Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 13
FISKIMAL Verður Eyjafjöður lagður undir orioifrekan iðnað? Eða koma fiskeldisstöðvar við fjörðinn á nœstu árum? EYJAFJÖRÐ UR Yndisfagur Eyjafjörður aðdáun þú vekur mína. Vel ertu af guði gjörður, greypt hans hendi sérhver lína. Grænar hlíðar, grösug engi, giljadrög og hamrastallar. Orðstýr þinn skal lifa lengi, landsýn þín til dáða kallar. Morgunröðull rósir fléttar, rís upp sól við fjallsbrún þína. Öll sú fegurð augað mettar, endurnærir sálu mína. Býlin standa björt í hlíðum, brosa vegfarendum móti. Gróa tún með blómum blíðum, burkni í skoru hulinn grjóti. Helgi magri, hann nam fjörðinn, hér frá greinir landnámssaga. heilla vœttir halda vörðinn, í Helga byggð um nótt og daga. Blómgist hagur byggðar lengi, blessist líf í þínum sveitum. Vaxandi skal vorsins gengi, vinátta með tryggðum heitum. Þegar ég orti framangreint kvæði, þá var ekki farið að ræða um að staðsetja álver eða annan orkufrekan iðnað við þennan fagra fjörð. Eyjafjörður er ekki aðeins einn af fiskisælustu fjörð- um okkar lands, heldur eru jafn- framt byggð beggja vegna hans og innan af honum einhver blóm- legustu landbúnaðarhéruð ís- lands. Þrátt fyrir þessar staðr- eyndir þá er nú í fullri alvöru rætt um, að það geti komið til mála að reisa stóra Alverksmiðju vestan- megin fjarðarins skamman veg frá Akureyri höfuðstað norður- lands. í þessu sambandi er talað um að kanadíski álhringurinn Alcan muni máske vera fáan- legur til að reisa þarna og starf- rækja slíka verksmiðju. Það er Eyfirðinga og Eyfirðinga einna að ákveða hvort þeir kjósa yfir sig slíka starfsemi sem álbræðsla er. Þá er fyrsta spurningin þessi: Hvað kemur til að Alcan getur hugsað sér að útvíkka starfsemi sína hingað tii fslands og hefur í því sambandi augastað á Eyja- firði sem álitlegum stað fyrir ál- bræðslu? Það er nauðsynlegt að þessari spurningu sé svarað. í Kanada er framleiðsluverð á raf- orku mikið lægra heldur en hér á íslandi svo ekki getur það verið ástæðan fyrir því að vilja flytja hingað hluta af álframleiðslunni ef greiða á sannvirði fyrir orkuna. Staðreyndin er hinsvegar sú, að mörg iðnaðarlönd vilja nú losna við allskonar orkufrekan iðnað úr heimalöndum sínum vegna mengunarhættu og setja því ströng skilyrði um staðsetningu slíkrar starfsemi. Vilja helst að málmbræðslur séu reistar sem fjærst þéttbýli eða blómlegum ræktarlöndum. Slíkt hefur hins- vegar mikinn aukakostnað í för með sér fyrir slíkar verksmiðjur. Þarna gætu verið skýringar á því að Alcan er til viðræðu um bygg- ingu Álverksmiðju við Eyja- fjörð. Við þetta bætist svo sú staðreynd að kaupgjald hér er miklu lægra heldur en í nokkru landi sem rekur stóriðju, utan þróunarlanda. Það skal hinsveg- ar viðurkennt, að mikil framför hefur orðið í vörnum gegn meng- un frá stóriðju síðustu árin, mið- að við það sem áður var, á meðan vísindin gerðu sér þessa hættu ekki ljósa. En þrátt fyrir nútíma hreinsunarbúnað í málmbræðsl- um af fullkomnustu gerð þá telja sérfræðingar að mengun verði ekki útilokuð frá slíkri starfsemi, þó hægt sé að minnka hana mikið. Svo verða bilanir í slíkum hreinsunarbúnaði og þá flæðir mengunin yfir, án þess að vörn- um verði við komið. Eyjafjörður mun vera, eftir því sem ég þekki þar til, eitt af staðviðrasömustu plássum þessa lands. Þar er oft logn að vori og sumri til dögum saman. Þá leggur oft sunnan and- vara út fjörðinn fyrri hluta dags, en síðari hluta dags leggur oft snarpa hafgolu inn fjörðinn. Við slík skilyrði mundi loftmengun dreifast yfir stórt svæði væri hún fyrir hendi. Því segi ég: Eyfirðingar taka á sig mikla áhættu ef þeir leyfa að álverksmiðja eða önnur slík starf- semi verði staðsett og starfrækt við fjörðinn. Fiskeldisstöðvar við Eyjafjörð Ef lögð er til grundvallar reynsla Norðmanna af fiskeldi, sérstaklega laxa- og silungseldi síðustu árin, þá verður ekki ann- að séð en að Eyjafjörður gæti rúmað fjölda fiskeldisstöðva beggja vegna fjarðarins. Þar er tiltölulega stilltur sjór, aðdýpi við land víða mikið og ég gæti trúað þó ég hafi ekki í höndum sannan- ir fyrir því, að sjávarhiti sé svip- aður því sem er í fjörðum Norð- ur-Noregs, en þar hefur laxeldi verið stundað síðustu árin með góðum árangri. Þar hafa 70 gram- ma laxaseyöi náð því að vaxa upp í 3.5 kg á 16 mánuðum og við Nova Scotia á austurströnd Kan- ada á 18 mánuðum og þar er kald- ur sjór. Þá hefur það sannast að lax sem alinn er upp í hinum kald- tempraða sjó við norður Noreg hann hefur sérstaklega mikið geymsluþol og hefur af þeirri á- stæðu verið eftirsóttur á markaði í Ameríku nýr. Nú hefur verið frá því sagt opinberlega að fyrir dyr- um standi að byggja verksmiðju í Krossanesi sem framleiðir fisk- eldisfóður og að norska fyrirtæk- ið Sketting í Stavangri verði þar meðeigandi. En þetta fyrirtæki er í fremstu röð í framleiðslu á fisk- eldisfóðri í Evrópu og mundi þá að sjálfsögðu koma með sína þekkingu hingað. Laxeldið íNor- egi síðustu árin hefur verið talið arðsamasta atvinnugreinin þar í landi næst á eftir olíuvinnslunni. Það er því kominn meira en tími til, að við fslendingar förum að huga að þessum atvinnuvegi. Ef við kynnum okkur vel reynslu Norðmanna af fiskeldinu þá á að vera hægt að byggja upp á tiltölu- lega fáum árum öflugan og arð- saman atvinnuveg á þessu sviði. Og eftir að komin verður fullkomin fiskeldisfóðurverk- smiðja í Krossanesi þá ættu Eyfirðingar að standa vel að vígi. Fiskeldi fellur sérstaklega vel að þeim atvinnuvegum sem fyrir eru í landinu. Úr nýrri loðnu er hægt að framleiða fyrsta flokks þurr- fóður eftir að verksmiðjan rís á Krossanesi. En eftir að búið væri að staðsetja fjölda fiskeldisbúa beggja megin Eyjafjarðar þá mundi það hafa mikil áhrif á lífr- íki fjarðarins, þannig að fisk- gengd í fjörðinn mundi stór- aukast. Orsökin fyrir þessu er sú, að nokkuð af fiskeldisfóðri fer alltaf forgörðum þegar lax er alinn villtur fiskur. Eitt það nýj- asta í fiskeldistækni þegar eldið fer fram í sjóbúrum er það, að dæla með rafmagnsdælum sjó af 20-40 m dýpi. Við þetta kemur hreyfingin á sjóinn í búrunum. Sé yfirborðslag sjávar of kalt að vetrinum þá er hægt að hækka hitastigið dálítið með slíkri dæl- ingu. Eins er hægt að kæla yfir- borðslagið verði það of heitt fyrir lax að sumri, með slíkri dælingu. Þannig aðferð ætla þeir nú að nota laxeldismenn í Suður- Noregi á strönd Skagerak. Þar eiga laxeldismenn við þann vanda að stríða að yfirborðslag sjávar lækkar oft að vetrinum í langan tíma niður í 0°. Orsökin fyrir þessu er sú að kaldur straumir innan úr Eystrasalti gengur upp að ströndinni og norður með Suðvestur-Noregi að vetrinum. Á ísaárum í Eystrasalti getur ástandið þarna orðið mjög slæmt. En með því að dæla 4 stiga heitum sjó af 20 m dýpi inn í net- búrin og klæða hliðar þess með plastdúk, þá segjast þeir geta gert ástandið viðunandi yfir köldustu mánuðina. Á sama hátt er og heitur yfirborðssjór að sumrinu kældur niður í æskilegt hitastig með sömu dælunni. Sá er kosturinn við laxeldi fram yfir marga aðra atvinnuvegi að fóðrið sem er aðal útgjaldaliður- inn fyri utan stofnkostnað, það getum við framleitt sjálfir í landinu. Mikilvægasta skilyrðið fyrir fiskeldi er hreinn ómengaður út- hafssjór. Af þessari ástæðu stöndum við íslendingar ennþá vel að vígi. Fræðimenn á þessu sviði tala nú um slíkan sjó sem mikla auðlind, jafna honum við olíu, málmnámur og skilyrði til orkuvirkjana. Hér eru menn óvitandi um gildi slíkrar auðlind- ar, én vonandi verður á þessu já- kvæð breyting áður en það verð- ur um seinan. Þróun í laxeldismálum Norð- manna síðustu árin er þessi. Árið 1982 framleiðsla á eldislaxi í net- búrum í sjó 10.266 tonn að verð- mæti til eldisbúanna norskar kr. 367 miljónir. Af urriða aðallega regnbogasilungi 4690 tonn, verð til eldisbúanna n.kr. 643.8 milj- ónir, af urriða 5272 tonn verð til eldisbúa n.kr. 118.6 miljónir. Bleikja 2 tonn n.kr. 0.1 miljón. Reiknað er með að 1984 fari laxframleiðslan í 24-25 þús. tonn og af urriða í 3500-4000 tonn. Aætlanir Norðmanna fyrir tvö næstu ár eru þessar: 1985 af laxi 34-36 þús. tonn. Af urriða 4000- 5000 þús. tonn og 1986 af laxi 45-50 þús. tonn og af urriða 4000- 5000 þús. tonn. Af þessum tölum geta menn séð hve mikla áherslu Norðmenn leggja á uppbyggingu þessa atvinnuvegar. Á sl. sumri fengu norsku eldisbúin í kringum n.kr. 50.00 útborgaðar fyrir kg í laxinum slægðum sem er sam- kvæmt núverandi gengi í kringum kr. 223.50 fyrir kg. Norðmenn flytja á erlenda markaði 95% laxaframleiðslunnar og hefur markaðurinn aukist með vaxandi framleiðslu og stundum hefur ekki verið hægt að fullnægja eftir- spurninni. Norsku fiskeldisbúin eru nú komin allt norður í Finn- mörk, en fiskeldið hófst hinsveg- ar við suðvestur Noreg. Þegar rætt er um nauðsyn á uppbygg- ingu nýrra atvinnugreina hér á landi sérstaklega til aukinnar gjaldeyrisöflunar þá ættu menn að staldra við og hugleiða mögu- leika á íslensku laxeldi, útfrá reynslu frænda okkar Norð- manna á því sviði síðustu árin. Fimmtudagur 3. januar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.