Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Heima- fæðingar að deyja út Heimafæðingar eru nær alger- lega að deyja út hérlendis, ef svo má komast að orði. A árinu 1981 áttu aðeins 0.6% allra fæðinga á landinu sér stað í heimahúsum eða samtals 25 fæðingar. Flestar voru heimafæðingar á Austur- landi 7 talsins og á Norðurlandi eystra 6 talsins. Til fróðleiks má geta þess að árið 1974 voru heimafæðingar 2.5% af öllum fæðingum í iandinu. Gætum tungunnar Sagt var: Líklegt er, að þeir kveði heim herlið sitt. Rétt væri: ...að þeir kveðji heim herlið sitt. Skák Karpov að tafli - 83 Karpov - Schauwecker, Bath '83 Hver er besti leikur hvits? abcdefgh Staöan kom upp í keppni Sovétmanna og Svisslendinga á Evrópumótinu í Bath í Englandi. Karpov hefur byggt upp mikla pressu á stööu svarts sem í síðasta leik sínum varð á ónákvæmnin 17. - Hd7: 18. Rd5! exd5 19. cxd5 Bxa4 20. bxa4 Yfirburðir hvíta eru umtalsverðir... Nokkru síðar kom þessi staða upp: abcdefgh Hvítur hefur þrengt mjög að hagsmunum svarts. Framhaldið varð: 36. Bd8 Hf7 37. Bb6 Hfe7 38. a5 h5 39. Bf3 Kh6 40. Ðd11 (Þessi biskup er á leiðinni til a4. Við því finnst enginn vörn). 40. .. f5 41. exf5 Df7 42. Ba4 Rf6 43. Hf8 Dg7 44. Hh8+! Rh7 45. Hg8! - Svartur gafst upp. Sigurður Sigurjónsson er meðal leikenda í mynd Lárusar Ýmis. Með honum á myndinnu eru þær Lisa Hugoson t.v. og Kim Anderzon, sem leika aðalhlutverkin í „Andra dansen“. Mynd: Jan Person. A innfelldu myndinni er Lárus Ýmir Óskarsson. Merk nýmæli” Tanngarðar á útsölu Að sögn Akureyrarblaðsins Dags, var meðfylgjandi mynd tekin á flóamarkaði í París. Hér er um einstaka þjónustu að ræða, þar sem tannlausir borgarbúar geta fest sér góm við vægu verði, en sagan segir að það sé dýrt að láta smíða þessa nauðsynjavöru. Það mætti iíka spyrja sem svo, hvenær við megum vænta tann- garðsútsölu á útimarkaðnum á Lækjartorgi; nægur ætti mark- aðurinn að vera, því fróður maður trúði okkur fyrir því, að meirihluti þjóðarinnar væri kom- inn með falskar... Frí- merki fyrir 76 miljónir Tekjur af póstburðargjöldum á síðasta ári námu nær 76 miljónum króna og jukust um nærri 56% frá árinu á undan. Tekjur frímerkjasölunnar, sem selur nær eingöngu til safnara, voru 12% af heildarburðargjalds- tekjum, en 10% árið áður. Þar af eru tekjur af sölu til erlendra safnara um 70% af tekjum Frí- merkjasölunnar. Mest var salan til V- Þýskalands, Svíþjóðar ogtilDan- merkur. segir Lárus Ymir Óskarsson en nýjasta mynd hans „Andra dansen ” og tvær íslenskar myndir verða sýndar á hátíðifpi Lárus Ýmir Óskarsson Á morgun hefst í Norræna hús- inu í Finnlandi, Hanaholmen, norræn kvikmyndahátíð, sú fyrsta sinnar tegundar. Á hátíð- inni verða sýndar nærri 20 nýjar norrænar kvikmyndir, sem allar voru gerðar eða frumsýndar á ný- liðnu ári. Það er Peter Cowie rit- stjóri International Film Guide sem valdi myndir til sýningar á hátiðinni, þar á meðal 2 íslensk- ar myndir, „Okkar á milli“ og Stuðmannamyndina „Með allt á hreinu“. Að auki má geta þess að nýjasta kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar „Andra dansen“, sem hann vann að í Svíþjóð á síð- asta ári, verður sýnd á hátíðinni, en frumsýning hennar verður í Svíþjóð í febrúar n.k. „Við lukum við gerð mynd- arinnar um miðjan desember sl., en þá hafði ég verið að vinna við hana frá því í febrúar", sagði Lár- us Ýmir í samtali við 2. síðuna, en hann er nú staddur hérlendis. „Þessi kvikmyndahátíð í Hana- holmen er ekki verðlaunasam- keppni, heldur er hugmyndin að sýna það besta úr norrænni kvik- myndagerð hverju sinni. Hér er um merkt nýmæli að ræða, því hingað til hafa slíkar kvikmynda- hátíðir ekki verið haldnar á Norðurlöndum, hins vegar hafa V-Þjóðverjar sýnt norrænar kvikmyndir í Lúbeck á ári hverju." Áttu von á að það verði fram- hald á slíkum hátíðum í Hana- holmen? „Ég ætla að vona það. Mér skilst, að forráðamenn Norræna hússins þar stefni að því marki.“ Ef við snúum okkur að nýjustu kvikmynd þinni, hvernig finnst þér hafa tekist til þegar verkið liggur fyrir fullskapað? „Ég held hún sé mjög góð, en það er kannski ekki mitt að dæma um það. Ég er ánægður með ár- angurinn." Hvað tekur við hjá þér? „Það er allt óljóst ennþá. Ég verð heima í vetur. Það er lítið um að vera í sænskri kvikmynda- gerð á veturna. Þeir bíða eftir sumarbirtunni.“ Hví ekki að koma hingað upp og taka í okkar sérkennilegu skammdegisbirtu? „Ég hef nú einmitt verið að benda ýmsum á þann mögu- leika.“ Hvernig er með áhuga almenn- ings á kvikmyndum í Svíþjóð? Kannski sérstaklega innlendri framleiðslu? „Ég hef engar tölfræðilegar upplýsingar um aðsókn þeirra að kvikmyndahúsum, en við vitum hins vegar að íslendingar sækja manna mest kvikmyndahús. Margar sænskar kvikmyndir hafa fengið mjög lélega aðsókn, jafn- vel ekki gengið nema í eina viku. En það eru líka dæmi um að aðrar myndir gangi lengi, eins og t.d. Gaukshreiðrið sem búið er að sýna í 5-6 ár samfelit.“ Hvernig verður með þína mynd, fáum við ekki að sjá hana hér uppi á íslandi? „Jú, það á að vera tryggt að hún komi hingað í vor.“ Þá er bara að bíða og sjá. ~lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.