Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. janúar 1979. Blaðberar óskast Vesturborg: Melhagi (sem fyrst) Þingholt (sem fyrst) Langahlið — Skaftahlið (sem fyrst) PJODVMM sími 81333 J Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 Hagfræðingur — viðskiptafræðingur Vinnumálasamband samvinnufélaganna óskar eftir að ráða hagfræðing eða við- skiptafræðing til starfa við hagdeildar- verkefni, samningagerð og fleira. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum berist til starfsmannastjóra Sam- bands isl. samvinnufélaga við Sölvhóls- götu, Reykjavik, fyrir 6. febrúar næst komandi, sem veitir nánari upplýsingar. Vinnumálasamband Samvinnufélaganna. Móðir okkar Rósalind Jóhannsdóttir Hofsvallagötu 23 er lést 19. þ.m. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. jan.kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamiega afþökk- uö. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Sjálfsbjörg njóta þess. Börnin. VERKFÖLL Á BRETLANDI: Starfsmenn Times gefa út eigið blað LONDON, 24/1 (Reuter) — 200.000 menn eru nú frá vinnu á Bretlandi vegna verkfalls vöru- bflstjóra. Stjórnvöid sögöu I dag aö hætta yröi á birgöaskorti inn- an lyfjaiönaöarins. Times hefur ekki komiö út i tvo mánuöi vegna verkfalls prentara og annarra starfe- manna blaösins. A morgun hyggjast verkamenn gefa ilt blaöiö Times Challenger þar sem bakgrunnur deilunnar veröur útskýröur. Starfsmenn Sunday Times hafa gefiö út svipaö blaö, en þeir eru einnig i verkfalli vegna deilu viö sömu yfirmenn. Stjórn Times hefur ákveöiö aö fækka starfsliöi vegna nýrrar tækni, en því mótmæla starfe- menn og þykir öryggi sinu ógnað. Svipaö verkfall var i Kaupmannahöfn hjá Berlingske Tidende fyrir taqium tveimur árum. Baktiar sendir fulltrúa sinn til Khomeinys Vinstri menn láta í sér heyra Á sunnudag gengu meira en tíu þúsund marxistar um götur Teheranborgar og hrópuðu: Hvorki með Guði né á móti. Gangan f ór friðsamlega fram en f réttir bárust af átökum og mannföllum í öðrum bæjum landsins. Talsmaöur vinstri manna sagöi þá ekki vilja hverfa úr einu ein- ræöi keisarans i annaö einræöi múhameöstrúarmanna. Ganga marxista vakti mikla at- hygli, ekki sist þar sem þetta var i fyrsta sinn sem lögregla og her láta vinstri menn óáreitta. Um leið sýnir hún aö andstaöan gegn keisaranum er klofin enda af ýmsum rótum sprottin. Gisli Þór Guömundsson. Lisðauki á Þjóð- viljanum Bak viö stafina G.G. sem undanfarna daga hafa birst undir fréttum í Þjóöviijanum ieynist Gisli Þór Guðmundsson, nemi i Heraösskólanum á Laugar- vatni, en Gisli er þessa dag- ana i starfskynningu hjá Þjóöviljanum. Gisli Þór er isfiröingur en hóf nám í bóknámsbraut 2, á Laugarvatni s.l. haust, en hyggst aö náminu þar loknu fara i Menntaskólann á Isa- firöi. —AI Sama dag birti dagblaöiö Etel- at opiö bréf frá Skæruliöaher irönsku þjóöarinnar til Khomeiny en þaö er hópur marxista sem lýst hefur yfir ábyrgö sinni á moröum á Bandarikjamönnum i Iran á undanförnum árum. Segir þar aö Skæruliöaherinn hafi þegar misst 260 menn i bar- dögunum gegn keisaranum. Þeir styöji Khomeiny ef skoöun beggja aðila sé sú sama á múhameðstrú og hlutverki hennar. „En ef þér hafið hugsaö yöur aö nota trúarbrögöin til aö takmarka hugsanafreslsiö, traöka á hug- • myndum, taka upp heilaþvott, leyfa aöeins einn flokk og troöa á ööru frelsi, getum viö fullvissaö yöur um aö allir munu fordæma slikt.” — 0 — Khomeiny lýsti þvi yfir um helgina aö hann myndi snúa til lran á föstudag. í viötali viö þýskt blaö sagöist hann hvorki ætla aö setjast i forsetastól né gegna ööru pólitisku embætti. Hann ætli aö standa vörö um múhameðstrúna viö hliö leiötoga þjóöarinnar kosnum af henni sjálfri. Flugvöllurinn í Teheran, sem hefur veriö lokaöur, mun opna aftur I dag, og veröa þá flugsam- göngur aftur meö eölilegum hætti. Baktiar forsætisráöherra, skýröi frá þvi á þingi I gær, að hann haföi sent fulltrúa, sem hægt væri aö treysta meö orö- sendingu til Khomeinys, en vildi ekki láta uppi, hver maöurinn væri, né hvaöa skilaboð hann flytti, en búist er viö, aö forsætis- ráöherrann hafi hvatt Khomeiny aö fresta fyrirhugaöri ferö sinni til Irans á föstudag. — 0 — Shapur Baktiar forsætisráö- herra segist ekki ætla aö segja af sér embætti og hvetur hann þjóöina til aö hætta öjlum ólátum og snúa sér aö vinnu á nýjan leik. Friöur og vinna séu undirstaöa byltingar og lýðræöis. „Ég er viss um aö meirihluti þjóöarinnar er oröinn dauö- þreyttur á verkföllum og átökum, sem bitna hart á fjárhagi þjóöar- innar,” sagöi Baktiar. Hann bar allar sögusagnir um uppgjöf rfkisstjórnarinnar aftur og kallaði þær lygar einar. Varaöi hann fjölmiðla viö aö miöla slikum eitruöum fregnum. Aö lokum sagöist hann ekki þola öllu lengur móöganir viö her landsins. Keisarahjónin eru nú farin úr landi: „Gleymdiröu nokkuö aö slökkva á hitanum, Farah?” Jón Sigurösson Skeifa Ingibjargar í Félags- stofnun I kvöld kl. 20.30 verður flutt óperan Skeifa Ingi- bjargar i Félagsstofnun stúdenta. Flutningsmenn eru kallaðir Kamarorghestar, en bak viö þaö standa ungir isiendingar búsettir i Reykjavík og Kaupmanna- höfn, en auk þeirra einn Dani. Ingibjörg sú sem skeifuna átti vargift Jóni Sigurössyni sem fæddur var 17. júni. A myndum þykir hún nokkuö súr á svip, og þykir engum skrýtiö sem vita aö hún sat i festum I 13 ár á meðan Jón var i Höfn. Auk þeirra hjóna kemur ástmögur þjóöar- innar Jónas Hallgrimsson viö sögu. Skeifa Ingibjargar er aöal- lega sungin og spiluö en þó bregöur fyrir leiktilþrifum. 1 kvöld kemur leyni- gestur i heimsókn, en aö skipulagöri dagskrá lokinni veröur j am session. Annaö kvöld veröur Skeifan flutt i annaö og siöasta skipti. Aö henni lok- inni mun Sjálfsmorössveitin spila. Báöar sýningar hefjst kl. 20.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.