Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1953, Blaðsíða 4
'á) — JÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 10. maí 1953 Helgi J. Halldórsson: Fundur á mánudagskvöld Það mun vart orka tvímælis að starfsemi Slysaivarnafélags íslands varðar hvern einasta íslendinig. Hlutverk þess er að forða slysum á sjó oí? landi og bjarga úr bráðum voða. Enginn veit íhvenær hann eða hans nánustu verða hjálparþurfi. Meginstarf Slysavarnafélagsins ar að koma í veig fyrir sjóslys, og þar eiiga allir íslendingar ó- skilið mál. I>ó að sjómennimir séu sérsfcök stétt er starf þeirra svo nátengt sfcarfi annarra 'stétta, að þar verður ekki á milli greint. Þeir draga þá björg í íslenzkt þjóðanbú, sem gerir kieift að lifa hér menn- ingarlífi. Það er þess vegna beinlínis hagsmunamál hvers einasta fslendings, að starfsskil- yrði sjémanna séu sem örugg- ust. íslendingar eru auk þess svo fámenn þjóð, að það ætti að vera metnaðarmál hverjum íslendingi, að ekkert mannslíf glatist, sem haagt er iað bjarga, ekki sízt þegar það byggir hraustan líkama. Tæknin er orðin 'slík, að með góðum út- búnaði -fiskiski-pa, gætinni sjó- sókn og öruiggum slysavörnum við strendur landsins eiga menn ekki að vera í meiri lífshæfctu á sjó en Jandi. Slysiavarnafélag íslands sér um mikilvægasta þáttinn, sjálfar slysavarnirnar. Það hefur unnið óhemju-far- sælt þjóðnytjastarf og hlotið almenna viðurkenningu bæði hér á landi og erlendis. En starfsemi þess er fjárfrek og verður því aðeins innt af hendi á viðhlítandi hátt í framtíðinni að íslendimgar geri sér ljóst, að þeir eiga hér allir hlut að máli án undantekninga. Lokadagurinn 11. maí er aðal söfnunardagur Slysavarnafélags íslands, og gangast þá deildir félagsins fyrir merkjasölu, hver á sínum stað til ágóða fyrir slysavarnastarfsemina. Hér í Reykjavík er það Slysavarna- deildin Ingólfur, sem hefur for- göngu um merkjasölu og fjár- öflun þennan dag. Það fé sem Ingólfur safnar rennur til aðal- stjórnar Slysavamafélags ís- lands, eins og það einnig gerir frá öðrum deildum félagsins annars staðar á landinu, en aðalstjómin ráðstafar svo því, sem inn kemur, þangað sem þörfin er mest hverju sinni. Þess vegna munu allir bregðast vel við fjársöfnun Slysavarna- félagsins á morgun, minnugir þess, að sameiginlegt átak sigr- ar hverja'þraut. Slysavarnafélag íslands er sjálfu þjóðfélaginu næst félag tallra landsmanna, þar sem 5. hver íslendingur er innritaður í einhverja af hinum 197 deild- um, sem mynda Slysavamafé- lag íslands. Öll starfsemi Slysa- vamafélags íslands og félags- deilda þess hefur beinzt að því er má verða til vamar slysum og safna fé til kaupa á slysa- vamatækjum og til ýmissa framkvæmda varðandi slysa- varnir og björgunarstarfsemi. Það sem' áunnizt hefur í þess- ari viðleitni fyrir bættu öryggi og til varnar slysum frá því Slysavarnafélag íslands tók til starfa er hreint ekki svo lítið, og það er þess vert, að fólk festi sér í minni það helzta. Látum hugann reika 25 ár aft- ur í tímann. Þá voru engar björgunarstöðvar :tíl við strend- ur landsins. Nú mynda þær hringi kringum landið. Þá voru engin tök á að ná sambandí við strönduð skip. NÚ enu 63 línubyssur og fluglínu- tæki í vörzlum björgunarsveita víðsveigar á landinu. Þá voru engin björgunartæki til á bryiggjum. NÚ eru afbragðs- ®óðir björgunarhripgir, f rá, Slysavamafélaginu til á næst- . um því hverri einustu bryggju á landinu. Þá voru engin skipbrots- mann'askýli til. NÚ em þau 26 á eyðisöndum og í óbyiggðum útkjálkum landsins. Þá vom engin björgunarskip, sem fyligdu bátaflotanum við veiðar. NÚ eru þær ,,María Jú- lía“ og ,,Sæbjörg“ að starfi aht árið og fylgja fiskiflotanum á vertíðum. Þá var ekk; hægt að snúa sér til neins ákveðins aðila, ef óttast var um afdrif skipa eða ef menn töpuðust ó landi. NÚ sinnir Slysavarnafélagið öllum slíkum beiðnum og nýtur starfs sjálfboðaliða og notkunar ör- yiggistækja sinna til að láta hjálp í té. Þá voru lítil samtök til varn- ar slysum, en nú eru haldin ótal námskeið um vamir gegn slysum og viðvörunaporð kveða stöðugt við. Þetta og ótal margt annað iber að þakka forgöngu Slysa- varnafélagsins og svo hinum sérstaka áhuga og fórnfýsi al- mennings Slysavarnafélaginu til handa. Góðir samborgarar! Enn er til yðar leitað um þessi ver- tíðarlok, og vér vitum, að þér bregðizt ekki trausti voru. Þó mikið hafi áunnizt og mörgu góðu hafi verið til leið- ar komið í slysavarnamálum, þá mun fljótt hraka, ef sókninni verður ekki haldið við. Það er ekki einungis, að stöðugt átak og fjármagn þarf til að við- halda tækjum félagsins og end- urnýja þau, heldur þarf og að mæta nýjum og vaxandi við- fangsefnum nærri daglega. Stærstu átök framundan eru: nýtt myndarlagt björgunarskip .fyrir Norðlendingafjórðung, ný og fullkomin björgunar- og sjúkraflugvél, söfnun fyrir nýj- um tojörgunarbát við Faxaflóa í stað björgunarbátsins Þor- isteins til eftirlits og aðstoðar fyrir siaukna smáhó taútgerð ihér, fé til að reisa fleiri radíó- miðunarstöðvar og til að kaupa fullkomnari útbúnað fyrir björg .unarsveitimar og svo margt annað. Reykvíkingar! Slysavarna- deildin ,'iIngólfUr“1. sem nú; leit- ar til ykkar í nafni Slysavarna- félagsins þaklcar ýður marg- víslégan stuðning á undanförn- um árum og heitir nú enn á ykkur til hjólpar og til varnar slysum. Við ó'köllum alla okkar félaga og velunnara, konur sem karla, að styðja og styrkja þessi mál með ráðum og dáð og þá sérstaklega með því að kaupa merki dagsins og með því að innrita sig í félagið til virkrar þátttöku í starfi, sem er þarft og göfgandi í alla staði. Nærri daglega erum við minnt á slysin og að leitað er til Slysavamafélagsins, sem telur það skyldu sína að gera allt, sem í þess valdi stendur til að veita aðstoð og hjálp. Reykvíkingar! Takið vel á móti hinum hvítklæddu sendi- boðum slysavamadeildarinnar á merkjasöludaginn. Lótíð þá Svo sem lesendum Þjóðvilj- ans er kunmugt fengu starfs- stúlkur á spítölum því til leið- ar komið með samtökum að fæðishækkun sú, er ákveðin var um á.l; áramót var'felld úr gildi og endurgreidd. Hins vegar þverskallaðist stjórn Ríkissp’tklanna við að uppfylla samningslegan rétt stúlkoanna á Kleppi til að fá keyptar, eftir ósk og aðstæðum, einstakar máltíðir, svo að fé- lagið sá sér ekki annað vænna en að leita réttar síns fyrir viðkomandi dómstóli, félags- dómi. — Var þetta ekki nema sjálfsagður hlutur, því réttur stúlknanna samkv. 3. grein kjarasamningsins er augljós og ekki tjáir að láta atvinnu- rekendur komast upp með að þverbrjóta gerða samninga fyr- ir augum verkalýðssamtakanna, án þess að hafzt sé að. Hins vegar er ekki enn lióst hvað meint er með uppsögn samninganna, því það hefur ekki enn lcomið fyrir félags- fund, og má það undarlegt kallast. Eins og lcunnugt er baúð ,stjórn spítalanna samkomulag ,í sambandi við ágreiningimn á Klepþi á þessa leið: 1. Stúlkui* í hálfafæði skyldu fá það ekki synjandi frá ykkur fara. Látið fræðsluerindin og glugga sýningarnar vekja eftirtekt yðar og umhugsun um slvsa- varnamálin. Þótt okkur geti brostið mátt til að ráða við verstu hamfarir náttúrunnar, megum við aldrei bregðast því, að við gerum ekki ávallt það, sem er á okkar valdi til að firra slysum og vandræðum. Slysavarnadeildin „Ingólfur" í Reykjavik er 11 ára. Þessi deild var á sínum tíma stofhuð upp úr hinni svoköiluðu aðal- deild félágsins í Reykjavílc, og í henni eru flestir stofnendur félagsins. í deildinni er,u ú 1900 félagar auk ævifélaga. í hlut- fall; við íbúatölu höfuðborgar- ipnar þyrftu félagarnir að vera miklu fleiri. Aðalstarf- Ingólfs er auðvitað fjáröflun fyrir Slysavarnafélagið og ýmisleg forganga ! slysavarnamálum Framhald á 9. síðu keypt á 40% af verði fasta- fæðisins (án skýringa á þvi hvað teljast skyldi hálft fæði i framkvæmd) 2. Verð stykkja þvottar skyidi vera 45 krónur á mánuði miðað við 45 stykki sem hámark og kr. 1.10 á st. þar fram yfir. 3. Stúllcur í fastafæði skyldu fá endurgreidd ar máltíðir sem niðoir féllu vegna fjarveru, eftir sérstakri reglu. Þessir kostir skyldu þó vera því skilyrði butidnir að réttur sá til að velja og hafna sem stúlkum er tryggöur með þriðju gr. kjarasamningsins, skyldi falla úr gildi. Méð öðr- um orðum: Starfsstúlkur á spítölum skyldu ekki lengur vera frjálsar að því að velja um livort þær keyptu íæði lijá atvinnurekendanum eða ekki, hvort þær (keyptu einstakar máltíðir, væru í hálfu fæði seni kallað er eða fastafæði svo sem tíðkast hefur til þessa. Stúlkurnar skyldu framvegis vera skuldbundnar til að Icaupa fastafæði hjá atvinnurekandaiu um, hvað sem það kostaði og hvernig sem á stæði. Við athugun slcilur hver skynbær manneskja að þettá tilboð atvinnurekandans með slíkum skilyrðum var hrekkja- bragð, sem leitt hefði af sér hinn mesta skaða fyrir starfs- stúlkurnar, ef tekizt hefði. Um uppsögn samninganna vil ég segja þetta: Vaki það fyrir þeim, sem hér eiga hiút að máli, að knýja fram sáttatil- boð félagsstjórnarinnar til at- vinnurekenda nú á dögunum, þá vi] ég benda á það, að slikt samkomulag gat ekki á neinn hátt farið í bág við samninga félagsins og þurfti því eklci meinnar uppsagnar við af þeim ástæðum. — En úr því upp- sögnin er orðin staðreynd þá er eklci um annað að gera fyrir stúlkurnar en að standa sem einn maður vörð um serhvérti ávinning, sem fengizt hefur fram í. samningum, —• og í þvi sambandi vil ég sérstaklega á- minna stúlkurnar urn að standa vörð um hin áskildu réttindi sin í 3. grein kjarasamningsins, því þau eru eínn verðmætasti þáttur samninganna, enda eitt aðal skotmark atvinnurekend- anna. — Starfsstúlka. Rússlandsgrýlan í smærri og stærri mynd Úr sögu „litla lalla'' HERÚLFAR skrifar: „Einu sinni var Lárus Jóhannesson „litli lalli“. Þá tók hann si,g til og bar. vonda hluti á fyrirtæki Halligríms Kristinssonar. Það fyrirtæki var ,Rússland‘ íhalds- ins í þá daga, óskaplega vont fyrirtæki, rænd.í verzlunararði, kúgaði viðskiptamenn; og svo var á Lárusi að skilja, að auk þess væ.ri Hallgrímur fingra- .angur. — Fyrirtækið var hins- vegar rekið af hugsjónamönn- um, sem ekki vildu láta ræna fólkið verzlunararði né kúga viðskiptamenn, og því síður ‘hafai fingralanga forstjóra. Þefcta var sannleikurinn ium fyrirtæki Hallgrímis Kristins- sonar. — Lárus Jóhannesson fór illa út úr skiptum sínum við hugsjónamennina, og það svo, að aldrei hefur síðan hann verið nema „litli lalli“. Nú iþykist litli lalli orðinn eigi lítill fyrir sér. Nú ber hann stórsakir og svívirðingar á þjóð, sem hann hefur aldrei viljað neitt vita um, fjarlæga þjóð, sem íslendingum virðist koma lítið við að svívirða, því aldrai hefur þessi þjóð svo mikið sem blakað við þeirra minnsta ibarni frá upphafi þjóð ríkis á íslandi. En þessi þjóð lifir í anda hugsjónamanna, sem ekki vilja láta íhaldsmenn ræna, kúga og stela í þjóðfé- 'laginu. Þar liggur Lárusar- hundur.inn grafinn. Lárus hef- ur ekkent læ.rt af Hallgríms- hýðingunni, því þetta tilfelli — um að svívirða Rússa — fékk 'þann af því, að honum var sýhd sú virðing að bjóða hon- um að vera með í hópi þeirra manna á íslandi, sem mótmælir því, að núverandi íhaldsmenn í stjórn iandsins hervæði æsk- una fyrir Bandaríkjamenn til þess að skjóta þá þjóð, sem íaldyei hefur gert íslendingum mein. Nú s'kilur Lárus það, hvað !hann vantaðii í baráttunni við fysirtæjci- ..Hallgrínis Kristins- sonar. /Það 'var hér. ..þá hefði ,Rússland‘ íhaldsins á íslandi 'loti!ð iægra' haldi fyrir hinum frsega ' herforingja, og Lárus héfði aldrei orðið 1101' lalli. En grejnar Lárusar bæði fvrr og síðar skýra.það vel, hvað um er að vera. íhaldið á Islandi 'ska'Ifý.fyrír fyrirtæki Halligríms Kristinssonar, en nú slcelfur íhaldið um ,allan heim fyrir fyrirtæki Rússa — að láta íhaldsmenn lifa eins og aðra menn. Við þessu er ekki nema eifct ráð. Það er her, — en þá höfðu hugsjónamennirnir sama ráð og stofnuðu her. Síðan eru íhaldsmenn ráðalausir, cg þess vegna er -litli lalli farinn að skrifa. Því íhaldsmbnn hræð- ast ekkert jafnmikíð cg vera herdrepnir, en svo /er riú að ■sjá sem um allan heim sé ó- mögulegt orðið að láta íhalds- ,her siigra. Þetta hefði Lárus átt að læra strax af slúðr.i sinu um Hall- 'grim Kristinsson. Þá hefði hann ekki farið að segia Rúss- um stríð á hendur til þess að verða að athlægi og valda ó- þægilegum upprifjunum um lítið gefinn og lítið siðaðan strák, sem réðist dólgslega að einum siðbezta og göfugasta íslendingi vorra daga. — Her- úlfar.“ .. 'ÍRÚniBT, :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.