Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTí-JINN — Suiinudagur 10. maí 1953 þlÓOVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sóaíaliataflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 1«. — Sími 7500 ( 3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Þjéðamkning Þjóðarráðstcfnan gegn her í landi verður minnisstæð- ur viðburður í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þeir sem hana sátu munu geyma þessar stundir í huga sér sem hjart- fólgna minwingu, eldmóðinn, baráttugleðina, þau ósýni- íegu bönd sem tengdu alla þátttakendur saman í eitt bræðralitg. Þeir sem mima í'yrstu ár ungmennafélag- anna og einnig sátu þjóðarráðstefnuna sögðust hafa íundið þar á ný hugblæ æsku sinnar, þá lyftingu and- ans sem gerði ungmennafélagshreyfinguna að þjóðvakn- ingu um skeið. Eitt dæmi um þessa andlegu grósku eru kvæðin. Þau hafa sprottið upp eins og tærar fjallalindir undan fargi, og þau sköpuðust á þjóðarráðstefnunni sjálfri og endur- ómuðu í hug hvers mauns sem þar sat. Það er athyglis- isverð staðreynd að síðan Keflavíkursamningur var gerð- ur háfa verið ort svo mörg fögm- og magnþrungin ætt- jarðarljóð að leita verður til 19. aldar til samjöfnunar. Það væri nú þegar hægt að gefa út stóra og þróttmikla Ijóðabók með slíkum kvæðum einum saman, og það væri ra'unar mikill fengur að slíkri útgáfu. En hvai- eru ættjaröarljóð hemámsflokkanna? Þessi andi sem mótaði þjóðarráðstefnuna er glæstasti árangur hennar. Að vísu voru þar unnin ágæt störf og gengið frá ályktunum um stefnumiið og verkefni sem móta mimu störf andspyrnulureyfingarinnar um ókom- in ár, en sjálfur hugbiærinn cr dýrmætastui-; hann var eins og gróandi vors sem ekkert fær staðizt. Framimdan er nú það verkefni að skipuleggja starfs- hætti andspymuhreyfingarinnar um land allt, þannig að allir kraftar nýtist. sem bezt og að hún geti sameinað innan vébanda sinna sívaxandi fjölda íslendinga. Það verkefni á að vinnast vel og greiðlega, og í því starfi fvlgja forustumönnum hreyfingarinnar ámaðaróskir allra góðra fslendinga. Undanhald í landhelgismálinu Það er að vonum að málgagn Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar æpi nú upp og segi að einhverjir vond- ir menn sitji á svikráðum viö málstað íslands í land- helgismálinu. Þeir hafa fundið það, ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, ðg raunar ríkisstjómin öll, hve þung alda andúðar og fyrirlitningar hefur sko.lið á þeim fyrir þann undanslátt nð lýsa yfír að íslendingar séu reiðubúnir að hlíta úr- skurði erlcnds dómstóls um þetta innanríkismál ís-, lendinga. Ágengni Breta í landhelgismáli íslendinga styðst ekki við nein alþjóðalög. í honum felst aðeins nakin yfir- gangsstefna stói-veldis, sem hefur haldizt það uppi öld- um saman að fara ránshendi um auðlindu- fjölda þjóða í ölluim álfum heirns. Þess vegna kemur ekki til mála að íslendingar telji ráðstaianir sínar til vemdar fiskimiðun- um mál sem erlendur dómstóll sé bær aö fjalla um. í þessu máli er Ólafur Thors, Bjarni Ben., Eysteinn, Hermanr. og Co. í andstöðu viö meginþorra þjóðarinnar. Þessir sömu menn lutu svo lágt haustið 1951 að gefa Bretum einmn rétt tii veiðc innan nýju vemdarsvæðanna fyrir Noröurlandi. Þeir fundu hvemig þjóöin leit á þá ráðstöfun. Og eins finna þeir nú anda kalt til ábyrgöar- manna undanhaldsins í þessu lífsbjargarmáli íslenzku þjóðarinnai-, og þeir eiga eí'tir .að finna það betur. ni:3 Líf í bláþræði Bagsværd nefnist lítill og elskulegur bær á Sjálaodi, ekki ýkjalangt frá Kaup- mannahöfn. Þar er hlýlegt að reika um í góðu veðri á sumrin, róa á vatni og hvíla sig í sefi, ellegar virða fyrir sér hvernig gróður dafnar í garðlöndum og teyga ilm af blómum. Þar má einatt sjá aldurhniginn mann að störf- um, lágvaxinn og snarlegan, en hann annast blóm og gróður af mikilli virkt og umhyggju. Sá nefnist Mar- tin Carlsen og varð kuniaur víða um lönd í fyrra, þótt ekki væri það beinlínis fyrir tilverknað hans sjálfs. Hann er nefnilega faðir Kurts Carlsens, sem velktist um skeið á Atlanzhafi með sökkvandi skipi sínu, en hér- lendis á hann annan son, sem getið hefur sér ágætt orð fyrir að útrýma þeim skaðræðiskvikindum sem minkar nefoast. — En Mar- tin Carlsen hefur ekki að- eins unnið sér það til ágæt- is að eignast góða sonu og, hlúa vel að gróðri; nú ný- lega hefur komið í Ijós að hann er ekki síður tilþrifa- mikiil atkvæðamaður í al- þjóðamálum. Sonur haos Kurt ætlaði sem sé að láta ferma dóttur sína nýlega og bauð foreldriun sinum vest- ur um haf að vera viðstödd athöfnina. Þegar leið að brottfarardegi var garð- yrkjumaðurinn frá Bags- værd kallaður á bandaríska sendiráðið og tilkynnt að upp hefði komizt að hann hefði í hyggju að steypa af stóli löglegri stjórn Banda- rikjanna með ofbeldi, og fengi hann því ekki land- vistarleyfi, þar sem stjómin vildi sitja að völdum sínum ehn um sinn. Þegar upp hafði komizt um þessi illu á- form sneri garðyrkjumaður- inn heim til sín og lét þau orð falla að hann vildi einn- ig heldur ferðast austur á ibóginn þar sem lífið grær eins og jurtirnar í Bags- værd á vorin. En nú bíða menn þess í ofvæni að Mc- Carthy ljóstri því upp að ævintýrið heimsfræga sem gerðist á Flying Enterprise hafi í rauninni verið komm- únistískt samsæri; og gott ef það reynist ekki óame- riskt athæfi að skjóta minka þá sem eru versta plága sem hingað til iands hefur flutzt um langt skeið, að hernámsliðinu undan- skildu. Svo hætt er nú komið stjórn Bandaríkjanna, sem er æðsta yfirvald friðar, frelsis, lýðræðis og öryggik í veröldinni, og er sannar- lega ekki á að lítast. Enda : steðja hættumar að úr öll- um áttum. Daglega er vísaó á bug fjölda manna, hér- lendis og annarstaðar, sem ólmir vilja ferðast til Bandaríkjanna q í sama til- gangi og . garðyrkjumaður- inn frá Bagsværd, til þess að steýpa ríkisstjórninni af Stóli; og einhverntíma kann að koma að því að sá sleppi í gegn. sem vinnur verkið. Þó eru þessir erlendu menn meinlitlir hjá þeim mönnum bandarískum sem komast undir annarleg áhrif. Að vísu er þegnanna gætt af mikilli vandvirkni og það er enginn hörgull á fangelsis- rúmi fyrir þá sem þar eru bezt geymdir, en þó er sá staður einn þar sem Banda- ríkjamenn eru í beinum tengslum við fjandmenn stjórnarinnar, Kórea, og þar hafa þeir atburðir gerzt sem mestum áhyggjum hafa valdið um skeið. Þeir banda rísku hermeíin sem þar ganga bezt frarn í því að tryggja frið, frelsi, lýðræði og öryggi falla sem sé ekki allir, þótt tugir þúsunda hafi hlotið þau örlög, held- ur eru sumir teknir hönd- um; og ekki eru þeir fyrr orðnir tukthúsmenn en þeir eiga þá ósk heitasta að koma frá völdum stjórninni í Washington. Hefur það verið eitt helzta viðfangsefni Bandaríkjamanna í alþjóða- málum alla tíð síðan 1951 að losna við að endurheim^a fanga þessa, því ekki verð- ur þeim neitað um landvist- arleyfi eins og garðyrkju- manninum frá Bagsværd. Varð þeim lengi vel mikið ágengt í þeirri iðju, en þar kom þó fyrir skemmstu að kommúnistum tókst að tryggja það af mikilli slægð að höfð væru skipti á sjúk- um föngum og særðum. Ýmislegt góðviijað fólk sem ekki hefur gert sér grein fyrir því hversu hætt er komið völdum Bandaríkja stjómar mun hafa ímyndað sér að það yrði mikið um veizlur og gleði þegar hinir fönguðu, særðu og sjúku garpar kæmust til ættjarðar sinnar að nýju, en það sást brátt á heimsfréttum að við búnaðurinn var allur annar. í eiimi tilkynningunni af annarri var varað ákaflega við því að margir fanganna myndu vera orðnir kommún istar, og var ýmist skýrt svo frá að sú hugarfarsbreyting væri árangur af pyndingum og hótunum. eða „lævíslega mildri og ísmeygilegi’i með- ferði“ Einnjg var fólk var- að mjög.eip^regið við því að triia einu orði af því sem fangarnir segðu. Aðvaranir j)essar færðúst nijög í auk- aha og ufðu senn ógnandi, irir til New York Herald Tribune sagði 14. apríl frá :því að faxigar sem oi’ðnir væru kommúnistar og neit- uðu að hverfa heim yrðu taldir. liðhiaupar og skotnir iþegar í þá næðist. Mun þá ýmsum hafa þótt sem illa væri gleymd frásögnin um glataða soninn í biblíunni, enda féll herstjórnin frá þeirri tillögu að tekið yrði á móti föngunum með skot- hríð og lofaði að þeim yrði ekki refsað; þeir skyldu teknir öðrum tökum. Þegar fangaskiptin hófust var þriðjungur faaganna einangraður og fengu engir blaðamena að koma nálægt þeim. Hinir sem viðtalshæf- ir voru taldir báru norðan- mönnum mjög vel söguna, og virtist það helzt hneykslua- arvert í frásögnum þeirra að þeir höfðu átt kost á því að hlusta á fyrirlestra iim þjóð- mál og lesa sígildar bók- menntir enskar. Eftir við- tölin var allmörgum í við- bót bætt í einangraða hópinn. Nokkru síðar var frá því skýrt að hinir hættulegu fangar yrðu fluttir á geð- veikrahæli í Bandarikjunum og yrði færustu vísinda- mönrium falið að gera þá hættulausa. Ekki var náciar skýrt hverjum aðferðum yrði beitt, en fyrir nokkrum árum hermdi Ivar Guð- mundsson, sem nú er einn af forustumöxmum sameinuðu þjóðanna, svo frá í Morgun- blaðinu að fundin væri upp aðgerð til að lækna menn af kommúnisma. Aðgerðin var í því fólgin að opna höfuð- kúpuna og taka úr sambandi þá vefi sem annast æðri heilastarfsemi. Er ekki að efa að þessari ágætu aðferð verður nú beitt, þannig að fangarnir fái loks að hverfa heim til ástvina sinna, full- komlega ánægðir með rikis- stjóra Bandaríkjanna. Þannig hangir líf Banda- ríkjastjómar I bláþræði hvern dag af margvfslegustu orsökum og með henni frelsi, friður, lýðræði og ör- yggi. Og það kemur í ljós að henni stendur ekki mest hætta af ráðamönnum í Kreml eða herjum austan- manna gráum fyrir járnum, heldur af bandarísku dretagj- unum þegar þeir fá tækifæri til að kynnast sígildum bók- menntum enskum og hugsa í tómi um þjóðféíagsmál eða af öldruðum mönnum í elskulegum smábæjum sem alla tíð háfa lilúð að gróðri í kringum sig. Og það er vandséð hvernig líf stjórn- ar sem á við slík vandkvæði að stríða verður treint til langframa nema hafin verði f j öldaf ramleiðsla á geð- veikrahælum og íbúar jarð- ar;tinar — að Bandaríkja- stjóm frátalinni — látnir ganga undir þá aðgerð sem beint er gegn æðri heila- starfsemi. >a . Þá yrði Eisenho- wer vit- maður: -♦—»•' ♦.*» -*—«-»—♦-»-♦-♦ -»• ♦ -♦-» «-♦—♦-»-♦ --«-» ;♦ ♦ ---»- +1«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.