Þjóðviljinn - 24.12.1976, Page 21

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Page 21
j Jólablaö 1976. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Já víst er svo — Kútter Sigurfari Sóló: Fagur og heiður er himinninn. Kór: Já, vístersvo, já,víst er svo, en valt er því að treysta. Á hverri stundu vera skaltu viðbúinn því, að uppá loftið dragi þau hin dökku ský. Hægt líður aldan um hafið blátt. Já, víst er svo, já.víst er svo, en valt er því að treysta. Því alda þessi lævís er og lund hennar stygg, og f yrr en varir upp hún rís með úf inn hrygg. Borðhár og sterkur er bátur minn. Já, víst er svo, já.víst er svo, en valt er því að treysta. [ brimgarðinum kveður æ við sama són; þar hefur margur byrðingurinn brotnað í spón. Ört renna fiskar á færið mitt. Já, víst er svo, já,víst er svo, en valt er því að treysta. Á brott er horfið aflalán í einum svip. Þau sigla nær, þau sigla nær hin svörtu skip. í Kolluál Þegar hátíðin gekk í garð með sinn kórsöng og klukknahljóm, stímdum við út í Breiðubugt. Gleðileg jól. Gleðileg jól. Það var kastað í Kolluál. Síðan tókum við hal í hal ut með kantinum vestanvert. Gleðileg jól. Gleðileg jól. Það var biksvartur bylur á. Það var nístandi norðanrok. Það var helvítis havarí. Gleðileg jól. Gleðileg jól. Lítum bræður, til hæða hátt: syngjum þakklátir þakkargjörð, þó að ísköld sé ágjöfin. Gleðileg jól. Gleðileg jól. Verum glaðir, en æðrumst ei, þó að trollið í tætlum sé, því að reiðarinn elskar oss. Gleðileg jól. Gleðileg jól. Þótt ég setstur nú, sé i helgan stein og minn stakk ég hafi hengt á snaga, ennþá man ég glöggt árin sem ég var á kútter Sigurfara forðum daga. Þótt ég sestur nú, sé i helgan stein og minn stakk ég hafi hengt á snaga, ennþá man ég glöggt árin sem ég var á kútter Sigurfara forðum daga. úrvals kappasveit á því skipi var, karlar þeir sem kunnu fisk að draga. Enginn skóli bauðst ungum manni betr' en kútter Sigurfari forðum daga. Þessi kappasveit, þetta frækna lið kunni líka voðum vel að haga. Sigldi skipa hæst, sigldi skipa glæstast kútter Sigurfari forðum daga. Lagst var miðin á landið allt um kring: undir Jökli, útaf Gerp' og Skaga. Oft þá dreginn var afli býsna vænn á kútter Sigurfara forðum daga. Gegnum veðrafár, gegnum manndrápssjó alltaf slapp hann — það var segin saga. Ekkert vissu menn annað eins happaskip og kútter Sigurfara forðum daga. Dátt var hlegið oft, hátt var sungið oft, mörg var líka kveðin kátleg baga, þegar haldin var heim úr góðri ferð á kútter Sigurfara forðum daga. Þótt ég sestur nú sé í helgan stein og minn stakk ég hafi hengt á snaga, ennþá man ég glöggt árin sem ég var á kútter Sigurfara forðum daga. Kaupfélag Húnvetninga og Sölufélag Austur-Húnvetninga BLÖNDUÓSI óska viðskiptamönnum, starfsfólki , svo og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Dakka samstarf og viðskipti á liðnum árum Munið Happ- drætti Þjóðviljans Gleðileg jól Farsælt komandi ár. Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum. Rafn hf. SANDGERÐI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.