Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 7
voru helstir atkvæðamenn í kommúnískri hreyfingu, Lýðr- æðisflokki alþýðu, sem reyndar skiptist í tvo arma, Partsjam og Khalq. Þessi hreyfing hefur viljað nota einskonar þriðja heims marxisma til að kippa um margt forneskjulegu þjóðfélagi Afgana inn í nútímann. Og þegar hún gerði byltingu gegn Dád í apríl 1978 hefur hún mjög á lofti menntun kvenna, uppskiptingu jarðnæðis og fleiri umbætur, sem hlutu að eiga allmikinn hljóm- grunn, ekki síst í borgum. Þesi áform vöktu líka upp andóf oddvita hins gamla ættflokka- Hernaðarleg úrslit ekki í sjónmáli málaráðherra rændi völdum í september 1979 og réði Taraki af dögum. í kjölfarið fylgdu bæði hjaðningavíg milli Partsjam og Khalqarms kommúniskrar hreyf- ingar og vaxandi andstaða músl- ímskra hefðarsinna. Við þessar 1978. Þeir gátu verið vel ánægðir með hið „velviljaða hlutleysi" Afgana í alþjóðamálum. Hitt er svo, að Múhammed Dád mun hafa haft uppi nokkra tilburði til að veðja í vaxandi mæli á Vestur- veldin og þeirra aðstoð - sé það Nú um áramótin voru fimm ár liðin síðan Sovét- menn fóru með her inn í Af- ganistan - vegna þess að bylting sem þá var rúmlega ársgömul var að renna út í sandinn og Sovétmenn ótt- uðust bersýnilega að þar á suðurlandamærum ríkis þeirra risi upp stjórn sem ekki væri þeim að skapi. Síðan þá hefur sovéski her- inn og lítt baráttuhæfur her stjórnarinnar í Kabúl háð mannskæða styrjöld við margar skæruliðahreyfing- ar, sem eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að vilja koma innrásarliðinu úr landi. Ein alvarlegasta af- leiðing stríðsins er sú, að miljónir manna, sumir segja um fjórðungur þjóð- arinnar, hefur flúið land - flestir eru í flóttamanna- búðum í Pakistan. Fram til 1973 ríkti Zahír kon- ungur yfir heldur losaralega skipulögðu ríki allmargra þjóða og þjóðarbrota, en þá rak frændi hans, Múhammed Dád, hann frá völdum. Þau umskipti höfðu ekki veruleg áhrif á utanríkisstefnu landsins. Afganistan hafði á árum áður verið bitbein rússa- keisara og breska heimsveldisins. Upp úr byltingu 1917 tókst allgóð samvinna stjórnvalda í Afganist- an við Sovétstjórnina sem efldist mjög eftir stríð. Verulegur hluti afganskra liðsforingja og menntamanna hafði fengið menntun sína í Sovétríkjunum þegar á dögum konungsstjórnar- innar. Taraki og Amin Þessir og aðrir menntamenn skipulags, andóf sem magnaðist við þjösnaskap byltingastjórnar- innar, reyndist það þá afdrifarík- ast að hún fékk obbann af íslöm- skum klerkum upp á móti sér. Víða um landið var efnt til skæru- hernaðar gegn byltingarstjórn- inni í Kabúl sem laut forystu Tar- akis. Astandið versnaði svo enn eftir að Hafizullah Amin varnar- aðstæður gerðu Sovétmenn innrás í landið og réðu Hafizullah Amin af dögum. Tilgangur Sovétmanna Ýmislegt er enn á huldu um aðild Sovétmanna að byltingunni rétt mun það vafalaust hafa ýtt undir það að Sovétmenn styddu við bakið á Taraki og hans fé- lögum. Mönnum ber svo saman um að það hafi verið erfið ákvörðun fyrir Sovétmenn að senda her inn í landið um ára- mótin 1979-80, svo mjög sem slík innrás hlaut að skaða stöðu þeirra meðal „utanblakkarríkja" Þriðja heimsins. En höfuðástæð- an fyrir innrásinni mun þá sú, að Kremlverjum hefur þótt sem Hafizullah Amin mundi áreiðan- lega tapa þeirri borgarastyrjöld sem hann var kominn í við ís- lömsk andófsöfl, og þá gæti svo farið að í Afganistan risi einskon- ar íslömsk rétttrúnaðarstjórn, dálítið skyld stjórn ajatollanna í íran, en með þeim mun þó, að meðan Komeini leit á Bandaríkin sem þann stóra Satan sem flæma þyrfti á brott, þá mundu guð- lausir Sovétmenn verða Stóri Sat- an afganskra höfuðklerka. Þetta skýrir það meðal annars, að þeg- ar Sovétmenn voru búnir að gera skjólstæðing sinn Babrak Karmal að forseta í Kabúl og ráða Hafiz- ullah Amin af dögum, var mikil áhersla lögð á það í áróðri sovét- manna og hinnar nýju stjórnar, að virða bæri múhameðstrú og þjóðlegar hefðir - öfugt við það sem Amin hefði gert. Tókst ekki Stjórn Karmals reyndi með Framhald á bls. 8 Afganskir skæruliðar: innbyrðis sundrung og skortur á vopnum. Sovéskir hermenn í Kabúl: ótryggt ástand eftir að skyggja tekur. Þrátefli í Afganistan Fimm árfrá innrásinni. Byltingin sem ekki tókst að afla sér nœgilegs stuðnings. UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Fimmtudagur 3. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.