Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 3
Sunncdagur 10. maí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 I Flytur m.a* athyglisverða og iréðlega grem um ai- stöðu Sésíalástaílokksins til laudimn&ðarmála, eitir ásmund Sigurðsson Nýtt hefti er kornið út af Rétti og flytur aö vanda inargar íróð’legar greinar um þjóöfélagsmál auk annars efnis. Réttur er tímarit sem hver einasti sósíalisti þarf aö lesa, og raunar hver sá er fylgjast vill meö í íslenzkufh og erlendum stjórnmálum. 1 þetta hefti skrifar rit- stjórínn, Einar Olgeirsson, greinina Verndum arf þess liðna, sköpum stolt hins ó- -komna, — og aðra um Marsh- all,,gjafimar“. Meðritstjóri Einars, Ásgeir Blöndal Magn- ússon, skrifar um Áætlunina miklu. Birt er ræða Malénkoffs er hann hélt við útför Stalíns, og minningargrein um Karl Marx (Æviágrip) og Ræða haldin við gröf Karls Marx 17. marz 1883 eftir Friedrich Engels. Haukur Helgason skrif- ar greinina Tveir heimsmark- aðir. I heftinu er og sagan Hið dulda innsigli eftir Sigurjón Einarsson. Þá flytur þetta Réttarhefti síðast en ekki sízt greinina Hvað liefur Sósíalistaflokkur- inn gert fyrir landbúnaðinn ?, eftir Ásmund Sigurðsson. Er þetta stórfróðleg grein um af- skipti Sósíalistaflokksins af ihagsmunamálum landbúnaðar- ins og bænda. Ætti hver sósíal- isti, og þá ekki sízt þeir er í sveitum búa að kynna sér rækilega þessa ágætu yfirlits- grein Ásmundar um flokkinn og landbúnaðarmálin, því í henni er margvíslegar upplýs- ingar og mikinn fróðleik að finna, sem kemur áð góðu gagni í kosningunum sem framundan eru. veita þjóðgarðs- varesrsiarf? ftrekun Irá Telgabúum Ei-gendur 15 húsa í Teiga hverfi hafa enn itrekað Þau tilmæli sín til bæjarráðs að fá leitt heitt vatn í hús sín frá Laugaveitunni. Til vara fara þeir fram á að fá vatnið til suma-r- ihitunar. Erindi þeirra var vísað ti-1 umsagnar (hitaveitustjóra á bæjarráðsfundi 8. þ. m. TEyggingarstolnunin lánar 12 millj. kr. til byggingar Heilsu- verndarstöðvar og bæjar- sjúkrahuss Fyrir nokkru leitaði Reykja- víkurbær til Tryiggingarstofnun- ar ríkisins um lán til byggingar heilsuvemdarstöðvarinnar og bæjarsjúkrahússms. - Á bæjarráðs fundi -8. þ. m. var lögð fram tilkynning frá Tryggingarstofn- ■uninni -um að ákveðið hefði ver- ið að lána bænium í þessu skyni 12 mi-llj. kr. á næstu 6 árum; lánsupþhæðin má þó ekki fara yfir 20% af byggingarlrostnaði eða !/3 -af framlagi bæjarins sjálfs. Lánið verður veitt til 25 ár-a og verður með 5 /á % vöxt- -um. Bæjarráð heimilaði bor-gar- stjóra lántökuna á þess-um grund velli. Gömlu starfi hefur verið gefið nýtt nafn; umsjónarmaður Þing- valla skal hér eftir nefnast Þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, og hefur ÞingvaJlanefnd auglýst starfið laust til umsóknar frá 1. júní n. k. Umsóknir skulu hafa borizt Þingvallanefnd fyrir 15. þ. m. Ekki er Þjóðviljannm kunnugt hvort -umsjónarmaðurinn á Þing- völl-um, sem hefur gegnt því starfi fjölda ár-a, hefur sagt því lausu, en a. m. k. þrem mönn-um mun hafa verið boðinn starfinn: séra Jóhanni Hannessyni, Ma-gn- úsi Má Lárussy-ni og Jóhanni Hlíðar prestskandidat. Er ljóst af -þessu að Þingvalla- nefnd leggur rika áherzlu á að -maður sá er -gæta skal sögufræg- asta stað-ar íslenzku þjóðarinnar -sé vel að sér í trúarbrögðum. f Þingvallanefnd e-ru Gísli Sveins- son, fyrrverandi sendiherra, Her- mann Jónasson Framsóknarráð- her.ra og Hara-ldur Guðmundsson frá AB-mönniun (kosiun af 1- haldi ag F.ramsókn!). — Umsókn- ir um þetta gamla st-arf með nýju heiti skulu senda Herði Bjarnasyni skipulagsstjóra rík- isins. Fjérir vianulausir Við at-vinnuleysisskránin-gu sem fram fór hjá Ráðningarstof-u Œt-eykj-avíkur 3.-—6. maí s. 1. létu 4 menn- skrá sig atvinnu- lausa. Voru 3 þeirra verkamenn en 1 bifreiðarstjóri. igaskri Það er áríðandi að allir þeir sem haía með hönd- um könnunarblokkir, skili þeim sem allra íyrsi út- fylltum. Tilkynnið skrifstoíunni um alla þá kjósendur Sós- ialistaflokksins sem eru á íömm úr bænum eða dvelja utanbæjar eða erfendis. Athugið strax hvort bið eruð á kjörskrá. Einkum er áríðandi að þeir‘ sem hafa flutt milli hreppa og kjördæma frá síðasta manntali eða frá 1. nóv. s.l. athugi strax hvar þeir eru á kjörskrá. Kjörskrá ligg- ur frammi í kosningaskrifstofu Sósíalistaflckksins. Kærufrestur vegna kjörskrár er útrunninn 6. júní n.k. — Kosningaskrifstofan er opin í dag kl. 2-6. Guðmundur Jónsson söngvari hylltur 1 Bse jarútgerðin: manns í vinnu Ingólfur Arnarson fór á veiðar 25. fm. Skúli' Magnússon fór á vciðar 29. fm. Hallveig Próðadóttir landaði 8. þra. ísuðum fiski sem hér segir: Þorskur 279 tonn. ýsa 3% tonn, ufsi 2% tonn; ennfremur hafði skipið 6 tonn af lýsi og 6,9 tonn af grút. Það fór aftur á veiðar 9. þm. Jón Þorláksson landaði 5. þm. ísfíski sem hér segir: Þorskur 214 tonn, ufsi 29 tonn, karfi 18 tonn, ýsa 4 tonn og annar fiskur í fiski- mjöl 8 tonn. Ennfremur hafði skipið 7,6 totin at' lýsi og 8,4 a.f grút. Það fór aftur á veiðar 6. maí. Þorsteinn Ingó'fsson landaði 7. ■þm, ísuðum fiski sem hér segir: Þorskur 225 tonn. ufsi 39 tonn, karfi 25 tonn, ýsa 4’i tonn, ann- ar fiskut' í fiskimjöl 7 tonn. Ennfremur hafði skipið 7,5 tonn af lýsi og 5 tonn af grút. Skipið fór aftur á veiðar 9. þm. Pétur Halldórsson fór á veið- a.r 28. fm. Jón Baídvinsson landaði 6. þm. sem séi' segir: Saltaður þorskur 136 tonn, saltaður ufsi 24 tonn, ísvarinn þorskur 20 tonn. Enn- fremur 11,4 tonn af mjöli og 9,6 tonn af lýsi. Fór aftur á veiðar 7. þm. . Þork'éli máni fór á veiðar 30. apríl. 1 fiírtcverkunarstöðinni 'höfðu 200 manns vinnu í sl. viku. Vatnsból Smáleiidinga eru opin — í grennd við Siænsnarækt og laxaklak .Bæjarstjéniin txeyslsr bæjarráði aS gera sitt ítrasta* Astandið er þannlg að vatnsbólin eru opin — og hænsnarækt og laxaklak í námunda við þau, svo maður getur farið nærri um liollustu vatnsins. Það var Guðrún Guðlaugs-' dóttir sem á síðasta bæjarstjórn arfundi lýsti þannig vatnsbóli þeirra Reykvíkinga er í Smá- landahverfinu búa. Og þetta er ekki ný-tilkomið, þett-a hafa Smá- ■lendin-ga-r búið við frá upphafi by.ggðarinnar þar. Reyðarfirði. Frá fréttaritara Þjóðvi-lj ans. Austfirðingur landaði hér gær 160 smálestum af s-altfiski. Á cýningu Leikfclags Reykja- víkur á föstudagskvöldið. á ,,Ævintýri á gönguför" sem var hin fyrst eftir hpimkomu Guðmundar Jónssonar óperu- söngvara úr Miðjarðarhafsför Karlakórs Reykjavíkur og hinn glæsilegu listsigur hans í hlut- verki Rigolett-os hjá Koaungi. leikhúsinu f Kaupmannahöfn, var óperusöngvarinn ákaft hylltur af áhorfendum og í leikslok ávarpaði formaður fé- lagsins, Brynjólfur Jóhannes- 300 son, hann no-kkrum orðum. Bað hann áhorfendur að votta Guðmuudi þakklæti ís- lenzkra listunnenda með fer- földu liúrrahrópi og var það gert. Færði hann Guðmundi Jónssyni fagran blómvönd frá félagsstjórninni í þakklætis og viðurkenningarskyni. Sýniagin á „Ævintýri á gönguför" verð- ur endurtekin annað -kvöld (mánudagskvöld) en úr því er öldu.ngis óvíst, livort hægt verður að koma því við að hafa fleiri sýningar vegna æ-f- ina á óperunni, sem er að byrja í Þjóðleikhúsinu, en þar syngur Guðmundur eitt aðal- hlutverkið. Verkst j ór anámskeið Framhald af 12. síðu. talaði m. -a. Jón B. Jónsson, íor- maður Verkstjórasambands Is- lands o-g færði hann vegamála- stjóra og vitamálastjóra þakkir fyrir 'góða fyrir-greiðsl-u í sam- bandi við þetta námskeið og -hin fyrri, svo o-g Vinnuveitenda- sambandi íslands fyrir fjárstuðn in-g þess. Jón lagði sérst-aka áherzlu á að ekki mætti líta á námskeið þessi sem neitt 1-okatakmark, iheldur bæri að vinna að því að hér yrði stofnsettur sem fyrst skóli fyrir verkstjóra. Nauðsyn velmenntaðra verkstjóra væri mikil ve-gna þess hve störfu-m þeirra fyl-gdi mikil ábyrgð. 200 ANDNEhlNN Nú er Fyrstu 3 daga söfn- það unarinnar sýndu svart. nokkrir veíunharar Landnemans hug sinn til blaðsins í verki: söfnuðust 78 nýir áskrifendur meðal unga fólksins i Reykjavík og úti á landi. Spáði sú byrjun góðu um að markinu (300) yrði náð á tilsettum tíma (20. maí). 1 gær hinsvegar dró verulega úr sókninni og til skrifstofunnar bárust aðeins 11 ný- ir áskrifendur úr Reykjavík og eng- inn utan af landi. Slíkt má ekki koma fyrir aftur, þvi að ekki náum við markinu nema með einbeittum sóknar- vilja, vaxandi starfi og ötulleik. Skrif- stofan verður opin frá kl. 9 til 19 i dag. Fylium blokk- irnar i dag' og á morgun. -— Allir til starfa. 100 Áskrifendasími Landnemans er 7510 og 1373. Ritstjóri Jónas Árnason. Smáiendingar hafa nýleiga sent bæjarráði erindi með ósk tum -að þetta verði lagfært og mun nú Joks gerð kostnaða-r- áætl-un um vatnslögn þarna — og máski líka einnig skólpræsi; raunar sagði borgarstiórinn á fundinum að þar sem Smálend- ing-ar heíðu ekki sérstak-lega óskað eftir skólpleiðslum myndu þær líklega verða látnar bíða (!) enda þótt hagkvæ-mast sé að leggja hvort tveggja samt;mis En verði skólpleiðslunum frest- að nú gefst alltaf tækifæri til að grafa upp og leggja þær fyr- ir næstnæst-u bæjarstjórnarkosn- in-gar! Bæjarstjórn samþykkti tillögu frá Guðrúnu Guðlaugsdottur um að „bæj.arstjórn treysti því að bæjarráð geori sitt ýtrasta til þess að flýta fyrir lagfæringu v'u‘ns- bólsins í Smálöndunum“. arn opinn glugga ■.m ÞAÖ eru ekki eluung- is umfei’ðars.lysin, sem verða börminum að bana. Siys í heimahús- um eru algeng á smá- börnum; þau brennast af heitu vatni, laíia út um glugga, kveikja í sjálfum sér með eld- spýtum osfrv. — Fiest eru slys þessi að kenna vannekslu fuliorðna fólksins og gæzluleysi á börnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.