Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 9
HEIMURINN Jarðýta Ceausescu ætlar að byggja nýja miðborg í Búkarest Stór hluti af gömlu borginni verður rifinn til grunna Ekkertviröistlengurgeta stöövað draumóra Ce- ausescus, valdhafa Rúmen- íu. Eftir að hafa grafið skipa- skurðinn miklafrá Dónátil Svarta hafsins, sem mjög hef- urveriðgagnrýndur, hyggst hann nú endurbyggja mið- borg Búkarest, þurrka útminj- ar fortíðarinnar og gera höfuð- borg landsins að minnisvarða um „Ceausescu-tímabilið". Þessar áætlanir eru ekki ólíkar þeim sem Neró keisari hafði áður fyrr um Rómaborg, og er kjarni þeirra sá að leggja hundrað metra breiða götu frá Einingartorgi, sem á síðan að enda í hálfhring- laga torgi fyrir framan „Lýðveld- ishúsið“. Gatan á að heita „Breiðgata sigurs sósíalismans“ og verða sitt hvorum megin við hana ráðuneytisskrifstofur, stór- verslanir o.þ.h. í „Lýðveldishús- inu“, sem virðist eiga að vera í rjómatertustfl eftir teikningum að dæma, verða síðan höfuð- stöðvar kommúnistaflokksins, skrifstofur ríkisstjórnarinnar og síðast en ekki síst aðsetur Ce- ausescus sjálfs. Á torginu fyrir framan það á að geta rúmast hálf miljón manna. Ekkert verður sparað til að gera þessar nýbygg- ingar sem „glæsilegastar" sam- kvæmt smekk valdhafa landsins, t.d. er gert ráð fyrir marmara- súlnagöngum meðfram breiðgötu og torgum, og styttum af mikilmennum þjóðarinnar með Ceausescu sjálfan í broddi fylkingar. En það er einn galli á gjöf Njarðar. Til að rúma þetta vold- uga hverfi þarf að rífa um það bil einn sjötta hluta af miðborg Búkarest, og er það einmitt elsti hlutinn, þar sem fjölmargar sögu- Komorovo er þorp í 50 kíló- metrafrá Leníngrad. Hér finnst angan af furu og hafi: Finnski flói er hér við hliðina. Þess vegna var þessi staður valinn fyrir 25 árum til að byggja heilsuhæli fyrir börn, sem þjáðust af heilalömun. Það er læknirinn Valentína Shashúrína, semfréttamaður APN ræðir við hér á eftir. Fyrir 20 árum taldi ég starf mitt hörmulegt. Þessi sjúkdómur var talinn ólæknandi. Og hvað getur verið verra fyrir lækni en að viðurkenna vanmátt sinn? Það er hræðilegt að horfa á litlu sjúklingana. Barn og lömun eiga ekki saman. Geta ekki gengið, verið í boltaleik, hlaupið um eða verið á hjóli - þetta er hræðilegt, en tvöföld raun fyrir börn. Við börðumst gegn þessum sjúkdómi á víðtækan hátt ásamt reyndum og færum banda- mönnum. Frægar vísindastofnan- ir í landinu koma okkur til hjálp- ar. Með aðstoð þeirra fórum við að reyna nýjar aðferðir. Við legar byggingar eru til staðar. Margar kirkjur frá 17. og 18. öld hafa þegar verið rifnar, og jafnvel verið sprengdar upp með dýna- míti án þess að fyrir því væri haft að bjarga þeim munum sem þar voru. Þannig gerðist það t.d. á pálmasunnudag, að kallað var á herinn, þegar verkamenn neituðu að rífa forna kirkju: her- mennirnir sprengdu kirkjuna umsvifalaust í loft upp, án þess að leyfa björgun dýrmætra muna, sem hún hafði að geyma, og síðan reyndum að þjálfa ný skilyrðis- bundin viðbrögð hjá börnunum í baráttunni við sjúkdóminn, sem beindust að því að samræma hreyfingar. Sjúkraleikfimi, vatnsmeðferð, beinalækningar, æfing viðbragða og ýmis konar lyfjameðferð samkvæmt sérstak- lega unnum aðferðum og með- mælum vísindamanna- allt þetta hefur gefið þó nokkuð góðan ár- angur. Börnin dvelja í 100 daga á heilsuhælinu. Hvað er hægt að gera á þesum tíma? Við skulum fyrst nefna tölur: Það verður vart bata hjá 95% þeirra og yfir 10% litlu sjúklinganna ná fullum bata. Yður finnst kannske, að það sé ekki mikið? En á bak við hvert prósent eru örlög barns. Við fylgjumst með örlögum sjúklinga okkar í mörg ár. Hér er hluti úr sjúkrasögu: „Árið 1967 kom Sasha B. á hælið. Hann hreyfði sig ekki. Hann gat ekki einu sinni haldið höfði. Hann var í meðferð í tíu ár. Nú er hann alveg heilbrigður, hefur lokið grunnskólanámi og er að fara í háskóla." Ceausescu: ekki minni kall en Neró. var slétt yfir allt með jarðýtu. Yfir mörgum öðrum merkum byggingum vofir eyðilegging, og þótt reynt kunni að verða að flytja sumar er óvíst að slíkt sé framkvæmanlegt eða hinar fornu byggingar þoli hnjaskið. I þessum framkvæmdum hafa um 40.000 menn misst húsnæði sitt og hefur þeim verið komið fyrir í litlum íbúðum, sem eru yf- irleitt fjarri miðborginni. Ýmsir þeirra fengu svo seint að vita að húsnæði þeirra yrði rifið að þeim „Að standa á eigin fótum“ - þannig er sagt á rússnesku um ör- lög manns og er þar átt við mótun skapgerðar, uppeldi ogmenntun. { Komorovo-heilsuhælinu eru þessi orð notuð í bókstaflegum skilningi. Líf barnsins í framtíð- inni er að miklu leyti komið undir því hvernig okkur tekst að ná þessu markmiði. Aðstæðurnar eru góðar. Heilsuhælið var byggt samkvæmt sérstakri teikningu og kostnaður- inn við bygginguna var yfir 5 milljón rúblur. Byggingin er tvær hæðir og lítur út eins og marg- hyrningur. Sérhver deild hefur sinn eigin útgang út á eigin leikvöll. Börnum er skipt niður á deildirnar eftir aldri, skapferli og ásigkomulagi sjúkdómsins. Börnin sem koma hingað eru á aldrinum 2-14 ára. Skóli er rek- inn á heilsuhælinu. Uppihald sér- hvers barns kostar ríkið um 200 rúblur á mánuði. En dvölin kost- ar fjölskyldu sjúklingsins ekkert. Meðferðartími er þrír mánuðir. Ef nauðsyn ber til, eru börnin höfð annað tímabil í viðbót á hæl- gafst ekki tími til að flytja burt með sér húsgögn sín. Sumir gripu til þess að reyna að selja húsgögn á eins konar „skyndimörkuðum“ á gangstéttunum. Það niðurrif gamalla íbúðarhúsa, sem fram- kvæmdirnar krefjast, gerir hús- næðisvandamálið, sem er áka- flega alvarlegt í Rúmeníu eins og gjarnan í löndunum austantjalds, ennþá verra. Þó hefur ekki orðið vart við neinar mómælahreyfing- ar. Nicolae Ceausescu kærir sig inu-þ.e. ísexmánuði.Efþörfer á, koma litlu sjúklingarnir oftar en einu sinni til okkar. 300 manns vinna við að hugsa um 200 börn. Vegna þess hversu erfitt starfið er, fáum við 25% hærri laun en fólk í heilbrigðis- stéttum á öðrum sjúkrastofnun- um. Hér vinna reyndir sérfræðing- ar. Eitt mikilvægasta atriðið er nudd. Nuddararnir okkar fara á sérstakt námskeið. Við höfum einnig frábæra kennara í sjúkra- leikfiminni. Sundlaugin og íþróttasalurinn eru börnunum bæði og lyf og gleði. Þau óttast heldur ekki meðferðina á við- brögðum. Læknarnir nota „sárs- aukalausaT nálar“. Hinn hreini furuilmur, sem börnin anda að sér í útivistinni er ekki heldur aðeins til ánægju, hann læknar. Á heilsuhælinu eru sérstakar svalir, en samt fara hjúkrunarkonurnar út með börn- in, sem næst trjánum, að grasinu, út í sólskinið, þar sem fuglarnir syngja og íkornarnir hlaupa. Sum eru borin, þó að þau hafi sérstaka kollóttan um alla þessa erfiðleika og fer sínu fram hvað sem gerist. Arið 1979 tilkynnti hann að farið yrði að byggja hina nýju miðborg Búkarest þegar árið eftir og henni yrði lokið árið 1985. Hann varð þó að sætta sig við það að verkið gengi ekki eins hratt og hann hafði gert ráð fyrir. Rúmen- ar voru þá að grafa skurðinn frá Dóná til Svarta hafsins, og efna- hagsástand landsins, sem var mjög bágborið, leyfði ekki að unnið væri að þessum tveimur stórvirkjum á sama tíma. Ce- ausescu varð því að bíða um stund og notaði tímann til að láta helstu húsameistara landsins gera tillögur. Þeir virtust ekki trúa mikið á áætlanirnar. Eins og verkfræðingarnir, sem gerðu áætlanirnar um skipaskurðinn, töldu þeir ólíklegt að unnt yrði að fjármagna svona mikið fyrirtæki og efuðust um að Ceausescu mundi halda því til streitu að framkvæma þessa draumóra. En báðum skjátlaðist. Skipaskurð- urinn frá Dóná til Svarta hafsins, sem fangar Ceausescus og and- ófsmenn voru látnir grafa og menn telja að hafi ekki mikið notagildi, var opnaður við hátíð- lega viðhöfn í maí í vor. Og nú er tekið til óspilltra málanna að byggja hina nýju miðborg Búka- rest. Vitanlega hafa íbúar borgar- innar aldrei verið spurðir og fá þeir ekki einu sinni að sjá skipu- lagsteikningarnar nema í stærstu dráttum. Þar sem til lítils er að ætla að hreyfa einhverjum mót- mælum, grípa þeir til skrýtlunnar eins og gjarnan er gert austan- tjalds: - Veistu hvað nýja breiðgatan á að heita? - Hún á að heita Breiðgata sigurs sósíalismans... yfir borginni! („Libération“) Hjúkrunarkona í Komarovo kennir Andrei litla Fjodorenko að ganga. hjólastóla. Þegar maður er bor- inn er hægt að þrýsta sér að fóstr- unni eins og að mömmu... APN Furður Furumar í Komarovo Sagtfrá heilsuhœli fyrir börn sem þjást afheilalömun Fimmtudagur 3. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.