Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 25. janúar 1979. Fimmtudagur 25. janúar 1979. IÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 Mér finnst ég geti séö piltana bjástra hérna á Torfunni. örn Erlendsson trésmiður: Nú biasir arftaki gamla Smjörhússins oröiö viö augum vegfarenda á Lækjartorgi og ferlega er þaö ijótt. Þaö skánar eflaust þegar gengiö veröur frá þvl, en ekki finnst mér þessar flanna gluggahliðar lofa góöu, né brúna þakiö, sem er eins og snuiö roö I hund. Þaö gerir ef til vill ekki svo mikiö til hvort eitt hús er fallegt eöa ljótt, enda sýnist sitt hverj- um íþvi'efni. Þaö gerir ef til vill meira til hvernig fariö er meö þaö umhverfi, sem viö búum viö, sem þegar hefur veriö skap aöogviöhöfum erft. Bernhöffs- torfan er trúlega sá hluti af ásýnd Reykjavikur, sem eng- inn, hvorki gestir né heima- menn i' höfuöstaönum komast hjá aö sjá og hún er talandi tákn Mat samtímans á störfum forveranna um afstööu valdhafanna og þá viröingu, sem þeim finnst hæfa aö sýna verkum og umhverfi genginna kynslóöa. Rikisstjórnir hafa komiö og fariö, jafnvel borgarstjórnir koma ogfara, en umgengnin um þessi gömlu hús er söm. Þau eru látin grotna niöur og eigendur og valdhafar leitast markvisst viö aö flýta eyöilegg- ingunni til þessaö sætta fólk viö niöurrifiö, sem á eftir fylgir. Þegar mokarar og kranar koma svo og hreinsa þetta „danska fúabrak” i burtu, þó setja vegfarendur undir sig hausinn og tauta: ,,Æ, hvaö ég sé . eftir þessu gamla húsi, synd aö þaö skyldi eyöileggjast svona, synd aö þaö skyldi þurfa aö rifa þaö”. En þaö er seigt i sumum þess- um gömlu húsum. Þaö er eins og þau ætii aldrei aö geta grotn- aö niöur. Þótt þau séu látin standa opin fyrir veörum og vindum, umhiröulaus og ónotuö áratugum saman, gengur hvorki né rekur. Þaö er jafnvel tæpast hægt aö brenna þau. A Bernhöftstorfunni hefur sannarlega allt veriö gert sem unnt er til aö gera framlag for- vera okkar i þessari borg litil- mótlegt og eyöa þvi, þó hanga nokkur hús ennþá uppi. Ennþá veröum viö aö sætta okkur viö aö vera minnt á þaö fólk, sem á undan okkur gekk hér um stræt- in, enn hefur okkur ekki tekist aö afmá fótspor þess og handa- verk meö öllu. Oft veröur mér staldraö viö á þessari torfu, aö viröa fyrir mér sviöiö, þar sem fyrirrennarar minir bjástruöu viö sitt verk, meira en öld áöur en ég fæddist. Mérveröur gjarnanhugsaö til þess hvers verkin okkur muni veröa metin eftir hundraö ár, okkar vesalinganna, sem þykj- umst vera aö byggja fyrir margar kynslóöir, vandaö, traust og dýrt. Okkar, sem erum reknir áfram af akkorös- svipunni, af haliukrönum og verkáætlunum, markvisst og miskunnarlaust, Mammoni til dýröar og veröbólgunni til framdráttar. Þegar ég hinkra viö á þessari torfu, finnst mér sem ég geti séö andstæöu vinnubragöa okkar nútí'ma smiöa og þeirra, sem bisuöu upp þessum litillátu hús- um, hverju af ööru smátt og smátt uns komin var heil þyrp- ing húsa, sem féllu aö umhverfi sinu og aö þörfum fólksins sem umgekkst þau. Þeir lögöu ekki einasta fram erfiöi sitt viö aö smlöa þessi hús, heldur einnig gleöi sina, stolt sitt og lifsreynslu. Mér finnst ég geti séö piltana standa hér viö verk sitt. Handfjatla af alúö hvert tré og saga. Bera þaö viö, pússa betur og kiappa hverri spýtu mörgum sinnum áöur en hún var lögö á sinn staö og spikuö föst. Þaö er sannarlega dapurlegt aö sjá verk þessara sönnu hand- verksmanna forsmáö, brennd og flutt á öskuhaugana. Er þaö svo aö þarna megi sjá mat samtimans á störfum þeirra sem á undan eru gengnir? Er þaösvo aö viö látum okkur engu varöa líf þeirra og störf og þær fátæklegu heföir, sem islensk bæjarmenning á? Ef til vill finnst umráöamönn- um Bernhöftstorfunnar þetta engu varöa. Ef til vill finnst þeim ekki heldur neinu varöa niöumiöslan og sóöaskapurinn sem er þeim til háborinnar skammar. Menn eru reknir áfram af ósanngjörnum launatöxtum, halfukrönum og verk- áætlunum. Þessi lftiilátu hús, sem féliu að umhverfi sfnu og aö þörfum fólksins sem umgekkst þau. Handarverk genginna kynslóöa eru smánuö, rifin og brennd. Eigendur og valdhafar flýta markvisst fyrir eyöileggingu, meö umgengni, sem er til háborinnar skammar. ,,Æ, hvaö ég sé eftir þessu gamla húsi”. a/ erlencfum vettvangi Antonio Samora kardináli og sendimaöur páfa er nú nýkominn frá Argentfnu og Chile þar sem hann reyndi aö miöla málum i deiiu rikisstjórna þessara landa sem risiö hefur út af þremur smáeyjum. Hér á eftir fer grein sem Halldór Sigurösson frétta- maöur i Danmörku skrifaöi á meöan kardinálinn var enn i sendif eröinni: — O — Sendimaður páfans i Róm, Antonio Samora, þeysist nú á milli Santiago de Chile og Buenos Aires í von um aö geta leyst deilu Argentinumanna og Chilebúa, sem reynst gæti nokkuð afdrifa- rik. Hingaö til hefur Samora kardináli ekki fengist tii aö segja Halldór Sigurðsson: Pinochet stfgur fæti sinum á eyjarnar, en Videla siglir hjá og fórnar höndum. Teikning úr brasiliska blaöinu Veja. Della Chilebúa og Argentmumaima til um árangur viöræöna, þar sem máliö er enn á viökvæmu stigi. Ef litiö er á landakort viröist deilan aöeins snúast um yfirráö yfir þremur örsmáum eyjum fyrir sunnan syösta odda Suöur-Ameriku. En máliö er ekki svo einfalt. Rifist er um hvorki meira né minna en sjálft Suður-Atlantshafiö. Styrjöld á milli þjóöanna tveggja myndi mjög liklegahafa áhrif út á viö og draga fleiri þjóöir Rómönsku Ameriku inn I blóöuga bardaga. Mikið i húfi Efsiglterfrá Suður-Atlantshafi inn i Beagle-sund veröa á vegin- um þrjár eyjar sem eru rætur ófriöarins. Þær heita Lennox, Pincton og Isla Nueva. Á eyjun- um býr rúmur tugur f járhiröa af chilenskum uppruna. Ef Chilebú- ar fá yfirráöarétt yfir eyjunum, mun lögsaga Chile breytast, — 1 staö þess aö hún nái suður, mun hún teygja sig austur i átt til Suður-Atlantshafsins. Þrjár smáeyjar eða miklar náttúruauðlindir? Bæöi löndin hafa sett upp 200 sjómilna lögsögu sem þýöir, aö aðeins viökomandi strandriki getur notfært sér náttúruauöæfi innan þeirrar lögsögu. Þetta er sams konar lögsaga og Islending- ar fengu viöurkennda eftir siö- asta þorskastriö og almennt er viöurkennd i heiminum i dag. Margir eru á þeirri skoöun aö á þessu svæöi Atlantshafsins sé nægileg olia og geti þaö jafnvel orðiö annar Noröursjór. Ef litiö er á orkuástand i heiminum i dag, væri ótrúlegt aö margar þjóöir létu fúslega af hendi orkulindir sem tilheyra þeirra lögsögu. Nú er Argentina sæmilega rik af oliu sem getur nokkurn veginn annaö þörf Argentinumanna sjálfra. Chilebúar eiga hinsvegar hvergi eigin oliuuppsprettur. Krökkt er af fiski I S-Atlants- hafi og er búist viö aö þar geti veiöst 3,5 miljónir tonna af fiski árlega og verömæti þeirra myndi þá nema 500 miljónum doUara (158,5 miljaröar isl. króna). Að halda andlitinu Yfirvöld i Argentinu settu þau skilyröi aö deilan yröi leyst á friö- samlegan hátt fyrir 2. nóv sl. Var þaö von þeirra aö Isla Nueva, en hún er austlægust eyjanna þriggja, myndi faUa þeim I skaut og þar meö myndi lögsaga Argentinu ekki raskast. En ChUe- búar létu sig ekki og stungu upp á þvi, aö leitaö yröi lausnar hjá Alþjóölega dómstólnum i Haag. Þaö vUdu yfirvöld I Buenos Aires hins vegar ekki, þar sem sigur- vonir þeirra voru ekki miklar. A meðan láta Argentinumenn ófriölega og hóta aö gera innrás á eyjarnar. Báöar þjóðirnar ráöa yfir óvenjulega miklum herafla, miöaö viö hvaö eölUegt þykir i hinum þriöja heimi. 1 báöum löndum sitja herfor- ingjar við völd. Þeim er þvi mikiö i mun aö geta bariö á brjóst sér frammi fyrir þjóöinni og fariö i striö til aö geta látiö geisla leika um stjórnir sinar sem ekki njóta aUtof mikUlar hyUi almennings. Styrjöld myndi einnig vera prýöi- leg afsökun fyrir risaháum út- gjöldum tU hernabarmála. Nú er deUan komin á þaö hátt stig aö hvorugur aöUi getur dregib sig tU baka án þess aö missa andlitið frammi fyrir uppæstum þegnun- um. Komi tU vopnaviöskipta er svo tU óhjákvæmilegt aö þau muni breiöast út. Yfirvöld bæöi i' Perú og BóUviu eiga i landamæradeU- um viö Chile, og Uggur næst viö að leysa þær meö aöstoð vopna. Stórveldiö i Rómönsku Ameriku, BrasUiumenn, myndu án efa blanda sér i átökin þegar aöal- keppinautur þeirra i gegnum sög- una um yfirráö i álfunni, Argentinumenn, væru þar fyrir. Vafasamt er hvort Guös hjálp muni nokkuö stoöa, en þvi veröur sendimaður páfa aö svara innan skamms. — o — Þess má geta aö kardináUnn er nú kominn heim, og höföu utanrikisráöherrar Argentinu og ChUe þá undirritaö samning þess efnis aö ekki yröi gripið til vopna fyrr en Jóhannes Páll páfi heföi sjálfur reynt aö miöla málum. (Þýö. ES) Steypumölin gekk til þurrðar Veriö að bolla- leggja efnisleit, segir Bolli Kjartansson, bœjarstjóri Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í vetur hef ur verið einmunagóð tíð á landinu. A Siglufirði eru menn að graf a húsgrunna í frost- og snjólausa jörð og á (safirði var byggt svo mikið á haustmánuðum að steypumölin sem dælt er upp úr höfninni gekk til þurrðar. Viö náöum tali af Bolla Kjartanssyni bæjarstjóra á Isa- firöi I gær og spuröum hann um þetta. Hann sagöi ma. aö venju- lega kæmi sanddæluskipiö til ísa- fjaröar einu sinni til tvisvar á ári og dældi upp möl úr höfninni. ísa- fjöröur væri þannig i sveit settur, eins og raunar mörg önnur býggðarlög á Vest» og Aust- fjöröum aö þar fyndist ekki gott byggingarefni á landi. Þeir hefðu nú um nokkurra ára skeiö notast viö mölina úr höfninni, en ljóst væri aö hún dygöi ekki um alla framtið. Þar væri fremur um aö ræöa nokkur ár enn. Sementsturninn ð IsafirOi Nú heföi tsafjarðarbær fengiö jaröfræöing hjá Hafrannsókna- stofnun, Kjartan Thors, til liðs viö sig og væri meiningin aö rann- saka byggingarefni á sjávarbotni i nágrenni bæjarins. Þessar rann- sóknir beindust aö þvi aö finna góöa möl, kortleggja liklega staöi og kanna meö köfunum, sýnatöku og borunum. Þaö væri vandamál i þessu aö heppilegur bor til þess ab ná grófum sýnum eins og möl væri ekki til á landinu og ekki ljóst hvernig úr þvi yröi leyst. Þarna væri um vanda að ræöa sem einnig væri fyrir hendi annars staðar á Vestfjörðum, á Austfjöröum og viöar, og þess vegna yröi aö koma til eitthvert sameiginlegt átak. Hvort þar kæmi til kasta Byggöasjóös, Samtaka sveitarfélaga eöa Hús- næöismálastofnunar væri ekki hægt aö segja til um, en þetta væri hagsmunámál margra aöila. Bolli sagöi einnig aö Isafjöröur heföi notaö þessa sömu möl úr höfninni i oliumöl sem þeir blönd- uöu sjálfir, i staö þess aö fá oliu- mölina blandaöa sunnan af Reykjanesskaga, eins og tiökast hefti. Þaö heföi gefist vel og lik- lega yröi framhald á þvi næsta sumar. sgt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.