Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 5
Hilda hf. Stöðug sókn í 20 ár Þótt þau Tomas og Hanna Holton hæfu útflutning á ís- lenskum ullarvörum þegar árið 1962 var fyrirtækið Hilda hf. ekki formlega stofnað fyrr en 2. júlí 1964. Stofnendur, auk þeirra Tomas og Hönnu, voru Björgvin Ólafsson, Halldóra Sigurjónsdóttir og Helgi Jó- hannsson. Fyrstu árin var starfsemin ekki ýkja umfangsmikil en gaf þó góð fyrirheit. Hálfgerð vantrú ríkti á íslensku ullinni, jafnvel hjá þeim, sem við ullariðnaðinn störfuðu, og var hún vart talin nothæf nema í vinnuflíkur og gróf ullarteppi. Ósérplægni og dugnaður ein- kenndi þegar störf Hildu og hefur svo verið jafnan síðan. Árið 1967 hóf fyrirtækið nokkurn útflutning á vélprjónuðum ullarvörum og þar með breytist stafsemin úr heimilisiðnaði í útflutningsiðnað. Síðan hefur salan vaxið ár frá ári, nýir markaðir unnist og salan aukist á hinum eldri. Eigendum og forráðamönnum Hildu hf. var ljóst, að ekki var unnt _að ná fótfestu á erlendum mörkuðum og halda henni nema framleiðslan væri vönduð og svipur vörunnar samstæður og ís- lenskur. Því var áhersla lögð á hönnun, gæðaeftirlit, auglýsingar og áróður erlendis. Athygli er vakin á eðliskostum íslensku ullarinnar. Árið 1975 var hönn- uður ráðinn til fyrirtækisins. Síð- an hefur öll framleiðslan verið hönnuð af íslenskum og er- lendum hönnuðum og hefur það skilað sér vel. Vörurnar hafa fengið það orð á sig hjá erlendum kaupendum, að á þeim sé sér- stakur heildarsvipur, sem beri vott um vönduð vinnubrögð. Reglulegt eftirlit er haft með framleiðslunni og er gæðaeftir- litið nú sérstök deild í útflutnings- deild fyrirtækisins í Borgartúni. Aðferðir Hildu hf. við sölu og kynningu á framleiðslunni eiga stóran þátt í velgengni fyrirtækis- ins. Þær mótuðust strax á fyrstu árunum þegar Tomas Holton Scott í Chicago heimsótt í tilefni af því að 10 ár eru nú liðin frá því að það hóf að selja vörur frá Hildu hf. Carson er stórverslun með 23 útibú á ýmsum stöðum í Illinois. Fyrirtækið var fyrst vers- Nœr 300 tegundir af allskonar ullarvörum gekk á milli stórverslana og bauð íslenskar lopapeysur til sölu. Síð- an hefur sölumennskan byggst á persónulegu sambandi við kaup- endur. Fyrirtækið selur ekki gegnum umboðsmannakerfi heldur sinnir sjálft viðskiptavin- um sínum. Áður en framleiðsla næsta árs er fullmótuð, koma bestu viðskiptavinirnir á fund með hönnuðum og sölumönnum, þeim er kynnt „línan“, leitað eftir áliti þeirra og hugmyndum og óskum um breytingar. Fylgst er náið með sölu í hverri verslun frá aðalstöðvum Hildu hf. í Reykja- vík og hringt í hverja búð viku- lega. í raun eru allir starfsmenn Hildu hf. sölumenn í þeim skiln- ingi, að þeir hafa meira og minna beint samband við viðskiptavini og reyna að uppfylla óskir þeirra. Kynning á landi og þjóð Áherslan, sem forráðamenn Hildu hf. hafa lagt á að kynna sérkenni og eiginleika íslensku ullarinnar hafa leitt af sér beina landkynningu og orðið til þess að greiða fyrir sölu á íslenskum ullarvörum yfirleitt en ekki tak- markast við vörur frá Hildu hf. einvörðungu. Fyrirtækið hefur látið gera myndband um íslensku ullina og starfsemi Hildu hf., sem sýnt hefur verið í sjónvarpi víða vestanhafs. Sem dæmi um kynningu á veg- um Hildu hf. má nefna ferð, sem farin var til Bandaríkjanna seint í okt. sl. Þá var hin nýja verslun fyrirtækisins í Carmel by the Sea í Kaliforníu heimsótt. Þar voru haldnar tískusýningar og sýnt myndbandið fyrrnefnda. í Carm- el og Pebble Beach var einnig tekið á móti ráðamönnum frá öllu svæðinu á og umhverfis Montereyskagann, þeim sýnt sjónvarpsefni frá íslandi, sem að meginhluta var viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur forseta, auk myndbandsins og tískusýninga. Þá var og fyrirtækið Carson Pirie Svo mikið var látið með íslend- inga og þau Tom og Hönnu Holt- on í Chicago að ríkisstjóri Illi- nois, James R. Thompson lýsti því yfir að vikan frá 5.-10. nóv. 1984 væri íslandsvika í Illinosríki. Vegna tíu ára afmælis viðskipta Hildu hf. við Carson, Pirie, Scott í lliinois var haldin veisla þar sem forráðamönnum verslunarinnar var afhent gjöf frá Hildu hf. Hér sést Hans G. Andersen sendiherra, en hann af- henti gjöfina, koma til veislunnar og heilsa Hönnu Jóhannsdóttur' Holton. Tómas A. Holton er lengst til vinstri. lana til þess að setja upp sérstak- ar deildir fyrir íslenskar ullar- vörur frá Hildu hf., en síðan hafa margar verslanir vestanhafs fetað í þá slóð. Vegna þessara tíma- móta kom Hans G. Andersen sendiherra til Chicago og afhenti stjórnarformanni Carson gjöf frá Hildu hf. Þá var Washington borgarstjóri Chicago heimsóttur og gefin íslensk lopapeysa í tilefni af afmælinu en hann launaði með sérstöku þakkarskjali. Eitt megin aðdráttaraflið í þessari ferð Hildu hf. um Banda- ríkin voru tvær prjónakonur frá íslandi, Sigurbjörg og Kolbrún Sigfúsdætur. Sátu þær og prjón- uðu í hverri búðinni á fætur ann- arri, bæði í Kaliforníu og Chic- ago. Báðar starfa þessar konur í peysumóttöku Hildu hf. Stöðugur vöxtur Árið 1978 stofnaði Hilda hf. eigin saumastofu undir stjórn Bjarna Árnasonar. Árið 1979 festi fyrirtækið kaup á húsnæði í Bolholti 6 en var áður í leiguhús- næði. Árið 1980 kom fyrirtækið á fót eigin saumastofu, sem saumar til útflutnings, Hlín hf. Hún fram- leiðir einnig föt fyrir innanlands- markað undir merkinu „Gaz- ella“. Á því ári var öll framleiðsla og bókhald tölvuvætt. Árið 1982 var sett á fót tískuverslunin „Svarta perlan" og á síðasta ári kom fyrirtækið upp eigin prjóna- stofu á Selfossi. Hið nýjasta er svo að fyrirtæk- ið setti upp eigin sölubúð í Carm- el í Kaliforníu. Þangað eiga er- lendir viðskiptavinir að geta sótt hugmyndir um hvernig best er að bjóða fram íslenskar ullarvörur. Búðin veitir og ráðamönnum fyrirtækisins milliliðalausa vitn- eskju um hvernig notendum líkar varan og hvað þurfi að breytast, ef um það er að ræða. Þá á Hilda hf. hlut í Constables á Bermuda- eyjum og Pittsburgh, sem selur eingöngu Hilduvörur. Mjóg vax- andi markaður er nú á Cayman- eyjum og í Japan, hjá fyrirtækinu Tri-Ocean. Starfsemin nú Starfsmenn Hildu hf. í skrif- stofu, saumaskap, hönnunar- deild, útflutningsdeild, ullar- vöruverslun og prjónastofu eru nú um 90 talsins. Talið er að um 1500 manns hafi atvinnu af ís- lenskum ullariðnaði. Af þeim vinna um 350 að framleiðslu- vörum Hildu hf. Ótaldar eru þá þær konur, sem prjóna lopa- peysur og koma með þær til fyrir- tæícisins, en lauslega áætlað eru það um 350 á viku. Verið er að leggja síðustu hönd á bækling þann, sem sýnir þær vörur Hildu hf., sem boðnar verða í verslunum á surnri kom- anda. Verða það 154 tegundir af stærri flíkum, um 40 gerðir af handprjónuðum lopapeysum og 90 tegundir af smávörum. Bækur Enn er skrifaö á Egilsá Guðmundur L. Friðfinnsson sendir frá sér nýja bók Ekki held ég að bændur séu síður áhugamenn um bók- menntir en aðrar stéttir þessa þjóðfélags. Ýmsa þekki ég, sem eiga mikii og góð bóka- söfn og nota flestar tómstund- ir sem gefast til lestrar. Til eru og þeir bændur, sem þjóðin hefur skipað á skáldabekk, bæði fyrr og síðar, og mjög að makleikum. Eru þau nöfn kunnari en svo að á þurfi að minna. Einn þessara skáld- bænda er Guðmundur L. Frið- finnsson bóndi á Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði. Ekki veit sá er þetta ritar hve- nær Guðmundur hóf fyrst að festa hugleiðingar sínar á blað. En fyrsta bókin frá hans hendi kom út árið 1950 og raunar tvær á því ári. Voru báðar barna- eða unglingabækur og var vel tekið. Var önnur þeirra gefin út á ný árið 1971. Fjórum árum síðar kom út skáldsagan Máttur lífs og moldar og var nú meira í fang færst en áður. Síðan hefur hver bókin rekið aðra þótt ekki séu allar skáldverk, og nú síðast Ör- lög og ævintýri, fyrra bindi, sem út kom fyrir skömmu hjá Skjald- borg á Akureyri. Órlög og ævintýri er ekki skáldsaga, heldur æviþættir, munnmæli, minningabrot o.fl. Bókin skiptist í þrjá hluta. Er þar fyrst sagt frá búferlaflutningi for- eldra Guðmundar, Friðfinns Jó- hannssonar og Kristínar Guð- mundsdóttur, frá Efri-Rauðalæk á Þelamörk að Egilsá í Skagafirði árið 1905 og rakin saga býlisins Egilsár svo sem heimildir hrökkva til. Þá hefur að segja frá Stefáni Tómassyni, sem fæddur var á Egilsá 1806, bjó þar mest allan sinn búskap en stundaði jafnframt lækningar með góðum árangri, hafði enda lækninga- leyfi. Hann var í aðra röndina hinn mesti furðufugl og uppátæki hans sum hin fáránlegustu, „raunar tveir menn og nokkuð ól- íkir“, eins og Guðmundur segir. Er fengur að því að fá þarna dreg- ið saman á einn stað flest eða allt, sem vitað er um feril Stefáns læknis. Fyrsta þætti bókarinnar lýkur með frásögn af Tómasi Tómassyni og Jóhönnu Sigur- geirsdóttur konu hans, Eyfirð- ingum, sem fluttu í Egilsá að norðan 1902, en þá hafði jörðin verið í eyði í 1 ár og aðkoman eftir Framhald á bls. 6 - ■ ■ ' í " Öðru vísi er nú umhorfs á Egilsá en þegar Tómas Tómasson bar konu sína þar inn í bæ og vatnið í bæjardyrunum var varla skinnsokkatækt. UMSJÓN: MAGNÚS H. GlSLASON Fimmtudagur 3. janúar 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.