Þjóðviljinn - 18.01.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Qupperneq 7
Jarðyrkjustörfin eru víðast hvar unnin á frumstæðan hátt Jarðhnetur eru mikilvægasta útflutningsvaran og er stígandi í verði á alþjóðamarkaði. Svíar reka umfangsmikla þróunaraðstoð í Guinea-Bissau og hér má sjá mynd frá Volvo-verkstæðinu í Bissau. „það ér aðeins í sögum sem þú getur brotist yfir ána á baki vin- ar krókódílsins““. Stofnun lýðveldisins Þann 1. janúar 1973, í sínu síð- asta ávarpi til liðsmanna sinna, sagði Amilcar Cabral: „Á hinu nýja ári og eins fljótt og mögulegt er skulum við kalla saman þjóðþing okkar til að framkvæma sitt fyrsta sögu- lega hlutverk: yfirlýsingu um stofnun ríkis okkar, stjórn þess og stjórnarskrá, sem verður síðan grundvöllur okkar sem afríkanskrar þjóðar.“ Framtíðarsýnin var ljós, en ör- lögin ætluðu Cabral ekki að lifa hina rniklu stund. Að kveldi þ. 20. janúar 1973, þremur dögurn fyrir eldsumbrotin í Heimaey, var hann myrtur af leiguliðum Portúgala utan heimilis síns í Guinea-Conakry, nágrannaríki Guinea-Bissau. Síungur Cabral Hér í Guinea-Bissau, hinu unga ríki sem Cabral átti svo mik- inn þátt í að skapa, er nafni hans mjög haldið á lofti og mikið vitn- að í ræður hans. Hann er því sí- ung fyrirmynd Guineana. Það sem nú stendur eftir að sjá er hvort „börnin, blóm byltingar okkar“, svo vitnað sé í Cabral, reynast fær um að halda stolt á lofti hinum mikla arfi hans. í Bissau á þrettánda degi jóla 1983 Geir Gunnlaugsson Þriðjudagur 18. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fjölrit Bændaskólans á Hvanneyri Sameinmg sveltarfélaga Nýlega eru komin út tvö rit um sveitarstjórnarmál eftir Björn S. Stefánsson dr. scient. Útgefandi þeirra er Bændaskólinn á Hvann- eyri. I öðru ritinu, „Hreppstjórn og héraðsstjórn“, er greint frá starf- semi sveitahreppa, atvinnurek- stri svcitarfélaga í þéttbýli og strjálbýli, starfsemi sýslufélaga og samstarfi sveitarfélaga. Er þetta fjölrit skólans nr. 41/1982. í hinu ritinu, „Nýskipan sveitarstjórnar á fslandi - til- raunir og árangur" (fjölrit nr. 42/ 1982), er fjallað um stækkun sveitarfélaga, en hún hefur verið á dagskrá undanfarna þrjá ára- tugi, þar sem markmiðið hefur verið svo stór sveitarfélög, að fela mætti þeim verkefni, sem ríkið hefur með höndum, og hvernig ekki hefur tekist að benda á þá gerð sveitarfélaga, sem heppileg væri að þessu leyti. Verkið var unnið á vegum stjórnmálafræðisambands Norð- urlanda og með fjárstyrk úr Vís- indasjóði og Menningarmála- sjóði Norðurlanda. Samstarf hef- ur verið haft við stjórnmálafræð- inga á Norðurlöndum, sem fjöll- uðu um skyld mál í sínum lönd- um, tveir frá hverju landi. -mhg M j ólkurf ramleiðslan: Jókst um 1,5% fyrstu 11 mánuði sl. árs Það liggur nú Ijóst fyrir hver mjólkurframleiðslan hefur orðið frá ársbyrjun til nóvemberloka sl. ár, cn endanlegar upplýsingar um framleiðsluna í descmbermánuði liggja enn ekki fyrir. Fyrstu 11 mánuði ársins nam innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum 97.061.258 ltr. en á sama tíma ár- ið áður var hún 95.666.229 Itr. Nemur aukningin þannig 1.395.029 ltr., eða 1,5% Sala á nýmjólk, þar með talin léttmjólk og súrmjólk, var heldur meiri en árið áðureða 42.130.449 ltr. á möti 41.509.006 ltr. Svarar það til 1,5% aukningar eða eins og framleiðsluaukningunni nam, Sala á rjóma jókst um 3,9%, en á undanrennu minnkaði hún sem svarar aukningu á léttmjólkur- sölu. Skyrsala jókst um 10,4%. Smjörsala minnkaði hinsvegar urn 0,7% en aftur á móti seldist smjörvinn mikið, þannig að sala á smjörfitu jókst alls urn 19,9%. Nokkru minna var nú framleitt af ostum en áður, en innanlandssal- an óx enn og nú um 10%. Osta- birgðir minnkuðu þannig um 19%, þótt útflutningur væri minni en fyrr. - mhg Grænmetisframleiðslan minnkaði á síðasta ári Samkvæmt upplýsingum Sölu- félags garðyrkjumanna dróst framleiðsla á helstu tegundum grænmetis nokkuð saman á sl. ári frá því sem hún var árið áður. Heildarframleiðslan varð um 1350 lestir á móti 1522 lestum árið 1981. Frantleiðslan skiptist þannig á einstakar tegundir: 1982 1981 1980 Tómatar.... 458 ... 520 ... 500 Gúrkur.... 322 .... 395 .... 370 Hvítkál.... 319 ... 344 .... 300 Blómkál ... 100 ... 125 ... 120 Gulrætur..., 96 .... 116 ... 140 Paprika.... 55 .... 22 ...... 20 Þó að þessar tölur séu ekki al- veg endanlegar, þá er ljóst, að það er paprikan ein, sem upp úr stendur. Framleiðslan á flestum öðrum tegundum varð minni sl, ár en bæði 1981 og 1980 nema á hvítkáli. Framleiðsla á því var ívið meiri nú en 1980, en hinsveg- ar nokkru minni en 1981. Uppskera á kartöflum var víða góð, en annarsstaðar sæmileg og í heild talsvert meiri en í fyrra. Er uppskeran nú áætluð 130 þús. tunnur, en reyndist 106.400 tunn- ur 1981. Gulrófnauppskeran er áætluð um 592 lestir, en hún varð Iítil árið áður. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.