Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Rúmlega 200 manns tóku þátt í fyrri umferð forvals hjá ABR. Ljósm. -eik- 138 hlutu tilnefningu í fyrri umferð ABR:_ Grétar Þorsteinsson hlaut flest atkvæði Síðari umferðin er eftir hálfan mánuð Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur og Guðrún Hallgrímsdóttir, matvæla- fræðingur urðu efst í fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sem fram fór um helg- ina. Kjörnir þingmenn voru ekki kjörgengir í fyrri umferðinni. Síð- ari umferðin fer fram um mánaða- mótin næstu og á þá að merkja töl- ustafina 1 til 6 við nöfn úr hópi efstu manna I fyrri umferð og þeirra Fundað á Akureyri um helgina: Mikill áhugi á kvennaframboði „Fundurinn var haldinn til þess að kanna formlega áhuga á kvenn- aframboði og þá ákveða hvert næsta skref ætti að vera í þessum efnum. Það kom í ljós mikill áhugi SfldtU Siglu fjarðar! Síld til Siglufjarðar! Á þessum árstíma? spyr einhver. Ekki ber á öðru. Keflvíkingur KE 100 var í gærkvöldi á leið til Siglufjarðar með 160 tonn af síld sem báturinn fékk í einu kasti í Reyðarfirði. S.l. laugardag landaði hann 145 tonnum af fallegri síld á Raufar- höfn. Það er Hraðfrystihús Kefla- víkur sem gerir Keflvíking út og að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins verður síldin söltuð og síðan mun hún fara til niðurlagningar hjá Siglósíld. - GFr. fyrir framboði - miklu meiri en var fyrir nokkrum mánuðum. Konur hafa orðið fyrir vonbrigðum með hlut kvenna í prófkjörum flokk- anna og vilja svara því á einhvern hátt.“ Valgerður Bjarndóttir, oddviti bæjarstjórnar á Akureyri, og efsta kona á lista Kvennaframboðsins nyrðra, kvað kvennaframboðs- konur á Akureyri hafa ærinn starfa og vart á það bætandi. Þá fyndist þeint einnig að þær gætu ekki tekið ákvörðun fyrir heilt kjördæmi. „Ef af þessu verður.þurfa fleiri konur að koma til starfa. Og þessi fundir var haldinn til þess að kanna áhug- ann“, sagði Valgerður um fund þann sem konur boðuðu til á Akur- eyri um helgina til að ræða fram- boðsmál. Á fundinum var kosin nefnd, sem hafa á það hutverk að hafa samband við konur, sem sýnt hafa kvennaframboði áhuga. Síðan verður væntanlega myndaður sam- starfshópur um þessi mál, sem tekur stefnu um framhaidið. Val- gerður sagðist vilja hvetja konur með áhuga að setja sig í samband við nefndarkonurnar. - ast. þingmanna sem gefa kost á sér. Alls hlutu 138 manns tilnefning- ar í fyrri umferðinni, en 209 tóku þátt í henni. Röð 15 efstu manna er þessi: Grétar Þorsteinsson, for- maður Trésmíðafélags Reykjavík- ur 91 atkvæði, Guðrún Hallgríms- dóttir matvælaverkfræðingur 70, Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmíðasambands íslands 66, Margrét S. Björnssdóttir þjóðfélagsfræðingur 63, Álfheiður Ingadóttir blaðamaður 52, Guðrún Ágústsdóttir ritari 44, Vilborg Harðardóttir útgáfustjóri 38, Ás- mundur Stefánsson forseti ASI 37, Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræð- ingur 30, Arnór Pétursson ritari 23, Ragna Ólafsdóttir kennari 22, Þröstur Ólafsson hagfræðingur 22, Sigurður Magnússon rafvélavirki 20, Pétur Reimarsson efnaverk- fræðingur 18 og Bjargey Elíasdótt- ir fóstra 17. , - AI Alþýðubandalagið Suðurlandi: eru í fram- boði í seinni umferðinni Fyrri umferð forvals Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi er lokið og hefur verið gengið frá nöfnuni 22ja manna sem gefa kost á sér til síðari umferðar. Það eru tveir úr hverju flokksfélagi í kjördæminu og svo 10 efstu úr fyrri umferð. I síðari umferðinni, sem fer frarn 27. janúar n.k. á að setja tölustaf- ina 1 til 6 við nöfn sex úr þessum 22ja manna hópi: Ármann Ægir Magnússon húsasmiður, Selfossi, Baldur Óskarsson framkvæmda- stjóri, Reykjavík, Dagný Jónsdótt- ir verkamaðurj Selfossi, Dóra Kristín Halidórsdóttir kennari, Snjallsteinshöfða, Landssveit, Edda Tegeder bréfberi, Vest- mannaeyjum, Garðar Sigurðsson alþingismaður, Vestmannaeyjum, Guðmundur Birkir Þorkelsson bóndi, Miðdal Laugardal, Guð- mundur J. Albertsson kennari Hellu, Gunnar Stefánsson bóndi Vatnsskarðshólum, Mýrdal, Gunnar Sverrisson bóndi Hross- haga, Biskupstungum, Halla Guð- mundsdóttir húsmóðir Ásum, Gnúpverjahreppi, Hansína Á. Stefánsdóttir skrifstofumaður, Selfossi, Inga Dröfn Ármannsdótt- ir skrifstofumaður, Vestmanna- eyjum, Kolbrún Guðnadóttir kennari Selfossi, Magnús Á. Ág- ústsson líffræðingur Hveragerði, Margrét Frímannsdóttir oddviti Stokkseyri, Margrét Gunnarsdótt- ir, húsmóðir Laugarvatni, Ragnar Óskarsson kennari Vestmanna- eyjum, Sveinn Sæland garðyrkju- bóndi Espiflöt Biskupstungum, Úlfur Björnsson kennari Hvera- gerði, Þorvarður Hjaltason kenn- ari Selfossi, Þór Vigfússon, kenn- ari, Straumum, Ölfusi. - Ál. Fyrri umferð í Norðurlandi-Vestra: Steingrímur og Svanfríður efst í gær lauk talningu í fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi-eystra, en síðari umferðin fer fram eftir 3-4 vikur. Röð átta efstu manna úr fyrri umferðinni er þessi: Steingrímur Sigfússon, Gunnarsstöðum, Þistil- firði, Svanfríður Jónasdóttir, Dal- vík, Soffía Guðmundsdóttir, Ak- ureyri, Ilelgi Guðmundsson, Ak- ureyri, Kristján Ásgeirsson, Húsa- vík, Ólafur Ragnar Grímsson, Seltjarnarnesi, Eysteinn Sigurðs- son, Arnarvatni, Mývatnssveit, Angantýr Einarsson, Raufarhöfn. 189 gild atkvæði bárust og er það um 66% kjörsókn _ ÁI. Fjölmiðlafólkið vinsælt hjá Framsókn: Markús í 4. sæti „Hef fengið til umhugsunar mat þingfulltrúa á mér”, sagði hann „Á tímabili ætlaði ég ekki að taka þátt í þessu prófkjöri og hef því haft mig lítið í frammi. Eftir á að hyggja er ég feginn að ég skyldi vera með, þar sem ég hef fengið til um- hugsunar mat þingfulltrúa á mér og mínum störfum“, sagði Markús A Einarsson varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi, en hann hlaut 4. sæti í prófkjöri flokksins um helgina, en skipaði 2. sætið á lista flokksins við síðustu alþingiskosningar. Alls kusu 269 þingfulltrúar á kjördæmisþingi flokksins um þrjú efstu sætin á lista flokksins. Jóhann Einvarðsson alþm. hlaut fyrsta sæti. Helgi H. Jónsson fréttamaður annað og Arnþrúður Karlsdóttir dagskrárgerðarmaður það þriðja. Aðpurður um velgengni fjölmiðlafólks í kosningunni sagði Markús. „Ég er ekki maður til að gagnrýna slíkt, þar sem ég hóf mín pólitísku störf eftir sömu leiðum á sínum tíma. - Ig. Bandalag jafnaðarmanna stofnað um helgina: AðskiJnað löggjafar- og framkvæmdavalds! segir í ályktun sjálfkjörinnar miðstjórnar Bandalag jafnaðarmanna var stofnað s.I. laugardag. Þá kom saman sjálfkjörin miðstjórn hins nýja bandalags og var fundi fram haldið á sunnudag. Á þessum fyrsta fundi var auk þess að gengið var frá stofnun samtakanna, samþykkt stjórnmálaályktun. Þar segir m.a.: „í drögum að málefnagrundvelli Bandalags jafnaðarmanna eru ítar- legar tillögur um gagngera ný- sköpun í stjórnarskrármálum, þar sem gert er ráð fyrir því að kosning- aréttur sé jafnaður með því að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu; að algerlega verði skilið á milli löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds og að þessurn á- kvörðunum teknum verði kjör- dæmaskipan haldið óbreyttri." I miðstjórn hins nýja flokks sitja 34 menn, þar af 10 konur. Þeir eru Vilmundur Gylfason formaður, Guðnrundur Einarsson lektor, rit- ari, Kristín S. Kvaran fóstra, rit- ari, Lára H. Einarsdóttir skrifstof- umaður, gjaldkeri, Þórður H. Ólafsson tæknifræðingur, gjald- keri. Meðstjórnendur eru: Ágúst Guðjónsson matsveinn, Arnalía Sverrisdóttir skrifstofumaður, Árni Sigurbjörnsson deildarstjóri, Ásdís Matthíasdóttir skrifstofu- maður, Bolli Þ. Bollason hagfræð- ingur, Eggert Þór Bernharðsson nemi, Frosti Bergsson tæknifræð- ingur, Garðar Sverrisson nemi, Guðmundur Páll Jónsson nemi, Guðni Baldursson viðskiptafræð- ingur, Guðrún Ragnarsdóttir þjóðfélagsfræðingur, Helga G. Guðmundsdóttir skrifstofumaður. Hulda Lilliiendahl læknaritari, Ingi B. Jónsson bifvélavirki, Karit- as H. Gunnarsdóttir nemi, Karl Th. Birgisson nenri, Lilja Krist- jánsdóttir verslunarmaður, Loftur A1 Þorsteinsson verkfræðingur, Óðinri Jónsson nemi, Sigurjón Skæringsson bankantaður, Sonja Berg húsmóðir, Stefán Benedikts- son arkitekt, Stefán Ólafsson lekt- or, Valdimar U. Valdimarsson sagnfræðingur, Vilborg Halldórs- dóttir nemi, Þorsteinn V. Bald- vinsson verkamaður, Þorsteinn Einarsson tæknifræðingur, Þröstur Guðlaugsson iðnnemi og Ögmund- ur Kristinsson prentari. Þinghald hófst að nýju í gær Fundir alþingis hófust að nýju í gær að afloknu jólaleyfl þing- nianna. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra og Jón Helgason for- seti Saineinaðs alþingis óskuðu þingmönnunr og starfsliði árs og friðar en að lokinni setningu sam- einaðs þings voru fundir settir í deildum. í efri deild voru bráðabirgðalög- in frá í sumar til annarrar umræðu og í neðri deild ákvörðun um fisk- verð og fleira frá því um áramótin. Bæði þessi mál voru síðan tekin út- af dagskrá í gær en boðuð umræða um þau á fundurn þingdeildanna í dag. Þingflokkarnir voru síðan á fundum í gær eftir að deildarfund- um var slitið. Atg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.