Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 12
iíaasssia—a Sunnudagisr 10. maí 195.3 — 18. árgangur --— 104. tölublað ®»SEfio sijéres ssýiesp lokið i 'Nýlega lauk í Reykjavík nokkurra vikna námskeiði, sem | Verkstjórasamband Islands efndi til í því skyni að veita verk- stjórum nokkra fræðslu og auka Jrekkingu þeirra. 50-70 bæjarvinnumenn lánaðir ann- anhvern dag í uppskipunarvinnu Leppsfjémin hefur hrakið vinnukraftinn í hernuðarvinnu á Keflavíkurflugvelli. Síðustu vikurnar hoíur svo mikil ekla á vinnukrafti verið hér við höfnina aö Togaraafgreiðslan hefur orðið að fá lánáða 50-70 verkamenn úr bæjarvinnunni annan hvern dag til uppskipunar á fiski úr togurunum. ars vegar, en stutt að hvers kon- ar hernaðarframkværndum hins veg-ar og neytt vinnuafl þjóðar- innar til að leita sér þar lífs- Þetta ástand er afleiðing af því að ríkisstjórnin og hernáms- flokkarnir hafa hrakið vinnu- kraft þjóðarinnar frá framleiðslu störfunum en beint honum til vinnu fyrir ameríska innrásar- lierinn á Keflavíkurfliugvelli. Ráð •stafanir afturhaidsins hafa allar beinzt að því að skapa ótrú á íslenzkum framleiðsluatvinnuveg- iim og skipuleggja almennt at- vinnuleysi meðal verkalýðsins. Þannig hafa hernámsflokkarnir og rífcisstjórnin komið á víðtæku atvinnuleysi um allt land, ann- Aflf fregast Keflavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Afli hefur verið tregur undan- farið hjá línubátunum og na;st- um al-gert aflaleysi hjá netabát- unum og sumir þei rra þegar búnir að taka netin upp. í fyrradag fék einn Hriubátur- inn þó 18 skippund, en hann fór vestur undir jökul. Vesalingarnir sýndir í kvöld Leikfélag Reykjavíkur hefur nú sýnt hið stórfenglega leik- rit Vesalingana eftir Vietor Hugo tíu sinnum og verður ell- efta sýningin í kvöld. Aðsóknin að þessu leikriti hefur verið mjög góð, með líkum hætti og að fyrstu sýningum á kín- verska leikritinu ,,Pi-pa-ki“ í fyrra, en af því að starfs- tími Leikfélagsins er útrunninn í þessum mánuði, ættu menn ekki að draga að sækja sýn- inguna fram á síðustu stund, þvi þá getur orðið erfitt að ná í aðgöngumiða. bjangar. Framtíðin sem við blasir, ef hernámsflokkarnir fá að ráða áfram, er því augljós: Atvinnu- vegir og atvinnutseki þjóðarinn- ar drabbast niður en vinnu-afl- iruu verður sóað í þjóðhættulegar hernaðarfr-amkvæmdi r á vegum amerikan ann a. Heiur sierki sem Stjórn austurþýzka lýðveldis- ins tilkynnti 5. maí, áð hún hefði ákveðið að veita í fram- tíðinni heiðursmerki, sem ber nafn Karls Marx, en þann dag voru 135 ár liðin frá fæðingu hans. Heiíursmerkið verður veitt þeim einstaklingum og samtök- um, sem unnið hafa „framúr- skarandi afrek í uppbyggingu sósíalismans í þýzka lýðveldinu og baráttunni fyrir einingu Þýzkalands.“ Laugalandi Um hálftólf í gærmorgun var slökkviliðið kvatt að hús- inu Laugalaiíd við Þvottalaug- arnar, en þar hafði kviknað í risi hússins sem notað er fyrir geymslu. Brann risið nokkuð að innan, en fátt var geymt þar uppi, og litlir skaðar urðu á húsinu að öðru leyti. Elds- upptök eru ókunn. Eins og frá var sagt í blaðinu í gær var íslenzka sendinefndin í Moskva 1. maí og hér að ofan sést hún á Rauða toriginu. — Frá vinstri: Óskar B. Bjarnason, Kristinn Ólafsson, Geir Krist- jánsson, Guðmundur Böðvarsson, Einar Andrésson, Oddbergur Ei- ríksson og Steinn Stefánsson. — Sfyðja Egypta gegn Bretum Utanrikisráðlierrar Arabarikj- aiuia sátu á fundi í gær í Kairó, höfuðborg Egyptalands. Eftir fundinn kvisaðist að þeir hefðu ákveðið að styðia af öllu afli kröfu Egypta um að Bretar yfir gefi skilyrðislaust lierstöðvar sín- ar vi3 Súesskurð. Viðræður Breta og Egypta um Súesmálið eru komnar í ógöngur og vill livor- ugur Iáta undan. Ræddi Caffrey sendiherra Bandaríkjanna í Kai- ró, málið í gær við Naguib for- sætisráðhen*a. BiSja um úfskýrinqar Dulles, utanríkisráðherra Banda ríkjanna, sagði blaðamönnum í igær að hann og sendiherrar þeirra ríkja, sem sent hafa her til Kói*eu til fulltingis Banda- ríkjamönnum, hefðu orðið á eitt sáttir um það að útskýring.a og máske breytinga Þyrfti með á •síðustu tillögum norðanmanha •um fanigaskipti áður en hægt væri að leggja þær til grund- vallar endanlegu samkomulagi-. Verkstjórasambandið hefur á /undanförnum árium haldið nokk- ur námskeið með svipuðu sniði og hú, og hefur Jóhann Hjör- leifsson, verkstjóri, jafnan verið forstöðumaður þeirra. Þátttakendum, kennurum og nokkrum öðrum gestum var í gær boðið til hádegisverðar að Hótel Borg og þar skýrði Jóhann Hjör- leifsson frá námskeiðinu og til- 'högun þess. Námskeiðið stóð yfir í 5 vikiur og sóttu það að einhverju leyti 53 verkstjórar, þar af dag- lega kennslu 15—20. Á nám- skeiðinu var lögð höfuð áherzla á tilsögn í hagnýtum efnum, jafn framt fræðslu um þær kröfur, sem í dag eru gjörðar til verk- stjórans í umgengni og þekkingu á þeim, sem hann .á að umgang- ast. Kenndur var almennur reikn- inigur, flatar- og rúmmálsfræði og útreikningur minni háttar •verka, leiðbeint um færslu vinnu bóka, rætt um vandamál á vinnu stöðum og skyldur verkstjóra. Þá var lialdið sérstakt náim- •skeið í meðferð steinsteypu og sprengiefnis, veitt tilsögn í und- irstöðuatriðum land- og h&lla- mælinga, kennd hiálp i viðlög- um og leiðbeint um eld- og slysiavarnir á vinnustöðum. Daglega kennslu við námskeið- ið önnuðust auk forstöðumanns verkfræðingarnir Snæbjörn Jón- asson og Sigurður Jóhannssdn og Ágúst Böðvarsson, mælingamað- ur, sem kenndi mælingar. Fyrirlestrana fluttu dr. Broddi Jóhannesson, Hákon Guðmunds- son, hæstaréttarritari, Gestur Stefónsson, verkfræðin.gur og Páll S. Pálsson. Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri,; veitti, tilsögn í eldvörnum og Slysavarnafélag íslands sá um kennslu í hjálp í viðlögum. í hádegisverðarboðinu í gær Framhald á 3. síðu. kæry Thailands í gær sagði Dulles, utanrík- ráðherra Bandaríkjanna, blaða- möimum í Washington, að Bandarílcjastjórn myndi fagna því ef stjórn Thailands lcærði hernaðaraðgerðir sjálfstæðis- hers Indó Kína í Ijaos fyrir SÞ. Dulles kvað Frakka ekki fáanlega til áð leggja styrjöld- ina í Indó Kína fyrir SÞ. Vesturþýzkt presitlrelsl Innanríkisráðuneytið í Vest- ur-Þýzkalandi tilkynnti í gær að sex kommúnistar hefðu ver- ið fangelsáðir í Rínaríöndum og Vestfalen fyrir að breiða út bönnuð rit. Aðrir fimm komm- únistar hefðu verið handtekn- ir í Bajern og yrðu sóttir til saka fyrir að prenta bönnuð rit í leyniprentsmiðju. 1. hringferð Ferða- skrifstofu ríkisins Fyrs'ta skemmtiferð Ferðaskrif- stofiu ríkisins á þessu ári verð- ur farin í dag. Ferðin hefst kl. 13.30 frá Ferðaskrifstofunni, og verður farinn hringurinn: Þingvellir — Sogsfossar — Hveragerði — Sel- V'Ogur — Krísuvík. Merkir stað- ir og mannvirki verða skoðuð lundir leiðsöigu fararstjóra TILLAGA UM FYRSTA SKOTSÐ Finnskt kvöld Norræna félagið og Finn- landsvinafélagið Suomi hafa kvöldfagnað annað kvöld að aflokinni síðustu sýningu finnsku óperunnar, í Þjóðleik- húskjallaranum. Anna Mútanen, Jorma Gutt- anen og Lauri Lathinen syngja. Auk þess mun allur finnski óperukórinn syngja. —- Félagsmenn í Norræna félag- inu og Suomi geta vitjað að- göngumiða fyrir sig og gesti sína í aðgöngumiðasölu Þjóð- leikhússins eftir hádegi á morg- 5 sir 22M influp Tröllafoss kom í fyrradag frá Bandaríkjunum, en þá voru einmitt liðin 5 ár síðan hann kom til landsins. Á þessum 5 árum hef- ur hann verið í förum milli Is- lands og Bandaríkjanna, farið 90 sinnum yfir Atlanzhafið og siglt 2200 sjómílur. 1. maí lagði faigurjón Jónsson, starfsmaður Alþýðusambands Islands, til á Lækjartorgi, að íslenzki togaraflotinn yrði vopnaöur og innlim- aður i herskipafiota Atlanzhafs jandalagsins. W

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.