Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 6
LANDIÐ Rússneskunámskeið MÍR Nýr flokkur byrjenda í rússnesku tekur til starfa nú í janúarbyrjun. Kennari verður Boris Migúnov frá Moskvu. Upplýsingar og innritun að Vatnsstíg 10 dag- ana 3.-5. janúar kl. 16-18, sími 17928. Stjórn MÍR Læknastofa Hef opnað stofu að Álfheimum 74. Tímapant- anir í síma 686311. Páll Stefánsson Háls-, nef og eyrnalæknir Framhald af bls. 5 því. „Slark var á hlaði bæjarins enda varð Tómas að bera konu sína í bæinn og vatnið rétt skinn- sokkatækt í bæjardyrunum". Læknastéttin er nokkuð fyrir- ferðarmikil í bók Guðmundar. Annar kaflinn fjallar um Grím græðara, foreldra hans og aðra ættmenn. Svo sem Stefán á Egilsá leitaðist við að lækna Skagfirð- inga af hverskonar krankleika líknaði Grímur Eyfirðingum á sama hátt. En naumast hefur fátt annað verið líkt með þeim lækn- um. Stefán átti það til að vera hinn mesti hrekkjalómur þótt ekki kæmi það niður á sjúk- lingum hans. Grímur var ljúf- menni hið mesta, „eðalsinnað- ur“, eins og það var orðað, léttur í máli og launkíminn, manna vinsælastur. Þriðji kafli bókarinnar er að mestu helgaður Friðfinni föður Guðmundar, en þeir feðgar eru afkomendur Gríms. Birt er m.a. ritgerð eftir Friðfinn, sem á sín- um tíma kom út í ritinu Heimdraga. Segir Friðfinnur þar m.a. frá veru sinni á Tréstöðum á Þelamörk, en þar var hann í eins- konar „fóstri“ um skeið og leið ekki næsta vel, eins og títt mun hafa verið um tökubörn í þá daga. Bókinni lýkur svo með skrá yfir verðlag á ýmsum vörum og þjónustu á árunum 1890-1900. Yfirlit þetta hefur Björn Jónsson í Bæ á Höfðaströnd tekið saman eftir verslunarbókum og öðrum skjölum föður síns og afa. Töluvert af myndum er í bók- inni ásamt teikningum af nokkr- um eyfirskum bæjum eins og þeir litu út fyrir og um aldamótin síð- ustu. Eru þær gerðar af Guð- mundi Frímannssyni. Það er alltaf fengur að því að fá festar á blað lýsingar á aldarfari, þjóðlífsháttum og einstaklingum fyrri tíma og ekki skemmir þegar það er gert á jafn læsilegan hátt og Guðmundur gerir. Hann kann að segja sögu. Því er þetta í senn fróðleg bók og skemmtileg og munu margir bíða með óþreyju annars bindis. -mhg Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress? Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 81333 Laus hverfi: Hátún, Skerjafjörður Kópavogur - vesturbær Háteigsvegur, Smáíbúðahverfi Neðstaleiti - Miðleiti Það bætir heilsu 02 hag að bera út Þjóðviljann E Betra blað JÚÐVIUINN ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng Útboð Byggingarnefnd Grafarvogsskóla óskar eftir tilboöum í aö gera 1. áfanga skólans að mestu tilbúinn undir tréverk. Húsiö skal byggja úr forsteyptum steinsteypu- einingum og er stærð þess um 1700 m2 eða um 6900 m3. Útboðsgöng verða afhent á teiknistofu Guðmundar Þórs Pálssonar, arkitekts, að Óðingsgötu 7 í Reykja- vík, frá og með 2. janúar 1985, gegn skilatryggingu kr. 10.000. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 22. janúar 1985 kl. 11.00 f.h. Byggingarnefnd Grafarvogsskóla. _ Borgarnes - sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Borgarneshrepps er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. jan. 1985. Nánari upplýsingar veitir Gísli Kjart- ansson oddviti og Húnbogi Þorsteinsson sveitarstjóri. Borgarnesi 28. des. 1984 Sveitarstjórn Borgarness Páfinn Hvað sagði hann Kanadamönnum? Stór, iðnvædd fyrirtæki bjóða hættunni heim Ekki alls fyrir löngu var Jó- hannes Páll II. páfi á ferð í Kan- ada. Hélt hann þá m.a. ræðu í þorpinu Flatrock á Nýfundná- landi. Páfi ræddi um efnahags- vanda Kanadamanna og möguleika samvinnufélaga til að bæta úr honum. Sagði þau auðvelda verka- mönnum að láta „raddir sínar heyrast við töku ákvarðana, sem snerta þeirra eigið líf og fjöl- skyldna þeirra". Benti á að það færi í vöxt í matvælafram- leiðslunni, einkum fiskiðnaði, að henni væri stjórnað af stöðugt færri mönnum. „Stór, iðnvædd fyrirtæki bjóða heim hættunni á að þau missi samband við fiski- mennina... þarfir þeirra og fjöl- skyldna þeirra", sagði páfi og bætti við: „Þeim hættir til að falla fyrir freistingunni að hegða sér einungis eftir þörfum markaðar- ins og þannig getur þau á stund- um skort nægilegt fjárhagslegt frumkvæði til að viðhalda fram- leiðslunni. Ef fæðuframleiðslan fer að stjórnast meir af hagnaðar- von fárra manna en þörfum fjöld- ans þá mun slík þróun mála setja öryggið og dreifinguna í matvæ- laframleiðslu heimsins í hættu“. Efnahagsástandið, einkum þó í fiskiðnaðinum, kallar á „djarfar" ákvarðanir, sagði páfi. „Efling fiskveiðisamvinnufélaga, sam- eiginlegir samningar milli verka- manna og stjórnenda, eitthvert form fyrir sameiginlega eignar- aðild eða félagseign, - þetta eru nokkrar af mögulegum lausnum, sem myndu stuðla að því að tryggja verkamönnum að rödd þeirra heyrðist við töku ákvarð- ana, sem snerta líf þeirra sjálfra og fjölskyldna þeirra“. Skyldi ekki ýmsum vera hollt að hugleiða þennan boðskap, þótt ekki komi hann frá hagfræði- lærðum frjálshyggjumanni? -mhg K.S. Fækkun sláturhrossa Alls var 512 hrossum slátrað hjá Kf. Skagflrðinga í haust. Kjöt af þeim nam 47 tonnum. Hér er um að ræða verulega fækkun frá því í fyrra. Þá var lógað 1059 hrossum og kjötið 120 tonn. Að undanförnu hafa verið að koma á markaðinn nýjar vörur frá Búvörudeild SÍS og fleiri eru væntalegar. Þarna er m.a. nokkuð á ferð, sem nefnist Reykjavíkurpylsa, hrein kjötpylsa án allra þeirra mjölefna, sem yfirleitt eru í pyls- um. Tekið er fram að þetta sé ekki áleggspylsa. Þá er það graf- lamb, grafið kindakjöt, ætlað sem álegg á brauð eða í forrétti. Þriðja nýjungin er nautaskinka. Er hún reykt og soðin svipað því sem gerist við framleiðslu á svína- skinku. Þá má nefna nautavöðva, Þrennt er það einkum, sem tal- ið er valda þessari fækkun slátur- hrossa hjá Kaupfélaginu: Út- flutningur á sláturhrossum, færri hross í héraði og e.t.v. meiri á- heill vöðvi, saltaður og síðan soð-l inn. Vestur í Búðardal er kaupfé- lagið farið að reykja svið. Eru þau reykt í reykofnum en ekki reykhúsi og eftirspurn mjög mikil. Loks er svo að nefna Lado- lamb frá Húsavík og saltaða hrossavöðva og Eyrarpylsu frá Sauðárkróki en þær vörur eru þó ekki alveg nýjar á markaðnum. Að því er nú stefnt að kjöt- vinnslustöðvar einstakra kaupfé- laga sérhæfi sig í framleiðslu ák- veðinna afurða, sem síðan fari á markað gegnum Búvörudeild SÍS. -mgh Afmœli Kvenfélagið Freyja 50 ára í KR-blaðinu, sem er fél- agsblað Kaupfélags Rangæ- inga, er frá því skýrt að hinn 10. nóv. sl. hafi Kvenfélagið Freyja t Austur-Landeyjum minnst 50 ára afmælis síns með myndar- legu hófi í félagsheimiiinu Gunnarshólma. Félagið var stofnað 15. okt. 1934. Fyrstu stjórn þess skipuðu : Guðrún Jónasdóttir, Hallgeirs- eyjarhjáleigu, Vilborg Sæmunds- dóttir, Lágafelli og Margrét Sæmundsdóttir, Miðey. Guðrún Aradóttir, Skíðbakka, rakti 50 ára sögu félagsins en auk hennar tóku margir til máls og félaginu voru færðar gjafir og blóm. Friðbjörn G. Jónsson söng við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar, sem einnig stjórnaði fjöldasöng. í hófinu fengu þær af stofnfélögunum, sem þegar voru ekki orðnar heiðursfélagar, heiðursskjöl gerð af Jóni Krist- inssyni í Lambey - og þarf ekki að spyrja að handbragðinu. Margar konur klæddust íslenskum bún- ingum og setti það sinn svip á samkomuna. Núverandi stjórn Freyju skipa þær Guðrún Aradóttir, Skíð- bakka, Jóna Jónsdóttir, Hall- geirsey og Hrafnhildur Stepens, Miðey. -mhg setningur vegna meira fóðurs. -mhg Búvörudeild Nýjar vömr SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.