Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Fjárveitingar Minnkandi framlög til þróunarsamvinnu Alþingifelldi tillögu um hœrra frdmlag til Próunarsamvinnustofnunarinnar. Astœða til að binda framlagið í samþykktfrá alþingi litið væri til lengri tímabils. Hann kvað þó öðru hvoru koma bak- slag í seglin svo sem á næsta ári og 1981. Það væri enginn munur á nkisstjórnum í þessu efni, sagði Þór Guðmundsson. -óg TORGIÐ Núna geta menn hvílst i inflú- ensu eftir jólahatíðina. Vernd Jólaboð í 25 ár Alþingi felldi tillögu um að auka fjárveitingu til Þróun- arsamvinnustofnunar íslands í 35.5 miljónir úr 20.5 miljónum við lokaafgreiðslu fjárlaga. Heildarframlag íslands til þróun- armála lækkar úr o,10% af þjóð- arframieiðslu í 0.08% að því er talið er á árinu 1985. Hjörleifur Guttormsson, sem flutti hækkunartillöguna ásamt Kjartani Jóhannssyni og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, sagði við afgreiðslu málsins á alþingi, að hann hefði rætt það á fundum utanríkisnefndar alþingis að markmið um framlag íslendinga til þróunarsamvinnu (1% af Orðuveitingar Tvær konur hlutu náð Þær voru ekki margar konurn- ar sem hlutu náð fyrir augum orðunefndar á nýársdag að þessu sinni. Einungis tvær fengur viðurkenningar fyrir vel unnin störf, Guðrún J. Halldórsdóttir forstöðumaður fyrir störf að fræðslumálum og Sigrún Ög- mundsdóttir Suðurkoti í Grímsneshreppi fyrir störf í opin- berra þágu, báðar riddarakr- ossa. Forseti íslands veitir orð- urnar að tillögu nefndarinnar. Þessa landsmenn sæmdi hún að auki: Gunnar M. Magnúss rit- höfund, Reykjavík, riddara- krossi fyrir fræðslu- og ristörf, dr. Gunnlaug Snædal yfirlækni, Reykjavík, riddarakrossi fyrir læknis- og félagsmálastörf, Gúst- af B. Einarsson yfirverkstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf, Hans Kr. Eyjólfsson dyravörð, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í opin- bera þágu, Játvarð Jökul Jú- líusson bónda, Miðjanesi í Reykhólahreppi, riddarakrossi fyrir fræði- og félagsmálastörf, Magnús Gestsson safnvörð, Laugum í Hvammssveit, riddara- krossi fyrir störf í þágu byggða- safns Dalamanna, Ólaf A. Páls- son, fv. borgarfógeta, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir embætti- sstörf, Óskar Ólason yfirlögregl- uþjón, Reykjavík, riddarakrossi fyrir löggæslustörf, sr. Sigmar I. Torfason prófast, Skeggjastöð- um, Bakkafirði, riddarakrossi fyrir embættis- og fél- agsj- ilastörf, dr. Sigmund Guð- bja arson prófessor, Reykja- ví' riddarakrossi fyrir vísinda- stó;., Þorstein Jóhannesson út- gerðarmann, Reynistað, Garði, riddarakrossi fyrir störf að út- gerðarmálum, Þorvald Garðar Kristjánsson, forseta sameinaðs Alþingis, Reykjavík, stórridd- arakrossi fyrir embættisstörf. þjóðarframleiðslu, þaraf 0.7% hlutur ríkisins) þyrfti að binda í samþykktum alþingis. Væri haf- inn undirbúningur að þess háttar málafylgju á þingi. Framlag ís- lands varð hæst árið 1983 eða 0.13% af þjóðaframleiðslu, 0.1% 1984 og talið verða 0.08% á þessu ári. Þór Guðmundsson hjá Þróun- arsamvinnustofnun íslands sagði framlagið hafa heldur aukist ef 125 ár hafa samtökin Vernd gengist fyrir jólaboði á aðfang- adagskvöld fyrir það fólk, sem til þeirra vill leita. Gerðist það í fyrsta skipti 1959, raunar fyrir daga samtakanna, en þau voru stofnuð skömmu síðar. Sérstök nefnd fjögurra kvenna, Jólanefnd Verndar, annast undirbúning og framkvæmd jólaboðsins hverju sinni og er nefndin sjálfstæður aðili innan samtakanna. Sigríður J. Magnússon var formaður Verið að leggja síðustu hönd á undir- búning jólafagnaðarins í húsi Slysa- varnarfélagsins á Grandagarði: Frá hægri Hanna Johannessen, Jó- hanna Jóhannesdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir. nefndarinnar fyrstu 10 árin en síðan Hanna Jóhannessen. Við slóum á þráðinn til hennar. Að þessu sinni komu til okkar í mat á milli 50 og 60 manns, nokk- uð fleiri en í fyrra. Öll vinna í sambandi við boðin er unnin af sjálfboðaliðum og hefur sama fólkið unnið allan að- fangadaginn árum saman. Allar veitingar og jólapakkar eru sömuleiðis gefið en hver gestur fær jólapakka auk þess sem gefn- ir eru pakkar í öll fangelsi lands- ins. Sömu aðilar, einstaklingar og fyrirtæki, hafa gefið þessar gjafir ár eftir ár. Lögreglan hefur jafn- an verið okkar hægri hönd við þessastarfsemi m.a. aðstoðað við að aka gestunum heim. -mhg Verðlag Hækkanir í upphafi árs Stórhækkun á raforku Gjaldskrá Landsvirkjunar fyrir raforku hækkaði um 14% um áramótin. Frá sama tíma hækkar gjaldskrá Rafmagns- veitna ríkisins um 18,5% að með- altali og um 17% að meðaltali hjá Orkubúi Vestfjarða. Guðmundur Guðmundsson hjá Rafmagnsveitum ríkisins sagði í samtali við Þjóðviljann að Rafmagnsveiturnar hefðu ekki hækkað verðið frá því í ágúst 1983. Ástæðan fyrir því að hækk- unin hjá Rafmangsveitunum væri meiri en hjá Landsvirkjun nú væri meðal annars sú að Lands- virkjun hefði fengið 5% hækkun í maí 1984 og hefði því hækkað sitt verð til Rafmagnsveitnanna um 19,7% frá því í ágúst 1983. Hækk- unin hjá Rafmagnsveitunum er nokkuð misjöfn eftir töxtum eða frá 16 upp í 20%. Guðmundur sagði að þeir hjá Rafmagns- veitunum væru að vona að þessi hækkun myndi duga út árið. Niðurgreiðsla á raforku til hús- hitunar verður áfram óbreytt í krónutölu eða 53 aurar á kíló- wattstundina, að sögn Guðrúnar Skúladóttur hjá Iðnaðarráðu- neytinu. Þetta þýðir að raforku- hækkunin nú kemur hlutfallslega harðar niður á húshitunarraf- magninu, þar sem niðurgreiðslan nær ekki til hækkunarinnar. Hjá Orkubúi Vestfjarða hækk- ar taxti seldrar orku um 17% að meðaltali að sögn Kristjáns Har- aldssonar orkubússtjóra, en hækkun hjá þeim hefur heldur ekki orðið síðan í ágúst 1983. Sagðist Kristján vona að þessi hækkun dygði út árið. -ólp Rafmagn hækkar í Reykjavík Á fundi borgarráðs 22. des- ember sl. var samþykkt 14% hækkun á gjaldskrá Rafmagns- veitu Reykjavíkur vegna hækk- unar Landsvirkjunar á heildsölu- verði en jafnframt var ákveðin innbyrðis breyting meðal not- anda til að kostnaðarrétta gjaldskrána eins og það er kallað. Þetta þýðir mikla kostnaðar- hækkun til þeirra sem minnst raf- magn nota. Sigurjón Pétursson greiddi atkvæði gegn þessari breytingu. Hingað til hafa menn borgað ákveðið fast stofngjald að upp- hæð 1250 kr. hvort sem þeir nota rafmagnið eða ekki. Ef menn hins vegar notuðu lítið rafmagn og á það t.d. við um jög lítil heim- ili eða bílskúra svo að dæmi séu tekin gekk eyðslan upp í þetta gjald. Frá og með áramótunum verður hins vegar stofngjaldið 1400 kr. og verður hver raf- magnseining talin ofan á gjaldið þannig að þessi breyting getur þýtt allt að 90% hækkun í verstu dæmunum. Húsaleigan hækkar Húsaleiga hækkar í verði um 15,8% 1. janúar hjá þeim sem hafa húsaleigusamning sem mið- ar við vísitölu húsnæðiskostnað- ar. Vilhjálmur Ólafsson hjá Hagstofunni sagði að hækkun þessi byggði á þeirri meðaltals- hækkun launa sem orðið hefði á 3 síðustu mánuðum ársins að mati Hagstofunnar. Vilhjálmur sagði að hætt hefði verið að reikna vísitölu húsnæð- iskostnaðar í aprfl 1983, og eftir það væri miðað við meðaltal launahækkana og húsaleigan endurskoðuð ársfjórðungslega. Vilhjálmur sagði að í raun gilti frjáls verðlagning á húsaleigum- arkaðnum og ekki væri vitað hversu margir fylgdu þessari við- miðunartölu, en hún ætti sam- kvæmt lögum að gilda um þá húsaleigusamninga sem byggja á vísitölu húsnæðiskostnaðar. -ólg Dýrara með strætó Fargjöld hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hækkuðu um 20% að meðaltali þann 1. janúar síð- astliðinn. Farið fyrir fullorðna hækkar úr 15 í 18 krónur og fyrir börn úr 4 í 5 krónur. Ef keyptir eru fleiri miðar í einu, þá verður nú hægt að fá 20 miða fyrir 300 krónur eða 6 miða fyrir 100 krón- ur. Fyrir aldraða eru nú seldir 20 miðar á 150 kr. og 20 miðar á 80 kr. fyrir börn. -ólg Dýrara að senda skeyH Gjaldskrá pósts og síma á símskcytum milli landa hækkaði frá og með 1. janúar síðastliðnum um 23-26%. í fréttatilkynningu Póst- og símamálastofnunarinnar segir að þetta sé fyrsti áfangi væntanlegra hækkana sem stafi af „sívaxandi kostnaði við milli- landaþjónustu ritsíma“. Fastagjald hvers símskeytis hækkar um 26% og verður 220 kr. Orðagjald til Evrópu og Mið- jarðarhafslanda hækkar um 24% og verður 10,50 kr. Orðagjald til Bandaríkjanna og Kanada verð- ur 12,00 kr (26% hækkun) og til annarra landa 16,00 kr. (23% hækkun). Þess má geta að símtöl til út- ianda hækkuðu einnig þann 1. desember síðastliðinn og var hækkunin nokkuð misjöfn eftir löndum, en til Norðurlandanna hækkuðu símtölin um 33,3% 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.