Þjóðviljinn - 18.01.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Þriðjudagur 18. janúar 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ‘Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir.'Ólafur Þ. Jönsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Tómahljóð • Á undanförnum áratugum hafa býsna margir stjórnmála- flokkar verið stofnaðir á íslandi, sem eiga það þó allir sam- eiginlegt að hafa koðnað niður í ekki neitt á skömmum tíma. Úr þessu safni útdauðra flokka og flokksbrota má m.a. nefna Þjóðveldismenn frá fimmta áratugnum, Lýðveldis- flokkinn og Ljóðvarnarflokkinn frá sjötta áratugnum, Samtök frjálslyndra og Sólskinsflokkinn frá síðasta áratug. • Því er á þetta minnst nú, að um síðustu helgi var enn einu sinni myndaður vísir að stjórnmálaflokki í Reykjavík og kallaður Bandalag jafnaðarmanna. • Oft hefur nú verið byrjað smátt hjá þeim sem áður reyndu að koma fótum undir nýjan stjórnmálaflokk, samanber sum dæmin hér að ofan. • Pessi tilraun mun þó vera sú aumasta, ef marka má kynn- ingu hæstráðanda flokksins á málefnum og liðsafla. Við lestur á „stjórnmálayfirlýsingu" Vilmundar & Co. kemur manni helst í hug, að þarna sé á ferðinni einhver klúbbur úr unglingaskóla, en ekki fyrrverandi dómsmálaráðherra ásamt fylgdarliði. • Vilmundi finnst víst allt vera ómögulegt bæði í Alþýðu- flokknum og í þjóðfélaginu yfirleitt, og gerir engan greinar- mun á milli þeirra stjórnmálaflokka, sem í landinu starfa. En sé hann spurður hvernig hann vilji breyta hlutunum, þá verður þessum mælska manni orðfátt, eða hann talar bull. - Það eina sem hann hefur fram að færa er það, að hér eigi að kjósa ríkisstjórn í beinum kosningum. En skyldu nú ríkis- stjörnir ekki vera ýmist góðar eða slæmar, hvort sem þær eru kosnar beinni kosningu, eða fyrir milligöngu lýðræðis- lega kjörinnar löggjafarsamkomu? • Einna kátlegast er að sjá afstöðu Vilmundar til nýlegrar fiskverðsákvörðunar og þeirra hliðarráðstafana, sem henni fylgdu. Vilmundur fordæmir harðlega allar þessar á- kvarðanir, svo og sjálft verðlagskerfið, og telur þetta allt ómögulegt, - en svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Banda- lag jafnaðarmanna ætlar nú samt að styðja þessar ráðstafan- ir með sínu eina atkvæði á Alþingi!! - Margur stjórnmála- maðurinn hefur þótt leikinn við að fara í gegnum sjálfan sig. Máske vill Vilmundur verða meistari í þeirri grein. • Þótt stjórnmálaflokkarnir fjórir séu hver með sínum hætti, og flokkar eins og Alþýðubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn hafi um margt algerlega andstæð stefnumið, - þá er stjórnmálflokkunum eitt sameiginlegt. Allir þurfa þeir á að halda vissu aðhaldi frá fólkinu í landinu, stuðnings- mönnum sínum og andstæðingum. Enginn flokkur hefur ■gott af því að losna undan ströngu aðhaldi og harðri gagn- rýni. • Ný stjórnmálasamtök geta hins vegar því aðeins veitt hinum eldri aðhald, séu þau sjálf sæmilega trúverðug og hafi mikilvægan boðskap að flytja. • Hjá Vilmundi & Co. heyrist aðeins tómahljóð hvar sem barið er. k. Endurgreiðsla verðbóta • Mikið hefur verið skrifað í blöðin um greiðslu launabót- anna í desembermánuði s.l., og er það að vonum. Kvartanir hafa verið margar og sumar þeirra rökstuddar, en því miður minna um ábendingar, sem dugað gætu til að fullnægja öllu réttlæti í þessum efnum. • Við greiðslu launabótanna koma aðallega tveir ágallar í ljós. Þar endurspeglast á sérstaklega skýran hátt þeir van- kantar, sem hér eru á skattaframtölum fjölda manna, en á framtölunum var byggt við greiðslu bótanna. Annað atriði, sem víða veldur óskiljanlegri óánægju, er það að bæturnar voru greiddar eftir sömu meginreglu og verðbætur á laun, þannig að upp að vissu tekjumarki fengu menn hærri krónu- tölu greidda, eftir því sem tekjurnar voru hærri. - Hér var því um hreina endurgreiðslu skertra verðbóta að ræða, og eðliiegra að nota það orðalag fremur en tala um „láglauna- bætur“. • Nauðsynlegt er að endurskoða þetta kerfi áður en kemur að nýrri endurgreiðslu í mars. k. klippt Ekki gleyma Heimastjórn- arflokknum Sú kúnst Tímaritstjóra að tala mörgum tungum í senn hefur löngum verið mönnum undrun- arefni. Um helgina fengu lesend- ur að berja þessa list augum í leiðara Tímans, þarsem rifjað er upp að Ólafur Jóhannesson hafi verið forsætisráðherra í tveimur vinstri stjórnum. „Myndun þess- ara tveggja stjórna áréttar glöggt þá stefnu Framsóknarflokksins að hann kýs að vinna með félags- lega sinnuðum öflum, ef þess er kostur“. Svo er nú það. Þá þarf ritstjór- inn næst að róa framsóknarmenn sem bíða eftir hægri stjórn Ólafs Jóhannessonar: „Hins vegar úti- lokar flokkurinn ekki annað sam- starf, ef ekki er á öðru betra völ og þjóðin þarfnast ríkisstjórnar, sem sé fær um að taka á vanda- málunum. Þetta sýndi flokkurinn strax á fyrstu starfsárum sínum þegar hann var í ríkisstjórn með Heimastj órnarflokknum". Hin eilífa œska í þessum tilvitnuðum orðum, kemur berlega í ljós, að í rauninni lítur Tímaritstjórinn á íhalds- stjórn sem verri kost. En vegna þess að flokkurinn hefur valið aðra línu, semsagt þá að nú skuli hefja á loft miðflokkaeðlið og nú vanti ríkisstjórn sem sé „sterk“ og „sé fær um að taka á vanda- málunum", þá verður hið dapur- lega hlutskipti hans að minna á samstarfið við Heimastjórnar- flokkinn fyrir 1920. Fyrir þá sem hafa þessa ríkis- stjórn svo lifandi og ferska í minningunni, hlýtur að vera auðvelt að réttlæta önnur skrif þarsem aldur og áratugir verða einsog augnablik í sögutúlkun. „Fyrir þér er einn dagur sem þús- und ár - og þúsund ár dagur, ei meir“, kvað þjóðskáldið. Og þessi orð hafa öðlast dýpt og nýja vídd í Tímanum. Á dögunum var dáðst að því í leiðara hversu mikill æskuþokki og blómi væri í efstu sætum fram- boðslista Framsóknarmanna í Reykjavík. Hin eilífa æska gæti enst Tímanum um aldir enn með sama áframhaldi. Bera stelpan í námunda við leiðarann Glöggir bændur hafa tekið eftir því, að bera stelpan á blaðsíðu tvö í Tímanum hefur nú verið færð til í útlitsbyltingu (sem fólst m.a. í því að vísa Jónasi stýri- manni útí geitarhús). Bera stelp- an hefur færst til í virðingarröð- inni og er komin ískyggilega ná- lægt leiðarasíðunni á bls. 6. Enn einn her- námsflokk- urinn? Bandalag jafnaðarmanna var stofnað með lúðraþyt og söng á Hótel Loftleiðum um helgina. í frétt Morgunblaðsins af þeim við- burði segir m. a. að fram séu kom- in drög að málefnagrundvelli. „Bandalag jafnaðarmanna mun samkvæmt drögunum styðja aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu“. Brýnt verkefni Stefán Jónsson alþingismaður skrifar grein í Sunnudagsblað Þjóðviljans þar sem segir m.a.: „Það sem nú er brýnast í okkar stjórnmálum er það, að félags- hyggjufólk úr amk. þremur stjóm- málaflokkum nái að taka hönd- um saman og hefji sókn í anda frumherja verkalýðshreyfingar- innar og samvinnuhreyfingar- innar.“ 1 greininni gerir Stefán að um- talsefni þá innbyrðis baráttu sem dregið hefur mátt úr hreyfingu vinstri manna. Ma. segir hann að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafi tapað miklu á innbyrðis baráttu fyrir kosning- arnar 1979: „Ef það hendir verka- lýðsflokkana öðru sinni í aðdrag- anda kosninganna næsta vor, þá býð ég ekki hátt verð í varnar- stöðu verkalýðshreyfingarinnar gagnvart nýrri samstjórn Ólafs Jóhannessonar og Geirs Hall- grímssonar". Formaðurinn fer rangt með... í viðtali við Alþýðublaðið á laugardaginn segir Ágúst Einars- son fyrrverandi alþingismaður, gjaldkeri flokksins og fl., að það sé rangt sem Kjartan Jóhannsson formaður flokksins hefur sagt í fjölmiðlum, að þeir Garðar Sveinn og Agúst hefðu sagt af sér vegna úrslita í prófkjöri. „Ég hef bæði unnið og tapað kosningum. Slíkt er eðlilegt í stjórnmálum. Mér datt ekki í hug að segja af mér trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn þess vegna eftir prófkjörið. Þetta var vitað innan flokksins m.a. afformanni hans,“ segirÁg- úst Einarsson. Misst trúna á forystu- mennina „Hins vegar hafa komið upp innan flokksins mál eftir próf- kjörið, sem mótuðu mína afstöðu endanlega. Ég hef misst alla trú á suma af forystumönnum flokks- ins, menn sem ég átti í trúnaðar- störfum að vinna fyrir og vinna með. Þegar þessi trú er ekki fyrir hendi lengur, get ég ekki varið það fyrir sjálfum mér og þeim sem kusu mig á flokksþingi í góðri trú að inna þessi störf af hendi.“ Sjónvarpið framfylgi reglum í leiðara fyrsta tölublaðs Neytendablaðsins á síðasta ári er sagt frá því, að Neytendasam- tökin hafi gert nokkra könnun á því hvernig reglum sjónvarpins um auglýsingar hafi verið fram- fylgt. Kemur í ljós einsog reyndar hefur oft verið bent á í Þjóðvilj- anum, að þessar reglur eru þver- brotnar. f leiðara Neytenda- blaðsins eru nokkur dæmi slíks rakin, svo sem um að „auglýsing- ar skuli miðast við að börn sjái þær og mega á engan hátt mis- bjóða þeim“. í lok leiðara Neytendablaðsins segir: „Það er því krafa blaðsins að sjónvarpið framfylgi þessum reglum sínum og sjái til þess að auglýsingar, sem þar birtast séu í samræmi við lög og reglur". Blaðið segir einnig að það sé fráleitt að halda því fram að þess- ar reglur séu úreltar. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.