Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. júni 1976 Kalott-keppnin haldin hér á landi að þessu sinni Hin árlega Kalott keppni i frjálsum iþróttum milli islands N-Noregs, N-Svíþjóðar og N- Finnlands fer fram hér á landi i fyrsta sinn i sumar. Iþróttafólkið sem keppir á þessu móti er allt búsett fyrir noröan 63 gr. n.br. Hjá frænd- þjóðum okkarer ibúatalan um 500 þúsund i hverju iandi, þannig að islendingar allir eru aðeins hálf- drttingur hvað ibúatölu snertir. 1 fyrra sigraöi ísland i keppn- inni i fyrsta sinn og fékk 328 stig. Noregur fékk 301,5 stig, Finnland 272,5 stig og Sviþjóð 266. Að þessu sinni koma um 170 er- lendir til leiks. Mun þetta vera fjölmennasta mót með þátttöku erlendra keppenda sem haldið hefur verið hér á landi. Kepp- endur á mótinu munu verða rúm- lega 200. Með keppendum koma um 150 áhorfendur aðallega frá Noregi. Ættu islenskir áhorfendur ekki að láta sig vanta þvi keppnin verður mjög spennandi og stefnir landslið tslands i frjálsum iþrótt- um sjálfsögðu að þvi aö verja sæti sitt frá þvi i fyrra. Nýtt siirnar- hótel á Dalvík Um miðjan júní hóf Dalvfkur- bær rekstur sumarhótels I heima- vist gagnfræðaskólans. Heimavistin var tekin I notkun siðastliðið haust. Byggingin var hönnuð með þaö fyrir augum að á sumrin væri rekið þar hótel og eru herbergi þvi stærri en gerist og gengur á heimavistarskólum. 1 þessari nýju byggingu eru tuttugu stór tveggja manna her- bergi á tveimur hæðum. Hrein- lætisaðstaöa er öll eins og best veröur á kosið. Dalvikingar telja sig nú ágæt- lega i stakkinn búna til að taka á móti sivaxandi fjölda feröa- manna. Sifellt.fleiri Iáta sér ekki nægja að geysastum hringveginn heldur reyna að finna skemmti- lega útúrdúra frá honum og veg- urinn fyrir Ólafsfjaröarmúla opn- ar einmitt slika leið. Flugræningjar Framhald af bls. 3. kannast viö að neinir palestinu- menn eða stuðningsmenn þeirra séu I fangelsum hjá sér. Stjórnin i Uganda sagöi I dag að ræningjarnir væru félagar i Al- þýðufylkingunni til frelsunar Palestinu (PFLP) en talsmaður PFLP I Beirut bar það til baka I dag að hreyfingin væri viðriðin flugránið. EBE Framhald af bls. 3. aukningar skipulagörar glæpa- starfsemi, einkum hermdar- verka. Skuldbinda rikin niu sig til að miðla fyrri reynslu af aðgerö- um gegn hermdarverkamönnum til hinna landanna. Kanna á hvernig best verður komið á miðlun tæknilegra upp- lýsinga milli rikjanna og lög- reglumenn eiga að ferðast um EBE-löndin til að safna upplýs- ingum um útbúnað lögreglu, leit- artækni og starfsaðferðir. Einnig er i yfirlýsingunni hvatt til aukinnar öryggisgæslu við flugvelli og kjarnorkuver og sam- starfs þegar náttúruhamfarir verða I einhverju rlkjanna. Að sögn fundarmanna hafa að- gerðir gegn hermdarverkum oft reynst erfiðar vegna sérhags- muna hvers aðildarrikis en nú á að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þaö var Harold Wilson fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands sem átti frumkvæðið að þessari ákvörðun ráðherranna á leiðtoga- fundi EBE I Róm i desember sl. Álverið Framhald af bls. 1. ennþá þrjár kerfreyjur I notkun til þess að auövelda starfs- mönnum vinnuna, en fyrir rúm- um mánuði voru kerfreyjurnar i skála númer tvö teknar úr um- ferð. Engin tæki komu i þeirra stað og það sem meira er ....enginn aukamannskapur heldur!! — Á meöan kerfreyjurnar voru enn i notkun vorum við si- biðjandi um aukafólk á vaktirn- ar til þess að draga aðeins úr vinnuálaginu sem öllum þótti meira en nóg, sagði Sigurður. — Svör ráðamanna við þeirri málaleitan voru á þá lund, að kerfreyjurnar spöruðu tvo til fjóra menn hver, þannig að þrjár kerfreyjur spöruöu allt upp i tólf manns. Þegar þessi ágætu tæki eru siðan tekin úr notkun þykir hins vegar engin ástæða til þess aö bæta við fólki. Nú er þrætt fyrir allt tal um að kerfreyjurnar hafi sparað mannskap og þvi haldið fram af kappi að mannshöndin ein geti séö um súrálsgjöf til kerjanna af nægri nákvæmni. Vel má vera að svo sé, en það er ekki endalaust hægt að ganga svona á rétt verkamannanna I kerskálunum. Við höfum marg- oft rætt viö ráðamenn um fjölg- un en þess verður varla langt aö biöa að gripið verði til róttækari aögerða, sagði Sigurður. — gsp Þingmenn Framhald af bls. 1. góðvild einhvers embættis- manns á vellinirm, þegar formaður sendinefndarinnar sagði honum að Kanadaþing væri nú ekki tilbuiö til að taka á móti okkur fyrr en á morgun, þá fengum við að fara á hótelið rétt hjá Kennedyflugvelli og sofa. A heimleið þóttumst við hins vegar alveg örugg um aö við þyrftum ekki að lenda I neinum vandræöum af þvi aö við þurftum ekki aðgista. Þeir fóru frá Montreal i Kanada og þurftu ekki að stansa nema tvo klukku- tima á Kennedyflugvelli en ég hins vegar varð viðskila við hina vegna þess að ég fram- lengdi dvöl mina um tvo daga til að heimsækja bernskustöðvar I Saksatchewan og fór frá Toronto og þurfti að hafa 6 tíma dvöl á Kennedyflugvelli. Viö áttum okkur einskis ills von þar sem við vorum venjulegir transitfarþegar og ætluðum alls ekki nema bara milli flugvéla Þegar þeir komu út á flugvöll I Montreol þá var þeim snúiö við og þeim neitað að fara um borö I véUna þar sem þeir höfu ekki vegabréfsáritun til Bandarikj- anna og kyrrsettir i heilan sólarhring I Montreol þangað til þeir voru búnir að fá áritun með aöstoð konsúla til aö fá að tylla niður fæti i tvo tima á Kennedy- flugvelU þangað til þeir kæmust upp I islenska vél. Ég aftúr á móti varð aö þvi leyti lánsamari að þeir gátu komið boðum til min til Toronto þannig að þegar ég kom þangaö lágu þau boð að ég yrði að fá vegabréfsáritun. Og þetta gekk, aö visu meö miklum bægslagangi þvi aö aUur minn timifór Iþettaogþaö var með naumindum að ég náöi I mina vél. Það sem furöulegast var að við vorum bara transit- farþegar, við ætluðum ekki að dveljast I landinu og mas. farangurinn minn var tékk- aður alla leiö til íslands. Ég tel framvegis að annaö hvort verðum við aö heimta af bandarikjamönnum að þeir sýni hér vegabréfsáritun eða að þessum hömlum veröi aflett af okkur. Hér er ekki um gagn- kvæm réttindi að ræða, ságði Svava Jakobsdóttir að lokum. Þjóðviljinn haföi samband við Hjálmar W. Hannesson I utan- rikisráðuneytinu. Hann sagði að það þyrfti áritun I bandariska sendiráðinu i öUum tilfellum jafnvel þó aö ferðamenn væru i transit. Hjálmar sagði að sUkt væri yfirleitt gagnkvæmt en skv. reglugerö frá 1962 eru bandariskir borgarar undan- þegnir þeirri skyldu að fá áritun á vegabréf sin. Undanþágan gildir eingöngu um ferðamenn og veitir rétt til aUt að þriggja mánaða dvalar hverju sinni. 1 reynd er þvi ekki um að ræða gagnkvæman rétt. —GFr Þverbrestir Framhald af 2 siðu við tengjumst hernum íjárhags- lega festir það hann I sessi. Þetta er þeim mun meiri sið- feröisbrestur hjá framsóknar- ráðherrunum enfélögum þeirra" sem annars og meira var af þeim vænst. Það stendur heldur ekkert á siðferöisvottoröunum frá þeim framsóknarmönnum, sem nú er nóg boöiö: Pétur nokkur Ein- arsson, sem, eins og sakir standa.fær að vera róttækur á SUF-sIðunni I Timanum, talar um „nýja siöferðiö” hjá þeim, sem vUja versla. Páll á Höllu- stöðum, sem kannski er nú þekktari fyrir annað en prúö- mannlegt orðalag, svarar, þeg- ar Alþbl. spyr um álit hans á málinu., aö spurningin sé ,,..um það hvort menn eigi að láta nauöga sér eða selja sig”. Og Eysteinn Jónsson, — en upp úr orðum hans mun nú almennt meira lagt en hinna, — varar eindregið við þvi að sú stefna verði nú tekin upp, aö gera dvöl varnarliösins eöa herstöðvar að féþúfu fyrir rikisbúskap okkar i einueða öðru formi”. Og þó að þeir Ólafur Jóhannesson og Halldór E. Sigurösson telji sig e.t.v. ekki þurfa að taka ýkja al- varlega það sem þeir segja Pét- ur Einarsson og Páll á Höllu- stööum þá mættu þeir gjarnan hugleiöa, að enn er Eysteinn Jónsson sá maöur i Framsókn- arfl., sem óbreyttir flokksmenn horfa helst til þegar taka þarf ákvarðanir i málum, sem ofar eru hinu daglega pólitiska vafstri. Handahóf Framhald af bls. 1 fjármögnun Rafmagnsveitna rik- isins en ekki system eins og hann orðaði það. 1 árslok 1974 var skuldabyrði raforkuiönaðarins endurreiknuö til verðlags sem gilti við siðustu áramót, samtals 18,3 miljarðar en siðan hafa Sigalda, Krafla og byggðalínan bæst viö svo að þessi tala hefur hækkað gifurlega. Skuldabyrðin skiptist þannig að 3,1 miljarður voru skammtima- lán, sem verður að gera upp inn- an eins árs, 13,1 miljarður voru erlend lán, 1,5 miljaröur visitölu- lán og hálfur miljarður önnur inn- lend lán. Þá sagði Glúmur að bókhalds- aðferðir einstakra raforkufyrir- tækja væru svo ólikar að erfitt væri um samanburð. Jakob Björnsson tók undir orð Glúms og kvað það nauðsyn að rafveitur samræmi bókhald sitt. Eins og fyrr sagði taldi hann f jár- hagserfiöleika Rafmagnsveitna rikisins vera vegna óeölilegrar fjármögnunar. Þá sagði hann að miðað væri við að fjármagn endurheimtist á 10—15 árum en virkjanir entust a.m.k. i 40 ár og sumar miklu lengur. Miðað viö það að lánstími hefur styst væri óeðlilegt að endurheimta allt fjármagn á fyrri hluta endingar- timans. Þá sagöi hann að kostn- aður þeirra mannvirkja sem framundan væru ætti að ráöa raf- magnsverði. —GFr Heimsmet Framhaldaf bls. 11. þess að hirða gullverðlaunin á næstu Olympiuleikum i þessari grein. Hún fékk heldur en ekki góða keppni á mótinu i Moskvu þvi sú sem varð I ööru sæti hljóp einnig á tima sem var undir gamla heimsmetinu. Það var Raisa Katyukova sem hljóp á timanum 3.59.8 min, en fyrri met- hafinn, Bragina, varð i þriðja sæti á 4.02.6 minútum. Mótið I Moskvu var úrtöku- keppni fyrir Olympíuleikana I Montreal. Þorskastrið Framhald af bls. 6. 19. öld og i byrjun þeirrar tuttug- ustu mótaðist af óskinni um að gera eyjuna efnahagslega og póli- tiskt háða Bretlandi. 1 mai 1940 virtu bretar islenska hlutleysiö aö veggugi og hernámu landið... Þorskastriðið var framhald á þessari stefnu breta I garð is- lendinga. Þvi var þaö ekkert undarlegt að bretar skyldu hvorki viöurkenna 12 mllna landhelgi né 50 milna á sinum tima, hvað þá 200 mllurnar nú. Það er ekki stærð landhelginnar sem skiptir meginmáli, heldur pólitisk mark- mið breska utanrikisráöu- neytisins. Smáþjóðin á að finna fyrir þvi að hún er öðrum háð, það á að neyða hana til að vera ekki að ybba gogg við sterka nágrann- ann. Þessi bresku sjónarmið eru I fullu samræmi viö megininntak valdbeitingarstefnu Nató. En fleira kemur til. Þótt það kunni að virðast mótsagnakennt, er þorskastriðið siðasta nýlendu- striö breta. Þótt ísland hafi aldrei verið bresk nýlenda, hafa bretar þó oftar en einu sinni hagað sér einsog nýlenduherrar við Islend- inga. Það er táknrænt, að á sama tima og Einar Olgeirsson og fleiri islenskir stjórnmálamenn voru settir i fangelsi á Bretlandi, tóku bretar fastan pólitiskan leið- toga á borð við Jawaharlal Nehru. Af breskum sjónarhóli var hér engan mun að finna, bæði Islendingar og indverjar voru að berjast fyrir sjálfstæði sinu og gegn heimsvaldastefnunni. Það er sami gamli heimsvalda- hugsunarhátturinn sem ræður gerðum breta nú, 30 árum siðar, þótt þessi staðreynd vefjist fyrir mörgum. Þessvegna er barnalegt að halda að bretar séu ekki I striði við islendinga vegna þess að þeir eru meðlimir sömu hernaðar- samtaka, heldur séu þeir aðeins að rifast svolitið, einsog gengur og gerist um ættingja. Margt hefur breyst á okkar timum. Þaö kemur i ljós að strið er mögulegt milli rikja i vesturblokkinni, einsog sjá má af deilum natóvin- anna grikkja og tyrkja um Kýpur. Þótt hið ytra form hafi breyst er kjarninn enn hinn sami, og of- beldis er fremur að vænta innan heimsvaldasinnabiokkarinnar en utan hennar. En útþenslustefnan á enga framtið fyrir sér. Ný tegund sam- skipta mun rikja i Evrópu i fram- tiðinni, i anda Helsinki-ráðstefn- unnar. Frelsisunnandi þjóðir verja nú sjálfstæði sitt af enn meiri krafti en áður, og njóta við það stuönings og samúðar allra framfaraaflanna og þá fyrst og fremst sósialfsku rikjanna, óháðu rikjanna og hlutlausu þjóðanna. APN Norræni Framhald af 5. siðú. verki nokkuð vel. Að vlsu var hann ekki nógu öflugur, og nokkurs ósamræmis gætti milli radda, en tónninn var þéttur og bauö af sér góðan þokka. Það vekur athygli aö I kórnum eru nokkrar ágætar einsöngsraddir sem fengu ofurlitil tækifæri til að láta ljós sitt skina með góðum árangri. Karlakórinn var aftur á móti öllu óskemmti- legri. Þar söng hver i kapp við annan með viðri tónhæð, og útkoman varð hrópandi klasi sem skemmdi hina ljúfu náttúrustemmningu. Þetta voru erfiðir tónleikar fyrir stjórnanda og hljómsveit, en átakið var samstillt og útkoman góð. Þetta voru lika siðustu tónleikar sinfóniuhljóm- sveitarinnar á löngu starfsári. Norrænu músikdögunum er lokiö, mörg verk hafa verið flutt og mikil vinna innt af hendi við skipulagningu, enda allt fariö fram með mestu prýði. Mér finnst eiginlega athyglisverö- astur sá þáttur sem áhugafólk hefur átt i flutningi tónlistar yfir þessa daga. Kórinn fráAkureyri sýnir okkur, að það ætti að gefa þvi gaum sem er að gerast úti á landi, á Listahátið og Norrænum músikdögúm hefur sannast að það er meira en við höldum. Sigursveinn Magnússon Skuttogarar Nótaskip — Hef erlenda kaupendur að góðum nóta- skipum. — Hef til sölu nýsmiðaða skuttog- ara til afgreiðslu strax. Fasteignasala Hús og eignir, Bankastræti 6, simi 28611 Lúðvik Gizurarson hrl., heimasimi 17677 ||| ÚTBOÐ Tilboð óskast i sölu og flutning á 2500—3500 tonnum af fljótandi asfalti fyrir Malbikunarstöö Reykjavikurborgar. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin veröa opnuð á sama stað, miövikudaginn 28. júli 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.