Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ,,Fólk þraukar möglunarlaust hið ótrúlegasta undir stjórn afturhaldsmanna af öllu tagi, en um leið og einhverjir vesalings sósíalistar komast til áhrifa, skal allt snúast til betri vegar og það strax. Guðrún Helgadóttir Sá er vinur er til vamms segir Svar við opnu bréfi starfsmannaFélagsmálastofnunar Ekkieraö þviaöspyrja: Fólk þraukar möglunarlaust hiö ótrúlegasta undir stjórn aftur- haldsmanna af öllu tagi, en um leið og einhverjir vesalings sósíalistar komast til áhrifa, skal allt snúast til betri vegar og þaö strax. Vinstri mönnum eru aldrei nein griö gefin. Viö sjáum þessi viöhorf daglega á síöum dagblaöanna. Þaö eru engin tiö- indi.þóaöalltsé meöósköpum i hinum kapitaliska heimi, en vandamálin I sósialiskum rikj- um eruekkert annaö en sönnun á fáránleika sósialismans. Bandarikin duga skammt til að sannfæra menn um vonleysi auövaldsheimsins. Viöhorf þessu lik koma fram i dagskrárgrein Hjördisar Hjart- ardóttur, félagsráögjafa i Fé- lagsmálastofnun, og nú i opnu bréfi starfsmanna stofnunar- innar i Breiðholti til borgar- stjórnarmeirihlutans. Þau vandamál sem þar eru rædd eru engin nýmæli I þeirri góðu stofnun, en meöan gamla borg- arstjórninsat viö völd i hundrað ár eöa lengur, voru þau engin tiöindi.Ogþaðerauövitaö alveg rétt.Þaöer jafn rétt, aöþá fyrst veröa þau átakanleg, þegar kominn er vinstri meirihluti i borgarstjórn Reykjavikur. Sem einn af borgarfulltrúum hins nýja meirihluta skal ég játa strax, aö þetta ástand i fjármál- um Félagsmálastofnunar er öldungis óþolandi, og þaö er skylda okkar aö bæta það. En þaö væri ef til vill hægt aö skýra aö nokkru af hverju þetta er svona eftir 7 mánaöa stjórn okk- ar. Þá skýringu skuldum viö ibúum Reykjavikur öllum. Nærtækasta skýringin er sú, aö á fjárhagsáætlun Sjálfstæöis- flokksins fyrir áriö 1978 var ekki veitt nær þvi nógu fé til þessarar þjónustu enda fór Félagsmála- stofnunin verulega fram úr henni á árinu. Skýringin kann einnig aövera fólgin i þvi aö viö borgarfulltrúarnir höfum ekki veriö þess umkomin aö móta nógu skýra stefnu i þessum málaflokki. Ég hygg, aö Al- þýöubandalagiö hafi þar nokkuö mótaöar hugmyndir, en þaö er ekki nóg. Viö veröum aö finna sameiginlega leiö meö tveimur öörum stjórnmálaflokkum. Þetta er vissulega ekki eins og þegar einn flokkur, Sjálfstæöis- flokkurinn, mótaöi alla stefnu. Og þeir réöu þessi ekki aöeins einir. Þeir höföu lika valda- mikla embættismenn, sem allir — alli r — vorusömu skoöunar og þeir. 1 stóru fyrirtæki eins og borgin er er þetta aöstaöa, sem maður hugsar til grænn af öf- und. Og mér er ekki grunlaust um aö þessir sömu embættis- menn hugsi til þeirra góöu tima með sæluhrolli. Eitt simtal viö borgarstjórann, og máliö var i höfn. Nú verðum viö borgarfull- trúarnir að þæfa þetta allt i þrem borgarmálaráöum flokka okkar, og nudda siöan embætt- ismönnunum til aö fram- kvæma niðurstöðuna. Allt tek- ur þetta óratima og gerir okkur grá hár, sem erum jafn óþolin eftir að s já eitthvaö falla I betri farveg fyrir borgarana og starfefólkiöi Bredöholti, en sá er þó kostur á þessari málsmeö- ferö aö hún er óneitanlega lýð- ræöislegri en þegar öll ákvarö- anatekt var á eins manns hendi. Og stundum gerast hlutir san ekkert okkar hefur tekiö neina ákvöröun um, svo sem fjár- skorturinn i Félagsmálasto&iun um jólin, þegar svokallaöur dagskammtur til þurfandi borg- ara var felldur niður um hátiö- arnar. Enginn borgarfulltrúi haföi ákveöiö þaö.Enginn haföi tekiö ákvöröun um aö fariö skyldi á annan hátt meö þetta fé en venja hefur verið. Við hljót- um aölitáá þetta sem slys, sem geröist I kerfinu. Óg hvernig gerast þau svo? Jú, embættismenn voru áhyggjufullir vegna þess aðFé- lagsmálastofnun var komin verulega fram úr fjárhagsáætl- un. Og þaö var fariö aö halda I viö stofnunina. 1 umræöu I borg- arráöi um hækkun dagskammts var talaö um virka daga I des- ember. Þetta var skiliö bókstaf- lega að þessu sinni, en venju- lega merkir þetta fimm daga vikunnar. Mánudagur og þriöjudagur voru óneitanlega hátiöisdagarnir jóladagur og annar i jólum, og þeir voru látn- ir niöur falla, án nokkurs sam- ráös viö formann Félagsmála- ráös né heldur aöra fulltrúa ráösins, en þar sitja þri'r borg- arfulltrúar. Viöuggðum ekki aö okkur og fréttum ekkert um þetta fyrr en eftir aö skömmin var yfir okkur. Hlutir af þessu tagi eru óteljandi og gerast án þess aö nokkurt okkar viti. Menn mega ekki gleyma þvi, aö borgarfulltrúar eru bundnir viö vinnu sina og sinna borgarmál- um i hjáverkum, en hljóta aö treysta embættismönnum borg- arinnar fyrir öllum daglegum framkvæmdum. Nú kynni einhver aö segja: Er manneskjan aö halda þvi fram aö embættismenn borgarinnar sitji á svikráðum viö borgar- stjórn? Auðvitað ekki. Flestir þeirra basla áfram eins og þeir hafa alltaf gert, margir af sam- viskusemi, en einmitt eins og þeir hafa alltaf gert. Og þaö er vandinn. Sem dæmi má taka aö nefnd sem ég hef meö að gera þurfti aö fá ákveönar upplýsing- ar hjá ákveönum embættis- manni, vegna nýrrar hugmynd- ar um framkvæmd. Umræddur embættismaöur skrifaöi sam- stundis bréf i þá veru, aö ástæöulaust væri aö vera aö leggja vinnu I þetta, fram- kvæmdin yröi alltof dýr!!! Éghef alltaf skiliö störf opin- berra starfsmanna þannig, aö þeir hljóti aö bera stefnumark- andi mál undir þá, sem meö ráöin fara. Enþaöþarf sjálfsagt nokkurn ti'ma til aö venjast nýj- um húsbændum. Og ekki siður þarf ti'ma til aö venjast þvl aö vera húsbóndi. Ekki veit ég hvort þessi vandamál okkar nýju borgar- fulltrúanna eyöa tortryggni starfemannanna i Breiöhoiti. Éghygg þó aö ég geti fullvissaö þá um, aö þaö sé einlægur vilji formanns félagsmálaráös og okkar hinna sem þar sitjum, aö vinna félagsmálum i borginni nokkurt gagn, svo og öörum málum. Ég vona aö frétt I Þjóö- viljanum i dag um aðgeröir varöandi þroskaheft börn i borginni sé kannski vottur þess. Ég get lika fullvissaö þá um, aö höfum viö ekki haft erindi, höf- um viö aö minnsta kosti haft erfiði. En veröi erindiö ekki sýnilegt aö svolitiö lengri tima liönum, tel ég engar afsakanir , frambærilegar af okkar hálfu. 24. jan. 1979 Guörún Helgadóttir. Margrét óiafsdóttir, Sigriður Hagalín, Guðrún Asmundsdóttir heiminum Leikfélag Reykjavikur sýnir GEGGJUÐU KONUNA í PARÍS eftir Jean Giraudoux Geggjaöa konan er siöast samiö af verkum Giraudoux, áriö 1943, og var ekki flutt fyrr en aö honum látnum. Það er samið á striöstim- um, meðan Frakkland er her- numið, og þeir timar endurspegl- ast I sterkri mynd verksins af baráttunni milli afla lifs og dauöa, sem eru máluö I skörpum andstæðum og grófum pensilför- um. Annars vegar standa pen- ingaöflin, sem svifast einskis viö aö koma ár sinni fyrir borö, eru tilbúin að eyðileggja alla fegurö og grósku Parlsarborgar ef þau geta grætt á þvi, og hatast viö allt frjálst og lifandi lif. Hins vegar eru öfl lifsins, mestanpart ein- faldir fátæklingar sem búa yfir gleöi og frjálsleik sem gefur lifinu gildi. Þegar þessum heimi er ógn- aö af peningaveldinu eru það geggjuöu konurnar fjórar sem taka sig saman og steypa gróöa- öflurium niöur I dýpstu myrkur. Geggjuöu konurnar eru fulltrúar horfinnar yfirstéttar, þær lifa I Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir Þýðing: Vigdis Finnbogadóttir neimi sem er horfinn og lif þeirra býggist aö mestu á hugarórum um fortiöina, en þær hafa þaö frelsi frá klafa timans sem gerir þeim fært aö bjarga heiminum. Sem heimsádeila er þetta ekki þungvægt verk, tíl þess skortir þaö skýrleik i greiningu og fram- setningu, en þaö hefur ótviræða kosti sem ævintýraleikur, þrung- inn hugarflugi og gáska, og má einnig finna i honum nokkur merki um það leikhús fáránleik- ans sem hófst i Paris tæpum áratug eftir frumsýningu þessa verks. Til þess að þessir kostir nýtist i verulega heill- andi sýningu þarf afar mark- viss uppsetning aö koma til, þar sem verkiö er mann- margt og gerir miklar kröfur til leikrænnar túlkunar, og þá fyrst og fremst til mjög eindreg- innar stilfærslu til aö undirstrika skarpar andstæöur og óraunsæis- eöli þess. Það má sjá ýmis tilhlaup til túlkunar af þessu tagi I sýningu þeirri sem Steindór Hjörleifsson hefur stjórnað niöri I Iönó, en þvi miður er hún alltof ósamstæö til þess aö koma áðurnefndum eig- indum verksins til skila og er lengstaf of stefnulaus til aö kom- ast I neina raunverulega snert- ingu viö áhorfendur. Þetta er þeim mun meiri skaöi vegna þess að margir leikaranna gera góða hluti, en ná sjaldnast saman aö neinu gagni. Þaö hlýtur aö valda miklu um velgengni sýningar á þessu verki hvernig tekst til meö þaö hlutverk sem þyngst er á metunum, geggj- uöu konuna I Chaillot. 1 höndum Margrétar ólafsdóttur þótti mér þaö aldrei kvikna til verulegs lífs. Margrét hefur oft reynst vel i létt- um gamanleik meö raunsæislegu sniði, en hér skorti hana þá tækni og kynngimögnun sem þarf aö koma til ef þessi persóna á aö geta náö tökum á áhorfandanum. Þaö þarf leik sem er stærri i sniö- um og djarflegri, kraftmeiri en sá sem Margrét sýndi. A einum staö I þessari sýningu vaknaöi verkiö til lífsins, lyftist I hæöir.okkur var sýnt hvernig á að leika þaö. Þetta var I réttarhöld- unum í siöara þætti og þaö voru fyrst og fremst þau Guörún As- mundsdóttir og Þorsteinn Gunn- arsson sem gripu þar á hlutverk- um sinum meö þeim þrótti aö unun var á aö horfa. Leikur þeirra beggja var mjög ýktur og öfgakenndur en það er einmitt I takt viö stií verksins, og þetta atriði sýndi best að þaö eru ein- mitt slik tök sem meö þurfti. Guö- rún sýndi hér á sér nýja hlið og var afar ánægjulegt aö sjá hana skilja sína gömlu takta svo ræki- lega eftir heima aö þaö tók mann nokkrar minútur aö þekkja hana á sviöinu. Þorsteini Gunnarssyni er ég löngu oröinn þreyttur á aö hrósa, en ég hef sjaldan séö hann leika af slungnari samruna greindar og tilfinninga. Fréttabréf um heilbrigðismál Mismunur á verkja- töflum Nýlega kom út desemberblað Fréttabréfe um heilbrigðismál. 1 blaöinu er sagt frá rannsókn- um Nóbelsverölaunahafa i læknisfræði 1978, skrifaö um C-vitamin og áhrif þess, gerö grein fyrir mismuninum á þeim verkjatöflum sém hér eru seldar án lyfseöils, rætt er um Salmo- nella sýkla og útbreiöslu þeirra og sagt er frá fimmtiu ára afmæli danska krabbameinsfélagsins. Þá er yfirlitsgreinum sykursýki, þarsem bent erá aö llkur séu á aö tuttugasti hver fullvaxta Is- lendingur sé meb sykursýki eða skert sykurþol og margir án þess að vita þaö. Grein er um gall- steina og rætt um hvort unnt sé aö koma i veg fyrir aö þeir myndist. Auk þess eru i blaðinu ýmsar styttri greinar. Með þessu tölublaði lýkur 26. árgangi Fréttabréfe um heil- brigöismál en það er Krabba- meinsfélag tslands sem gefur timaritíö út. Nú hafa komið út tveir ár- gangar siöan blaðinu var breytt, bæði hvaö varöar efni og útlit. Hafa þessar breytingar mælst mjög vel fyrir og á annaö þúsund nýir áskrifendur bæst viö. Upp- lagiöer nú 6000 eintök, en Frétta- bréf um heilbrigðismál er eina al- menna heilbrigöistimaritið sem gefiö er út hér á landi og ætlaö al- menningi. Ritstjóri Fréttabréfe um heil- brigöismál er dr. ólafur Bjarna- son prófessor, en framkvæmda- stjóri Jónas Ragnarsson. Að bjarga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.