Þjóðviljinn - 18.01.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Page 15
ÞriSjudagur 18. janúar 1983|ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Líf“ eftir Else Chappel Gunnvör Braga les þýðingu sína (9). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.30 „Man ég það sem iöngu Ieið“ Ragn- heiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.30 „Skammdegisþankar“ Anna María Þórisdóttir flytur. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor- steinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 14.30 „Tungiskin í trjánum“, ferðaþættir frá Indlandi eftir Sigvalda Hjálmarsson Hjörtur Pálsson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Lu- dwig van Beethoven Arthur Grumiaux og Concertgebouw-hljómsveitin í Am- sterdam leika Rómönsu nr. 2 í F-dúr op. 50 / Ivo Pogorelich leikur Píanósónötu nr. 32 £ c-moll op. 111. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Lagið mitt Helga Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 SPUTNIK. Sitthvað úr heimi vísind- anna Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjón: Ólafur Torfason. (RÚVAK). 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Kammertónleikar a. Michel Chapuis leikur á orgel Prelúdíu og fúgu í e-moll eftir Johann Sebastian Bach. b. Auréle Nicplet og Christiane Jaccottet leika Flautusónötu nr. 2 í E-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. c. Poul Crossley leikur á píanó „Prelúdíu, aríu og finale" eftir Cesar Franck. d. Beaux Arts-tríóið leikur Píanótríó í e-moll eftir Antonín Dvorak. e. Enska kammersveitin leikur „Serenata notturna" í D-dúr K. 239 eftir Wolfgang Amadeus Mozart; Benjamin Britten stj. 21.40 Utvarpssagan: „Sonur himins og jarðar“ eftir Káre Holt Sigurður Gunn- arsson les þýðingu sína (6). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Fæddur, skírður....“ Umsjón: Be- nóný Ægisson og Magnea Matthías- dóttir. 23.15 „Við köllum hann róna“ Þáttur um utangarðsfólk. Stjórnandi: Ásgeir Hannes Eiríksson. RUV il 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Sögur úr Snæfjöllum. Barnamynd frá Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunn- arsson. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. 20.40 Andlegt líf í Austurheimi 5. Búdda- og andatrú í Burma. Búddatrú er alls- ráðandi í Burma en trú á anda framlið- inna hefur einnig mikil áhrif á trúarlíf og listir. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 21.40 Útlegð (Exil).Nýr flokkur.- Fyrsti þáttur. Benjamín. Þýskur framhaldsmyndaflokkur í sjö þáttum byggður á sögu eftir Lion Feucht- wanger. Leikstjóri Egon Gunther. Aðalhutverk: Klaus Löwitsch, Louise Martini, Valdim Glowna, Constanze Engelbrecht og Ivan Desny. Sagan ger- ist í París á árunum fyrir síðari heims- styrjöld og greinir frá örlögum Þjóð- verja sem þangað hafa flúið undan ógnarstjórn nasista. Þýðandi Veturliði Guðnason. 23.00 Dagskrárlok. frál Spurt — og vœntanlega svarað Guðmundur Magnússon skrifar: Á þessu ári verð ég 60 ára, (Aths.: bréfið er skrifað rétt fyrir áramót) og því fór ég að kynna mér hverjar yrðu líf- eyrisgreiðslur til mín, og fékk mjög greið svör hjá starfsfólki Lífeyrissjóðs sjómanna. Þar var mér sagt að greiðslur til mín yrðu á mánuði, þegar ég væri orðinn 60 ára kr. 2.660. Nú hef ég greitt í þennan sjóð nokkuð lengi og laun mín hafa verið þannig, að um ver- ulega upphæð hefur verið að ræða. Auk þess greiðir vinnu- veitandi 6%, þannig að tillegg mitt mun vera um 10% af launum. Hefði upphæð þessi verið sett á bankabók sem skyldu- sparnaður þá yrðu bara vextir af upphæð þeirri, sem greidd hefur verið til sjóðsins, mun hærri en það, sem mér er ætlað. Því spyr ég og vænti svars, - ekki frá þeim sjóðmeisturum, sem hafa það að pólitísku marki að útblása ágæti þannig fjárfestingar, - heldur frá þeim, sem með sjóðinn fara: Verkakonur hjá BÚH Hversvegna er hægt að stela frá mér og væntanlega fleirum svo miklum peningum, sem mitt dæmi bendir til. Hvers- vegna eru lífeyrissjóðareglur þannig gerðar, eða stóðst þetta við einhver lög frá Alþingi, og ef svo er, þá er svarið fengið, því þingmenn okkar eru þar ekki til annars en velta sjálfum sér upp úr þeim gæðum, sem þing- mennskan gefur af sér. Málefni þjóðarinnar, fólksins, eru ekki þau mál, sem þar eru borin fyrir brjósti og er staða lands okkar í dag því að kenna, að við höfum ekki á þingi fólk, sem ber ábyrgð á sinni kosningu, heldur eru þetta eilíf skrípalæti og met- íngur um það hver eigi heiður- inn af því, sem gert er, eða eigum við kannski heldur að segja skömmina? Eg hef ekki látið mér detta fyrr í hug hvað lífeyrir er, en eftir að hafa fengið þessar upplýsingar gef ég ekki mikið fyrir þannig sparnað. Hitt er augljóst að ef Lífeyrissjóður sjómanna er álíka og aðrir, þá tekst mörgum að ræna þar miklu. Og svo hitt, hve vit- laust þeir eru uppbyggðir ásamt því að hafa stórkostnað af verki, sem hver einasti banki mundi gera án teljandi viðbótarvinnu, enda þá form- ið gert fyrir launþegann og þann, sem á peningana, en ekki sem pólitískt gróðafyrir- tæki. Og að lokum: Ef engin fjölskylda er eftir minn dauða, hvert fara þá mínir peningar, að maður nú ekki tali um þá, sem falla frá án þess að hafa fengið nokkra krónu, en greitt til sjóðsins í langan tíma? Guðmundur Magnússon. 200 starfsmenn reknir úr vinnu hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Karl Matthíasson skrifar: í Þjóðviljanum á dögunum var inikið gert úr hugsanlegri uppsögn starfsmanna BÚR. Blaðið fjallaði um þessa hótun og uppsögn og hafði viðtal við fulltrúa AB í útgerðarráði um þessi mál. Þetta er gott og blessað. En í öðru bæjarfélagi, 9 km frá Reykjavík, þ.e. í Hafnarfirði, , hefur um 200 manns, sem vinnur hjá BÚH, verið sagt upp störfum. Ekki aðeins hót- að, heldur hefur hótunin orð- ið að veruleika. Uppsagnar- bréfineru komin til 200 manna. Hvar eru viðbrögð Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði Og hver eru viðbrögð Þjóð- viljans? Jú, ef ég man rétt þá voru blaðamenn sendir og látnir hafa viðtöl við nokkra af þeim, sem sagt hafði verið upp. Búið. Eg hef a.m.k. ekki séð önn- ur viðbrögð við þessum aðgerðum, að því undan- skildu, að Sigurjón Pétursson vék að þeim í viðtali vegna BÚR. Ég vildi leyfa mér að auglýsa eftir viðbrögðum blaðsins vegna þessara aðgerða, og sérstaklega vil ég lýsa eftir viðbrögðum bæjar- fulltrúa AB í Hafnarfirði og fulltrúa AB í útgerðarráði. Reyndar tel ég fullvíst, að starfsfólkið, sem rekið var úr vinnu hjá BÚH, hafi flest allt fengið láglaunabætur, en ekki getur það réttlætt á nokkurn hátt að hvorki Þjóðviljinn né Alþýðubandalagið í Hafnar- firði hafi nokkuð um málið að segja. n m- Eflaust sjáið þið mörg hver hvað er á þessari mynd, en þið skuluð samt halda áfram með hana og fullgera teikninguna. Það er þó alltaf góð æfing í staf- rófsleiknum. •x -.s Jt • • • w* V \s \ •q •r lu v „Kisa“ skrifaSi Sigur- björg með þessari teikningu sinni. Kannski heitir kötturinn bara „Kisa“. Það er líka alveg ágætt nafn. í það minnsta er þetta fallegur köttur. Hvað fínnst ykkur? ð £3 n &i n Það væri aldeilis munur, ef það væri komið sumar og sól með blóm í haga, eins og Sigurlaug íris teiknar á þessari mynd. Það er eitthvað annað en umhleypingárnir og kuldinn síðustu vik- urnar. Og húsið, það er engin smásmíði, heilar sex hæðir með risi að auki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.