjörin Bjami Guönason, Halla Koibeins og Jón D. Jónsson. Sendir samúðarkveðjur tii allra hersetinna landa Pétur Pétursson, Einar Gunnar Einarsson og Guðjón Halldórsson fiuttu eftirfarandi tillögu á ÞjóðarráðstefnunnL gegn her í landi: „Þjóðarráðstefnan gegn her á íslandi sendir samúðarkveðjur til allra hersetinna landa og hvet- ur til andspymu gegn vígbúnaði og styrjaldará- formum, en virkrar baráttu fyrir nýtingu auð- linda heimsins til frjálsra og friðsamlegra afnota öllu mannkyni“. Tillagan var samþykkt 1 einu hljóði. Krefst þess að hernámsút- varpið verði lagt niður Þjóðarráðstefnan gegn her í landi samþykkti 1 einu hljóði eftirfavandi tillögu: „Bandaríski hermn á Keflavíkurflugvelli hefur nú á annað ár reliið útvarpsstöð gegn íslenzkum landslögum án þess Ríkisútvarpið, sexn eitt hefur samkvæmt landslögum rétt til þess að reka út- várp á íslandi, haíi mótmælt því eða unnið gegn slíku lagabroti, svo að almenningi sé kumiugt. Hermannaútvarpið hefur þegar haft mildl áhrif á þjóðlít' íslendirtga og sérstaklega á hugarfar æskulýðsins. Þá hefur herinn notað útvarp sitt til þess að komast í kynningai'sambond við ís- lendinga, éinkum ungar stúlkur, þannig að kveðj- ur hafa vei*ið sendar frá einstökiun hermönnum til ákveðinna stúlkna. Flest það er útvarp hersins hefur á dagskrá er fjarlægt íslenzkum hugsunar- hætti og deyfir á margan hátt hugarfar æskulýðs- ins fyrir íslenzkum og þjóðlegum verðmætum. Hirðuleysi Ríkisútvarpsins um rétt sinn og und- anlátssemi við yfirgang hersins lamar viðnáms- þrótt þjóðarinnar og veitir hernum átyllu til þess að hefja sífellt mo'ri og hættulegri yfii’gang á þessum sviðum og öðrum. Með skírskotun til framangx-eindra staðreynda samþykkir Þjóðarxáðstefnan gegn her í landi, sem haldin er í Reykjavík 5.-7. maí 1953, að krefjast þess að Ríkisútvarpið heimti rétt siim samkvæmt landslögum og í framhaldi af því að útvarjx á Keflavíkurflugvelli verði lagt niður, Þjóðarráð- steínan samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd FlBitningsdagurmii 14. teiaí á liiisEiiliidsaginii © t #■■■ or & # en nna mönnum að byggjayfir sii Mundruð Reykvíhinga. húa í heilsuspillandi húsnteði eða eru algerlega á götunni Flutningsdagurinn 14. maí er á fimmtudaginn kemur. Hundruð Reykvítóinga búa nú ýmist í heilsuspillandi húsnæði eða eru beinlínis á götuxmi. Hafa umi 90 leitað aðstoðar bæjarins vegna þess að þeir eiga ekkert þak víst yfir höfuðið eftir 14. þ.m. Þetta ástand er bein afleiðing af ráðstöfunum stjórn- arflokkanna sem leyfa að menn séu bornir út, en banna mönnum að byggja yfir sig. Á nýsköpunarárunum, meðan djarfhugur og bjartsýni rikti með þióðinni voru sett lög um aðstoð ríkisins við byggingar til að útrýma heilsuspillandi hús- naeð'i. En eftir að „fyrsta stjórn Alþýðufiokksins á íslandi“ hafði komizt til vaida var framljvæmd ákvaeðanna ’um útrýmingu heilsu spillandi húsnæðis frestað. Þótti ekki nóg að gert. Stjórnarflokkunum þótti þó ekki nóg að gert með því að fresta framkvæmd laganna um opinbera aðstoð við bygigingar til að útrýma húsnæðisleysinu, held ur gerði hún bein-línis ráðstafan- ir til að dæma menn til vistar í hcilsuspillandi húsnæði — eða algjörs húsnæðisleysis. Húsaleigulögin, þar sem svo var ákveðið að óheimilt væri að segja mönnum ,upp húsnæði, voru sett á stríðsárunum með tilliti til þess að menn gætu ekki b.vggt yfir sig nema lítið af því hús- næðf sem þörf væri á. Þessi lög, húsaleigulögin, hafa stjómarfiokkarnir verið að smá- mylja niður, þar til smiðshöggið var rekið á með afnámi ákvæð- isins sem bannaði að reka leigj- endur út á götuna, nema þar sem húseigandi þyrfti sjálfur að búa í húsinu. Tangai’sókn stjórnarflokk- anna gegn íslenzkum almenningi. En með þessu þótti stjómar- flokkunum ekki nóg að gert, heldur var þetta aðeíns hluti af samræmdri tangarsókn stjórnar- flokkanna gegn íslenzkum al- menningi. Iiinn armur tangar- sóknarinnar var sá að banna mönnum að byggja yfir sig. Að vísu er látið heita svo að ,frjálst‘ sé að byggja smáíibúðir, en bank- arnir eru látnir vinna þar sama gagn og lagabann við bygging- run með því að neita um lán til að koma smáíbúðunum upp. Þannig hafa stjórnar- flokkarnir fullkomnað Kosningum af- lýst, vantar frambjóðendnr Franska nýlendustjórnin í Túnis : Noríur-Afríku varð í <;ær að aflýsa fyrir- huguðum biejarstjórnarkosn ingum í borginni Soussa og úthverfum höfuðborgarinnar Túnjs. Höfðu cngir fengizt til að bjóða sig fram til að fylla þau sæti ,sem Frakkar höfðu úthlutað innbomum Túnisbúum. Þjóðernisinnaflokkur Túnis, sem Frakkar hafa barinað, hafði skorað á landsmenn að taka eklii þátt í þessum kosningum, sem Frakkar efndu til. I kosningum í mið- borg Túnis fyrir viku var kosningaþátttakan innan við 10 af hundraði. tangarsókn sína gegn ís- lenzkum almenningi: það er leyfilegt að henda mönnum út á göt- una, það er bannað að byggja yfir sig. Á sama tíma og íslend- ingum er þannig bannað að byggja yfir sig hafa stjómarvöldin rekið þús- undir íslendinga suður á Keflavíkurflugvöll til þess að koma upp banda- rískri herstöð og byggja yfir bandarískan her! iingar á Gullsiröninni I gær sló í bardaga í bæn- um Elmira í brezku Vestur- Afríkunýlendunni Gullströnd- inni milli lögreglu og kröfu- göngumanna, sem voru að mót- mæla skattahækkun. Skaut lögreglan ellefu kröfugöngu- menn til bana og særði marga en þrír lögreglumenn létu líf- ið. Bretar hafa á síðari árum talið Gullströndina fyrirmynd annarra nýlendna sinna i Afríku. til þess að fylgja þessix frain við Ríkisútvarpið og láta málið ekki niður falla fyrr en viðunandi málalok fást og Keflavíkurstöðin verði riiður lögð“. Píutningsmenn þessarar tillögu voru Gunnar M. Magnúss, Ólaflvr Jóhann Sigurösson, Sigurður Róbertsson, Björn Þonsteinsson, Lára Gunnarsdótt- ir, Sjöfn Zóphonjasdóttir, GyÖa Sigvaldadóttir, Þórunn Einarsdóttir, Hólmfxíöur Jónsdóttir. í nefndina vom kiornu þessir fulltrúar: Guðjón Þorgilsson, Þóra Vigfúsdóttir og Einar • Gunnar Einarsson. Áskrifendur ÞlÓDVILJlNN Nú hafa náðst tveir þriðju lilutar af þeirri kaupcndatölu sem miðstjórnin setti að skilyrði fyrir varanlegri stækkun Þjóð- viljans, og það á að vera auð- velt verk að ná síðasta þriðj- ungnum, ef stuðningsmenn blaðsins Jaka nú almennt til starfa. Aðeins vantar hcrzlumun- inu að náðst hafi þau hækkun- argjöld sem flókkurinn einsetti sér, og það á að vera auðvelt verk að uppfylla það mark þeg- ar í þessari viku. Hefjum nú lokasprettinn til þess að tryggja varanlega stækk un Þjóðviljans. Áskriftasíminn er 7500, og þar er einnig tekið á móti tilkynningum um 10 kr. liækkunargjald á mánuði. Hækkunargjöld 67% 83%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.