Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 16
Um siöustu helgi veitti blaöamaður Þjóöviljans þvi eftirtekt aö heljarmiklir kranar meö stórar kúlur voru aö berja á steinhúsum sem staöiö hafa lengi á horni Hverfisgötu og Barónsstfgs. Áöur en helgin ver iiöin höföu kranarnir lagt húsin aö velli og verkamenn voru aö afmá siöustu merkin um aö þarna heföu nokkurn tima staöiö mannvirki. Okkur lék forvitni á aö vita hvaö ætti aö gera viö þessa lóö. Grunur féll fljótlega á Landsbankann sem gnæfir yfir svæöiö og hefur veriö aö þenja sig hratt út undanfarin ár. Á skrifstofu lóöaskrárritara fengum viö grun okkar staö- festan. Landsbankinn keypti þessihús fyrir nokkrum árum i þvi skyni aö rifa þau. 1 staö þeirra eiga aö koma bilastæöi en þau þarf bankinn aö leggja til vegna þess hve starfsemi hans viö Laugaveginn er oröin umfangsmikil og mannfrek. Landsbankann vantaði bflastæði ,,En hvaö helduröu aö hann hafi þá heyrt i klettunum undir fjallinu?’’(úr Sjáifstæöu fólki) Snœfellsnes: Stofnlínur útrýma díselvélakeyrslu Á siðasta ári voru teknar i notkun rafmagnsstofniinur á vegum RARIK frá Borgarfiröi til Vegamóta og Stykkishólms og i framhaldi af henni til Búöardals. Einn helsti tilgangurinn með þessum iínum var aö útrýma hinni kostnaöarsömu disilorku- vinnslu og hefur þaö tekist aö mestu leyti en auk þess hefur raf- magnsnotkun aukist um 50% á siöasta ári og reiknaö er meö aö hún aukist álika mikiö á þessu ári, en svæöiö hefur veriö tengt hinum stóru orkuverum Lands- virkjunar. Ef nefnd tenging viö Lands- virkjunarkerfið hefði ekki átt sér staö, heföi hér oröiö aö framleiöa um 20 miljón kWst á þessu ári meö disilvélum, sem kosta myndi um 260 miljónir króna. Hins vegar mun þetta orkumagn frá Landsvirkjun, ásamt meö flutningskostnaöi til svæöanna, kosta um 120 miljónir kr. Hér kemur fram sparnaöur um 140 miljónir en þá er ekki tekiö meö i reikninginn kostnaöur viö aö hafa varaafl til staöar en þaö munu veraum 30 milj. kr. i þessutilviki og er þvi raunverulegur sparn- aöur nálægt 110 millj. kr. á ári. Kostnaöur þessara framkvæmda ásamt meö spennistöövum varö um 330 milj. kr. Næsti áfangi i raforkumálum Snæfellsness er 48 km löng liha frá Vegamótum til ólafsvlkur. —GFr | Bcvuun BAfíUM BfíEGST EKKI Fólksbíladekk Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDl H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606 „Álverið er okkar stærsta verkefni” segir Friðgeir Grímsson öryggismálastjóri — Við förum vikulega i Alverið og reynum að fylgjast með þvi að vinnuaðstaða sé sem allra best og slysahætta i lágmarki, sagði Frið- geir Grimsson öryggis- málastjóri i samtali við Þjv. i framhaldi af skrifum blaðsins undan- farið um dauðagildrur og geysilega slysahættu i kerskálum Álversins í Straumsvik. — Hvernig hafa ráöamenn Álversins brugöist viö ykkar óskum? — Viö höfum nú yfirleitt ekki óskaö eftir einu né neinu heldur gefiö fyrirskipanir um lag- færingar og viöbrögö þeirra hafa veriö svona upp og ofan eftir þvi hvaö hlutirnir hafa veriö viöa- miklir. Sumt er ekki hægt aö lag- færa samstundis en annaö meö lftilli fyrirhöfn og venjulega hefur veriö brugöiö þokkalega snemma viö. Aöalvandamáliö þarna suöur frá er vatnslekinn i kerskálunum. Þaö veröur aö vera ákveöinn trekkur i gegn en fyrir bragöiö hafa skálarnir staöiö sig illa i islenskum rigningum og snjó- komum. Þaö er þó ávallt unniö viö lagfæringar og öllu meira núna en venjulega. — Svo aö vatnslekinn er höfuö- verkurinn? — Ja...hann er nú ekki sá eini. Þaö mætti skrifa margar bækur um allt þaö sem hefur fariö aflaga og siöan kippt I lag fyrr eöa síöar. Þaö veröur ekki hjá þvi komist aö svona stórt fyrirtæki eigi sina veiku punkta hvern ein- asta dag og hlutirnir veröa aldrei allir i fullkomnu lagi á sama timanum. Þegar eitt kemst I lag fer annaö úrskeiöis og þess vegna höfum viö haft þaö fyrir reglu aö heimsækja staöinn vikulega og fylgjast meö. — Verkamenn I kerskálunum segja ykkur áhugalausa fyrir aösteöjandi slysahættum og segja aö þiö hafið hunsaö beiöni þeirra um aö fá mann á staðinn til þess aö llta á aöbúnaöinn. — Já, trúnaöarmaöur þeirra hefúr bæöi hringt hingaö og eins komiö i heimsókn. Égkannastnú ekki viö aö viö höfum ekki sinnt beiönum þeirra en þaö getur vel veriö aö trúnaöarmanninum hafi þótt þannig á málunum tekiö aö viö værum áhugalausir. — En þiö fariö yfirleitt eftir ábendingum? — Jú mikil ósköp. Þaö er ekki einasta okkar vinna heldur einnig skýlda aö sinna óskum vinnandi fólks um athuganir. —g®P Ráðherrafundur OAU Frakkar gagnrýndir Port Louis, Máritius 29/6 reuter — A fundi utanrikisráöherra Ein- ingarsamtaka Afrikurikja (OAU) i Port Louis var lögö fram skýrsla i dag þar sem frakkar eru harö- lega gagnrýndir fyrir framferöi sitt i garö ibúa Comoro eyja á Indlandshafi. 1 skýrslunni segir aö frakkar neyöi konur á eynni Mayotte til aö giftast frönskum hermönnum i þvi skyni að breyta þjóðernislegri samsetningu ibúanna, hvita kyn- stofninum i vil. Ibúar Comoroeyja samþykktu i þjóöaratkvæöagreiöslu i árslok 1974 aö eyjarnar skyldu hljóta sjálfstæöi. Franskir þingmenn fengu breytt tillögunni um sjálf- stæöi eyjanna á þann hátt aö ibú- ar á hverri eyju fyrir sig (þær eru fjórar) skyldu ákveða hvort þeir vildu sjálfstæöi. Þá skárust ibúar Mayotte úr leik en á eynni er frönsk herstöð með 3 þúsund manna liði. Hinar eyjarnar lýstu þá yfir sjálfstæði sinu og skildu Mayotte eftir i höndum frakka. UOÐVIUINN Miövikudagur 30. júni 1976 Bók með teikningum eftir Harald Guðbergsson Hlaut yiðurkenningu á alþjóðlegri i ~ sýningu A siöasdiönu hausti var halmn i eu A siðastliönu hausti var ) Bratislava I Tékkóslóvakiu, eins og jafnan annaö hvert ár, alþjóð- leg sýning á myndskreytingu i barna- og unglingabókum, Biennale of illustrations Brati- slava. Rikisútgáfa námsbóka sendi bækur til þessarar sýningar, m.a. Syrpu úr verkum Halldórs Lax- ness meö myndskreytingum eftir Harald Guöbergsson. A sýningunni hlaut Syrpa viöurkenningu, Mentions d’honn- aux maisons eur decernees d’edition. Þetta er i.annaö sinn sem bók frá Rikisútgáfunni meö teikn- ingum eftir Harald Guöbergsson fær slika viöurkenningu. Hin bókin var Lestrarbók handa 5. bekk grunnskóla, er hlaut viöur- kenningu áriö 1973. Haraldur er lesendum Þjóö- viljans aö góöu kunnur og hafa teikningar eftir hann margsinnis birst hér i blaöinu. Haraldur Guöbergsson V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.