Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 8
Flóttamenn á leið til Pakistan: ómældar hörmungar. Framhald af bls. 7 ýmsum hætti að ná sáttum við ís- lamska klerka og draga úr andófi gegn sér með því að milda ýmsar ráðstafanir og umbreytingar bylt- ingarársins. En þau hyggindi komu bersýnilega of seint. And- staðan var orðin öflug víða um þjóðfélagið, og þegar Kabúl- stjórnin var komin á þá stöðu að vera háð erlendum skriðdrekum, þá hlaut sjálfstæðisviljinn og þjóðerniskenndin að svipta hana obbanum af þeirri velvild sem hún kynni að vinna sér inn. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að afgan- ski stjórnarherinn hefur verið lítt til stórræða fallinn og mikið um liðhlaup úr honum til skæruherj- anna. Og Sovétmenn, sem hafa sjálfsagt vonað, að leiðangur þeirra með um hundrað þúsund manna her inn í Afganistan yrði skammur, hafa lent í langvinnri og mannskæðri styrjöld sem ekki sér fyrir endann á. Fréttaflutningur af stríðinu í Afganistan hefur hvergi nærri verið eins stöðugur og ítarlegur eins og fréttaflutningur af hern- aði Bandaríkjamanna í Víetnam. Astæðan er fyrst og fremst sú, að aðgangur fréttamanna að landinu hefur verið takmarkaður. Auk þess hefur um alllangt skeið verið um einskonar þrátefli að ræða í stríðinu. Sovéskir hermenn hafa tryggt Kabúlstjórninni yfirráð yfir helstu borgum og samgöngu- leiðum, og þó hefur ástandið víða verið ótryggt eftir að skyggja tekur. Sveitirnar eru svo annað- hvort einskonar einskis manns land eða þá að þær gjalda skæru- herjum af ýmsu tagi skatt og styðja þá. Upp á síðkastið hafa Sovét- menn í vaxandi mæli gripið til hefðbundins ráðs, sem Frakkar og Bandaríkjamenn beittu áður gegn skæruhersveitum í Alsír og Víetnam: að reyna með lofthern- aði að gera íbúum sveitaþorpa, sem eru á helstu svæðum skæru- herja, lífið svo leitt að þeir neyðist til að leita sér hælis í stærri borgum. Þá hafa og borist fregnir af því, að sovésku her- sveitirnar sem nú berjast í Afgan- istan séu betur þjálfaðar og noti öflugri vopn en þær sem börðust þar framan af. Ekki er samt talið að hernaðarsigur Sovétmanna sé í sjónmáli. Á hinn bóginn hefur það staðið skæruherjunum fyrir þrifum, að þeir eru ekki hluti samstilltrar hreyfingar. Meðal andófsaflanna er mikill innbyrðis rígur, sem sumpart stafar af mis- munandi hugmyndum um fram- tíðarskipan mála í Afganistan (konungsdæmi, íslamskt lýð- veldi, margra flokka lýðveldi?) og sumpart af því að grunnt er á því góða milli hinna einstöku þjóða sem Afganistan byggja og eiga flestar nána ættingja í grannríkjunum. Erlend aðstoð Þá hafa fulltrúar andófsherja í Afganistan óspart kvartað yfir því, að þeir fái litla hjálp frá Vest- urveldum. Sovétmenn láta jafn- an svo í áróðri sínum sem and- stæðingar þeirra séu bandittar sem bandaríska Ieyniþjónustan geri út. Hitt mun sönnu nær, að afganskir skæruliðar eru um vopn mest háðir því hvað þeir geta. keypt eða rænt af stjórnarhern- um. Samkvæmt heimildum bandaríska vikuritsins Time ver leyniþjónustan CIA um 75 milj- ónum dollara á ári til þess að' senda uppreisnarmönnum jarð- sprengjur, eldvörpur, litlar eld- flaugar og fleira. En þessi aðstoð verður að fara eftir krókaleiðum, og magn vopnanna fer mjög eftir því hverju Pakistanar þora að hætta til. Þeirviljaekki eiga þaðá hættu að Sovétmenn grípi til meiriháttar refsiaðgerða gegn þeim yfir landamærin. Þá hafa og margir leitt getum að því, að með óformlegu samkomulagi milli risaveldanna haldi Bandaríkja- menn að sér höndum í Afganist- an gegn því að Sovétmenn hagi sér á svipaðan hátt í Mið- Ameríku. Afleiðingar Afleiðingar stríðsins eru marg- víslegar. Harðast bitnar það á óbreyttum borgurum, sem hafa séð hús sín og akra brennda og neyðst til að flýja land í stórum stíl. Stríðið er hluti af stirðri sambúð risaveldanna og haft meðal annars til að réttlæta það vígbúnaðarkapphlaup sem nú er í fullum gangi. Það hefur að von- um dregið úr áhrifum Sovét- manna í Þriðja heiminum og eflt gegn þeim andstöðu meðal þeirra vinstrisinna víða um heim, sem allt frá uppreisn í Ungverjalandi 1956 eða innrás í Tékkóslóvakíu 1968 hafa síst viljað fallast á að Sovétmenn hefðu „rétt“ til að setja sjálfa sig með hervaldi í dómarasæti yfir grannríkjum sín- um. ÁB tók saman. Stríðið í Afganistan Hvers vegnaersvo lítið um mótmæli? Ihaldsmenn mótmæla fyrir utan sovéska sendiráðið í Reykjavík. Ekki var leitað samvinnu við önnur stjórnmálaöfl um mótmælin, enda varð eftirtekjan í samræmi við það. Þaö er stundum spurt að því, hvernig á því stendur, að hernaður Sovétmanna í Afganistan hafi ekki vakið upp jafnmiklar öldur mót- mæla og til að mynda hern- aður Bandaríkjamanna í Víetnam gerði á sínum tíma. Að sönnu var árásinni mót- mælt harðlega frá vinstri og hægri þegar hún hófst (með nokkrum undantekningum - einna þekktust þeirra er Kommúnistaflokkur Frakk- lands). En þó að Afganista- nefndir hafi verið stofnaðar í ýmsum löndum og öðru hvoru verið efnt til mót- mælaaðgerða við sovésk sendiráð þá er það næsta lítið miðað við það sem á gekk á árum Víetnamstríð- isins. Ástæðurnar eru fleiri en ein. í fyrsta lagi var Víetnamstríðið aðgengilegra fréttamönnum og sjónvarpsmyndatökumönnum - það var því oftar og stöðugar á það minnt. í öðru lagi var Víetnamhreyf- ingin öflugust í Bandaríkjunum sjálfum og hún mikið og áhrifa- ríkt fréttaefni sem slík. í þriðja lagi var Víetnamstríðið háð á tímum uppreisnar æsku- fólks, sem lét óspart til sín taka um öll möguleg mál, alltaf reiðu- búin til að halda út á götu. Funda- og mótmælagleði hefur verið miklu minni hin síðari ár - og þá mest takmarkast við friðar- göngur. í fjórða lagi koma vinstrisinnar og hægrisinnar sér ekki saman um sameiginlegar aðgerðir hvorki þegar Afganistan er á dag- skrá né heldur önnur lönd stríðs- hrjáð. Vegna þess að vinstrið og hægrið hafa jafn ólánlega og raun ber vitni verið negld upp við So- vétríkin og Bandaríkin, að flest áform um að reyna að koma sér' niður á sameiginlega afstöðu eyðileggjast (kannski er ekki einu sinni reynt að fitja upp á þeim í alvöru). f fimmta lagi er rétt að láta hér flakka áminningu sem Nils Bre- dsdorff setti nýlega á blað í dan- ska blaðinu Information þegar hann fjallaði um gagnrýni þess fræga höfundar Georges Orwells á vinstrimenn. Áminningin lýtur að vandræðalegum hringlanda- hætti margra evrópskra vinstri- manna að því er varðar Sovétrík- in, að því er varðar það hver fremur syndirnar. Nils Bre- dsdorff segir: „Þeir menn hljóta að vera mjög vanþroskaðir pólitískt, sem neita því að evrópskir vinstrisinn- ar þjást enn af einskonar Sovét- veiki. Ekki í því gamla formi sem kommúnistar enn halda trúnað við sumir hverjir. Eða í nýtísku- legra formi, þar sem menn taka „gagnrýna samstöðuafstöðu" til aðstæðna í Austur-Evrópu, held- ur lengst inni í hinum pólitísku leynihólfum þar sem við, vinstri- sinnar, þrátt fyrir allt kjósum heldur að tala um Nicaragua fremur en Afganistan og Eritreu, um ísraelska heimsvaldastefnu fremur en sýrlenska og lýbíska eða víetnamska, um dauða- sveitirnar í E1 Salvador fremur en rússneskar hríðskotaþyrlur yfir afgönskum þorpum, um bask- neska og írska þjóðernissinna fremur en Charta 77 og sovésku Helsinkihópana. Auðvitað gagnrýna ókreddubundnir vinstrimenn líka það sem nú var nefnt, en nokkuð svo dræmt og án þess að fylgja málum eftir“. Vafalaust hefur Nils Breds- dorff mikið til síns máls. Og óþarft að reyna að hugga sig við, að hægrimenn eigi sér svipaðar syndir þegar búið er að snúa pf- angreindum dæmum við. ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.