Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 11
_______________________VIÐHORF______________________ Gömlu stjómmálaflokkamir til tunglsins eftir Kristínu Sævarsdóttur „Háttvirtir þingmenn", „hæst- virtir" ráðherrar og aðrir kerfis- karlar: Komið niður úr skýjunum augnablik. Stóra stundin er að renna upp. Innan skamms verður pantað, fyrir gömlu flokkana, far til tunglsins, aðra leiðina. Kar- linn í tunglinu bíður spenntur eftir sendingunni, sem mun færa honum ómælda ánægju á kom- andi tímum, líkt og aparnir á Sæ- dýrasafninu eru okkur til mikillar skemmtunar hér niðri. Ykkur langar vafalaust að vita hverjir munu sjá um undirbúning ferðarinnar. Það get ég vel sagt ykkur. Auðvitað verða það flokksfélagar ykkar af „veikara kyninu" og „vitlausa aldrinum". Þau eru vön því að gera skítverk- in fyrir ykkur og þetta verður þeirra síðasta (og vafalaust ánægjulegasta) skítverk í þágu gamla tímans. Ef ég þekki ykkur rétt, brenn- ur á vörum ykkar spurning um ástæðuna. Það þarf víst alltaf að vera ástæða fyrir gjörðum ann- arra en ykkar sjálfra. Ástæðan er einföld. Unga fólkið og konurnar í flokkunum ykkar eru einfald- lega orðin pakksödd. Unga fólk- ið er búið að fá meira en nóg af því að mæna upp til ykkar öld- unganna og bíða fyrirskipana, og konurnar hafa gert sér það ljóst að tilgangur þeirra í lífinu er ekki sá að vera gólftuskur fyrir háa herra sem yrða aðeins á þær til að segja þeim að raða stólum og baka kleinur. Alltof lengi hefur ykkur liðist að koma fram við ungt fólk og konur sem „annars flokks menn" sem hægt er að nota, misnota og lítilsvirða. En svínræði ykkar fær ekki að viðgangast stundinni lengur. Unga fólkið og konurnar munu líta upp til ykkar í síðasta sinn þegar þið fljúgið frá jörðu í átt til nýrra og hentugri heimkynna. En það er enn tími til afpanta farið, því að aðferðir þessa fólks eru ólíkt skárri en ykkar, að því leyti að þau gefa möguleika á breytingum. Þau ætla að gefa ykkur eitt tækifæri í viðbót í til- efni jólahátíðarinnar. Ykkur verður gefið tækifæri til þess að gefa sjálfum ykkur, unga fólkinu, konunum og komandi kynslóð- um rausnarlegri nýársgjöf en nokkru sinni fyrr. Hún er sú að leggja niður ungmenna- og kvennahreyfingar flokka ykkar. Þessi gjöf kostar sennilega ekki mikla peninga, en þeim mun meiri breytingar á ykk- ar brenglaða hugsunarhætti. Ekki aðeins þurfið þið að leggja niður þessi félög, heldur einnig að snarbreyta ykkar hegðun. Jafnvel gæti svo farið að þið þyrftuð að iðka fyrirbæri sem kallast „samvinna", í fyrsta sinn á lífsleiðinni. Allt of lengi hafið þið komist upp með að nota ungt fólk í skít- verk sem þið þóttust vera „of góðir,, til að vinna sjálfir, eins og t.d. kosningasmölun og fjár- öflun. Og hvernig þið komið fram við konurnar. Til háborinn- ar skammar. Án þeirra væru hvorki þið né flokkarnir ykkar til, svo mikið vitið þið, þó ekki fari nú mikið fyrir vitinu í ykkur. Hvernig þær hafa stjanað í kring- um ykkur frá því að þið komuð í heiminn, og þakklætið sem þær fá, er aukið misrétti með hverju ári, smjaður og lygi. Að þið skulið ekki skammast ykkar fyrir að láta sjá ykkur á almannafæri eins og hegðun ykkar hefur verið. En þið virðist ekki vitund skammast ykkar, heldur látið þið líta svo út að mikið sé af ungu fólki og konum í ykkar röðum. T.d. montar einn flokkurinn sig af því að yngsti þingmaður hans sé ekki nema 35 ára. Ekki nema... Það er kannski skiljan- legt að gamalmennum á þeim bæ þyki 35 ár afskaplega lágur aldur. En ef þeir skyldu ekki vita það þá fær fólk á íslandi kosningarétt 18 ára, og ef það er nógu þroskað til að velja þjóðinni leiðtoga, þá ætti það að vera nógu þroskað og viti borið til að sitja á þingi. Þing- mennska hefur hingað til ekki krafist neitt sérstaklega mikilla vitsmuna. Aðrir flokkar státa sig af rnörg- um virkum konum. Mikil ósköp. Virkni þeirra er mæld í kleinubakstri og basarstandi. Það gera þær til að rétta af fjárhaginn sem þið hafið klúðrað. Það er bæði siðlaust og barnalegt að þið skulið kalla ykkur jafnréttis- sinna, því það eruð þið síst af öllu. Ef allir væru jafn réttháir innan ykkar flokka þá væri helmingur miðstjórnarmeðlima og þing- rnanna konur, og meðalaldurinn lægri en hann er nú (55 ár). Ég segi við ungt fólk og konur: „Látið ekki misnota ykkur svona áfram. Það er auðvitað slæmt að ráðskast með fólk, en það er hálfu verra að láta ráðskast með sig. Með því að láta þetta við- gangast stuðlið þið ekki aðeins að vanlíðan ykkar og þeirra sem beita ykkur misrétti (þeir sofa illa og hafa slæma samvisku) heldur stuðlið þið að því að farið verði á sama hátt með enn fleiri." Þið þarna öldungar á þingi ætt- uð að sýna svolítinn myndarskap og segja af ykkur og gefa þessu fólki tækifæri til að spreyta sig. Það er gott fyrir ykkur, því þá getið þið losnað við magasár og streitu, og gott fyrir þjóðina að fá leiðtoga sem kunna eitthvað ann- að en að lofa, svíkja og svína á fólki. Það er ekki mikið mál fyrir þingmenn og ráðherra að segja af sér, Því ekki? Það saknar ykkar enginn þó þið létuð ykkur hverfa og létuð aðra um stjórnmálin. Það væri nú ólíklegt skemmti- legra um að lítast á Alþingi ef helmingur þingmanna væru kon- ur og ung og frískleg andlit kærnu í stað gamalmenna með magasár eða harðlífi, eins og nú er. Sem betur fer hefur komið fram á sjónarsviðið stjórnmála- flokkur sem mismunar ekki fólki eftir kynjum eða aldri. í Flokki mannsins (sem er flokkur allra manna) er mikið lagt upp úr því að hvergi sé ungt fólk og konur í minnihluta. T.d. er helmingur af stjórn flokksins konur og ungt fólk til jafns við aðra. Vegna þess hve mikið hefur verið svínað á þessum hópum er lögð rík áhersla á að konur og ungt fólk njóti sín. Annars byggir Flokkur mannsins á virkni og þá skiptir ekki máli hvort fólk er ungt eða gamalt, karlar eða konur, heldur að það vilji leggja sitt af mörkum og vinni saman. Allir flokkar ættu að taka þessi vinnubrögð sér til fyrirmyndar í stað þess að meta fólk eftir því hver hefur logið liðugast, svikið mest og smogið liprast. Þessi staðhæfing er staðreynd en ekki bara grín það vitið þið valdhaf- arnir best, enda er samviska ykk- ar gruggug og heilsan ekki upp á það besta. Ykkur vantar tilbreytingu í ykkar daglega líf, sem hingað til hefur ekki verið upp á marga fiska. Takið ykkur frí og gerið öðruvísi hluti. Góð hugmynd væri t.d. ef þið bökuðuð kökurn- ar sjálfir sem þið étið. Betlið sjálf- ir inn peningana sem fara í að borga undir ykkur skíðaferðir og utanlandsreisur á vegum flokk- anna. Þið eruð ekkert „of góðir" til að taka að ykkur skítverk unga fólksins og kvennanna. Allt þetta hef ég sagt, sem ung kona og manneskja. Og ég segi líka við ykkur ráðamenn: Látið konur og ungt frískt fólk um að stjórna landinu. Það er ekki hægt að gera verr en þið hafið gert, þannig að áhættan er engin. Ef þið fylgið ekki þessum ráðurn sem gefin eru af mikilli umhyggju þá munu flokkar ykkar hverfa fljótt. (Þeir hverfa kannski hvort eð er en smáfrestur getur jú leitt af sér margt gott). Þetta er nýársgjöf sem vit er í. Kristín Sævarsdóttir Meðstjórndandi í Flokki mannsins Verkakona. Allt of lengi hefur ykkur liðist að koma fram við ungt fólk og konur sem annars flokks menn, sem hœgt er að nota, misnota og lítilsvirða. En svínrœðiykkarfœr ekki að við- gangast stundinni lengur. TÓNLIST Vetrarsólslöður Islensku hljómsveitarinnar íslenska hljómsveitin Söngsveitin Fílharmonía Tónleikar í Bústaðakirkju Einleikarar Ásdís Valdimars- dóttir og Mats Rondin Tónleikar íslensku hljóm- sveitarinnar í Bústaðakirkju þ. 20. des. 1984. Þriðju tónleikar Í.H. fengu nafnið Vetrarsólstöð- ur. Það segir sig sjálft að hljóm- sveit sem hefir ekki fleiri strengi er mjög þröngur stakkur skorinn hvað verkefnaval snertir, enda vill það oft verða ansi tætingslegt. Það er virkileg synd þvi yfirleitt eru hljóðfæraleikararnir mjög góðir, en það er sama sagan eins og oft vill verða, það vantar pen- inga til þess að manna betur strengjasveitina. Vonandi stend- ur það til bóta, en meðan þetta ástand varir, verður þetta hvorki fugl né fiskur og þarf mikið hug- myndaflug til að velja verkefni fyrir svona undarlega samsetta hljómsveit. Þegar þetta er allt haft í huga, skilur maður betur verkefnavalið og hlustar með vel- vilja. En snúum okkur að tónleikun- um. Fyrsta verkið, Cantique De Racine eftir 'Gabriel Fauré fyrir kór og kammerhljómsveit er fal- legt og yfirlætislaust verk vel flutt af Söngsveitinni Fílharmoníu, hljómsveitinni undir góðri stjórn Guðmundar Emilssonar, að ó- gleymdum þætti Elísabetar Wa- Næst var Lyriskur þáttur eftir enska tónskáldið Gustav Holst. Einleikari á lágfiðlu var Ásdís Valdimarsdóttir. Ásdís vakti snemma á sér athygli sem óvana- lega efnilegur nemandi. Hún stundaði fiðlunám hér í borg, síð- ast í Tónlistaskólanum í Reykja- vík, en kennari hennar þar var Rut Ingólfsdóttir. Hún sneri sér síðan alfarið að lágfiðlunni og tekur lokapróf á það hljóðfæri að vori komandi við Juilliard tónlist- arháskóIanníNew York, þar sem hún hefir stundað nám undanfar- in ár. Hún hefur tekið miklum framförum og lék af öryggi og fágaðri tækni. Tónninn er bæði mikill og fallegur og þegar tillit er tekið til þess, að hún lék á láns- hljóðfæri, sem hún fékk í hend- urnar rétt fyrir tónleikana (hljóð- færi hennar varð fyrir hnjaski), þá er afrek hennar enn meira. Það verður gaman að fylgjast með Ásdísi í framtíðinni. Lýriski þátturinn var virkilega áheyrilegt verk, en það sama verður ekki sagt um næsta verkið á efnis- skránni. Það má furðulegt teljast að velja þetta nauðaómerkilega verk sem í hæsta lagi gæti gengið á nemendatónleikum, en ekki á tónleikum sem eiga að vera tekn- ir alvarlega. Þetta verk sem kallast konsert fyrir cello og hljómsveit, er eftir ítalska fiðlusnillinginn og tón- skáldið Giuseppe Tartini (1692- 1770). Ýmis verk eftir Tartini hafa lifað fram á þennan dag eins og t.d. Djöflatrillusónatan o.fl. en þetta verk hefði mín vegna mátt „sofa svefninum langa", enda efast ég um að þetta sé frumleg útgáfa af verkinu. Mats Rondin, ungur Svíi, er sjálfsagt góður cellisti, en ekki tókst hon- um að blása lífi í þessa lágkúru sem ekki var von. Ég undanskil þó hæga kaflann, sem Mats Rondin lék fallega. Eftir hlé var leikið Adagio fyrir flautu, hörpu, píanó og strengja- sveit eftir Jón Nordal. Það var ánægjulegt að heyra aftur þetta fallega verk sem hefir verið leikið hér nokkrum sinnum áður og er Ásdís Valdimarsdóttir lék af öryggi og fágaðri tækni vel þekkt. Einleikararnir sem stóðu sig allir vel, voru Martial Nardeu, flauta (hann lék mjög skemmtilega með Ásdísi í Lýr- iska þættinum), Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó og Elísa- bet Waage, harpa. Að endingu var verk eftir Ralph Vaughan-Williams, Flos Campi fyrir lágfiðlu, kór og kam- mersveit, en um það segir í efnis- skrá: „Flos Campi sprettur af dul- rænum hugleiðingum höfundar- ins, meðal annars af íhugun á op- inberun Jóhannesar. Verkið er söngur án orða sem smám saman myndar ljóðrænt stef eftir átök tveggja lagvísa. Þættirnir eru sex og ber hver sína yfirskrift úr Bib- líunni.“ Þótt verkið léti vel í eyrum og væri vel flutt af öllum aðilum undir góðri stjórn Guð- mundar Emilssonar, skildi það ekki mikið eftir hjá undirrituð- um. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur er því ekki að neita að á efnisskrá íslensku hljómsveitarinnar eru oft verk sem ekki myndu heyrast að öðru jöfnu annarsstaðar, og má segja að það sé góðra gjalda vert. En hvað umrædd verk koma vetrarsólstöðum við er mér ekki P.S. Því miður kom ég því ekki í verk vegna anna að skrifa um ágæta tónleika Kammersveitar Reykjavíkur sem haldnir voru í Ásícirkjuþ. 27. nóv. s.l.,Égbiðst afsökunar og lofa að bæta ráð mitt eftir næstu tónleika sveitar- innar. Svo óska ég öllum gleði- legs árs. R.S. Fimmtudagur 3. januar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.