Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. júni 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaöaprent h.f. VL-MENN BRIGSLA ÞJÓÐVILJANUM UM FALSANIR Seint i júni 1974 — rétt fyrir alþingis- kosningar — hófu forvigismenn Varins lands viðtækustu meiðyrðamálaferli sem um getur hér á landi. Hafa þeir stefnt einum fjórtán mönnum fyrir greinar og ræður og fréttaflutning um VL-málin. Þessar stefnur VL-inga eru nú að sprengja af sér réttarkerfi landsins: borgardómur hefur kveðið upp dóma i nokkrum þessara mála, en fjórum málum hefur dómurinn visað frá sér til dómsmálaráðuneytisins og beðið um setudómara. Réttarhöld þessi hafa tekið mikinn tima frá öðrum málum borgardóms og dómar þeir sem kveðnir hafa verið upp hafa ekki linað æruþján- ingar VL-manna. Hafa þeir þvi áfrýjað niðurstöðum borgardóms til hæstaréttar i flestum tilvikum. Þeir hafa ekki fengið dæmdar neinar miskabætur fyrir kæru- . efnin og heldur ekki tekist að knýja fram fangelsanir á þeim mönnum sem dæmdir hafa verið. Greinilegt er að stuðningsblöð VL-inga eru tekin að þreytast á kærumálum þess- um, og segja þau ekki lengur frá gangi mála fyrir borgardómi. Ritstjórar þeirra telja að þögnin geymi best athæfi VL- manna, en svo er Þjóðviljanum fyrir að þakka að fólk fær að fylgjast með þvi sem gerist fyrir dómnum. Að undanförnu hefur lögmaður VL-inga gripið til fáránlegustu aðgerða til þess að reyna að styrkja stöðu umbjóðenda sinna. Hefur hann gripið eitt hálmstráið af öðru. Hið alvarlegasta var það er hann bar falsanir á Þjóðviljann i réttarhaldi um miðjan þennan mánuð. Þegar stefnurnar birtust fyrst i júni 1974 skrifuðu 152 málsmetandi aðilar úr öllum flokkum undir mótmælaskjal við stefnum VL-manna. Þetta mótmælaskjal var birt i Þjóðviljanum ásamt undirskrift- unum i stafrófsröð. Skjalið er fagt fram i VL-málinu af hálfu ákærðra meðal annars i stærsta meiðyrðamálinu gegn Þjóðviljanum. í réttarhaldi fyrir nokkrum dögum hélt lögmaður VL-inga þvi fram að undirskriftirnar væru falsaðar, eða orðrétt skv. bókun: „...held égþvi fram að nafnaritanir á skjali þessu séu að meira eða minna leyti falsaðar....” Krafðist lög- maðurinn þess, á grundvelli fullyrð- ingarinnar, að frumgögn undirskriftanna yrðu lögð fram., Þessi áburður lögmannsins er hinn alvarlegasti, ekkert er andstyggilegra fyrir nokkurn mann en að láta brigsla sér um falsanir á nöfnum annarra og ekkert er lágkúrulegra en að ætla nokkrum ein- staklingi, að láta kyrrt liggja ef nafn hans er falsað undir opinber skjöl. Það var þvi ekki að undra þó að ólafur Jóhann Sig- urðsson, rithöfundur, mótmælti þessum áburði einarðlega fyrir borgardómi á dög- unum. Enda mega þeir sem til þekkja vita hvllik fásinna er að ætla slikum manni falsanir eða þann lurðuhátt að sætta sig við falsanir á eigin nafni undir opinbert skjal. Nú hefur það hins vegar gerst að lög- maður Þjóðviljans, Ingi R. Helgason, hefur lagt fram undirskriftalista þessara 152gja einstaklinga og þar með rekið öfug ofan I lögmann VL-inga brigslin um fals- anir—en söm er gjörðin hans og jöfn. Þetta vekur til umhugsunar um það hvar frumgögn undirskriftasöfnunar VL- inga eru geymd. Hvar eru tölvuspól- urnar? Eru þær i vörslu Sjálfstæðisflokks- ins i Albertshöll? Eða hvar annars staðar? Þessum spurningum hafa VL-ingar neitað að svara i þeim miklu réttarhöldum sem gengið hafa yfir. Þegar VL-menn brigsla öðrum um alvarlegar falsanir og upp- lognar undirskriftir beinast geirar að þeim sjálfum fyrst og slðast og grunsemd- ir vakna um þeirra eigin vinnubrögð. Það sem þeir ætla öðrum kemur upp um þeirra eigin gjörðir. Arás VL-inga á Ólaf Jóhann Sigurðsson og alla aðra undirskrifendur mótmæla- skjalsins er vissulega til marks um það að VL-ingar eru i vonlausri stöðu. Þeir skynja vaxandi andstöðu við hersetuna. Og öll hafa réttarhöldin orðið til þess að lækka risið á þeim mönnum sem af hunds legri tryggð við bandarikjastjóm enda- sentust um landið á þjóðhátiðarárinu 1974 til þess að safna undirskriftum undir plagg sem réttilega hefur verið nefnt „svartur blettur á íslandssögunni.” — s. Greinilegt er aö allir flokkar aörir en Alþýöubandalagiö eru klofnir i afstööunni til þess hvort taka beri gjald fyrir hersetuna með einum eða öörum hætti eða ekki. Veröur umræðan um þetta mál nú rakin nokkuð hér. Sjálfstœðis- flokkurinn Gunnar Thoroddsen sagði i viðtali viö málgagn sitt „Dag- blaðið”: „Vegna varna og öryggis landsins og vegna al- mannavarna okkar sé ég ekkert óeðlilegt viö að varnarliðið leggi fram fé að verulegu leyti til vega- og flugvallageröar hér.” Undir þetta sjónarmið tók sjávarútvegsráðherra Matthfas Bjarnason: „...sé ég ekkert á móti þvi að Bandarikin taki þátt i kostnaði viö það...” og átti ráð- herrann við vegi og flugvelli. Þar með haföi Gunnar unnið nýjan liðsmann úr Geirsarmi Sjálfstæðisflokksins undir merki kauphallarinnar. Þetta ofbauð forsætisráð- herraog hann sagði skv. frétt I Visi: „Siðferðisbrestur að þiggja greiðslur af varnarlið- inu.” Þannig var ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn var ekki að- eins klofinn i tvennt i venjulega hópa Gunnars og Geirs: Geirs- armurinn var lika klofinn. Ragnhildur Helgadóttir og Ellert B. Schram hafa gefið mjög harðoröar yfirlýsingar meö Geir, á móti Gunnari. 1 framhaldi af þessum yfirlýs- ingum hafa málgögn Sjálfstæð- isflokksins skipst á óþvegnum skömmum: Hórur, mellur, al- fonsar hrópa flokkssystkinin hvert á annað i mismunandi tóntegunum, og heiftin leynir sér ekki. Alþýðu- flokkurinn Hinn viðreisnarflokkurinn, sá sem kennir sig við alþýöuna enn, er einnig þverklofinn 1 málinu. 1 viðtali viö Dagblaðið sagði formaður flokksins Bene- dikt Gröndal: ,,..ég tel aö vel komi til athugunar að varnar- liöið taki þátt i einhverri mann- virkjagerð og greiði einhverja skatta og skyldur ef það tengist dvöl þess hér og notum af varn- arstöðinni.” Ekki verður sagt að orð Bene- dikts Gröndals hafi fallið i góð- an jarðveg i Alþýðuflokknum: Gylfi Þ. Gislason hefur ráöist hatrammlega gegn þessu sjón- armiöi og slikt hefur veriö gert hvað eftir annað i leiðurum Al- þýðublaðsins. Þá hefur Sighvat- ur Björgvinsson lýst andúö á sjónarmiðum Benedikts, en Jón Armann Héðinsson hefur tekið undir þau. Eggert fylgir Gylfa i þessu máli. Fimm manna þing- flokkur Alþýðuflokksins er þvi þannig klofinn að þrir eru á móti leigugjaldi eða þátttöku hersins i innlendum framkvæmdum, en tveir hlynntir þvi. Framsóknar- flokkurinn Framsóknarflokkurinn er einnig mjög skiptur i þessum efnum, og þar hefur það borið til tiðinda að einn forvigismanna flokksins telur að herinn eigi bæöi að greiða framkvæmdir hérogekki að greiða þær, já, já, og nei, nei. Þessi maður er ólaf- ur Jóhannesson. Hann sagði i viðtali við „Dagblaðiö” á dög- unum: „Varnarliðiö á að greiða fyrir afnot.” Og: „Ég tel, að þeir eigi að greiða gjald fyrir af- not og það gæti siöan komið hvort sem er til viðhalds eða byggingar vega.” Samkvæmt Timanum i gær hefur ólafur hins vegar snúiö viö blaöinu og segir: „Eigum ekki að hafa vernarliöið að fé- þúfu, en ekki heldur aö bera kostnaö af þvi.” Þessir hæfileik- ar Olafs Jóhannessonar — aö hafa minnst tvær skoöanir á sama máli — koma engum á óvart sem hafa fylgst meö stjórnmálaferli hans gegnum árin. Halldór E. Sigurösson styður annan helminginn af Ólafi Jóhannessyni, þann sem vill hafa herinn að féþúfu, en Einar Ágústson og Þórarinn Þórarinsson styöja hinn helm- inginn af Ólafi. Nokkrir þing- menn framsóknar hafa og gefiö yfirlýsingar um þessi mál og eru þeir flestir á móti gjaldtöku af hernum eða ' framkvæmda- þátttöku hersins. Samtök frjálslyndra Ekki er vitaö nákvæmlega um skiptingu stjórnarflokkanna i þessu máli — ekki eins og vitað er um Alþýöuflokkinn. En af- staða þingmanna Samtaka frjálslyndra er einnig ljós. Þingflokkur SFV er sem kunn- ugt er tveggja manna. Magnús Torfi Ólafsson er andvigur gjaldtöku af hernum eða þátt- töku hans i framkvæmdum, en Karvel Pálmason er hins vegar hlynntur þvi að herinn greiði fyrir vegaframkvæmdir i land- inu. Og þar meö er sannað þaö sem nefnt var i upphafi: Allir flokkar aðrir en Alþýöubanda- lagið eru þverklofnir um kaup- hallarsjónarmiðin. Af þvi má draga margar pólitiskar álykt- anir — en þaö veröur aö biöa annars tlma. Gunnar Thoroddsen iðnodarrófiherni: Iðn.ðarriðherra 1 viðlall vlð Uii I 1 sær en blaðið hatði fregnað TEL EKKIÓEÐLILEGT AÐ að hann hefðl Utið »« !>*■*«' liKKja * íundi SJAIfitæðUfélag* 1 Fllðtndalihéraða fyrr 1 vikunnl. 1 VARNARLIÐIÐ FJÁRMAGNI með þe«su að tala um lelRU cða 1 endurgjald fyrir varnarliðið I hcldur v*ru þessar fram- 1 kvsemdir 1 raun nitengdar veru 1 VEGA- OG FLUGVALLAGERÐ vieri nauðsynlegt vegna varnanna að hafa gðða vcgl og fluRvellt til skjðtra flutninga og ckkl »lður vegna .Imanna- | jsrjrxsjzsi asjw s tuss trjsrvsxssi v.rna -GS. ySSirosíGWÐ , g ÖFy . ...."'uionngia o ^— " m ... ..rs ,*'■ -- <•" •* ** ~" .ii... nt Skoðanir stjörnmálafo :// *^r **o0«nir v.ru u‘° Al HðunEkM ><Fr.m»ðkn.rí,okknum k«U" blsðlð Én' ... !“ðl 1 •ÚStt^uTSSSSÍ ssúsæ msm fvrt* _ .. ð,i‘l v'ð Þ.Rbi.ain .vúi B.nd.7n;,7o?Æ,^'ni; 122abL "«« tSÍ NuUfi,n„hv«nVmn**' "“■Sí£?U V*** °* nu«ð •“"■•■ jssssf-”—* — HH I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.