Þjóðviljinn - 18.01.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Síða 3
Þriðjudagur 18. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Skákþing Reykjavíkur: Elvar og lón efstir Að loknum 4 umferðum á Skákþingi Reykjavíkur hafa þeir Elvar Guðmundsson og Jón M. Guðmundsson náð cfsta sæti með fullt hús vinninga. Staðan á toppn- um var þó nokkuð óljós eftir 4. umferðina sem tefld var á sunnu- daginn, en iíkur eru á því að Haukur Angantýsson og Ingimar Halldórsson kæmust upp við hliðina á efstu mönnum þar sem þeir voru báðir með 3 vinninga og hagstæða biðskák hvor. I opna flokknum á Skákþinginu hóf 91 skákmaður keppni sem er með mesta móti. Þar við bæti's't dágóður hópur keppenda í ung- lingaflokki þannig að alls verða þátttakendur hátt á annað hundr- að. í umferðinni á sunnudaginn vann Elvar Guðmundsson Róbert Harðarson og Jón vann Pál Þór- hallsson. Haukur á betri biðskák við Svein Kristinsson og Ingimar við Guðmund Ágústsson. Með 3V2 vinning eru Halldór G. Einarsson, Haraldur Haraldsson, Lárus Jóhannesson og Þröstur Ein- arsson. 5. umferð verður tefld á mið- vikudagskvöld. - hól. Elvar Guðmundsson er efstur á Skákþingi Reykjavíkur ásamt Jóni M. Guðmundssyni. Elvar er einn stigahæsti maður mótsins og því líkiegur tii afreka. Hér sést hann að tafli á sunnudaginn. Andstæðingur hans er Róbert Harðarsson. - Ljósm.: - eik. Skákmótið í Wijk Aan Zee: Friðrík í 4.-5. sæti Skák Friðriks og Ree á laugar- daginn var fremur átakalítið jafn- tefli, en skák Friðriks við Kulgiow- ski á hinn bóginn æsispennandi. Þegar hún fór í bið var F riðrik hrók undir, en átti gangandi þráskák. Virtist sem hann gæti jafnvel reynt að vinna skákina, en að vel yfir- lögðu ráði sættist hann á jafntefli. Staðan eftir 3 umferðir er þessi: 1.-3. Ribli, Hulak og Anderson 2'kv. hver. 4.-5. Friðrik og Ree2 v. 6. - 7. Seirawan og Nunn l:/2 v. 8. - 9. Browne og Sheeren 1 v. + 1 biðskák hvor. 10. -11. Kortsnoj og Van der Wiel 1 v. hvor. 12. - 14. Hort, Speelman og Kuligowski V2 v. hver. Þá vakti mikla athygli að eftir tvær umferðir var Kortsnoj á botni mótsins með engan vinning, en sigur hans yfir Speelman í 3. um- ferð kemur honum á réttan kjöl. Friðrik Ólafsson er nú í 4. - 5. sæti á skákmótinu í Wijk Aan Zee í Hollandi, en um helgina voru tefld- ar 2. og 3. umferð mótsins og gerði Friðrik þá jafntefli í báðum skákum sínum. Efstir á mótinu eru þeir Ribli, Anderson og Hulak. Úrslit í 2. umferð sem tefld var á laugardaginn urðu sem hér segir: Ribli vann Hort, Hulak vann Kort- snoj, Van der Wiel vann Kuligow- ski og Anderson vann Browne. Jafntefli gerðu Sheeren og Nunn, Seirawan og Speelman og Friðrik og Ree. í 3. umferð sem tefld var á sunn- udaginn urðu úrslit þessi: Hulak vann Hort, Kortsnoj vann Speelm- an og Browne vann Van der Wiel. Jafntefli gerðu Seirawan og Ree, Friðrik og Kuligowski, Sheeren og Anderson og Ribli og Nunn. 4. umferð verður tefld í dag og þá tefla saman: Hort og Speelman, Ribli og Hulak, Kortsnoj og Ree, Seirawan og Kuligowski, Friðrik og Browne, Van der Wiel og She- eren og Nunn og Anderson. Friðrik hefur hvítt í skák sinni við Browne í dag. í síðasta helgarblaði féll niður einn leikur í skák Friðriks og Spe- elman. í 27. leik svarts lék Friðrik Hf5 - g3 og Speelman svaraði með 28. Rc6 - e5. Að öðru leyti stendur skákin fyrir sínu. Þó er ástæða til að benda á að 9. leikur svarts var stutt hrókun. - hól. Skákmótið í Gausdal: Margeir í 1.-3. sæti Margeir Pétursson vann sænska alþjóðlega meistarann Tom Wed- berg í 9. og síðustu umferð alþjóð- lega mótsins í Gausdal í Noregi og komst við það í efsta sætið ásamt Bandaríkjamönnunum Nick De- Firmian og Sergei Kudrin sem er fyrrum Sovétmaður. Þeir hlutu all- ir 6 vinninga. Guðmundur Sigurjónsson varð að gera sér að góðu jafntefli við sænska stórmeistarann Lars Karls- son og hlaut Guðmundur því 5V2 vinning. Guðmundur hafði kvöldið áður unnið biðskák sína við Kra- henbuhl frá Sviss. Karl Þorsteins varð að vinna Svíann Axel Orn- stein í síðustu umferð til að ná áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Það tókst ekki. Ornstein vann og fékk Karl 4'/2 vinning út úr mót- inu. Fjórði íslendingurinn Sævar Bjarnason hlaut 31/2 vinning. - hól. Reglur um verðupplýsingar veitingahúsa: Aðgangseyrir sé auglýstur Verðlagsstofnun hefur nýlega sett reglur um verðupplýsingar veitingahúsa. Meginreglurnar eru, að framvegis er veitingahúsum gert skylt að hengja upp fyrir framan inngöngudyr vandaðar auglýsingar er greini aðgangseyri. Þá hefur veitingahúsum verið gert að taka skýrt fram í auglýsingunt í tjöl- niiðlum hver aðgangseyrir er þau kvöld, sem hann er hærri en al- mennur aðgangseyrir (þ.e. rúllu- gjald). Að auki eru ítrekuð fyrir- mæli um að festa skuli upp verð- lista, þar sem fram kemur verð á helstu veitingum, sem á boðstólum eru. í verðinu skal söluskattur og þjónustugjald vera innifalið. Þá hefur Verðlagsstofnun á- kveðið að veitingahúsum, sem bjóða upp á sérstök skemmtiatriði eða skemmtidagskrá, sé óheimilt að taka sérstakan aðgangseyri (þ.e. hærri aðgangseyri en rúllu- gjald) af gestum eftir að skemmti- atriðum er endanlega lokið. Enn fremur skulu aðgöngumiðar, sem seldir eru inn á sérstök skemmtiat- riði, vera rifgataðir og skal á þann hluta rniðans, sem kaupandi heldur eftir, prentað verð miðans, nafn viðkomandi veitingastaðar og dag- setning. Þessar reglur eru allar í gildi frá 7. janúar s.l. og hafa verið birtar í Lögbirtingarblaðinu. Frá Geðhjálp: Fyrírlestur um fælni Eiríkur Örn Arnarson, sál- fræðingur, heldur fyrirlestur um Fœlni (fóbíur) og helstu meðferðar- form í kennslustofu geðdeildar Landsspítalans á þriðju hæð, hinn 20. janúar. Fyrirlesturinn hefst kl. átta. Það er Geðhjálp, félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunnara, sem gengst fyrir þessum fyrirlestri og öðrum um geð- heilbrigðismál og skyld efni. Fyrir- lestrarnir verða ætíð á fimmtudög- um og hefjast klukkan átta. Fyrir- lestrarnir eru bæði fyrir félagsmenn og alla aðra, sem áhuga kunna að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrir- spurnir og umræður verða eftir fyrirlestrana. Meira úrval... af alls konar fatnaði á böm, dömur og herra. Og prísamir koma öllum til að brosa. Opnunartími: Mánud.-miðvikud. 10—19. Fimmtud. og föstud. 10—22. Laugardag 10—19. LflUGflR^^ÖLL Og nú geturðu verslað út á kreditkortið þitt Verksmiðjuútsalan Blossahúsinu — Ármúla 15. Sími 86101.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.