Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Fjögurra mínútna múrinn var rofinn glœsilegt heimsmet var sett í 1500 m. hlaupi kvenna Sovéska stúlkan Tatyana Kazankina varð fyrsta konan i heiminum sem náði því marki að hlaupa 1500 metrana á innan víð fjórum mín. er hún setti nýtt heimsmet á frjáls- íþróttamóti í Moskvu á mánudagskvöld. Tími hennar var 3.56.0 mínútur en gamla heimsmetið var 4.01.4 min. Það met var i eigu annarrar sovéskrar konu, Ludmilu Bragina, sem setti metið á Ol-leik- unum í Múnchen árið 1972. Kazankina sem er 24 ára gömul bætti sinn persónulega árangur. um hvorki meira né minna en tiu sekúndur og raunar rúmlega það. Þykir hún alla kvenna liklegust til Framhald á bls. 14. Úrslit úr sundinu Vegna þrengsla í Þjv. i gær urðu úrslit í Reykja- vikurmeistaramótinu i sundi að biða í einn sólar- hring eftir að komast á prent. Voru þau tekin aftan af frásögn blaðsins frá mótinu sem birtist í gær... Og hér kemur þá viðbótin: FYRRI DAGUR: 200 m bringusund: Hermann Alfreðss. Æ 2.45.6 Guðm. Rúnarss. Æ 2.55.2 200 m skriðsund (aukagrein) Vilborg Sverrisd. SH 2.49.9 (ísl.m.) 800 m skriðsund: Sigurður Ólafsson Æ 9.09.7 (íslm.) Bjarni B jörnsson Æ 9.26.7 Axel Alfreðsson Æ 9.29.9 1500 m skriðsund: Bára Ólafsd. A 19.56.6 Þórunn Alfreðsd. Æ 20.48.0 Hrefna Rúnarsd. Æ 21.37.4 SIÐARI DAGUR: 400 m fjórsund: Þorgeir Þorg. KR 100 m bringusund: Bára ólafsd. A Þórunn Alfreðsd. Æ Vala Valtýsd. A 2.56.9 1.26.8 1.27.1 1.30.6 Bára Ólafsd. Á 5.42.0 Hrefna Rúnarsd. Æ 6.45.7 Guðrún Reynisd. Á 7.21.0 400 m fjórsund karla: Axel Alfreðsson Æ 5.11.1 MARKASUPA HJÁ FYLKI í 3. DEILD Fylkismenn úr Árbæjarhverfi sýna yf irburðastyrk og leika i A-riðli 3. deildarkeppn- innar um þessar mundir. Andstæð- ingarnir eru rassskelltir hver á fætur öðrum og f lestir illiiega ef tekið er mið af markatölunum. Þór frá Þorlákshöfn hefur tapað i tvigang fyrir Fylki. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri þeirra en þeim siðari með átta mörkum gegn engu. Hekla frá Hellu slapp með fjögurra marka tap er loka- tölur urðu 5-1 fyrir Fylki en hvergerðingar fengu verri út- reið og töpuðu með einu marki gegn 10. Skotmenn Fylkis eru þannig hinir áköfustu og upp- skera rikulega. 1 Bikarkeppni KSl hefur Fylkir leikið einn leik... og sigrað. Andstæðingarnir voru úr Mosfellssveit og urðu að sætta sig við 0-3 tap. t. flokkur Fylkis er ekki siðri i afrekunum. Hann sýndi „stjörnutilbrigði” i Reykja- vikurmeistaramótinu og komstmeð glæsibrag i úrslita- leikinn gegn KR, sem þó tap- aðist með engu marki gegn einu. Þjálfari Fylkis er Theódór Guðmundsson. —gsp Arni Eyþórsson A 5.16.1 Brynj. Björnss. A 5.26.1 100 m baksund: Þórunn Alfreösd. Æ 1.21.5 Guðný Guðjónsd. A 1.25.3 Hrefna Rúnarsd. Æ 1.30.4 100 m baksund: BjarniBjörnss. Æ 1.07.2 Axel Alfreðss. Æ 1.13.8 Þorgeir Þorg. KR 1.15.7 200 m bringusund: Þórunn Magnúsd. ÍBK 3.04.6 Þórunn Alfreðsd. Æ 3.10.3 Vala Valtýsd. A 2.13.7 100 m bringusund: Hermann Alfreösson Æ 1.14.3 Guðmundur Rúnarsson Æ 1.19.0 Gunnar Gunnarss. Á 1.20.0 100 m skriðsund: Vilborg Sverrisd. SH 1.03.6 Bára Ólafsd. 1.05.2 Þórunn Alfreðsd. 1.09.4 200 m skriðsund: Sigurður Ólafsson Æ 2.04.3 Bjarni Björnss. Æ 2.09.1 Arni Eyþórsson A 2.09.6 100 m flugsund: Þórunn Alfreðsd. Æ 1.11.4 Bára ólafsd. A .1.11.7 Regina Ólafsd. KR 1.22.9 100 m flugsund karla: Axel Alfreðss. Æ 1.06.4 SigurðurÓlafss.Æ 1.07.9 Brynj. Björnss. A 1.09.2 4x100 m skriðsund kvenna: SveitÆgis 4.51.1 SveitSH 5.21.8 Bsveit Armanns 5.32.4 (A sveit A gerði ógilt) 4x100 m skriðsund karla: SveitÆgis (Islm) 3.58.9 Sveit Armanns 4.17.2 SveitSH 4.20.0 —gsp MEXIKANAR TÖPUÐU FYRSTA LEIK SÍNUM úrslitaleikirnir í forkeppni körfuboltans fóru fram í gœr Mcxikanar fengu á sig 104 stig i leiknum gegn pólverjum sl. mánudagskvöld og skoruöu sjálfir ekki nema 81 stig. Þar með höfðu þeir tapað fyrsta leik sinum i forkeppninni fyrir Olýmpiuleikana en halda engu að siður forystu i B-riðli með 11 stig eftir 5 leiki. Spánverjar hafa leikið einum leik færra og eru tveimur stigum á eftir mexikönum, en ef litið er á stöð- una i riðlinum má sjá að fleiri þjóðir eiga möguleikann á að komast ofarlega á blað. 1 A-riðli er staðan einnig afar tvisýn. Þrjár þjóðir hafa sjö stig að loknum fjórum leikjjum og allt getur gerst. Staðan i riðlunum fyrir leik- ina i gærkvöldi var þessi: A-riöill Tékkóslóvakia 3 1 303:270 7 Brasilia 3 1 330:291 7 Júgóslavia 3 1 361:269 7 Israel 2 2 366:318 6 Finnland 1 3 288:309 5 tsland 0 4 239:420 4 B-riöiIl: Mexikó 5 1 541:387 11 Spánn 4 1 481:390 9 Holland '3 2 402:368 8 Búlgaria 2 3 374:429 7 Sviþjóð 2 3 372:380 7 Pólland 2 3 410:413 7 Bretland 0 5 309:423 5 Guðjón Hilmarsson bakvörður KR hefur verið óvæginn við andstæð- inga sina I sumar. Hér lætur hann þó I minni pokann fyrir einum Þróttara i fyrri leik liðanna i sumar. Tveir leikir í 1. deild í kvöld KR-Þróttur og FH-ÍBK 1 kvöld verða fyrstu leikirnir i sföari umferö 1. deildar tslandsmótsins i knattspyrnu. A Laugardalsvelli leika Þróttur og KR og IBK leikur gegn Breiðabliki I sfðustu um- ferð, liklega besti leikur þeirra i sumar. Þaö má þvi buast við að Þróttarar gefi ekkert eftir gegn KR i kvöld, en KR vann fyrri leik þessara liða I deildinni, i 1. umferö, meö 4:1. FH er i næst neðsta sæti i deildinni og engan veginn öruggt með sætið i 1. deild. Eins og menn muna fór FH miklar hrakfarir gegn kefl- vikingum i 1. umferð mótsins, IBK vann með 6:1. IBK hefur átt heldur slaka leiki að undanförnu og er alls ekki öruggt með sigur á Kapla- krikavelli i kvöld. Leiknir kominn á skrið í 3. deild Leiknir úr Breiðholti hefur sótt i sig veðrið i B-riölinum og sigrað i þremur siðustu leikjum sinum. Hins vegar tapaðist leikurinn gegn Reyni úr Sandgerði með 0:3 og bendir allt til þess að þessi tvö lið muni bitast um efsta sæti i B- riðli. Leiknir sigraði Njarðvik fyrir skömmu 1-0 og siðan Gróttu með þremur mörkum gegn einu. Um siðustu helgi lék félagið siðan við Gretti á heimavelli sinum á Flat- eyri. Sá leikur vannst með þrem- ur mörkum gegn einu eftir mik- inn hörkuleik, sem Leiknismenn þökkuðu fyrir að sleppa stór- slysalaust frá. Y elgengni Yíkingi Ó Vfkingur i ólafsvik hefur unnið marga leiki að undanförnu. A laugardaginn keppti liðiö við hún- vetninga I USVH i þriöju deild og lauk leiknum 9-2 fyrir Viking. 1 þriðja flokki i tslandsmeist- aramótinu sigraði liðið Stjörnuna i Garðabæ 1-0 og á sunnudag keppti Vikingur við FH og sigraði þar 6-1. Þá sigraði Vikingur Snæfell Stykkishólmi fyrir skemmstu i bikarkeppninni 4-0.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.