Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. júni 1976 Hákon Ó. Jónasson Að þvílikt gæti skeð hjá siðuðu fólki, hefði maður aldrei trúað, hvað þá heldur, ef það viður- kennir sig hafa Guðstrú, en hvar sem ég kom nálægt þessu fólki eftir þetta, snéri það i mig aftur- endanum. Johannes Rasmussen, bróðir konunnar, var kominn hingað til okkar. Hann var fatlaður, en dútl- aði samt við hænsnin og hjálpaði okkur með það sem hann gat. Hann hafði sér herbergi og Vottarnir byrjuðu fljótlega aö ganga til hans og kenna honum sin fræði. Liðu nú mörg ár og þetta fólk kom stöðugt heim til okkar i heimsókn til Jóhannesar. Það fékk hann svo með timanum al- gjörlega á sitt band, upp á móti okkur hjónunum. Jóhannes fékk fritt uppihald og fatnað fyrir það, sem hann hjálpaði okkur. Sin elli- laun hafði hann eðlilega sjálfur og virtist okkur, að þaö færi kúfurinn af þeim til Vottanna. Það fólk sem heimsótti Jóhannes, var af mörgum þjóðernum, lika is- lenskt, og var allt þetta fólk sam- taka i þvi að snúa I okkar heimili og heimilisfólk afturendanum. Það var oft hlægilegt að sjá þegar þetta fólk var að hlykkja sig framhjá gluggunum okkar Það iðaði alveg með afturendann. Það var eins og það reyndi sem mest að snúa honum upp i rúðurnar okkar. Þetta var viömótið, sem þetta fólk sýndi börnum, gamalmenn- um og öllu fólki á minu heimili, að i bilinn og sagði ég honum þá alla söguna og held ég að hann hafi ekki langað á samkomu eftir það. Hann sá að það er hægt að tala við fólk með afturenda, en að það væri vist aldrei i kærleika gjört,- Nú er ég ekkert að telja upp fleiri rassaköst i Vottunum. Það voru allir jafn sekir með það, þetta var regla, sem allir urðu aö fylgja, annars urðu þeir sjálfir fyrir afturenda. Mér hefur alltaf fundist þetta ástand leiðinlegt og óþolandi og komið beina leið frá þessum illa mætti og ekki sæm- andi fólki sem viðurkennir sig að trúa á kærleiksrikan Guð. Það var þjarkað um þetta til og frá, ég varð leiður á þessu öllu. Það kom upp i mér þrjóska eins og i Job i gamla daga. Hann sagöi við þá, sem voru að heimta hans sakleysi: „Fjarri sé mér aö játa, að þér hafið rétt að mæla. Þar til ég gef upp andann, læt ég ekki taka frá mér sakleysi mitt”. Jobsb. 27.5. Ég hugsaði þaö sama og ég stóð viö það. Sakleysi mitt gat ég ekki gefið. Ég var saklaus af öllu, sem á mig var borið. Það hlaut lika að verða, aö ég léti til min taka. Ég hafði lika aftur- enda. Næst þegar ég kom inn til Vott- anna, hitti ég þar hinn virðulega öldung Friðrik og fleiri, sem höfðu sýnt mér og minu heimili afturenda. Gjöröi ég þá það sama við þá, potaði I þá mlnum aftur- enda með öskrum og látum. Frið- rik greyið hrökklaðist niður i kjallara og hinir urðu hvumsa Eftir þeirri reynslu, sem við höfum fengið i gegnum þessa bar- áttu okkar við lygina, þá höfum við fengið örugga sönnun á þvi, að Satan, eða þessi illi máttur, teyg- ir anga sina inn i söfnuð Vottanna og finnur einhverja þar til þess að þjóna sér. lægir sig svo niður fyrir allt, sem mannlegt getur talist, að það fer að tala viö fólk með afturendan- um. Já, ég spyr, hvaðan er þetta komið? Það sem öruggt getur tal- ist er, aö þetta er ameriskt fyrir- bæri. Við munum eftir þvi, þegar Olov Palme lagði á stað til ánægðar, þvi þær veröa ekki fyrir neinu aökasti hjá Vottunum, eða ekki hefi ég heyrt það. Ég hefi aldrei heyrt þá minnast á nas- isma, en þó veit maöur, að hann veður allsstaðar uppi. Það er öfgastefna til hægri sem kallað er. Þá vil ég taka til athugunar, hvaö þaö er hér hjá okkur, sem Vottarnir kalla kommúnisma. Það er sá stjórnmálaflokkur, sem er til vinstri sem kallað ér, sá sem lætur að sér kveða i hagsmuna- baráttu verkalýðsins og allra þeirra, sem lifa við léleg lifsskil- yrði. Hér hjá okkur er það Sósial- istaflokkurinn og Þjóðviljinn, sem Vottarnir túlka sem kommúnisma, enda klingir þetta allstaðar, ef maður kaupir Þjóð- viljann: kaupir þú kommablaðiö? Ef maður spyr blaðastrák: hefur þú Þjóöviljann?, er svarað: ég sel ekki komma-blaðið. Það vita það sennilega fleiri en ég eða ættu að vita það, að siðan Vottarnir byrj- uðu að starfa hér á Islandi, hafa þeir verið öflugasta áróðursklik- an fyrir islenska peningavaldið og ameriskan undirlægjuhátt. Þeir starfa ötullega, vaða inn I hvert einasta hús og bjóða sin blöð og bækur, en hitt er sennil. aðalatr. að uppmála og úthrópa þennan djöfull. og aftur djöful- lega kommúnisma. Bandarikin eru þeirra gósenland. Þar er lýð- ræðið og sælan. Þetta er það sem islenskir sósialistar hafa senni- lega ekki gert sér grein fyrir, en það er skiljanlegt, þegar þessu er potað inn I flókið og sérstaklega unglinga nógu lymskulega og sannfærandi, og er þetta þá árangurinn. Að minum dómi hef- ur þessi ameriski áróður hjá Vottunum verið til stórkostlegrar hindrunar i kjarabaráttu verka- lýðsins og þeirra, sem geta talist afskiftir I þjóðfélaginu og er ömur legt til þess að vita, að þetta skuli vera komið inn i Islensku þjóðina. Ég hefi reynslu i þessu og ég veit Hákon O. Jónasson: SAGT ER FRÁ SAMBÚÐTJVM VIÐ VOTTA JEHÓVA undanteknum Jóhannesi. En það má segja það þeim til viröingar, að ef að það sá hundana okkar, þá kallaði það þá til sin og var vin- samlegt við þá, klappaði þeim og strauk. Hundunum þótti mjög vænt um þessi vinalæti og dingl- uðu rófunni vinsamlega og skein út úr þeim þakklætið. Sá sem oftast kom til Jóhannes- ar var danskur drjóli. Hann hét Poul Heinesen. Hann var að leggja út af Bibliunni fyrir Jóa veslinginn. Við sáum Htið annað en afturendann á honum, hann gekk oft dálitið beygður fram hjá gluggunum okkar til þess að það væri öruggt, að viö horfðum alltaf á þennan rétta stað, það var meö Bibliuna i annarri hendinni og afturendann i hinni og fékk ég að vita það seinna, að þeir sem ekki hlýddu þessu kærleiksboði, yrðu tafarlaust reknir úr söfnuði Vott- anna. Tíminn mjakast stöðugt áfram. Það er komið mikið fram á sjö- unda áratuginn. Heimþráin hefur magnast hjá Jóhannesi og var það lika okkur bagalaust þótt hann færi. Einn daginn vissum við ekki af fyrr en það er kominn heill hópur af Vottum. Hirði ég ekki um að nefna þá með nafni. Þeir voru allir mjög dólgslegir, virtust vera tilbúnir i hvað sem var og hafði Renneboe forustuna. Þeir hrifsuðu allt hans dót út i bila með ofsa hraða. Kemur Jóhannes svo og kveður okkur stuttaralega og sýndist okkur birta yfir Rauðahvammi, þegar þetta of- beldisfólk var farið. Það sem ég segi frá hér er bara smá skritla. Ég fór stundum á samkomur eftir þessa árekstra. Einu sinni hitti ég hann Jón vin minn og segi við hann: Viltu ekki koma með mér á samkomu hjá Vottunum. Jú, segir hann. Ég tek hann upp i bilinn og við förum þangað. Það var ágætis sam- koma. Þegar hún var búin, leggj- um við af stað út og eru Vottar alltaf að heilsa Jóni vini minum og tala við hann, en ég tek eftir þvi, að hann verður dálitið skrit- inn, þvi að hann sér, að þegar þaö kemur að mér, þá snýr það að mér afturendanum. Hann spyr mig um þetta þegar við komum út við, já, það var ekki gaman að þessum látum, en mér fannst að það væri kominn timi til, að minn afturendi færi lika að tala. Ekki get ég skilið við þessar mannlýsingar án þess aö minnast á hann Mac Donald, þennan virðulega breta. Já, greyið, hann er kominn hingað aftur og er bú- inn að fá sér aðra konu. Að útliti er hún ekki glæsilegri en sú fyrri, en kannske er hjartað gott. Ég hitti Mac á samkomu strax eftir að hann kom hingaö og ég bað hann að koma heim til min. Nú eru þrjú eða fjögur ár siöan, en hann hefur aldrei komiö og er hann þar með að láta sjá, að afturendinn sé i lagi og er ég líka glaður yfir þvi að vera laus við svona náunga, já, ég held það nú. Nú vil ég segja frá stórviðburði, sem skeði 1974. Þá kom heim til min þýskur maður, sem var kallaður „Gunti”. Við töluðum vinsamlega saman og hann sagöi mér, að nú væri upplýst og algert samkomulag um, að ég heföi ver- ið rekinn úr söfnuði Vottanna fyr- ir kommúnisma. Ég þakkaði fyrir og mér varö að orði, það er betra seint en aldrei. En nokkuð fannst mér að það hefði dregist lengi. í tuttugu og þrjú ár varð ég að biða eftir þvi að fá að vita, fyrir hvað ég var rekinn. Þaö var lika það, sem Leo Larsen bað þá um að láta mig ekki vita ástæðuna fyrir en nú haföi ég þjarmaö það mikið að þeirra lygaþvælu, að þeir gáf- ust loksins upp. Nú er ég kominn á frian sjó með skútuna mina. Þetta er það erfið- asta reikningsdæmi, sem ég nokkurn timan hefi reiknað. Ég þótti góður reikningsmaður, þeg- ar ég gekk á sjómannaskóla. Ég fékk stundum reikningsdæmi, sem mér var ætlaö að reikna á fjórum timum, en ég kláraöi þau vanalega á tveimur. Ef ég hafði sólarhæð og rétta' klukku, þá gat ég reiknað út hvar ég var staddur með skútuna mina á sjónum. Ef ég strikaði þessi tvö strik á sjó- kortið, breidd og lengd, þá var staöurinn þar sem þau skárust. Þetta fannst mér auðvelt að gjöra en að reikna út reikningsstykkið hjá Vottunum, þar fann ég hvorki breidd eða lengd. Ég er Gunta sannarlega þakklátur fyrir það að hann gaf mér lausnina á þessu dæmi. Frá Bandaríkjunum Við skulum alltaf muna, að starfsemi þeirra gengur fyrir sig og stjórnast frá Bandarikjunum og leynir það sér ekki, þessi si- fellda hræðsla við kommúnismann og svo langt hefur það gengið meö okkur, að við höfum ekki mátt minnast á að við höfum samúð meö tátæku fólki, þá er stimpill- inn kominn. Þetta er alvarlegt ástand, að þessi amerisku sjónarmiö skuli vera komin svo ofsalega inn 1 þennan boðskap og vil ég benda þessu aumingja fólki á sitt aumkunarverða ástand. Það þjá- ist af þessum andlega illkynjaða sjúkleika, er undir þessum ame- risku niðurdrepandi áhrifum og beitir trúbræður sina svivirðileg- um lygaaðdróttunum og hótunum til þess að drepa það niður and- lega og likamlega til þess að það geti ekki möglað við þvi, sem aö þeim er rétt, en sætti sig við þenn- an ameriska áróður möglunar- laust. En við i Rauðahvammi ját- um okkur ekki undir slikt. Kær- leikurinn er æðsta boðorðið, en hann speglast ekki I slikri hátt- semi. Við þekkjum öll þetta oröatil- tæki: nú er siðasta mál á dag- skrá. Ég reyni að vera eins stutt- orður og hægt er, þvi þetta er ekkert skemmtihjal, heldur getur þaö talist sú mesta sviviröing, sem maöur hefur heyrt um hjá siðuðu fólki og sem þar að auki telst hafa „Guðs” trú. Með afturendann Þetta með afturendann skilja allir, hvað ég meina. Hvernig er þetta komiö inn i söfnuð Vottanna til framkvæmda? Manni finnst stórfurðulegt, hvernig Satan hef- ur getað blásið einum einstaki. þetta i brjóst hvaö þá heldur heil- um söfnuði. Það er meiri þræls- lundin að geta beygt sig fyrir slikri safnaðarreglu. Það niður- Bandarikjanna fyrir nokkrum ár- um i heimsókn. Hann var illa séð- ur af Nixon þáverandi forseta og stafaði það af þvi, að Sviar voru að aöstoða Vietnama I frelsis- striði þeirra. Þá ávarpaði Nixon landsmenn sina og bað þá mjög vinsamlega að snúa afturendan- um i Palme, þegar hann kæmi. Nú vitum við, að Nixon er kominn af Kvekara-fólki, en hvar byrjun- in er að þessu undri, skiptir mig engu máli. Það sem er mér mest alvörumál er það, að þetta með afturendann skuli vera komið inni islensku þjóðina, að islenskt fólk skuli játa sig undir þessa viður- styggö. Og það sem meira er, að afkomendur Sigvalda Kaldalóns skuli dansa með afturendanum framan i fólki. Hann sem var tal- inn okkar mesti mannvinur. Já, maður undrast alla þessa viður- styggð. Einn Vottur verður ennþá að koma hér við sögu, en maður verður ekki margorður um hann. Maöur skammast sin fyrir að nefna nafnið hans hvað þá heldur að segja hans sögu hér. Hann er kallaður „Kell”, er sænskur, er búinn að vera hér I nokkur ár, of- stopamaður mikill. Hann fór á Gileað-skólann hjá Vottunum og kom helmingi verri til baka, var þá opinn i báða enda, fullur af þessari amerisku dellu. Ég hefi þetta ekki lengra. Það er stutt en laggott. Kommúnisminn Nú hefi ég tekið fyrir þá hliðina á þessu Votta-máli, sem snýr að mérog minu heimilisfólki. Það er lika önnur hlið á þessu máli, sem snýr að þjóðinni allri. Það er þeirra amerlski áróður. Það hafa örugglega fleiri en ég fengið aö heyra þessi slagorð hjá þeim: „Kommúnisminn er það djöfullegasta af öllu þvi, sem djöfullegt er”. Þetta er hressilega til orða tekið. Við getum hugsað okkur, að nasistaklikurnar eru fullkomlega hvað ég er að segja. Ég hef sagt mina sögu hér og ætti það að vera öðrum til viðvörunar. Ég vil benda á bókina mina „Hvaðerframundan?”, sem kom út 1974. Þar er lýsing á þeim trúarskoöunum, sem ég aðhylltist i gegnum J.F. Rutherfords bæk- ur, skrifaðar i kringum 1930. Sið- an eru liðin 45 ár og á þeim tima er þessi boðskapur, sem Vottar Jehova flytja nú, orðinn svo út- þynntur af þessum óheilla djöful- legu amerisku sjónarmiöum, að maður er rekinn úr söfnuöinum fyrir að trúa þvi, sem maður las i Rutherfords bókum i þá daga, Þetta er lika þaö, sem Biblían segir okkur. I Lúkasi 18. kafla stendur: i 8 versi: „Allt um það, mun þá mannssonurinn finna trúna á jörðunni, er hann kem- ur?” Ég vil benda fólki á að lesa bókina mina „Hvað er framund- an?”. Þar eru skráðar minar trúar- skoðanir og er ekkert i þeirri bók, sem ég afturkalla, nema þetta eina, þar sem ég kalla Vottana trúbræður mina. Það geri ég ekki meðan þeir tala við fólk með afturendanum. Lokaorð Þetta ritverk mitt vil ég enda þannig: Ég kalla þá Friðrik og Rende- boe fyrir mig i huganum, ég endurtek, i huganum, og ég bendi ykkur á vinsamlega, að I burt- rekstrarbréfinu til min frá ykkur stendur: „Það einasta ráð, sem við getum gefið þér, er að rannsaka Bibli- una og með þvi að fá skilning á þinu núverandi ástandi og hvernig þú getur öðlast breyt- ingu”. Ég þakka ykkur báðum fyrir gott ráð og ég hefi ekkert á móti þvi, að þaö sé rétt að athuga vel sitt raunverulega andlega ástand, en ég vil benda ykkur báöum á það sama, að þið reyniö að gera ykkur grein fyrir þvi, hvort það muni vera heilbrigt ástand þetta með afturendann og hvort það muni vera kærleikurinn I fram- kvæmd, sem Páil postuli segir, að sé æðsta boöorðið. 3. HLUTI - NIÐURLAG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.