Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. júni 1976 Þverbrestir í siðferðinu ef slikur vitnisburður um sið- ferðisþrek ráðherranna kæmi úr annari átt. Hér skal ekki, að þessu sinni, fjallað um trú ráðherrans á hlutverki hersins né þau orð, er hann lætur falla i þvi sambandi en það er virðingarvert af hon- um að vilja ekki heimta gjald af þeim, sem eru okkur hér til verndar, úr þvi hann virðist trúa þvi að svo sé. Nú kynnu einhverjir aö hafa búist við þvi, að viðhorf fram- sóknarmanna til hersetunnar væru önnur, en sölumanna Sjálfs.fl. Framsóknarmenn virtust loks ætla að manna sig Skrifið eða hringið. Sími: 17500 upp i að visa hernum úr landi i tið vinstri stjórnarinnar. En nú hafa dómsmálaráðh. og sam- göngumálaráðh. hinsvegar tjáð sig samþykka leigusölu. Ef heil- indi hefðu búið að baki afstöðu þessara manna á vinstri stjdn- arárunum þá hefðu þeir sagt nú: Við viljum enga leigusamn- inga þvi við munum stuöla aö þvi strax og færi gefst að herinn fari. Afstaða þeirra til þessa máls jafngildir i reynd yfirlýs- ingu um, að þeir óski eftir her- setu hér áfram þvi um leið og F'ramhald á bls. 14. Hugleiðing um lág- kúruskrif Gunnar Thoroddsen Nú kárnar gamanið hjá ríkis- stjórninni. Ráöherrar eru farnir að gefa samráöherrum sinum einskonar siðferðisvottorö og þau mættu nú, sannast sagna, vera eilitið skárri. Gunnar Thoroddsen og Matthias Bjarnason hafa lýst þvi yfir, að þeim finnist eðlilegt að herinn greiði leigu fyrir dvöi sina hér og þá væntanlega vegna þess, aö þeir telji hann vera hér i ann- ara þágu en okkar. Er sú viður- kenning að sjálfsögðu nokkurs virði þótt ánægjulegra hefði verið aö þeir drægju aðrar ályktanir af þeirri uppgötvun en þá, aö fyrir bragðið ættum við að nota herinn fyrir féþúfu handa rikissjóði. Um afstöðu fjármálaráðherrans er ekki vit- aö en ekki væri þaö nema mann- legt, miöaðvið afstöðu samráð- herra hans, að garnagaulið i si-soltnum r ik iska ssa n um Matthias Bjarnason freistaði hans til að feta sömu slóö. Þvi skulu þó engan veginn gerðir skór og vist væri vegur Matthiasar að meiri ef hann kysi fremur að seðja kistilinn sinn með öðru móti. Aftur á móti hefur Geir for- sætisráðherra tekið aöra af- stööu. Hann hefur látiö þau orð falla að það sé ,,.... siöferðis- brestur að þiggja greiöslur af varnarliðinu.... Varnarliðið er hér vegna okkar og ég vil ekki að það sé lengur hér en nauð- synlegt er vegna varna okkar”. Hafterfyrir satt, að þannig hafi forsætisráðh. komist aö orði á fundi norður i landi. Ekki verð- ur annaö af orðum forsætisráðh. ráöið en hann telji afstöðu sam- ráðherra sinna og flokksbræðra, Gunnars og Matthiasar, bera vott um alvarlegan siöferöis- brest og mundi trúlega ein- hversstaðar koma hijóð úr homi Margir islenskir karlar kunna sér vart læti um þessar mundir, þar sem upprunnin er tið sóða- legra samlikinga, eins og gerðist á striðs- og eftirstriðs- árunum i blaðaskrifum um „ástandið”, þ.e. blaðaskrifum um þær islenskar konur, sem höfðu kynnst og umgengist breska, norska og ameriska hermenn, sem hér dvöldu á striðsárunum. Mér er minnisstætt hversu niðrandi og fyrirlitleg þau skrif vom i garð islenskra kvenna og áreiðanlegt er, að þau höfðu veruleg áhrif á viðhorf almenn- ings og urðu til þess að festa enn frekar i sessi það álit, að konur væru búfé karla. Þessi skrif voru flest þvi marki brennd, að hneykslast var á konum og þær taldar nánastlandráðamenn, en karlar, sem lærðu að stela öllu steini léttara, lærðu að þiggja mútur og hreiðruðu um sig i skjóli hersetunnar, voru fram- takssamir og sjálfstæðir ein- staklingar, þjóðinni til sóma. Helst var að skilja að gremjan og reiðin i garð kvenna stafaði af þvi, að þær væru ekki nógu duglegar við öflun striðs- gróðans þrátt fyrir góðan meðbyr og að körlum fyndist þeir vera hlunnfarnir vegna glataðra tækifæra á sviðum kynlifsins. Nú er að upphefjast önnur gullöld á þessum vettvangi fyrir sóðalega hugsandi karla og nú er það hvorki meira né minna en sjálf fósturjörðin, sem kölluð er mella, — mellan, sem leggst ókeypis eða mellan, sem selur sig. Þarna er á ferðinniundarleg skrilgreining á orðinu „mella”, skilgreining, sem mér finnst á engan hátt standast, þvi hvernig er hægt að vera mella, ef ekki kemur greiðsla fyrir? Eru þá lika allar islenskar konur mell- ur, sem ekkihafa sparibauk sér við hlið og allir Islenskir karlar þá hórkarlar, sem ekki inna af hendi greiðslu I reiðufé við sam- farir? Seltjarnarnesi 24.6. ’76 Herdis Helgadóttir Lággróður aka svona vegi en margur má gera sér minna að góðu. Orð og athafnir Mjög er um það talaö nú um stundir, að vernda þurfi og við- halda sem viðast byggð i þessu landi. Mörgum finnst samt, aö þar gæti meira orða en athafna. Vart verður um deiit, að greiðarog góðar samgöngur séu einn veigamesti þátturinn I verndun byggðarinnar. Mætti þvi ætla, að kapp væri á það lagt, að koma sem flestum byggöum i viðunandi vegasam- band. Hvað gerir fjárveitinga- valdið? Langstærstu fjárveit- ingar til einstakra vegafram- kvæmda i ár fara til brúarbygg- ingar yfir Borgarfjörð og hrað- brautarframkvæmda á Suður- og Suðvesturlandi. Auðvitað er gott að fá þar hraðbrautir og jafnvel brú yfir Borgarfjörð, en er skynsamlegt og réttlátt að verja svo miklum hluta vega- fjárins til slikra framkvæmda á meðan heilum byggðarlögum er að blæða út vegna óviðunandi vegasambands? Samræmist það byggðastefnuskrafinu? Á búnaðarráðstefnunni á Blönduósi var mikið rætt um vegamál. Þar var upplýst, að lengd rikisvega i Norðlendinga- fjórðungi væri um 2400 km. Af þeirri vegalengd teljastum 90% til þjóð-og landsbrauta, en innan við 10% til hraðbrauta, eða nán- ar tiltekið 7,85%. Hvernig skipt- ist svo vegaféð milli þessara vegaflokka á Norðurlandi á s.l. ári? Rúmum 36% vegafjárins var varið til hraðbrauta, sem eins og fyrr segir, eru tæp 8% af heildarvegakerfinu. Tæp 44% runnu til nýlagningar þjóð- brauta, sem eru 32% af vega- kerfinu. Um 20% aðeins fóru til landsbrauta þó að til þeirra telj- ist rúm 60% af rlkisvegunum. Og i ár hefur enn hallað undan fæti fyrir landsbrautunum á Norðurlandi. Er þetta skynsamleg stefna i vegamálum? Stuðlar hún að byggðajafnvægi? Og þó að við höfum að sjálfsögðu ekki ótæm- andi fé til vegagerðar fremur en annarra þarflegra framkvæmda þá er þetta þó ekki spurning um getuna heldur viljann. Stundum er annað orð en gerðir. — mhg Enginn vafi er á, að allt fram á siðustu mánuði hefur verulegur hluti þjóöarinnar trúað þvi, að herliðið á Miðnes- heiðinni væri hér okkur til varnar, fyrst og fremst, enda hefur þeirri trú óspart verið haldið að þjóðinni. Rússarnir eru hér á næsta leiti, segja þess- ir ötulu trúboðar friðarins, og þeir mundu óðara gieypa okkur ef herinn færi héðan,— likt og veiðibjallan andarungana á tjörninni. Þessari skoðun til stuðnings hefur ótæpt verið vitnað i aðstöðu Austur-Evrópurikjanna og einkum til þeirra hörmungaratburða, er á sinum tima gerðust i Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu. Án hersetunnar hér biðu okkar svipuð örlög. Ýmsir aðrir eru þó, sem betur fer, á annari skoðun. Þeir telja, að einmitt örlög ungverja og tékka sýni, að rússar muni ekki áreita okkur. Hvernig kemur það heim og saman?— Jú, við styrjaldarlokin var Evrópu skipt upp i tvö áhrifa- svæði, milli austurs og vesturs, og allir vita, hvoru megin Island er. Margir undruðust og átöldu að Vesturveldin skyldu ekki skerast i leikinn i Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu. Hvað hefði það þýtt? Heimsstyrjöld. Það er vitað, að hvor aðilinn um sig, rússar og bandaríkjamenn, skuldbundu sig til þess að beita ekki hernaðarihlutun á áhrifasvæði hins. Brot gegn þvi samkomulagi kostaði heimsstyrjöld. Og stórveldin vilja ógjarnan styrjöld sin á milli, frekar en aðrir. Þau telja áhættuminna að stunda landvinninga með öðrum hætti. En landhelgisdeilan breytti viðhorfi margra islendinga til I hersetunnar. Ýmsir, sem áður trúðu á verndarmátt og verndarvilja hersins, urðu nú sjáandi. Þeir Islendingar eru nú án alls efa i miklum minnihluta, sem eru haldnir þeirri blindu, að herinn sé né hafi nokkru sinni, verið hér okkar vegna. En þá gerast þau undur og stór- merki, að upp kemur þriðja aflið, þriðji flokkurinn i afstöð- unni til hersetunnar. Það eru mennirnir, sem lita á veröldina sem eina allsherjar prangara- búð. Mennirnir, sem alltaf vilja vera að versla versla með heið- ur og æru, ef ekki er annað fyrir hendi. Gagnvart hersetunni er þannig komið upp þriggja flokka kerfi. Það eru i fyrsta lagi hernámsandstæðingar, sem aldrei hafa séð neina vörn i hernum, aðeins hættu, og svo aðrir þeir, sem siðar hafa smátt og smátt áttað sig á þeim sannindum, og eru of miklir islendingar :il þess, að vilja gera landið að verslunargóssi. Þá eru hinir, sem ennþá stritast viö að trúa þvi, að herinn sé hér i okkar þágu, en finnst óbragð að þvi, að láta „verndarana” borga fyrir að „vernda” okkur. Loks er svo hin „nýja stétt”, gróðabrallsmennirnir, sem auðvitað er það ljóst, að herinn er hér vegna sins heimafólks og vilja láta greiða fyrir þá aðstöðu. Þessir óhugnanlegu verslunarmenn vita, að herinn getur kallað yfir okkur árás, ef illa fer. Þar fyrirá hann ekki að vikja. Nei, hann á að leggja fyrir okkur nóg af góðum vegum svo við getum ekið af okkur kjarngeislarykið. Hernámsandstæðingar hafa frá upphafi gert sér það ljóst, að hersetan mundi smátt og smátt sýkja þjóðina, lama siðferðis- þrek hennar, deyfa þjóðernistil- finningu hennar, drepa i dróma manndóm hennar og sjálfstæðishvöt. En að slikur sággróður ætti eftir að vaxa hér i skjóli hersins og sá, sem nú lætur á sér kræla og teygir jafn- vel arma sina alla leið inn i stjórnarráðið, þvi hefðu fáir trúað, - en lengi skal manninn reyna. Glúmur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.