Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 7
Miövikudagur 30. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Afinnlendum vettvangi Nokkrar spurningar til hr. Gunnars Sigurðssonar verk- frœðings, formanns stjórnar Járnblendifélagsins 1 tilefni af þvi aö bandariska fyrirtækiö Union Carbide er nú sagt samkvæmt blaöafréttum leyst frá skyldum sinum sem eignaraöili aö Járnblendifélaginu á móti islenska rikinu, en hins- vegar gert ráöfyrir þvi, aö i þess staö komi norska fyrirtækið Elk- em-Spigerverket a/s, þá vil ég leyfa mér aö leggja fyrir yöur nokkrar spurningar sem þáttur- inn Fiskimál óskar góöfúslega eftir að þér svariö á opinberum vettvangi. En áöur enég ber fram þessar spurningar, þá vil ég litil- lega koma inn á deilur þær sem áttu sér stað á milli hr. Baldurs Johnsen yfirlæknis annarsvegar og sérfræöings á sviöi mengunar- varna i þjónustu hans embættis hinsvegar, um mengunarhættu út frá fyrirhugaðri verksmiðju, samkvæmt þvi fyrirkomulagi sem Union Carbide eða sérfræð- ingar þess fyrirtækis ætluöu að hafa við framleiðsluna. Þarna bar mikið á milli. Sér- fræðingurinn taldi, að mikið skorti á nægjanlegar rannsóknir á næsta umhverfi verksmiðjunn- ar, áður en staösetning hennar var ákveðin, enda taldi hann að hér gæti verið um hættu að ræða vegna mengaðra úrgangsefna sem yrðu til við framleiösluna. Samkvæmt þvi sem þá kom fram, þá töldu sérfræðingar Union Car- bide að þessi hætta væri litil sem engin, þegar sú framleiðsluaðferð væri notuð sem þeir hyggðust beita. Nú hefur þaö komið fram i blöðum samkvæmt upplýsingum yðar að norska fyrirtækið Elk- em-Spigerverket a/s ætli ef það gerist eignaraðili, að nota við framleiðsluna aðra tegund bræðsluofna heldur en Union Car- bide hugsaði sér. Samkvæmt þessari breytingu ef úr samning- um verður, þá skilst mér að fyrri yfirlýsingar um litla mengunar- hættu samkvæmt hinni amerisku aðferð, séu þar með úr gildi falln- ar, verði önnur framleiðsluaðferð notuð, og þurfi þvi að koma fram nýjar yfirlýsingar þessu viðvlkj- andi. Að gefnu tilefni vil ég leyfa mér að bera fram eftirfarandi spurningar 1. spurning. Teljið þér hr. verk- fræöingur eöa þeir sérfræðingar sem þér hljótið að hafa samráð viö, að litil eöa engin mengunar- hætta stafi frá fyrirhugaðri járn- blendiverksm iðju samkvæmt hinni norsku framleiðsluaðferð? 2. spurning. Verða strax i upp- hafi framleiðslunnar sett upp fullkomin hreinsitæki I verk- smiðjuna? 3. spurning. Hvaö er úrgangs- efni frá járnblendiframleiðslunni áætlað mikið að magni á árs- grundvelli, og hvar er fyrirhugað að koma þvi fyrir? 4. spurning. Verður tryggt að úrgangsefni blandað þungmálm- um eða öðrum eitruðum efnum komist ekki i sjó við Grundar- tanga, og verður haft samráð um þetta við Hafrannsóknarstofnun- ina? Þessi siðasta spurning min er borin fram vegna þess að útfalls- straumurinn úr Hvalfirði liggur meðfram Grundartanga en tekur siðanstefnunorður yfir grunnslóð flóans við tána á Skipaskaga. A þessari leiö eru nú og hafa verið, mjög þýðingarmiklar fiskuppeld- isstöðvar sérstaklega ýsu og skarkola. Þarna eru mikil verð- fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld, mæti I húfi, ef lifsskilyrðum yrði á einhvern hátt spillt frá þvi sem nú er. Þetta er ekki sagt aö ástæðu- lausu, því nú eru margar þjóðir, sem mikið eiga undir fiskveiðum, orðnar mjög varkárar, þegar um er að ræða að stofna til stóriðju I nánd við fiskislóð. t Noregi t.d. láta landssamtökin Norges Fisk- arlag sem er félagsskapur sjó- manna og útgeröarmanna þessi mál sig miklu skipta, svo tæpast verður valinn þar staður fyrir stóriðju án þess að samþykki þessa öfluga félagsskapar komi til. íslenskir aðilar gætu mikið af þessu lært. Sjómannastéttin og vinnubrögð islensks dómsmálakerfis Einkenni á réttarrlki á ekki hvað sist að koma fram I því, að allir þegnar þjóðfélagsins sitji viö sama borð gagnvart lögunum. A framkvæmd þessa mannrétt- indaákvæðis vill þó oft verða mis- brestur og eru dæmi um það til ó- tal mörg. Hitt er ekkert vafamál, að meining löggjafans sé sú að lögunum sé beitt á sama hátt gagnvart öllum. Þetta á að sjálf- sögðu viö um rannsókn á lögbrot- um, dómsniðurstöðum og birt- ingu nafna. Ástæðan til þess að ég geri þetta aö umtalsefni hér i þættinum Fiskimál er sú, að mér þykir I þessum efnum hafa verið hallaö á sjómannastéttina um langt árabil. Til sönnunar þvi að ég f ari hér ekki með neitt fleipur, þá vilég nefaa eitt nýlegt dæmi af mörgum. Fyrir stúttu var sagt frá þvi I fjölmiðlum landsins samkvæmt heimild úr dómsmálakerfinu, að niðurstaða væri fengin I áfengis- smyglmáli á norðurlandi. Saga þessa máls er sú I stuttu máli, að eitt af Fellunum, skipum S.I.S., smyglaði á land á Sauðárkróki talsvert miklu magni af áfengi, sem siðan var sagt flutt þaðan til Akureyrar. Tilgreind nr skil- merkilega i fréttinni staða þess yfirmanns á skipinu er játaði á sig smyglið og jafnframt sagt frá bæði kaupveröi og söluverði hans á áfenginu. Að þessum upplýsing- um fengnum, gat hver sem vildi fengið að vita nafn og heimilis- fang þessa yfirmanns er brotleg- ur hafði gerst við isiensk lög. Hinsvegar sagöi aöeins I fréttinni að kaupendur þessa smyglvarn- ings hefðu verið tveir, (að mig minnir) en hinsvegar hvergi getið um starf þeirra eöa stöðu i þjóöfé- laginu. Almenningi var sem sagt ekki ætlaö aö hnýsast I, hverjir kaupendur áfengisins væru, eða áætlaöur gróöi þeirra af viöskipt- unum. Hér sjá allir sem vilja sjá, að i frásögn af réttarrannsókn þá er sakborningum gert mishátt undir höfði. Þegar sjómenn hafa gerst brotlegir við tolllög sem I flestum tilfellum hefur verið fólgið i smygli á tóbaki og áfengi, þá er þaö viðtekin regla, aö birta bæði skipsnafnið og starfsheiti hins brotlega um borö. SUk skilgrein- ing I frásögn jafngildir oft birt- ingu á nafni hins brotlega. Við þessu væri ekkert að segja, ef þetta gengi jafnt yfir alla sem verða brotlegir við lög, hvort sem þeir starfa á sjó eöa landi. Hinsvegar minnist ég þess ekki, að dómsmálakerfiö hafi látið frá sér fara upplýsingar um fíkni- efnasmygl sem jafngiltu I sumum tilfellum birtingu á nafni hins brotlega. Og þó fullyrði ég að 99% þjóðarinnar liti á slík afbrot al- varlegri augum, heldur en þó smygl á áfengi og tóbaki, á meö- an sjálft islenska rikið flytur þann varning til landsins til tekjuöflun- ar fyrir rlkissjóöinn. Með þessari ábendingu vill þátturinn Fiskimál siður en svo taka upp vörn fyrir lögbrot I landinu, þvi meö lögum skal land byggja, en með ólögum eyða, eins og gamalt spakmæli segir. Hinsvegar tel ég á þvi mikla nauösyn að bent sé á það opinberlega ef misræmis gætir gagnvart þegnunum i frásögn af réttarrannsókn eins og ég tel mig hafa sýnt fram á hér að framan. Einstaklingar úr islenskri sjó- mannastétt sem brotlegir kunna að reynast gagnvart tolllögum, biðja sér áreiðanlega engrar lin- kindar eða miskunnar fram yfir aðra frá hendi dómsvaidsins i landinu. En þeir krefjast þess hinsvegar, aðsitja viö sama borð i þeim efnum eins og aðrir þegnar hins Islenska rikis. A annan hátt verður heldur ekki haldið uppi réttarriki I landinu. Orðið bolfiskur i islensku máli Röng notkun orðsins bolfiskur tröllrlður nú islensku máli I frá- sögn dagblaða og útvarps og hef- ur svo verið um sinn. En þar sem okkar ágætu islenskukennarar sem flutt hafa sína oft mjög þörfu þætti i útvarpinu, hafa ekki megnað að koma I veg fyrir ranga notkun þessaorðs, þá vd ég skýra þetta mál hér I þættinum með nokkrum orðum. Ef svo einhver treystir til að taka upp vörn fyrir hina röngu málnotkun á þessu sviði, þá skora ég á hann að gera það á opinberum vettvangi. Orðiö bolf iskur er gamalt I mál- inu, mérer næraðhalda að það sé jafngamalt hinu norræna land- námihér. Frá þvifyrst að ég man eftir mér þá heyrði ég oröið bol- fiskur og þá merkti það einfald- lega hausaðan og slægðan fisk, eða þegar búið var að fjarlægja annað af fiskinum en bolinn. Sem sé, bolurinn einn var eftir. I norsku alþýöumáli er lika talað um bolfisk I þessari merkingu, en þar er aflamagn alltaf skilgreint sem hausaður og slægður fiskur og hefur svo lengi verið. Nú er farið að nota hér orðið bolfiskur yfir fisk upp úr sjó með haus og innyflum, og þetta heiti virðist vera látið gilda yfir allar fisktegundir nema kola og lúöu. En þó virðist þessi skilgreining vera nokkuð á reiki hjá sumum. Aðsjálfsögðuhafaallir fiskar bol og þá kolategundir og lúða lika þó þeir séu flatvaxnari, svo skil- greining sem þessi verður ein hringavitleysa. Þá er oröið bol- fiskur ekki aðeins látið ná yfir fisk upp úr sjó, heldur lika yfir slasgðan fisk með haus. Þaö væri fróðlegt ef þaö fengist upplýst hver væri upphafsmaður aö þess- ari fáránlegu notkun á orðinu bol- fiskur, en sá hinn sami hefur sjá- anlega haftlitla þekkingu á okkar atvinnusögu. Ef nú menn vildu réttlæta þessa nýju notkun orðsins bolfiskur meö þvi að segja að átt væri við síval- an fisk, þar sem trjábolur sé sl- valur og mætti taka viðmiðun af þvi, þá er þvi til að svara aö þær fisktegundir sem fjölmiðlar hafa nú gefiö samheitið bolfiskur eru alls ekki sívalar heldur misjafn- lega mikið flatvaxnar. Þegar tal- að er um trjábol, þá er átt við stofn trésins þegar búið er að fjarlægja greinar og skrúð. Þetta er ekki ósvipuð merking og orðs- ins bolfiskur, þegar búið er að hausa fiskinn og slægja. Ég skora á sjómenn og fiskiðn- aðarmenn að afneita algerlega hinni nýju og röngu notkun á orð- inu bolfiskur, en halda hinsvegar i heiðri hinni gömlu þýðingu orðsins, þvi hún er bæöi sannari og réttari. 20/6 1976 Yegna sumarfría og afleysingaörðugleika verða. eftirf. breytingar á starfsemi barna- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykja- vikur i júlimánuði: 1. Kúabólusetningar falla niður frá 1.. - 31. júli. 2. Breiðholtsútibú verður lokað frá 1. - 23. júli, en börn úr þvi hverfi verða afgreidd á aðalstöð barnadeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavikur á meðan á lokun stendur. 3. Langholtsútibú verður opið á mánudögum en lokað á fimmtudögum frá 1. - 31. júli. 4. Árbæjarútibú verður opið að vanda á þrið judagsef tirmiðdögum. 5. 3-4 ára börn verða afgreidd einungis eftir þvi sem aðstæður leyfa frá 1.-31. júli. Heilsuverndarstöð Reykjavikur Geymið auglýsinguna. Full búð af fallegum barnafötum Vörurnar verða seldar meö miklum afslætti, þvi verslunin hættir bráðlega. Látið ekki þetta einstæða tækifæri úr greipum renna. Barnafataverslunin Rauðhetta Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstlg. BLAÐBERAR Vinsamlega komið á afgreiðsluna og sækið rukkunarheftin. ÞJÓÐVILJINN Lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi i Reykjavik, Ingólfs Apótek, er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1976 og leyfið veitist frá 1. nóvember 1976 Gert er ráð fyrir að lyfjabúðin annist af- greiðslu lyfja til skipa á sama hátt og áður. Samkvæmt heimild i 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er viðtakanda gert skylt að kaupa vörubirgðir og áhöld lyfjabúðarinnar. Umsóknir sendist landlækni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. júni 1976 Mál og menning vantar umboðsmann á eftirtalda staði: Borgarnes, ólafsvik, Patreksfjörð, Hvammstanga, Húsavik, Þórshöfn, Vopnafjörð. Upplýsingar hjá Máli og menningu, Laugavegi 18, Reykjavik simi 15199.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.