Þjóðviljinn - 18.01.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Side 1
o Mér hefur ekki verið hafnað af Vestfirðingum hcldur af klíku, segir Sigurlaug Bjarnadóttir sem sparkað var af lista Sjálfstæðisflokksins fyrir vestan. Sjá 20 janúar 1983 þriðjudagur 48. árgangur 12. tölublað Alþýðubandalagið með 12 sértillögur í stjórnarskrámefnd Ný ákvæði um mannréttmdi, náttúruvernd og jafnrétti Bann við geymslu kjarnorkuvopna, 20% geti knúð fram þjóðaratkvæði, 5/6 hluta þings þurfi til þess að afsala forræði íslenskra stjómvalda og margar fleiri tillögur Fjórar nýjar greinar um mann- réttindi eru meðal hinna tólf sér- stöku tillagna sem fulltrúar Alþýðu- bandalagsins lögðu fram í stjórnar- skrárnefnd. Þar er kveðið sérstak- lega á um jafnrétti karla og kvenna, um réttindi til menntunar, um atvinnuréttindi og um lýðræði á vinnustað. í sérstakri grein sem Alþýðu- bandalagið gerir tillögu um er fjall- Cannibal Holacaust Enn í rann sókn „Málið er enn í rannsókn og tekur væntanlega nokkra daga í viðbót sagði Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá RLR aðspurður um gang rannsóknar á dreifingu á ofbeldismyndinni „Cannibal Hol- ocaust", en eins og kunnugt er þá kærði Þjóðviljinn dreifingu mynd- arinnar til ríkissaksóknara í síðustu viku. Ríkissaksóknari sendi RLR spóluna með myndinni og fór þesi á leit við embættið að það kannaði hvort dreifing spólunnar væri ólögleg með hliðsjón af 110. grein hegningarlaganna. Arnar Guð- mundsson sagðist eiga von á að ríkissaksóknari fengi málið mjög bráðlega aftur og hann myndi síðan ákveða hvort ástæða væri til að kæra dreifinguna. - hól. Vesturland:____________ Stórsigur Gunnarsmanna í gærkvöldi og nótt voru talin at- kvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Vesturlandi en þar takast á Geirs- menn og Gunnarsmenn eða stjórn- arandstæðingar og stjórnarsinnar. Er talin höfðu verið um 1100 at- kvæði af rúmlega 2500 rétt fyrir miðnætti var útlit fyrir stórsigur Gunnarsmanna og þeir myndu raða sér í 3 efstu sætin. Efstur var Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra með 617 at- kvæði í 1. sæti, annar Valdimar Indriðason á Akranesi með 582 at- kvæði í 1. - 2. sæti, þriðji Sturla Böðvarsson í Stykkishólmi með 634 atkvæði í 1. - 3. sæti. Fjórða var svo frambjóðandi Geirsklíkunnar, Inga Jóna Þórðardóttir, frarn- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, með 486 atkv. f 1. - 4. sæti. Fimmti var Kristófer Þorleifsson með 471 atkv. í 1. - 5. sæti. Þess skal getið að ákaflega var smalað í þessu próf- kjöri og m.a. munu um 200 nem- endur Fjölbrautaskólans á Akra- nesi á aldrinum 16-20 ára hafa kos- ið að áeggjan Ingu Jónu og Jósefs Þorgeirssonar fráfarandi þing- manns. _ GFr. að um náttúruvernd og rétt al- mennings til umgengni og útivistar í landinu. f stjórnarskrá kæmi auk þess samkvæmt tillögu Alþýðu- bandalagsins ný grein þar sem kveðið væri á um að náttúruauð- lindir landsins skyldu vera ævar- andi eign íslendinga og teljast sam- eign þjóðarinnar allrar. Fulltrúar Alþýðubandalagsins lögðu einnig til að í stjórnarskrána kæmu tvær nýjar greinar þar sem fjallað væri um afstöðu íslendinga til friðar, afvopnunar og verndunar mannréttinda á alþjóðavettvangi, og þar sem kveðið væri á um bann við geymslu kjarnorkuvopna á ís- landi. Þeir Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar Grímsson lögðu einnig til að í stjórnarskrána kæmi sérstök grein sem segði að þau frumvörp til laga sem fælu í sér að ríkisvaldið eða forræði íslenskra stjórnvalda væru að einhverju leyti selt í hend- ur alþjóðlegrar stofnunar eða sam- taka þyrfti samþykki 5/6 hluta greiddra atkvæða á Alþingi og næðist slíkt ekki yrði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Einnig lögðu þeir til að fimmtungur at- kvæðisbærra manna í landinu hefði rétt til að óska eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu um mál. I tillögum Alþýðubandalagsins er einnig fjallað um eignarréttinn, störf Alþingis, afnám deildaskipt- ingar og bætt vinnubrögð á þingi. -ekh Sjá 5 Frá blaðamannafundi stjórnarskrárnefndar í Stjórnarráðshúsinu í gær. Við borðsendann sitja Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra formaður stjórnarskrárnefndar og Ólafur Ragnar Grímsson Ljósm.: eik. Skýrsla stjórnar- skrámefndar kynnt Stjórnarskrárnefnd kynnti skýrslu um endur- skoðun stjórnarskrárinnar fyrir fjölmiðlum í gær: Þar er gerð grein fyrir sameiginlegum tillögum nefndarmanna og sértillögum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Sjálfstæðismenn í stjórnarand- stöðu virðast ekki liafa mikinn hug á skjótri af- greiðslu nýrrar stjórnarskrár, en Al- þýðubandalagsmennirnir í stjórnarskrárnefnd leggja áherslu á að umræður utan þings sem innan hljóti að skera úr um framhaldið. Sjá bls 20 . ekh Samtök grásleppuhrognaframleiðenda: Ný stjórn reynfr að bjarga málum Eins og Þjóðvljinn skýrði frá í síðustu viku eru miklir erfiðleikar hjá Samtökum grásleppu- hrognaframleiðenda og var jafnvel búist við að samtökin liðuðust í sundur á aðalfundinum sl. sunnu- dag. Svo fór þó ekki. Eftir 7 klukk- ustunda aðalfund, þar sem mjög harðar deilur urðu, var kosin ný stjórn, sem mun freista þess að koma samtökunum á réttan kjöl, en þau eru skuldum vafin. Skuldir samtakanna eru á 5. miljón króna og hefur ekkert verið greitt af þeim í nær 2 ár, en upphaf- lega voru tekin tvö lán, 110 þús dollarar og 175 þúsund v-þýsk mörk. Uppí þessa skuld eiga sam- tökin um 1200 hrognatunnur, eitthvað af skrifstofugögnum og bifreið sem framkvæmda- Selja verður allar eigur samtakanna til að grynnka á skuldunum stjóranum var lögð til. Þetta stend- ur til að selja uppí skuldir. Nokkrir félagsmenn gengu í ábyrgð fyrir þessum lánum og verður reynt að bjarga eigum þeirra, sem settar voru að veði. Það hefur komið í ljós, að sumir þeirra sem veðsett höfðu eignir sín- ar fyrir lánunum, vissu ekki betur en framkvæmdastjórinn væri að greiða þessi lán niður, en pening- arnir munu alltaf hafa farið í að greiða yfirdrátt á hlaupareikningi, vegna rekstrarkostnaðar, sent var mikill vegna Frakklands- verksmiðjuævintýris, skemmu- byggingar sem til stóð að fram- kvæma á sínum tíma o.fl. Þá var framkvæmdastjóranum gefinn kostur á að segja upp störf- um, eftir að prókúran hafði verið tekin af honum skömrnu eftir ára- mót. Þá mun ákveðið að setja allt bókhaldsamtakanna s.l. 2árísér- staka endurskoðun, svohægtverði að komast til botns í málinu, sem ýmsir félagsmenn telja óljós. - S. dór. Skákþing Reykjavíkur stendur þcssa dagana yfir í húsakynnum Tallfélags Reykjavíkur við Grensásveg. Elvar Guðmundsson og Jón M. Guðmundsson eru sem stendur efstir með 4 vinninga af 4 mögu- legum. Undanrásir í kosningabaráttunni standa nú sem hæst. i Við greinum frá úrslitum forvala og prófkjarahjá flokkunum um helg- ina. /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.