Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. janúar 1979. bJÓÐVILJINN — StÐA 3 Alger eining FÍM og BÍL segir Thor Vilhjálmsson — Meöal stjórna FÍM og BÍL rikir alger samhugur i þessu máli — sagöi Thor Vilhjálmsson form. BtL þegar blaöamaöur innti hann fregna af afstööu bandalagsins til deilunnar sem nú hefur blossaö upp vegna ráöningar listráöu- nauts á Kjarvalsstaöi. — BIL hefur ekki haldiö fund ennþá, en hann veröur haldinn i þessari viku, og þá verður væntanlega gerö ályktun um þetta mál — sagöi Thor. — Hann sagöi einnig aö þungur hugur væri I listamönnum útaf framkomu meirihluta hús- stjórnar, þeirra félaganna Daviös og Sjafnar. — Þeirra framkoma gengur alveg I berhögg viö fagur- gala þeirra um samráö viö lista- menn. Viö sömdum viö þetta fólk i trausti þess aö eitthvaö væri aö marka þeirra orö, eöa a.m.k. i von um aö eitthvað væri aö marka þau. Þetta var tilraun til samkomulags, og hún tókst ekki betur en þetta. Þar aö auki hafa þau félagarnir látiö hafa eftir sér allskonar fleipur um þetta mál og er I þvi mikill gorgeir. Þaö er okkar aö ákveöa hvaö viö segjum i umsögn um umsækjendur, og ekkert viö þvi aö segja þótt viö stigbreytum orðið hæfur og segjum hæfastur. Þauhafalika veriö meö glósur um aö viö vildum útkljá málið bak- viö tjöldin fyrirfram, en þaö er algjör blekking, sem er kannski tiökuö á þeim vettvangi þar sem þau lifa og hrærast, en það eru allt önnur lögmál sem ráöa á þeim vettvangi þar sem viö lifum og hrærumst. Framkoma meirihlutans á hús- stjórnarfundinum vakti mikla furöu okkar fulltrúa þar, þaö var varla aö þeir fengju friö til aö ljúka máli sinu vegna frekju þeirra félaga. AÐALFUNDUR FÍM Harðorð mótmæli Ákvörðun um aðgerðir 1 Kjar- valsstaðamálinu tekin á fram- haldsaðalfundi „Aöalfundur FÍM mótmælir harölega vinnubrögöum meiri- hluta hússtjórnar Kjarvaisstaöa I sambandi viö ráöningu listráöu- nauts. Telur fundurinn aö stjórnin hafi þar meö rofiö munnlegt sam- komulag viö listamenn. Félagiö áskilur sér rétt til aö gera viöeig- andi ráöstafanir i samræmi viö þetta”. Þessi ályktun var samþykkt meö miklum meirihluta atkvæöa á aöalfundi Félags islenskra myndlistarmanna í fyrrakvöld. Ölögleg möskva- stœrð um borð í Júlíusi Havsteen Aöfaranótt þriöjudags s.l. var togarinn Július Havsteen frá Húsavlk tekinn aö veiö- um meö ólöglega vörpu. Lágmarksstærömöskva á aö vera 155 mm en i vörpu togarans reyndust þeir vera 137 mm i öörum pokanum en 141 mm i hinum. Skipstjórinn bar fyrir rétti á Húsavik aö varpan væri komin frá nótastööinni Odda á Akureyri og heföu menn ekki vitaö annaö en hún væri i lagi. Þaö var varöskipiö Ægir sem kom aö togaranum en varðskipsmenn hafa undan- farið unniö aö þvi aö mæla veiöarfæri fiskiskipa. —GFr Sigrún Guöjónsdóttir var kjörin formaöur félagsins, en aö ööru leyti er stjórnin óbreytt: Sigriöur Björnsdóttir ritari, Þorbjörg Höskuldsdóttir gjaldkeri og meö- stjórnendurnir Jón Reykdal og Eirikur Smith. — Málið er vitanlega ekki út- kljáö enn, sagöi Sigrún Guöjóns- Þjóöviljann i gær. Veröur þvi haldinn framhaldsaöalfundur eftir u.þ.b. tvær vikur, og þá endanlega ákveðiö hvaö veröur gert. — Þetta er ljót barátta, og þaö er alveg óvist ennþá hvaö úr þessu veröur. Viö áttum enga von á þvi aö munnlega samkomulagiö sem gert haföi veriö viö hús- stjórnina um aö viö yröum höfö meö i ráðum yröi aö engu haft. Nú segir Sjöfn bara aö ekkert sam- komulag hafi veriö gert. Þaö er annaö en gaman þegar fólk gengur svona á bak oröa sinna. — Innan FIM er algjör sam- staöa um þetta mál. Sumir vildu aö visu hafa ályktunina harö- oröari, en ákveöiö var aö segja ekki meira á þessu stigi málsins. Viö erum ekkert hrifin af þvi aö þetta ástand haldist áfram á Kjarvalsstöðum, og viljum stuöla aö lausn deilunnar. — Ég vil taka þaö fram — sagöi Sigrún aö lokum, — aö þaö er á engan hátt veriö aö ráöast aö Þóru Kirstjánsdóttur, sem vafa- laust er mjög hæf manneskja. En þegar búiö er aö mæla meö einum manni i stööu er ekki hægt annað en fylgja þvi eftir, um þaö er fullt samkomulag innan félagsins. ih Samþykkt verðlagsnefndar frá 20, febr. 1978 um verslunarálagningu Dæmd ógild Málinu áfrýjað til Hæstaréttar Thor Vilhjálmsson Hitt er svo annað mál, aö ég veit ekki betur en allir I okkar samtökum beri góöan hug til Þóru sem einstaklings, enda þótt viö teldum aö viö þær aöstæöur sem rikja á Kjarvalsstööum væri Ólafur heppilegri I þetta starf, vegna sinnar menntunar og starfsreynslu. A hússtjórnarfundinum var ýmislegt sem ekki lá ljóst fyrir, einsog t.d. starfstimi Þóru og prófgögn hennar, og þvl báöu okkar fulltrúar um frestun á fundinum, til þess aö unnt yröi aö fjalla ýtarlegar um umsókn Þóru. En fundinum var aöeins frestaö til helgarinnar, og sýndi meiri- hlutinn mikiö ofriki i þvi máli. Þaö hafa lika oröiö mikil von- brigöi aö borgarráö skyldi ekki kynna sér máliö betur, og ætli nú aö ganga I berhögg viö vilja lista- manna. Þaö hafa stjórnmála- menn áöur reynt aö gera, og alltaf mistekist, — sagöi Thor Vilhjálmsson aö lokum. ih 1 fyrradag kvaö Magnús Thor- oddsen borgardómari upp þann dóm i bæjarþingi Reykjavfkur aö samþykkt verölagsnefndar frá 20. febr. 1978 um aö beita svokailaöri 30% reglu i kjölfar gengisfelling- ar væri ógild. Var Björgvin Guö- mundsson formaöur verölags- nefndar dæmdur til aö greiöa stefnendum 125 þúsund krónur I málskostnaö. Ólafur Jóhannesson fyrrv. viöskiptaráöherra var hins vegar sýknaöur á þeim forsend- um aö venjulegt stjórnarsam- band væri ekki á milli verölags- nefndar og viöskiptaráöherra. Málinu veröur áfrýjað til Hæsta- réttar i dag. Þaö voru Verslunarráö, Kaup- mannasamtökin og Félag Is- lenskra stórkaupmanna sem Á árinu 1978 lagöi tollgæslan hald á töluvert magn af ólög- legum innflutningi til landsins. Meöal þess varnings sem hún geröi upptækan voru 2.318 flöskur af áfengi, 262.230 vindlingar og 11.563 flöskur af áfengum bjór en þetta er töiuverö aukning frá þvi á árinu 1977. Jafnframt komust 706 gr. af hassis I hendur tollgæshmnar auk nokkurs magns af kjöti, litsjón- varpstækjum, heimilistækjum o,fl. höföuöu máliö en svokallaöri 30% reglu hefur veriö beitt viö allar gengisfellingar siöan 1961 eöa alls átta sinnum. 1 henni felst aö kaupmenn fá aöeins 30% af þeirri hækkun álagningar i krónutölu sem leiðir af gengisfellingu. Forsendur dómsins eru byggö- ar á þeim ákvæöum I lögum aö verölagsákvaröanir skuli miöaö- ar viö þörf þeirra fyrirtækja er hafa vel skipulagöan og hag- kvæman rekstur en slik könnun hafi ekki farið fram viö umrædda ákvörðun. Þess skal aö lokum getiö aö bæöi Björgvin Guömundsson og Georg ólafsson verölagsstjóri telja beitingu 30% reglunnar hafa verið hreina pólitiska ákvöröun rikisvaldsins 1 seinni tiö. -GFr A árinu 1978 leiddi rannsókn tillgæslunnar á röngum aö- flutn ingsskjölum innflytjenda til hækkunar aöflutningsgjalda um rúmar 64 miljónir króna og þar af voru tæpar 63 miljónir vegna rangrar tillflokkunar. Tollgæslan sektaöi og geröi upptækan varning i 210 málum, en rétt er aö geta þess aö hún hefur einungis heimild til aö gera þaö i minni háttar málum. isg. Aukið smygl Rank litsjónvarpstækin Fró hinu heimsþekkta fyrirtæki sem allir þekkja 4 ARA ABYRGÐ - KALT KERFI „Innline blacstripe” myndlampi, spennuskynjari, snertirása - skipting, aðeins 6 einingar i stað 14, spónlagður viðarkassi i stað plastfilmu sem flest önnur tœki eru með. Frábœr mynd og tóngœði — sannfœrist sjálf. Vegna hagstœðra innkaupa frá RANK getum við boðið lœgsta verðið á markaðnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.