Þjóðviljinn - 18.01.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Page 5
Þriðjudagur 18. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ronald Reagan - hótar að fresta afvopnunarviðræðum í Genf. Kenneth Adelman, erkiíhalds- samur orðhákur tekur við af Rost- ow „til þess að jafna innri deilur“. Afvopnunartillögur Andropovs Hans-Jochen Vogel, bjartsýnn á ár- angur í Genf. Andropov - afvopnunartillögur hans hafa komið talsmönnum víg- búnaðarkapphlaupsins í opna skjöldu. Eugen Rostovv, aðalsamninga- manni Bandaríkjanna í Genf var sparkað, þar sem hann þótti of móttækilegur við hugmyndum So- vétríkjanna um afvopnun. Valda deilum innan Nató Deilurnar á Vesturlöndum um afstöðuna til tillagna Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins um gagn- kvæma fækkun kjarnorkuvopna og gagnkvæman friðarsáttmála hafa enn magnast síðustu dagana. Upp úr sauð í Bandaríkjunum, þegar Ronald Reagan sagði Eugene Rostow, aðalsamningamanni sín- um í Genf, upp störfum og setti í hans stað varasendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, Kenneth Adelman, en Ken- neth þessi er þekktur fyrir erkií- haldssama afstöðu, og mun hann í grundvallaratriðum fylgja þeirri stefnu Pentagon, að Bandaríkjun- um beri að leggja megináherslu á að yfirkeyra Sovétríkin í vígbún- aðarkapphlaupinu, þannig að þau megni ekki að fylgja með af efna- hagslegum ástæðum. Það voru einmitt ráðgjafar for- setans í öryggismálum, ásamt með hinum íhaldssama öldungar- deildarmanni Jesse Helms, sem deildu harðast á Rostow áður en honum var sagt upp störfum. Eftir- maður hans, Kenneth Adelman, tekur jafnframt við yfirmanns- stööu í þeirri stofnun alríkistjórn- arinnar í Washington er fer með afvopnunarmál, ACDA, en Rost- ow hafði einnig gegnt því embætti. Richard Starr, yfirmaður þeirrar samninganefndar er fjallar um samdrátt hefðbundins herafla í viðræðum þar að lútandi er nú fara fram í Vínarborg, var einnig leystur frá störfum, og stafar upp- sögn hans einnig af ágreiningi um vinnubrögð við afvopnunar- viðræðurnar. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði er til- kynnt var um breytinguna, að hún væri gerð til þess að „styrkja samn- inganefndina" og til þess að „koma á vinnufriði eftir langvinnar og skaðlegar deilur innan samninga- nefndarinnar. Um leið og þessi ágreiningur um vinnubrögð í samningaviðræðun- um í Genf kemur upp á yfirborðið á Reagan í harðvítugum deilum við Bandaríkjaþing um fjárveitingar til hersins, og þó sérstaklega um stuðning þingsins við uppsetningu MX-eldflauganna, en þingið hefur til þessa hafnað hugmynaum for- setans um uppsetningu slíkra eld- flauga. Reagan hótar þinginu Reagan varaði þingið við afleið- ingum þess að neita fjárveitingu til þess að setja upp MX- eldflaugarnar, og sagði að það gæti leitt til þes að hann myndi stöðva allar samningaviðræður í Genf, á meðan hann endurmæti afstöðu stjórnarinnar. í bréfi sem forsetinn sendi Jack Kemp, þingmanni Rep- úblikana í fulltrúadeildinni, sagði hann að allar tillögur Bandaríkj- anna um niðurskurð á langdrægum sóknarvopnum hefðu miðast við það að Bandaríkin kæmu sér upp umræddum MX-eldflaugum, en . hver þeirra ber 10-12 kjarnorku- odda. Haft var eftir starfsmönnum Hvíta hússins að ef til frestunar samningaviðræðna í Genf kæmi vegna ágreiningsins um MX- eldflaugarnar, þá mundi sú frestun vara lengi. Bregðast krosstré Ágreiningurinn um þessi mál hefur nú náð inn í raðir nánustu samstarfsmanna Reagans. Þannig segir fréttaritari Guardians í Was- hington að einn traustasti stuðningsmaður Reagans á banda- ríska þinginu, öldungardeildar- þingmaðurinn Paul Laxalt, hafi gef- ið þá yfirlýsingu er hann kom frá Hvíta húsinu þar sem fjárhagsáætl- un hersins hafði verið til umræðu: „Þessar tölur eru talsvert hroll- vekjandi. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til að draga úr hernaðarútgjöldum". Fréttarit- arinn segir, að ef hroll hafi sett að Laxalt, þá hljóti margir úr þing- flokki Repúblikana að vera viti sínu fjær af hræðslu. í þessu sam- bandi er rétt að geta þess að sam- kvæmt síðustu spá er hallinn á fjár- lögum Bandaríkjanna á þessu ári áætlaður 175 miljarðar dollara. Um leið og Reagan ferfram á hærri fjárveitingar til hersins en nokkru sinni fyrr við þessar aðstæður, þá hefur hann farið fram á 30 miljarða niðurskurð á félagslegri þjónustu við aðstæður þar sem 11% vinnu- færra manna gengur atvinnulaus. Deilt í V-Þýskalandi í Vestur-Þýskalandi hafa deilur um afstöðuna til vígbúnaðarkapp- hlaupsins magnast á nýjan leik við nýlega heimsókn Hans-Jochen Vogel, kanslaraefnis jafnaðar- manna til Moskvu. Honum var tekið þar sem þjóðhöfðingja, og Júrí Andropov bað hann fyrir þau skilaboð til stjórnarinnar í Bonn og annarra ríkisstjórna Nato, að So- vétmenn væru reiðubúnir að eyði- leggja stóran hluta þeirra SS-20 eldflauga, sem þeir höfðu áður boðist til að taka niður, verði Nato við þeim tilmælum að hætta við uppsetningu 572 Pershing II eld- flauga og stýriflauga í Evrópu. Það höfðu áður verið helstu viðbárurn- ar við tillögum Sovétmanna, að auðvelt yrði að setja eldflaugarnar upp aftur þótt þær hefðu einu sinni verið teknar niður eða fluttar til. Eldflaugamálið er nú þegar orð- ið mesta hitamálið í kosningabar- áttunni í Vestur-Þýskalandi, og hefur Helmuth Kohl ásakað Vogel fyrir að láta Andropov nota sig í áróðurs- og auglýsingaskyni. Vogel bjartsýnn Vogel, sem heimsótti Washing- ton áður en hann fór til Moskvu, sagði eftir ferðalögin, að hann væri bjartsýnn á að árangur næðist í Genf. Hann flaug frá Moskvu til Parísar til þess að tilkynna Mitter- rand Frakklandsforseta að það væri ekki ætlun Sovétmanna að semja um vopnaforða Frakka eða Breta í Genf. Sovétmenn hefðu aðeins viljað nota vopnaforða Breta og Frakka sem viðmiðun í tillögum sínum. Vogel sagði einnig að mikilvægt væri, að Sovétmenn hefðu í sam- ræðum við hann fallist á að reikna með fjölda kjamorkuodda en ekki fjölda eldflauga, þegaf slíkur við- miðunarreikningur væri gerður. Gromyko, utanríkisráðherra So- vétríkjanna átti í gær viðræður við Hans Dietrich Genscher utanríkis- ráðherra V-Þýskalands í Bonn, og er talið að afvopnunarmál hafi ver- ið helsta umræðuefni þeirra. ólg. Deilt um herstöðvar á Grænlandi Liður / í árásar- kerfi USA í herstöð þeirri sem Bandaríkja- menn ráða í Thule á Grænlandi hafa verið sett upp fjarskiptakerfi, sem meðal annars eiga að gegna því hlutverki að gefa fyrirmæli til sprengjuflugvéla með kjarnorku- vopn við skyndiárás á Sovétríkin. Þessar upplýsingar koma fram i skýrslu, sem danskir hernaðarsér- fræðingar hafa skrifað um her- stöðvar bandaríkjamanna á Græn- landi. Upplýsingarnar hafa leitt til þess að Jonathan Motzfeldt, forseti heimastjórnarinnar á Grænlandi, hefur lagt fyrirspurn fyrir dönsku stjórnina um hernaðarlegan til- gang herstöðvanna á Grænlandi, jafnframt því sem hann hefur lýst því yfir að Grænlendingar muni ekki Ieyfa að land þeirra verði not- að sem bækistöð fyrir kjarnorku- árás. Hans Engell, varnarmálaráð- herra í ríkisstjórn Schluters, hefur sagt að í skýrslunni sé „hreinn hug- arburður" og að herstöðvarnar á Grænlandi gegni einungis varnar- hlutverki, þar sem danski herinn hafi innsýn í allt er skiptir máli. „Green Pine“ kerfinu. Nánar verður greint frá innihaldi skýrslunnar hér í blaðinu síðar. Yfirvöld ekki upplýst Málið varð þó ekki afgreitt með svo einföldum yfirlýsingum, því í ljós kom að háttsettir menn í varn- armálaráðuneytinu danska höfðu ekki hugmynd um fjarskiptakerfi þau, sem fjallað er um í umræddri skýrslu og ganga undir nafninu „Giant Talk“, „Green Pine“ og „OL-5“, en það síðastnefnda á að taka við hernaðarlegum upplýsing- um hvaðanæfa úr heiminum og senda til Bandaríkjanna á meðan tvö hin fyrrnefndu eiga samkvæmt skýrslunni að gegna því hlutverki að senda fyrirmæli til flugvéla ef til kjarnorkuárásar á Sovétríkin kæmi. Skrifstofustjóri Nato-skriftstofu danska varnarmálaráðuneytisins sagði við blaðamann Information að þetta væru nýjar upplýsingar fyrir hann, og hann sagði jafnframt að ef sannar væru, þá brytu þær á bága við grundvallarsamning Dana og Bandaríkjamanna um her- stöðvar á Grænlandi. Samningurinn frá 1951 Sá samningur var samþykktur á danska þinginu 1. júní 1951 með 80 atkvæðum gegn 7 atkvæðum kom- múnista og sátu þrettán þingmenn Radikale venstre og frá Retsfor- bundet hjá. Sá samningur tók við af þeim samningi, sem sendiherra Dana í Bandaríkjunum gerði á stríðsárunum og samþykktur var einróma í stríðslok í maí 1945. Hinn nýi samningur á að gilda jafn lengi og Nato-sáttmálinn, og eiga báðir aðilar að hafa fullar upplýs- ingar um allan herbúnað á Græn- landi. Bandaríkjamenn fengu ekki framgengt óskum sínum um hreinar bandarískar herstöðvar á Grænlandi, og er sá aðili sem fer með yfirstjórn herstöðvar á Græn- landi skuldbundinn samkvæmt samningnum að ráðfæra sig við til þess settan yfirmann úr liði hins aðilans um öll mikilvæg málefni er varðar herstöðvar á staðnum. Þannig hafa Danir sérstakan tengsla-offísera á herstöðinni í Thule og í Syðri Straumfirði. Þeir hafa hins vegar ekki svo vitað sé sent frá sér upplýsingar um fjar- skiptakerfi þau, sem lýst er í um- ræddri skýrslu. Óljós svör í umræðum um málið á danska þinginu spurði þingmaður SF varn- armálaráðherrann um það hvort fyrri yfirlýsingar frá inngöngu Dan- merkur í Nato þess efnis að tryggt væri að Grænland yrði ekki notað sem bækistöð til árásar á önnur ríki væri enn í gildi, og hvers vegna þingið hefði ekki verið upplýst um þá þróun sem átt hefði sér stað á umræddum herstöðvum síðan. Otto Steenholdt þingmaður Græn- lendinga sagði að það væri krafa þeirra að fá að vita, hvað ætti sér stað á umræddum herstöðvum. Svör varnarmálaráðherrans við fyrirspurnum þessum voru ekki þess eðlis að þau vörpuðu frekari ljósi á málið. En væntanlega á danska stjórnin eftir að gefa ítarlegri svör við fyrir- spurn Jonathan Motzfeldt. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.