Þjóðviljinn - 18.01.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Qupperneq 16
DJOÐMMN Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Ekkert lát er á ofankomunni hér syðra og altar gangstéttir ófærar. Fáir hafa það nú samt jafnnáðugt ■ hjólförunum og sú stutta á sleðanum. Ljósm. - eik. Mér var hreinlega sparkað af llstanum segir Sigurlaug Bjarnadóttir varaþingmaður um lista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum Það vekur athygli að Sigurlaug Bjarnadóttir varaþingmaður Sjálf- stæðisllokksins á Vestljörðum á ekki sæti á lista llokksins sem á- kveðinn var nú um hclgina. Sigur- laug hefur verið í 3ja sæti listans síðan 1974. Þjóðviljinn innti Sigur- laugu eftir því í gær, hvort hún hefði ákveðið að draga sig í hlé? Nei, og ég get ekki unnað sagt um þá uppstillingu sent kunngerð var um helgina, en að mér var hreinlega sparkað af listanum. Þetta byrjaði með því að kjördæm- isráðið felldi það með 26 at- kvæöum gegn 17 að viðhafa próf- kjör þvert ofan í það sem almennt var gert ráð fyrir og ollu þessi úrslit mikilli óánægju meðal Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum. Síðan setti kjörnefnd saman ‘lista, þar sem mér var rutt út og kjördæmisráðið samþykkti síðan þessa ákvörðun kjörnefndar. Ég er auðvitað vonsvikin, ekki bara yfir pólitískum ósigri mínum, heldur líka vegna þeirra vinnu- bragða sem þarna voru viðhöfð. Þau samræmast ekki þeim heiðar- leika og drengskap sem verður að vera, ef stjórnmál eiga ekki að dragast niður í svaðið. Og það sýnir sig nú að það þarf ekki endilega prófkjör til að óheiðarleg vinnu- brögð séu viðhöfð. Veistu hvað þú hefur unnið þér til óhelgi? Ég tel mig hafa skýringu á því já, en það yrði of langt mál að fara út í það nú. En það vil ég taka fram að hvað sem líður þessari uppstill- ingu, þá álít ég að mér hafi ekki verið hafnað af Vestfirðingum, heldur klíku, sem ræður ferðinni í kjördæmaráðinu, sagði Sigurlaug að lokum. Þess má geta að Sigurlaug tók 3ja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum árið 1974 og fór þá á þing sem uppbótarþingmaður. Og allt þar til nú hefur hún skipað 3ja sætið á listanum. - S.dór. Sjálfstæðisflokkurinn á Vestfjörðum klofnar: Stefnum á að bjóða fram annan llsta segir Halldór Hermannsson skipsstjóri Ljóst er að fullkominn klofning- ur er kominn upp hjá Sjálfstæðis- mönnum á Vestfjörðum. Það er ekki bara að Sigurlaugu Bjarna- dóttur, varaþingmanni flokksins í kjördæminu hafi verið sparkað af listanum, eins og hún orðaði það í gær í samtali við Þjóðviljann, held- ur er megn óánægja hjá stórum og áhrifamiklum hópi manna með þá ákvörðun kjördæmaráðsins að við- hafa ekki prófkjör í kjördæminu. Telja þeir að það hafi verið eina færa leiðin til að sameina stjórnar- sinna og stjórnarandstæðinga í flokknum. Við stefnum á að bjóða fram annan lista í nafni flokksins og viss- ulega munum við tala við Sigur- laugu Bjarnadóttur, enda hefur hún reynst hörkudugleg mann- eskja, sem þingmaður og varaþing- maður kjördæmisins, sagði Hall- dór Hermannsson, skipstjóri, en hann hefur verið einn aðal tals- maður þess hóps sem vildi viðhafa prófkjör í flokknum til að ákveða framboðslista. Halldór sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær, að hann hefði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsyn bæri til að viðhafa prófkjör, á aðal- fundi kjördæmisráðsins í haust, en þann fund sat Geir Hallgrímsson, forntaður flokksins. Halldór sagðist aldrei hafa farið leynt með það, að hann styddi núverandi ríkisstjórn og hún ætti sér marga stuðningsmenn í hópi Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum. Það hefur verið reynt að ein- angra okkur og það er mín sann- færing að til að ná sáttum var próf- kjör nauðsynlegt, enda hefur það nú komið í ljós við uppstillingu list- ans. Hverja viltu nefna til, sem standa með þér að því að koma fram öðrum lista í nafni flokksins? Ég get auðvitað ekkert fullyrt um það, en mér er kunnugt um að Guðmundur Ingólfsson, fyrrum forseti bæjarstjórnar á ísafirði og Ólafur Kristjánsson, forseti bæjar- stjórnar í Bolungarvík, hafa haft sömu skoðun og ég á þessum mál- um. Þar fyrir utan er svo stór hópur óbreyttra flokksmanna, sem er mér samsinna, sagði Halldór Her- mannsson. - S.dór. Krafa borgarinnar vegna lögbannsmálsins: 30 míljónir í tryggingu Hótar stöðvun vagnanna eða niðurskurði til bamaheimila! í dag kl. 9.30 fer fram málflutn- ingur vegna lögbannskröfu Verðlagsstofnunar á cinhliða hækkun fargjalda með Strætis- vögnum Reykjavíkur. Mun úr- skurður fógeta um lögbannskröf- una væntanlega liggja fyrir um há- degisbilið. Magnús Óskarsson, borgarlög- maður, lagði í gær fram greinar- gerð með kröfum sínum, en þær eru að lögbannsbeiðninni verði hrundið og til vara að sett verði 30 miljón króna trygging, sem er sú upphæð sem hækkunin á að skila borgarsjóði á þessu ári. Frávísunarkröfu sína byggir borgarlögmaður m.a. á því að Verðlagsstofnun hafi ekki laga- heimild til þess að standa í mála- rekstri eða krefjast lögbanns, það sé hlutverk ríkissaksóknara. Lög sem heimili stofnuninni slíkt vald séu úr gildi fallin. Til vara er á það bent að undanfari lögbannsbeiðni þurfi skv. lögunum að vera fyrir- mæli réttra verðlagsyfirvalda, en það skilyrði hafi stofnunin ekki uppfyllt, heldur „rokið af stað með lögbannskröfu". Þá bendir borgarlögmaður á, máli sínu til stuðnings, að borgaryf- irvöld séu hið rétta stjórnvald til þess að ákveða fargjöld með SVR. Fjárhagsáætlun borgarinnar hafi þegar verið afgreidd og lögbann geti ekki breytt henni. Myndi sú ráðstöfun valda borginni svo gífur- legum tekjumissi að „með því væri annað hvort verið að hindra eðli- legan strætisvagnarekstur eða knýja fram niðurskurð framlaga til annarra þarfa, svo sem barnaheim- ila, sjúkrahúsa, elliheimila o.s.frv.“, segir þar. Ennfremur bendir borgarlög- maður á að andstaða verðlagsráðs við hækkunina sé ólögmæt, þar sem hækkunin nái ekki því marki að tryggja afkomu SVR. Hafi fyrir- fram þótt sýnt að ráðið myndi synja um hækkunina og því hafi ekki þótt ástæða tii að bera hana undir ráðið. -ÁI Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í stjórnarskrárnefnd: Skýrslan var kynnt í gær Framhaldið þarf að skoða í ljósi umræðu innan þings sem utan, sögðu fulltrúar Alþýðubandalagsins Stjórnarskrárnefnd Alþingis boðaði í gær blaðafólk á sinn fund til þess að kynna því skýrslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, en skýrsla þessi verður nú send þingflokkunum til umræðu. Fram kom, að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur klofnað í afstöðu sinni til máls- ins. Gunnar Thoroddsen styður skýrsluna einhuga, en þeir Tómas Tómasson og Matthías Bjarnason hafa gert athugasemdir við ein- staka greinar. Á fundinum í gær kom fram hjá Gunnari Thoroddsen, forsætisráð- herra, að æskilegast væri að ný stjórnarskrá verði lögð fram á þessu þingi. Hann kvað vitaskuld ekki unnt að gefa neinar dagsetn- ingar í því sambandi. Þeir Matthías Bjarnason og Tómas Tómasson láta fylgja skýrsl- unni greinargerð þar sem segir m.a.:....áskilja allir nefndarmenn sér rétt til að gera fyrirvara um ein- stakar greinar framanritaðra til- lagna um breytingu á stjórnar- skránni. Við undirritaðir höfum gert okkar athugasemdir við ein- stakar greinar, sem við teljum ekki ástæðu til að skýra nánar í þessari skýrslu en munum gera grein fyrir þeim í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, sem tilnefndi okkur í nefndina. Það er okkar skoðun að það flýti ekki fyrir lausn stjórnar- skrármálsins að skjalfesta öll á- greiningsatriði fyrr en þau hafa verið rædd innan hvers þingflokks og milli stjórnmálaflokkanna. Ef þá hefur ekki tekist að jafna á- greining er eðlilegast að okkar dómi að lagðar séu fram breyting- artillögur þegar málið er komið til umræðu á Alþingi." Fulltrúar Framsóknarflokksins í stjórnarskrárnefnd virðast vera sammála forsætisráðherra um, að brýnt sé að ganga frá þessu máli á yfirstandandi þingi. Þannig sagði Þórarinn Þórarinsson m.a. að hann legði áherslu á að þingflokkarnir lykju sínum umræðuin sem fyrst og nefndin tæki þá til starfa á nýjan leik. Taldi hann nefndina ekki þurfa nema um hálfan mánuð til þess að ganga frá nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið ísland. Fulltrúar Alþýðubandalagsins, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Arnalds, lögðu á það áherslu, að lleiri en þingflokkarnir kynnu að hafa áhuga á að fjalla um svo alvarlegt mál sem ný stjórnar- skrá væri - og bæri þeim fyllsti rétt- ur til þess. Framhaldið yrði því að skoða í ljósi þeirrar umræðu, sem stjórnarskrármálið hlyti meðal mikilvægra aðila - innan þings sem utan. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokks hafa lagt fram til- lögur um nýjar greinar í þessum tillögum stjórnarskrárnefndar. ast.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.