Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. janúar 1983 ALÞÝDU BANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri: Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin í Alþýðuhús- inu laugardaginn 22. janúar n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Húsið verður opnað kl. 19. Dagskrá: Ávarp: Soffía Guðmundsdóttir, formaður ABA. Ræða: Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi. Gítarleikur: Gunnar H. Jónsson, tónlistarkennari. Gamanþáttur: leikararnir Bjarni Ingvarsson og Kjartan Bjargmundsson flytja. Utanflokksmaður fer með spé um Alþýðubandalagið og fleira. Leynigestur verður á staðnum. Erlingur Sigurðsson stjórnar fjöldasöng og Hljómsveit Steingríms Sig- urðssonar leikur fyrir dansi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Ragnheiðar í síma 22820 (eða 23397) eða Soffíu í síma 24270. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Opinn fundur um húsnæðismál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar um húsnæðismál fimmtudag- inn 20. ianúar að Strandgötu 41, kl. 20.30. Framsaga: ólafur Jónsson stjórnarfor- maður Húsnæðismálastofnunar. Almennar umræður á eftir. Alþýðubandalagið Ólafur 3ónsson Álþýðubandalagið Akranesi Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akranesi verður í Rein laugardaginn 29. janúar. Nú þegar getum við tilkynnt að Helgi Seljan og kona hans verða gestir okkar. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. AB Selfossi og nágrenni Félagsfundur verður haldinn 23. jan. kl. 15 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fréttir af starfi herstöðvaandstæðinga. 3. Stutt erindi um sósíalismann. 4. Önnur mál - umræður. Þátttakendur í seinni umferð forvals AB á Suðurlandi eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. Rósberg Framhald af 15. siðu. og söng á samkomum. Niðurlags- erindið í bragnum er þannig: Illa held ég ýmsir hérna færu ef amlóðar í lögreglunni væru, margir hopa myndu í okkar sporum, en menn geta nú séð að þessu litla • dæmi hvað við getum ef við þorum. Ég hef hugsað af virðingu til Ak- ureyrarlögreglunnar frá því ég heyrði af þessu, fyrir að hafa lánað Rósberg búninginn. E.t.v. er þarna sá þáttur í ævi Rósbergs, sem samtímamenn hans muna hann lengst fyrir; sá þáttur, að lífga upp á tilveruna og gleðjast með glöðum, En Rósberg gerði sér grein fyrir að mundangshófið getur verið mjótt. Um sjálfan sig segir hann í einu ljóða sinna: Ég hef gengið í grænum lundum og gómsæta ávexti þegið af lífsins trjám, og í léttuð lifað á góðum stundum, leikið við Ijúflinga móður og lítt af setningi slegið. Þegar Rósberg settist að á Hól- um, mátti finna að líkamlega heilsa hans var farin að bila. Hins vegar varð í engu fundið að andlegur kraftur hans hefði dvínað. Hug- myndaríki, orðsnilld og lífsgleði fylgdi honum sem fyrr. Það var lífs- nautnin frjóa að fá Rósberg í heim- sókn og tilhlökkunarefni að eiga von á honum ótímasett en reglu- bundið, ræða við hann um dægur- mál eða heyra hjá honum nýjan og gamlan kveðskap, éða frásögur af nýlegum eða liðnum atburðum, umsögn hans um bækur sem hann var að lesa eða athugasemdir hans um menn og málefni. Næmni hans var slík að hann upplifði umhverfi sitt sterkara en annað fólk og var einkum fundvísari á skoplegar hliðar mála en flestir aðrir. Hann var aufúsúgestur jafnt þar sem hann átti sálufélaga að lífsskoðun og annars staðar. Einnig var áber- andi hve börn löðuðust að honum. Það sem gert hefur Rósberg landskunnan öðru fremur eru beinskeyttar vísur hans. Vísur eða ummæli verða fljótt gleymsku að bráð, ef þau finna ekki bergmál í hugum þeirra sem heyra, annað hvort fyrir efni, orðkynngi eða hvort tveggja. Undan þeim getur sviðið, jafnvel lengur en höfundar ætlast til. Stundum var engu líkara en að tvær persónur byggju í Rósberg, önnur sem orti misfagrar vísur og hin sem sá eftir því og hafði af því einu áhyggjur að vísurnar kæmust á kreik. Mig langar að nefna hér eitt dæmi. Eitt sinn gerðist það að aldavinur Rósbergs, Kristján skáld frá Djúpalæk, fór um Akureyri án þess að heilsa upp á hann. Það varð Rósbergtilefni að eftirfarandi vísu: Vini alla einskis mat yfir fjallið strekkti. Meira gallað mannrassgat maður varla þekkti. Mér er það stórlega til efs að Kristján frá Djúpalæk hafi í annan tíma fengið áþreifanlegri kveðju um það að hans hafi verið saknað og að heimsóknar hans væri beðið en þessa og finnst að hann megi harla vel við una. í bók sinni „Líkaböng hringir" upplýsir höfundur, Gunnar Bjarn- ason, að annað tveggja tilefna þess að hann skrifaði þá varnarbók fyrir gjörðum sínum þegar hann var skólastjóri á Hólum í Hjaltadal var vísa Rósbergs: „Hart leikur Gunn- ar Hólastól“. Slíkur getur máttur einnar vísu verið. En Rósberg átti líka aðra strengi í hörpu sinni, ljóðræna og trega- fulla, þar sem hann orti dýrðaróð til æskuslóða sinna. Síðustu ljóða- bók sinni lýkur hann með þessari stöku: Oft er gætt við grafna sjóði, gengin spor um hæð og laut. Þar er gróinn götuslóði gömlum manni Aðalbraut. Ég mun geyma minninguna um heiðríkan drengskaparmann sem lifði lífinu lifandi um leið og hann fann til með þeim sem minni mátt- ar voru. Ég og fjölskylda mín þökkum honum samverustundirnar og flytj- um ástvinum hans innilegar sam- úðarkveðjur. Matthías Eggertsson. Sá merki atburður gerðist föstudaginn 7. janúar s.l. að rjóminn af skákmeisturum okk- ar íslendinga birtist á skjánum og lýsir yfir stofnun skákskóla fyrsta sinnar tegundar á Is- landi. Þeir segja þjóðinni að loksins sé kominn fram hópur manna, sem bæði hafi þrek og þor til þess að hrinda í framkvæmd vangaveltum og umræðum, sem staðið hafi í nær 30 ár. Nú ætla þeir að stíga skrefið til fulls, fórna æsku landsins tíma og hæfileikum, íslensku skáklífi til upp- lyftingar og æskunni til aukins þroska. Gott er að heyra og fagna ber góðum verkum. Góð verk, vel- unnin störf standa ætíð undir sjálf- um sér og ævinlega bestur mæli- kvarði á mannanna verk. Að Friðrik Ólafsson skuli núna stofna skák- skóla ásamt bestu mönnum í skák- lífi þjóðarinnar, er svo mikilvægt skref í uppbyggingu skáklífsins hér á landi, að þeir félagar hefðu, sér alveg að skaðlausu, getað minnst á störf annarra manna og látið þá njóta sannmælis. Það er ekki heilladrjúgt að hefja starf fullir fyrirlitningar gagnvart því, sem áður hefur verið unnið, eins og þeir félagar virðast ætla sér að gera. Að ofansögðu, langar mig til þess að segja fólki dálítið frá Skák- skólanum á Kirkjubæjarklaustri, . sem Friðrik Ólafsson og félagar sjá Svipmynd úr skákskólanum á Kirkjubæjarklaustri sem hóf starf- semi 1979. Skákskóli Friðríks er ekki sá fyrsti hériendis sér ekki fært að nefna á nafn. Mig langar til þess að þeir fjölmörgu aðilar, bæði kennarar skólans og annað starfslið, stofnanir og ein- staklingar, sem unnið hafa fyrir hann og borið hag hans fyrir brjósti fái notið einhvers sannmælis og starf þeirra viðurkenningar. Skákskólinn á Kirkjubæjar- klaustri hefur starfsemi sína 23. maí 1979. Síðan hefur hann starfað á hverju vori 4 sinnum alls. í Skák- skólanum er kennt í 4 flokkum, eftir kunnáttu. Frá kl. 10 á morgn- ana til kl. 18 fer fram skipuleg skákkennsla, í bland við íþrótta- æfingar, gönguferðir o.fl. í þeim dúr. Hver nemandi fær því milli 40 og 50 kennslustundir í skák. Hver kenn- sluhópur er 10-13 nemendur. Eftir kvöldmat eru skákmót, fjöltefli o.fl. í sambandi við skák undir handleiðslu kennara. Skólinn veitir nemendum verðlaun fyrir góða frammistöðu í skákmótum, fjölteflum og íþróttum, auk þess veitir hann viðurkenningu fyrir þátttöku í skólanum. Verðlaun hafa m.a. verið utanlandsferðir á skákmót erlendis, bókaverðlaun o.fl. Kennarar við skólann hafa verið: Jóhann Örn Sigurjónsson frá 1979, Jón Pálsson, 1980, Guð- mundur Siguriónsson, 1981 og 1982, Helgi Ólafsson, 1981 og 1982, kom einnig í heimsókn 1980, Bragi Kristjánsson, 1981 og 1982, Birgir Einarsson íþróttir frá 1979, Jón Hjartarson, skólastjóri frá 1979. Gestir, sem heimsótt hafa skák- skólann, teflt fjöltefli við nemend- ur, kennt o.fl. eru m.a.: Friðrik Ólafsson 1979, Helgi Ól- afsson 1980 kennari 1981 og 1982, Guðmundur Arnlaugsson 1981, Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri 1980, o.fl. Ýmsir aðilar hafa styrkt Skák- skólann á Kirkjubæjarklaustri ým- ist með fjárframlögum eða á annan hátt. Má þar nefna m.a. Alþingi íslendinga, styrkur á fjárlögum 1982 og 1983. Skáksamband Islands gefið verðlaun 1981 og 1982. Búnaðarbanki fslands og Sam- vinnubanki íslands, Vík í Mýrdal, auk sveitarfélaga og sýslusjóði Vestur-Skaftafellssýslu. Margir fleiri aðilar hafa styrkt skólann, en of langt yrði upp að telja. Ýmsar blaðagreinar hafa birst um skólann, má þar nefna m.a. greinar eftir Guðmund Arnlaugs- son, Helga Ólafsson, Guðmund Sigurjónsson o.fl. Nemendafjöldi, sem notið hefur skólavistar í Skákskólanum á Jón Hjartarson Kirkjubæjarklaustri á undanförn- um árum er samtals 209. Þeir Helgi Ólafsson og Guð- mundur Sigurjónsson eru burðar- ásar í skákskóla Friðriks Ólafs- sonar; ekki er ólíklegt að reynsla sú, sem þeir fengu við kennslu á Kirkjubæjarklaustri reynist þeim einhvers virði. Ég er ákaflega ánægður með fra- mtak Friðriks Ólafssonar og fé- laga, þar er sannarlega verið að reyna að gera góða hluti, en á hinn bóginn finnst mér leitt að þeir skuli nú hafa gleymt þeim vísi að skák- skóla, sem starfræktur hefur verið á Kirkjubæjarklaustri undanfarin 4 ár. Mér sýnist auðsýnt að þeir fé- lagar ætli að máta Skákskólann á Kirkjubæjarklaustri í 1. leik. Mér finnst undarlegt að þeir Helgi og Guðmundur, sem báðir hafa unnið við uppbyggingu Skákskólans á Kirkjubæjarklaustri og lagt sitt af mörkum til þess að hann næði al- mennri viðurkenningu, sem „al- vöruskákskóli" skuli nú hafa gleymt þessu starfi og ekki nefna það á nafn. Við þessu bjóst ég alls ekki af þeim. í fávisku minni hélt ég að þeir aðilar, sem af „hugsjón" hefðu áhuga á uppbyggingu ís- lensks skáklífs leituðu eftir sam- vinnu um sameiginleg áhugamál. En þeir Friðrik Ólafsson og félagar virðast þar ekki á sama máli. Ég harma það. Þrátt fyrir það að ný staða er komin upp eftir þennan síðasta leik þeirra félaga þá vil ég lýsa eftirfar- andi yfir: Skákskólinn á Kirkjubæj- arklaustri er og verður áfram veru- leiki. Hann verður settur í vor 24. maí, og er opinn öllum unglingum hvar sem þeir búa á landinu. Skák- skólinn á Kirkjubæjarklaustri ósk- ar þess að skáklistin á íslandi eflist og dafni og telur að þeim áfanga verði best náð með samvinnu og samstarfi þeirra aðila, sem áhuga hafa á eflingu skáklífs. Skákskólinn á Kirkjubæjar- klaustri telur það ekki sæma að unnendur skáklistarinnar reyni að troða skóinn hver af öðrum til þess að upphefja sjálfa sig á annarra kostnað og efast um að það verði skáklífinu á fslandi til framdráttar. Skákskólinn á Kirkjubæjarklaustri er opinn öllum landsmönnum því ætti að geta tekist vel lukkað sam- starf á milli skákskólanna ef vilji er fyrir hendi og við austanmenn bún- ir að þurrka framan úr okkur þá vondu vatnsgusu, sem við fengum á okkur þann 7. janúar s.l. Um leið og ég óska þeim Friðrik Ólafssyni og félögum velgengni í þessu nýja starfi, þá árétta ég enn vilja minn til samvinnu og sam- starfs á jafnréttisgrundvelli. Með kveðju, Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri. Tilboð óskast í að reisa tvo miðlunargeyma á Grafar- holti, 3ja áfanga, fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 3 þúsund kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 10. febrúar 1983 kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 UTBOÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.