Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Höfuöverkefni nýs árs Veröbólguvalsinn dunar á nýja árinu af engu minna kappi á ríkisstjórnarheimilinu heldur en á því gamla. Á degi hverjum berast fréttir um stór- felldar hækkanir á nauðsynjum, sem ekki er hægt aö lifa án: í fyrradag var þaö rafmagnið, dagvistun í gær, strætisvagnafargjöld í dag og á morgun veröur það húsaleigan. Þaö þarf ekki neina sérstaka rannsóknar- hæfileika til að komast aö raun um að ævisaga núverandi ríkisstjórnar er samfelldur annáll endurtekinna árása á launafólkið í landinu. Það nægir að stikla á stóru: skeið sitt hóf stjórnin með því að setja hvorki meira né minna en fimm bráðabirgðalög á almenning, sem meðal ann- ars fólu í sér afnám samningsréttarins. En af- nám grundvallarmannréttinda á borð við samn- ingsrétt er einfaldlega fáheyrt meðal þjóða sem telja sig til lýðræðislanda veraldar. Hún afnam jafnframt verðbætur á laun, þó flest annað sé raunar verðtryggt, og hefur ný- verið látið það boð út ganga að um alllanga hríð enn verði ekki leyft að vísitölutryggja launin. Frammistaðan á árinu sem nú er nýliðið var í stíl við þetta. Meðan laun hækkuðu nær ekkert skall hins vegar holskefla verðhækkana yfir. Meðan grundvallaratvinnugrein á borð við sjáv- arútveginn var að sligast undan fjármagns- kostnaði kom ríkisstjórnin á vaxtafrelsi sem i raun þýddi upphaf einhvers mesta vaxtaok- ursskeiðs sem sögur fara af í þessum hluta heims. Meðan ríkisstjórnin gaf með annarri höndinni út yfirlýsingar um nauðsyn þess að verja lítilmagnann, þá skrifaði hún með hinni höndinni undir sjúklingaskattana frægu. En hversu þung byrði sjúklingaskattarnir alræmdu voru fyrir sjúka, aldraða og öryrkja má best sjá af því að á tímabilinu frá 1. júní til 1. desember námu þeir samtals 130 miljónum króna. Sam- hliða hefur svo ríkisstjórnin beitt sér fyrir ein- hverjum gífurlegustu skattaívilnunum til eigna- fólks og hátekjumanna, sem sést hafa í sögu lýðveldisins. Hvar endar þetta?, spyr maður annan, og svarið er einfalt: þetta endar ekki meðan þessi stjórn er við lýði. Verkefni þessa árs númer eitt, tvö og þrjú verður því að koma núverandi ríkisstjórn frá. í sjálfu sér ætti það ekki að vera erfitt verk fyrir viljasterka verkalýðshreyfingu. Ríkisstjórnin er þreytt, svo þreytt að oddvitar hennar hafa þráfaldlega gert kraftleysi hennar að umræðu- efni í opinberum fjölmiðlum. Og víst er, að ekk- ert yrði íslensku þjóðinni - að lúxusklúbbnum frádregnum - jafn mikil kjarabót og fall stjórnar- innar. í september á þessu ári munu kjarasamning- ar ASI og BSRB renna samtímis út, ef að líkum lætur. Um það leyti verður ríkisstjórnin væntan- lega búin að rífa síðustu leifar kjarabaráttu síð- asta árs á burt. Fólk, sem nú er þegar lang- þreytt, verður þá að öllum líkindum orðið ösku- reitt. Nú þegar er vilji fyrir breytingum, og þó erfitt sé að spá, þá verður breytingaþörfin vafa- laust miklum mun meiri að níu mánuðum liðn- um. Þá verður lag til að slá burðarstoðir undan stjórnarstólum. Á hinn bóginn skulu menn gera sér grein fyrir því, að það tjóar lítt fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í slag við stjórnina nema gangvirki hinna ýmsu hluta hreyfingarinnar séu rétt saman stillt. I síðustu kjarasamningum var því, illu heilli, ekki að heilsa. Skattalækkunarleiðin skapaði þá vík milli vina, og sá ágreiningur er enn ójafnaður. Af áramótaskrifum leiðtoga beggja stjórnarflokk- anna er Ijóst, að reynt verður til hins ýtrasta að nota þann ágreining til að kljúfa verkalýðshreyf- inguna áður en til bardagans kemur. Það þarf því að stilla saman vélarnar fyrr en seinna. Með samhæfðu átaki er kjarkaðri verkalýðshreyfingu mögulegt að koma ríkis- stjórninni frá og setja verkalýðssinnaða stjórn í staðinn. -ÖS KLIPPT 0G SKORIÐ Endurskoðunar er þörf Áramótaávörp leiðtoga stjórnmálaflokkanna eru ævin- lega skoðuð af áhugamönnum í ljósi þess að einhverra tíðinda sé að vænta. Leiðtogarnir nota oft tækifærið og ljóstra upp um ein- hver söguleg skil á næsta ári eða eitthvað í þeim dúrnum. Að þessu sinni var minna um slíkar yfirlýsingar en oft áður og sum ávörpin furðu rýr miðað við að- stæður. Einsog kallinn sagði þeg- ar hann hafði rennt yfir ávörpin: „Hafandi lesið nú um áramótin ávörp margra stjórnmálaleið- toga, verð ég að játa að ég hef nokkrar áhyggjur af framtíð stjórnarleiðtoga og stöðu stjórnmálaflokkanna í landinu“. Steingrímur Hermannsson fór ekki mikið út fyrir Einar Bene- diktsson, blessuð sé minning hans, í ávarpi sínu til þjóðarinn- ar. Eó kvað hann liðið ár hafa verið ár samdráttar í afla með til- heyrandi afleiðingum fyrir þjóð- arbúið. Aðalfréttin í sjónvarpi og útvarpi þennan dag var, að liðið ár hefði verið með þeim gjöfulli, - þriðja mesta aflaárið í sögunni! Um stjórnarsamstarfið sagði forsætisráðherra, að nú þyrfti að endurskoða flesta málaflokka og stjórnin síðan að standa eða falla með ákvörðunum sem teknar væru í endurskoðuninni. Hef- urðu heyrt þetta áður? Hvað ætli leiðtogar ríkisstjórnarinnar bæði forsætisráðherra og Porsteinn Pálsson hafi oft boðað slíka end- urskoðun? Þetta er orðin plata sem þeir stjórnarstrákarnir spila á þriggja mánaða fresti. Endur- skoðunar er þörf. Hin rétta hvöt „Oss þarf að sjást,/að þjóðar- ást,/ er þegnsins rétta hvöt í orði og dáð“, sagði Einar Benedikts- son í áramótaávarpi Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins. Þorsteinn skrifaði fyrstu áramótahugvekju sína í fyrra um hafragraut - og forðað- ist það umræðuefni einsog köttur heitan graut, enda var slík mats- eld orðin hvunndagsfæðu á síð- asta ári. Þorsteini tókst að skrifa heila opnu í Moggann án þess að segja nokkuð sem munað verður eftir. Svo var að skilja á leiðtogunum öllum að þeir vildu gjarnan vera íslendingar og fjölluðu allir nokkuð um þjóðernismál. „Við stöndum nú við dyr nýrrar upp- lýsingaaldar", sagði Þorsteinn í sínu ávarpi. „Okkur ber því frem- ur en fyrr að standa vörð um tunguna og þjóðernið". A milli lína mátti skilja á Þor- steini að hann gerði sér grein fyrir að frjálshyggjan hefði leikið Sjálfstæðisflokkinn, ríkisstj órn- ina og þjóðina illa. „Sú gagnrýni hefur verið fram borin að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi í einhverj- um mæli vikið sér undan ýmsum grundvallarstefnumiðum sínum sem fylking borgaralega hugs- andi manna á íslandi“. Og þrætir fyrir réttmæti gagnrýninnar. Um stjórnarsamstarfið og kosningar á næsta ári segir Þorsteinn ekk- ert. Holskeflan „Þjóðin er í mikilli hættu stödd vegna erlendra menningaráhrifa og augljóslega lélegri afkomu okkar en nágrannaþjóða“, segir í Reykjavíkurbréfi áramótanna. „Holskefla engilsaxneskra menningaráhrifa hefur riðið yfir okkur“, segir réttilega þar, - „og á þessari stundu getur enginn sagt til um það með nokkurri vissu hvort við, sem þjóð, stöndum af okkur þessa holskeflu. Þetta er mesta vandamál þjóðar okkar um þessar mundir", segir í Reykjavíkurbréfinu - og er þar dýpra hugsað og öðurvísi útlagt en í áður tilvitnuðum áramóta- ávörpum. Stjórnina burt Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar leggja allir áherslu á að koma ríkisstjórninni burt á árinu 1985 - og er ekki örgrannt um að leiðtogar stjórnarflokkanna beggja séu allt að því á sama máli. A.m.k. er ekki sami gorgeirinn í þeim og um síðustu áramót og sannfæringarkrafturinn er þorr- inn. Annars getur vel verið að þessir menn trúi ekki á neitt, hafi einfaldlega ekkert til málanna að leggja. I áramótaskrifum leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Svavars Gestssonar, Jóns Baldvins, Guð- mundar Einarssonar og Kristínar Halldórsdóttur, var slegið á aðra strengi: friðarstefnu, lýðræði gegn valdi fjármagnsins og önnur þjóðfélagsleg réttlætismál í anda jafnréttis og sjálfsvirðingar fólks- ins. Hógværð og lítillæti Ekki er þó hægt að stilla sig um það, á þessari hraðferð um aldin- garð opinberra stjórnmála, að geta sérstaklega ávarps Jóns Baldvins Hannibalssonar. Jón Baldvin hefur komið sér upp nýjum stíl auðmýktar og lítil- lætis að hittir hvurn hugsandi mann í hjartastað. í aðalávarpi sínu kvaðst Jón Baldvin leggja mikla áherslu á átak í utanríkis- málum: „Við þurfum að endur- tryggja sjálfstæði okkar með bandalagi við þær þjóðir sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta“. Og hvernig skyldi þessa mikla trygging framkvæmd?: „Þetta eigum við að gera áfram með óbreyttri utanríkispólitík". Og í anda slíks lítillætis gagnvart lesendum sínum og auðmýktar frammi fyrir rök- semdunum segir Jón Baldvin í NT: „Ég tel ekki fráleitt að spá því ef kosningar verða í vor, að Alþýðuflokkurinn geti orðið stærsti flokkur þjóðarinnar". -óg DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgsfandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltstjórar: Ami Bergmann. Óssur Skarphóóinsson. Rltatjómarfulttníl: Oskar Guðmundsson. Fréttaatjórf: Vaiþór Hlöðversson. Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Asdls Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvlk Geirsson, Magnús H. Glsiason, Mðrður Amason, Óiafur Glslason, Sigurdór Sigurdórsson, Viðir Sigurðsson (iþróttir). Ljóamyndlr: Atli Arason, Einar Karisson. Útfft og hðnnun: Filip Franksson, Þröstur Harakfsson. Handrtta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvaemdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrffatofuatjórl: Jóhannes Haröarson. Auglýalngaatjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýaingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgralðaluatjóri: Bakfur Jónasson. Afgralðala: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Slmavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húarmaður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólðf Húnflðrð. Innhalmtumann: Brynjótfur Vilhjálmsson, Ólatur Bjðmsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rltatjórn: Slðumúla 6, Reykjavlk, simi 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Varð i lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.