Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 12
12S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN— Fimmtudagur 25. janúar 1979. \cw Umsjón: Magnús H. Gíslason Glúmur Hólmgeirsson skrifar: Bökum okkur víð laugahítann Kvenfélagiö hér er ekki alls- kostar ánægt meö þaö, sem ég sagöi um þaö i pistli minum frá i nóv. þaö er nú svo, aö konur eru ,,högværar og af hjarta litillátar” og vilja ekki gera hlut sinn stærri en hann er, en þaö geri ég þegar ég segiaö Náttfari hafi komiö upp tannlæknastofunni ,,meö hjálp kvenfélagsins”. Segja þær Nátt- fara hafa gert þaö án hjálpar fé- lagsíns. það hafiaövlsu lagt fram litilsháttar greiöslu eftir aöstofan var komin upp. Biö ég afsökunar á þessu ofmæli og vona aö þetta sé nú á hreinu. Þá telur kvenfélagiö þaö ekki rétt, aö þaö hafi „auglýst” skó- geröina. Ég viöurkenni fúslega, aö þetta var klaufalega oröaö, ég meini aðeins, aö félagskonum heföi veriö skýrt frá þessu. Nýlátinn er hér unglingspiltur, milli fermingar og tvítugs, Hall- dór Haraldsson, Fljótbakka. Haföi hann veriö veill heilsu siö- ustu ár. Hér fór aö snjóa 15. nóv. , sem hélst til 27. s.m. Geröi nokkurn lltið rifinn snjó, svo þungfært varö á vegum. En 28. nóv. brá til þíðviðris og tók snjó talsvert. Er nú fært um alla vegi og veður ágætt. Þessi hriöarkafli kom sér illa fyrir hitaleiösluframkvæmdirn- ar. Þaö vantaöi litiö eitt af ein- angrun á aðalleiðsluna. Einangr- unin kom I hríöarkaflanum. Var þá brugðiö viö, þótt hriö væri og leiöslan einangruö.snjórinn mok- aöur upp úr skuröinum, leiöslan lögöog birgö oger þar með komin alla þá leiö, sem nú var ráögert. En viö, sem fengum þessa bless- un jarövarmans nú í bláskamm- deginu, bökum okkur viö lauga- hitann og kviöum ekki lengur okri oliuhringanna. Hitaleiöslan frá Laugum er nú oröin um 6 km. löng og er nú búiö aö leggja I mesta þéttbýli sveitar- innar. Líklega veröur áframhald á hitaleiöslum ef svo fer sem horfir meö olíuverö. Glúmur Hólmgeirsson. Laugar I Reykjadal-Þaöan streymir heita vatniö. Ægir, — Blaöinu hefur borist 12 tbl. Hlynur Blaö samvinnu- starfsmanna Blaöinu hefur borist 6. hefti Hlyns, blaðs Landsambands sam vinnustarfsmanna og Nemendasambands Samvinnu- skólans, fjölbreytt og vandaö aö venju. Þar ritar Keynir Ingibjartsson forystugreinina: Risa samvinnu- merki ekki undir nafni? Birtur er 20 ára afmælisannáll Nemenda- sambands Samvinnuskólans. Teitur Jensson skrifar Minnis- punkta úr Noregsferö. Páll Danielsson segir Sögu af fótbolta- liöi Osta- og smjörsölunnar, en Páll er formaöur Starfsmanna- félags fyrirtækisins. Reynir Ingi- bjartsson rekur fimm ára sögu Landssambands Islenskra sam- vinnustarfsmanna. Gissur Pétursson ritar Hugleiöingar um Samvinnuskólann. Skýrt er frá fyrirhuguöum feröum til Noröur- Sviþjóöar næsta sumar og loks sagt frá vetrarfagnaöi Osta- og smjörsölunnar. ritFÍ Ægis, rits Fiskifélags tslands. 1 þvi er eftirtaliö efni: Sjávarfang og tölvutækni, eftir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræö- ing. Hagræöing viö loönulöndum, eftir dr. Ingjald Hannibalsson. Skarkoiaveiöar og dragnót, eftir Aöalstein Sigurösson. Birtur er umræöuþáttur, Er fyrirkomulagi loönulöndunar bóta vant?, — um grein Ingjalds og voru þátttak- endur þeir greinarhöfundur, dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiönaö- arins, Haraldur Agústsson skip- stjóri á m/s Siguröi RE, Þor- steinn Glslason, kennari viö Stýrimannaskólann og formaöur stjórnar Sildarverksmiöja ríkis- ins og Andrés Finnbogason frá Loðnunefnd. Þá erskýrsla um út- gerð og aflabrögö. Birt er reglu- gerö um bann viö loönuveiðum I des. 1978og jan. 1979 og reglugerð um merkingu skipa. Þá er yfirlit um framleiöslu sjávarafuröa og sagt frá nýju fiskiskipi, Ingimar Magnússyni IS 650. Grein er um staöarákvöröun meö hjálp gerfi- tungla Simrad NX. Skýrsla um útfluttar sjávarafuröir. Birtar eru aflaskýrslur og fréttapistlar úr ýmsum áttum. Ritstjórar Ægis eru þeir Már Ellasson og Jónas Blöndal. -mhg Torfi Þorsteinsson skrifar: Þegar landíð fær mál Frá tsafjaröardjúpi. Guömundur Ingi hefur mestan hluta ævi sinnar veriö bóndi á föö- urleifö sinni. Þar hefur hann brotiö mó og unnið land, og I skjóli grænna nýræktartúna hefur vexti blandiö llf þróast á heimili hans. A Kirkjubóli I Bjarnardal var siöast fært frá og ær mjólkaö- ar I kvium 1951 og siðasti kvik- fjársmali þar var Kristján Bersi Ólafsson, nú skólameistari Flens- borgarskóla I Hafnarfiröi. A Kirkjubóli I Bjarnardal hitti ég s.l. sumar dótturson Jóhönnu Kristjánsdóttur 6 ára gamlan. Þvi miður man ég ekki nafn þessa unga sveins en held mig þó muna þaö rétt aö hann eigi lögheimili á Patreksfirði, en dvelst á Kirkju- bóli á sumrin. Af bæjarhlaöi á Gemlufalli sést til Gemlufallsheiöar. Þar blasir einnig viö bæjardyrum Kaldbak- ur, hæsta fjall Vestfjaröa, i suöri, en Messuhorn og Galtardalur nær. Frá Kirkjubóli var ekiö snemma morguns um Breiöa- dalsheiöi til Isafjarðar og þaöan lögö lykkja á leiöina til Hnifsdals og Bolungarvikur um hinn al- Á slóöum Gislá Þótt sólarga'tvgur væri hvaö lengstur, sem oröiö getur á Is- landi þennan dag, voru skuggar teknir aö færast í fjallshllðar er ferö var fram haldið til Dýra- fjaröar. A vinstri hönd er hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbakur, 998 m hátt. Sunnanmegin fjaröar er Selárdalur, fæöingarstaöur sr. Jóns Þorlákssonar, skálds. Nú býr þar einn af fyrrverandi ráö- herrum vinstri stjórnarinnar, sem fundiö hefur friö meö is- lensku sauökindinni, eftir viö- buröarikt vafstur I stjórnmálum. Vestanmegin fjaröar eru Lokin- harnrar og Svalvogar, kunnugleg nöfn úr sögum Hagalins. Og þeg- ar komið er niöur i Dýrafjörö hefi ég þaö á tilfinningunni, aö hér sé- um viö aö nálgast slóöir Gisla sögu Súrssonar. Sunnanmegin fjaröar mun vera Haukadalur, en þar stóöu forðum daga bæirnir Sæból og Hóll. A Sæbóli var þaö, sem Asgeröur frá Kvigindisfelli bað Auöi Vésteinsdóttur aöstoöar aö skera Þorkatli bónda slnum skyrtu, en Auöur kvaö hana ekki sliks myndi biðja, ef hún skyldi skyrtu skera á Véstein. Afbrýöi- samur eiginmaöur, Þorkeil Súrs- son, lá I leyni og heyröi á konu- máiin. Af þvi hlaust mannvig og dómar, sem uröu orsök I útlegö og dauða Gisla Súrssonar. I Geirþjófsfiröi dvaldist Gisli I útlegð og á Einhamri féll hann fyrir vopnum Eyjólfs gráa, eftir aö Auöur haföi smánaö Eyjólf meö þvi aö reka silfursjóöinn á nasir honum. Og á Gemlufjalls- heiði geröust atburöir Gisla sögu, sem uröu kveikjan aö Islendinga- dagsræöu Stephans G. Stephans- sonar, „Héðan falla öll vÖtn ti'i Dýrafjarðar”. Kvöldsett var oröiö er viö kom- um aö Núpi I Dýrafiröi. Þar hefur um langan tima veriö starfandi héraösskóli, stofnaöur af sr. Sig- tryggi Guölaugssyni. Garðurinn Skrúöur er þar stuttan spöl frá III. hluti skólasetrinu, veglegur minnis- varöi um mætan mann, sr. Sig- trygg. Aö Núpi var fólkinu dreift til gistingar um Dýrafjörö og ön- undarfjörð og einhverjir munu hafa fariö alla leiö til Isafjaröar um kvöldiö og gist þar. Að Kirkjubóli Viö hjónin, ásamt tveimur hjónum öörum, hlutum gistingu aö Kirkjubóli i Bjarnardal I ön- undarfiröi. A Kirkjubóli skilst mér aö sé félagsbú tveggja aðila og húsakostur viö þaö miðaður. Annar búsaöilinn er formaður Búnaöarsambands Vestfjaröa, Guömundur Ingi, og kona hans Þuriöur, dóttir æöarvarpsmanns- ins, Gisla Vagnssonar á Mýrum. Hinn búsaöilinn mun vera fóstur- dóttir Halldórs Kristjánssonar og maður hennar. Þau hjónin hefi ég hvorki heyrt né séö og veit engin deili á þeim þvi aö þau voru ekki heima 1 þetta skiptiö. A Kirkjubóli átti ég vinum að mæta, þau systkini Jóhönnu og Guðmund Inga, en þau eru skólasystkini min frá héraösskól- anum á Laugum. Hafi þau öll alúöarþökk fyrir góöar viötökur. Er Guðmundur Ingi kom I héraös skólann á Laugum I Suöur-Þing- eyjarsýslu haustiö 1929 var hann svo vel undir námiö búinn frá æskuheimili sinu, aö hann var umyrðalaust settur i bekk meö eldri deild skólans og naut þar al- menns trausts og viröingar sam- bekkinga sinna. I islenskri sögu og bókmenntum hlaut hann þá sæti I A-deild yngri deildar skól- ans og sat þar viö hlið mina i námstimum. Þaö var ekki laust viö aö viö, skólasystkini hans, lit- um á þennan yfirlætislausa, vest- firska skólapilt sem kennara okk- ar fremur en nemanda skólans, þótthann kæmi stundum i timana i mosalitaöri peysu og brydduö- um sauðskinnsskóm. ræmda ös hliöarveg en þar varö mjög óhugnanlegt slys fyrir nokkrum árum, er steinn hrapaöi úr hliöinni og lenti á aftursæti hópferöabils og varð tveimur far- þegum aö bana. Nú hefur vegur þessi veriö vigöur meö kross- merki og kirkjulegum yfirsöng. Fjalliö þarna fyrir ofan heitir Ernir. Hátt uppi I hliöinni er steindrangurinn Þuriöur, sem minnir á landnámskonuna Þuriöi Sundafylli, sem, ásamt syni sin- um, Völu-Steini, nam land i Bol- ungarvik. Hún var kölluö Sunda- fyllir fyrir þaö, aö hún seiddi fisk á miö I Noregi. Hún setti Kviar- miö á Isafjaröardjúpi og tók fyrir á kollótta af hverjum búanda viö lsafjörö. Hún hefur án efa veriö ættmóöir fiskifræöinga okkar, en nokkur óvissa er um, hvort fyrr- verandi sjávarútversráöherra á ættir til hennar aö rekja. I Bolungarvik munu vera 10-12 hundruö ibúar. Atvinnullf þar byggist allt á sjávargagni, þar sem Einar Guöfinnsson og synir hans eru „herrar til sjós og lands”, likt og Orn Arnarsson kvaö um lifiö á öngulseyri. 1 út- jaöri þorpsins blasir viö bylgjandi gróöur sandræktar, geröur i ægis- sandi, svipuöum hornfirsku brim- söndunum. Enginn timi vannst til aö skoöa sig um á tsafiröi, en bærinn kom vegfarendum fyrir augu sem vinalegt byggöarlag athafna- samra ibúa. Þar bættist i bflinn til okkar Birgir Bjarnason frá Bol- ungarvik afkomandi Jóns Mark- ússonar fyrrum bónda i Eskifelli i Stafafellsfjöllum. Hann var i bil meö okkur allt umhverfis ísa- fjaröardjúp og vestur undir Þorskafjaröarheiöi. Og ekki má gleyma aö geta hjónanna, Krist- jáns Guömundssonar frá Brekku á Ingjaldssandi og konu hans, Areliu, en þau voru leiðsögumenn okkar til Isafjaröar og Bolungar- vikur og stjórnuöu þróttmiklum fjöldasöng á þeirri leiö. Frh. Torfi Þorsteinsson. Svalvogar. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.