Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. janúar 1979 frá fesendum Lesendur góðir! Við stefnum að þvi að hafa lesendadálkinn sem oftast i blaðinu. Þið getið hjálpað okkur til þess, með þvi að gringja i sima 8-13-33 kl. 10-12 alla virka daga, eða skrifa. Utanáskriftin er: Þjóðviljinn — lesendabréf Siðumúla 6, 105 Reykjavik. Hringið eða skrifið þegar ykkur liggur eitthvað á hjarta! Hér er kynsjúkdómadeildin til húsa. Óþægileg reynsla Mig langar til aö segja frá óþægilegri reynslusem ég varö fyrir um daginn i von um aö ein- hver bót veröi ráöin þar á. — Þannig var mál meö vexti aö ég fékk vægast sagt óþægilegan grun um aö ég heföi fengiö kyn- sjúkdóm, nánar til tekiö flatlús. Mér brá mikiö, haföi oft heyrt um aö slikt væri til, en grunaöi ekki aö þaö kæmi fyrir mig. Mér fannst ég vera óhrein, ég hrökk viö aöeffólkkomnálægt mérog var dauöhrædd um aö smita kannski bestu vini mína. Auk þess fannst mér þaö vera mjög óréttlátt þar sem lauslæti mitt var ekki þaö mikiö aö ég þyrfti kynsjúkdóm sem áminningu. Ég fór á sérstaka kynsjúk- dómadeild hér i' borg til aö f á úr þvi skoriö, og dró sú ferö ekki úr vanliöan minni nema siöur væri. Ég held ekki aö þaö hafi veriö Imyndun I mér þegar mér fannst starfskonurnar á deild- inni llta á mig eins og hóru. A mér dundu spurningar / staö- hæfingar eins og: ,,Þú ert náttúrulega ekki gift?” Mér var skipaö aö fara úr buxunum þar sem mikil umferö var, en ég neitaöi þvi á meöan fjöldi fólks þeystist sifellt fram- hjá. — Mig var fariö aö svima undir þessum kringumstæöum, ég gat ekki hugsaö mér aö stripla þarna um auömjúk eins og buxnalaus mella, og endaöi heimsókn min þarna meö því aö ég hljóp grátandi út. — Ég fékk sem sagt ekki úr þvi skoriö hvort um flatlús var aö ræöa og ekki gat ég talaö um þaö viö neinn. Ég pantaöi tima hjá lækni, en þurfti eölilega aöbföa I nokkra dagaeftirtima. Meöan á biöinni stóö gat ég ekki hugsaö mér aö fara i vinnuna, en fékk hroll viö tilhugsunina um aö risastórar pöddur væru aö éta upp móöurlif mitt. Ég reyni aö segja viö sjálfa mig aö kynsjúkdómur sé ekki refsing fyrir saurlifnaö, heldur jafn saklaus (siöferöislega) og kvef. En viömót kvennanna á kynsjúkdómadeildinni studdu ekki þá hugmynd. Einhver sagöi aö aögát skyldi höfö I nær- veru sálar, og haföi tætt sál min mikla þörf fyrir slíkt. En ekki eru allar feröir til fjár... Hvernig væri aö auka almenna fræöslu um þessi mál, svo koma megi i veg fyrir þján- ingar og óvissu? Ein ólofuö Um vínveitingar í Tónabæ Um hækkun fasteigna- gjalda Gjaldendur fasteignagjalda fyrir áriö 1979 eru nú sem óöast aö fá fasteignaseöla slna meö tilheyrandi skilmálum. Þar viröist nú heldur betur hafa verið tekiö til hendi af ráöamönnum vorum, sennilega i bardaga viö veröbólgudraug- inn, sem virðist oft vera ómiss- andi draugur fyrir riki og sveit- arfélög til aö skýla sér á bak viö þegar stjórnun fer úrskeiöis, og þessi gifurlega hækkun á fast- eignagjöldum nú flokkast hik- laust undir þaö, aö eitthvaö sé þar aö. Þessi mikla hækkun fast- eignagjalda á ibúöarhúsnæöi er ekki neitt lítiö mál fyrir tekju- litlar fjölskyldur, eöa fjölskyld- ur meö mikla ómegö, svo ekki sé talaö um veikindi,aldur og annaö sem fólk getur hrjáö. Ég held ég hafi einhverntlma heyrt aö ráögert hafi veriö aö leggja þyngri byröar á breiöu bökin og hér er myndarlega af staö fariö og Ibúöareigendur all- ir meö breiö bök. Þeir sem þekkja þá sögu, hvernig margir hverjir uröu eigendur aö ibúö, vita um þaö gifurlega álag á fjölskyldur, sem réöust I ibúöabyggingu meö li'til fjárráö en ótakmark- aöan áhuga, og þrældóm sem sumir biöu heilsutjón af. Þessi þrældómur var svo oft talinn til tekna og skattlagöur. En hvaö átti þetta fólk aö gera? A íslandi hefur veriö mjög litiö um leiguhúsnæöi og þaö litla sem á boöstólum hefúr ver- iö, hefur h.u.b. allt veriö lokaö fyrir fólki meö börn. Þessvegna var fólk nauöbeygt til aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö. Svo er fariöaö sekta þetta fátæka fólk fyrir dugnaö sinn og þrældóm, meö fasteignagjöldum sem fara stökkhækkandi meö ógnvekj- andi dráttarvöxtum fyrir þá sem ekki geta staðiö I skilum. Hér er aöeins hreyftviö þessu máli I þeirri von aö hæstvirt ríkisstjórn, alþingi og sveita- stjórnir endurskoöi þessa skatt- lagningu, lækki nú þegar fast- eignagjöld af ibúöarhúsnæöi og afnemi þau meö öllu I framtiö- inni. F.G. Niöurgreiöslur S.J. hringdi og sagöi: Mér heyröist á Tómasi Arna- syni fjármálaráöherra I þætt- inum á beinni linu, aö honum þætti nóg um niðurgreiðslur á matvælum til Islenskra neytenda. En hvaö um niöur- greiöslurnar til erlendra kaup- enda kindakjöts? Hvenær finnst honum nóg af þeim komiö? Vegna blaöaskrifa sem oröiö hafa vegna fjölskylduhátiöar Rauösokka I Tónabæ, finnst mér rétt aö uppiýsa eftirfar- andi. Voriö 1974 héldu stúdentar I Háskóla tslands kosningahátlö I þessu ágæta húsi. Þótt stúdent- ar séu ekki öörum fremur hneigöir til drykkjuskapar neyttu þeir hvitvins og arn- arra léttra veiga þarua um kvöldiö, og var viniö reitt fram af starfsmönnum Tóna- bæjar viö vægu veröi. Ekki minnist ég þess, aö forstöðu- menn hússins, framkvæmda- stjóri eöa æskuiýösráö hafi i þetta sinn gert nokkrar athuga- semdir viö veitingarnar. Ef þessir aöilar hafa síðan ákveöiö aö ekki skyldi veita vin I Tóna- bæ, hefur sú ákvöröun fariö hljótt og greinilega ekki verið kynnt viðkomandi. Sú ályktun æskulýösráös Reykjavlkur þar sem Rauösokkahreyfingin er svert I augum almennings, hlýtur þvi aö vera sprottin af pólitiskum fordómum meiri- hluta ráösins. Sjálfstæöisflokks- ins og Alþýöuflokksins. Þaö kemur auövitaö engum upplýst- um manni á óvart aö ihaldiö berjist með óheiöarlegum hætti gegn jafnréttishreyfingu kvenna, en óneitanlega er nöturlegt aö þaö njóti full- tingis Sjafnar Sigurbjörnsdótt- ur, sem i oröi kveönu starfar i vinstra samstarfi aö sjórn Reykjavlkurborgar. Þaö er kannske ekki aö ófyrirsynju sem heiöarlegt Alþýöuflokks- fólk kallar hana „sorpkirnu I- haldsins”. Vinstri krati Fyrirlestrar um norskar og afrískar bókmenntir Norski bókmenntafræöingurinn Helge Rönning heldur þrjá fyrir- lestra i Reykjavik. 1 Norræna húsinu talar hann fyrst um nýjar norskar bókmenntir, og siöar um marxiska greiningu á leikritum Ibsens. Þá heldur hann einnig fyrirlestur I Háskóla tslands um nútlma afriskar bókmenntir. Helge Rönning er fæddur 1943. Hann lauk magistersprófi 1970 meö ritgerö um nigeriskar skáld- sögur („Moderne nigerianske romaner som uttrykk for sosial forandring”). Auk þess hefur hann gefiö út nokkrar bækur, m.a. „Moderne afrikanske for- tellere”,, „Dödsdom over et folk” (um Biafrastriöiö) og sendir ml á næstunni frá sér verk um Henrik Ibsen, „En dramatiker i kapitai- ismens tidsalder”. Fyrri fyrirlestur sinn i Norræna húsinu flytur Helge Rönning á laugardaginn, 27. jan. kl. 16.00 og nefnir hann: „Nyere norsk litteratur, dens baggrund og ytringsforme”. Þann slöari, „Henrik Ibsen, en dramatiker i et kapitalistisk samfund”, flytur hann þriöjudaginn 30. jan. kl. 20.30. Fyrirlesturinn um afrlskar nútlmabókmenntir veröur fluttur i Háskólanum, stofu 201 Arna- garöi, á mánudag, 29. jan. kl. 17.15. —vh Helge Rönning Isinn brotínn Eins og kunnugt er, þá vann Margeir Pétursson sér sigur á Astoria-mótinu i Noregi, en þvi lauk i siöustu viku. Margeir hlaut 6 vinninga úr 9 skákum og var al- gjörlega einn um 1. sætlö. Jón L. Árnason var einnig meöal þátt- takenda á þessu móti, en hann varö i 2r-6. sæti ásamt Sviunum Niklasson, Schussler og Karlsson sem og Englendingnum Good- man. Þeir hlutu aliir 5 1/2 vinn- ing. Næstir komu svo Finninn Westerinen og Daninn Iskov meö 5vinninga. Keppendur voru 18 og tefldu 9 umferöir eftir svissneska kerfinu. Þó þaö kunni aö hljóma skrltilega i eyrum þá mun þetta vera fyrsti sigur Margeirs á skákmóti á öllum hans ferli, en þá eru e.t.v. undanskilinn innlend unglingaskákmót 14 ára og yngri og má segja aö Margeir hafi brot- iö isinn I Noregi hvaö þetta varö- ar. Er ekki aö efa aö fallegri af- rek koma á næstunni hjá Mar- geiri en hann hefur verið ákaflega iöinn viö taflmennsku uppá slö- kastið, tefldi u.þ.b. 120 kappskák- ir á síðasta ári eða aö meöal- tali eina kappskák þriöja hvern dag. Margeir kom á mótiö I Nor- egi beint frá Evrópumeistara- móti unglinga sem haldiö var I Groningen I Hollandi. Jón L. Arnason var einnig nýkominn úr ööru skákmóti en hann tefldi á al- þjóðlegu móti I Tékkóslóvaklu um áramótin. Veröur greint frá þvl móti mjög fljótlega. Margeir tefldi nokkrar athyglisveröar skákir I Noregi en þar ber llklega hæst skák hans viö pólska al- þjóöameistarann Bednarski. Fer hún hér á eftir: Hvltt: Bednarski (Pólland) Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-Rc6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-g6 5. Rc3-Bg7 6. Be3-Rf6 7. BC4-0-0 8. Bb3-a5 (Einkennilegur leikur sem Mar- geir hefur mikiö dálæti á. Ein aöalmeiningin er aö eftir 9. a4 á svartur svariö 9. -Rg4! sem færir honum betra tafl.) 9. f3-d5 10. exd5-Rb4 11. Rde2-a4 12. Rxa4-Rfxd5 13. Bf2-Bf5 (Fram aö þessum leik hafa kepp- endur þrætt troönar slóöir. en þessa leiks er ekki getiö I byrj- anaskruddunum. Hér hefur veriö leikiö 13. -Hxa4 en þaö fellur um sjálft sig vegna: 14. Bxa4-Da5 15. 0-0!-Dxa4 16. c3- o.s.frv.) 14. g4? (Bednarski ku hafa hugsaö sig um I 5 stundarfjóröunga um þennan lélega leik. Hann viröist renna stoöum undir kenningar margra snjallra skákmanna sem segja aö lélegustu leikirnir koma eftir lengsta umhugsun!) 14. ..Rxc2+! 15. Bxc2-Da5+ 16. Dd2 (Þaö er dálltiö erfitt aö setja sig inni hugsunargang hvits i þessari skák sem hér hefur þó altént séö aö 16. Rac3 strandar á 16. -Rxc3 17. bxc3-Bxc3+ 18. Kfl-Bxc2 og svartur vinnur auöveldlega.) 16. ...Bxc2 17. Rac3-Rxc3 18. Rxc3-Ba4 19. 0-0-BC6 (Hvltur er alveg örugglega meö tapaö tafl I þessari stööu) 20. De3-Db4 21. Habl-Hfd8 22. a3-Db3 23. Kg2-Dc4 24. Re4-Hd3 25. Df4 25. ..Hxf3! (Náöarstuöiö.) 26. Kxf3-Bh6! 27. g5-Bxg5 28. De5 (Svartreita biskupinn var meö öllu baneitraöur I 26. og 27. leik eins og auövelt er aö sannfæra sig um.) 28. De5-Ha5 (Nýr maöur bætist I sóknina og þá er öllu lokiö.) 29. Dd4-Hf5+ 30. Kg3 (Eöa 30. Kg2-Bxe4+ 31. Kgl-De2 o.s.frv.) 30. ..Bf4 + 31. Kh3-Hh5+ 32. Kg4-De2+ • 33. Kxf4-Hf5+ — og hvltur gafst upp. Hann er mát I öörum leik. Kamarorghestar, Sjálfs- morðssveitin og mynd- listarsýning í Stúdentaheimilinu í dag, fimmtudag, kl. 20.30 munu Kamarorg- hestar Jónasar troða upp i matsal Félags- stofnunar með söngleik- inn Skeifa Ingibjargar. Söngleikurinn er menn- ingarsögulegur útúrdúr um ævi og örlög íslend- inga heima og erlendis. Flytjendur eru 12 tals- ins, önnur helftin spilar á hljóðfæri, en hin helft- in syngur og leikur með. Að söngleiknum loknum verður jamsessión og ,,Ieynigesturinn” kemur fram. Annaö kvöld kl. 20.30 veröur söngleikurinn endurtekinn, en aö honum loknum kemur Sjálfs- morössveitin fram og spilar jass fyrir áhorfendur fram yfir mið- nætti. Einnig opnar Orn Karlsson sýn- ingu á verkum slnum I „Stúd- entakjallaranum” I dag. Verkin eru klippimyndir, tússteikningar og vatnslitamyndir frá ýmsum timum. Hluti verkanna var á sýn- ingu I Jónshúsi i Kaupmannahöfn i vetur. Meö söngleiknum, Sjálfsmorös- sveitinni og sýningu Arnar hefst vormisseri „Stúdentakjallar- ans”. Veröur þar haldiö áfram meö dagskrá á föstudagskvöldum eins og var fyi-ir áramót. (Fréttatilkynning frá Funda- og menningarmálanefnd SHÍ)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.