Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Tímarit Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Mikilvægur fundur í kvöld Þroskahjálp komið út Tfmaritið Þroskahjálp 3. tölu- blað 1984 er komið út. Utgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar grein- ar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Gyða Haralds- dóttir skrifar um „Cunningham námskeiðið" sem er síðari hluti og nefnist: Námsfundir fyrir for- eldra. Fyrri hluti greinarinnar birtist í 1. tölublaði 1984. Rögnvaldur Óðinsson greinir frá nýstofnuðu félagi fatlaðra ung- menna og Dóra S. Bjarnason og Asgeir Sigurgestsson skýra frá því hvað PASS, en það er aðferð til að meta þjónustu við fatlaða, felur í sér. Frásögn af málefnum fatlaðra á Austfjörðum í grein sem nefnist „Að austan“ og grein Jóns S. Alfonssonar sem hann byggir á erindi sínu sem hann flutti á Landsþingi Proskahjálpar 1983, um: Heimili - langtímavist- un. Þá er greint frá starfi Lands- samtakanna Þroskahjálpar og norrænu samstarfi um máiefni fatlaðra. Tímaritið Þroskahjálp, sem kemur út fjórum sinnum á ári, er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Áskriftarsími er: 91-22901. Nýr kjúklinga- staður Nýlega var opnaður kjúklinga- staðurinn „Chick-king“ í Suður- veri við Stigahlíð í Reykjavík. Þar er boðið upp á djúpsteikta kjúkl- ingabita og viðeigandi meðlæti. Að sögn eigandans Sverris Þorsteinssonar er þetta fyrsti „Chick-king“ kjúklingastaðurinn á Norðurlöndum, en „Chick- king“ kjúklinga er víða að fá í Englandi, Hollandi og í Banda- ríkjunum. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til mikilvægs fundar um til- lögu starfsnefndar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að stofna al- menningshlutafélag til reksturs BÚH. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. janúar 1985, kl. 20.30 að Strandgötu 41, Skálanum. Mikilvægt að sem flestir mæti til að taka þátt í umræðu um hvort selja eigi BÚH. Stjórn bæjarmálaráðs og stjórn ABH. Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur verður í húsi Slysavarnarfélagsins á Egilsstöðum laugardaginn 5. janúar nk. kl. 13.30. Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson koma á fundinn. Félagsmenn og stuðningsfólk velkomið. - Stjórnin. Jafnréttisráð Horfið til aukinnar samsköttunar Seyðisfjörður Alþýðubandalagsfólk Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á fundi í Herðubreið föstudagskvöldið 4. janúar kl. 20.30. Félagar og stuðningsfólk velkomið. - AB Seyðisfjarðar. St. Jósefsspítali Landakoti Hjúkrunarfræðingar: - Barnadeild - Gjörgæsludeild, sérfræðinám í gjörgæsluhjúkrun æskilegt. - Handlækningadeildir, l-B, ll-B. - Lyflækningadeildir, l-A, ll-A. - Skurðdeild. Fastar næturvaktir koma til greina á hinum ýmsu deildum spítalans. Sjúkraliðar: - Barnadeild. - Handlækningadeildir, l-B, ll-B. - Lyflækningadeildir, l-A, ll-A. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 frá kl. 11:00-12:00 og 13:00-14:00 alla virka daga. Röntgenhjúkrunarfræðingur - Röntgentæknir - óskast sem fyrst við Röntgendeild. Upplýsingar veitir deildarstjóri kl. 11:00-12:00 og 13:00-14:00 alla virka daga. Starfsmenn við ræstingastörf, upplýsingar veitir ræ- stingastjóri kl. 11:00-12:00 og 13:00-14:00 alla virka daga. Reykjavík 27/12 ’84. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra Maðurinn minn Ingibergur Kristjánsson Grensásvegi 56 andaðist 18. desember á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd fjölskyldunnar Auðbjörg Ingimarsdóttir. Afundi Jafnréttisráðs nýlega var gerð ályktun um þær breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt og nýlcga voru lagðar fyrir á alþingi. Ályktun Jafnrétt- isráðs fer hér á eftir: „Nýlega var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eigna- skatt. í frumvarpi þessu er m.a. lagt til að ónýttur hluti neðsta skattþreps hjá hinu tekjulægra hjóna sé millifærður til hins mak- ans (þó mest kr. 10.000.-) og lengist neðsta skattþrep hans sem þessu nemur. í greinargerð með frumvarpinu segir að „þetta sé gert til að draga nokkuð úr þeim mismun sem er á milli saman- lagðra skatta hjóna með hlið- stæðar heildartekjur eftir því hvernig tekjuöflun skiptist milli hjónanna innbyrðis". Verði þetta að lögum mun skattbyrði allra hjóna þar sem annað er heimavinnandi lækka. Þessi lækkun kemur því jafnt til góða barnlausum hjónum þar sem annar maki er hálaunamaður og hjónum með ung börn sem hafa lágar tekjur, en annar maki er heima til að annast börnin. Jafnréttisráð vekur athgyli á því að hér er verið að hverfa aftur til aukinar samsköttunar og ítrek- ar þá skoðun sína að sérhver ein- staklingur skuli vera sjálfstæður skattaðili án tillits til hjúskapar- stöðu. Ráðið telur hins vegar brýnt að draga úr skattbyrði hjóna með ung börn, hvort sem annað þeirra eða bæði vinna utan heimilis. Hér væri þá annars vegar um að ræða umbun vegna vinnu við umönnun á heimili og hins vegar vegna kostnaðar við barnagæslu. Jafnréttisráð leggur því til að þeim 200 milljónum sem verja á til lækkunar tekjuskatts vegna millifærslu samkvæmt fyrr- greindu frumvarpi verði varið til hækkunar barnabóta. Ályktun þessi var samykkt af meirihluta Jafnréttisráðs, en Ein- ar Árnason, fulltrúi Vinnuveit- endasambands íslands í ráðinu, óskaði eftirfarandi bókað: „Ég er andvígur samþykkt meirihluta Jafnréttisráðs og mæli með sam- þykkt frumvarpsins“.“ FLÓAMARKAÐURINN Til sölu 2 Cortinur árgerð '70 og Brno riffill caliber '22. Uppl. í síma 25401 hjá Guðmundi Karli. Norræni Hea/ar-skólinn hefur starfsemi sína á íslandi 12. jan. 1985. Kynningar- og innritunarkvöld 5. jan. kl. 20 í Félagsheimili Kópa- vogs. Skólinn veitir innsýn í hinar margvíslegu leiðir, sem stefna að heilbrigðu lífi og andlegu jafnvægi. Allt áhugafólk velkomið. # Bifreið óskast Óska eftir ódýrri bifreið í góðu standi. Tegund skiptir ekki máli. Sími 18392. Krossgáta Nr. Lárétt: 1 prik 4 hákarlaöngull 6 erta 7 skvamp 9 elska 12 væla 14 hross 15 dropi 16 kvendýrið 19 laun 20 hyski 21 sterkir. Lóðrétt: 2 spil 3 fugl 4 skítur 5 slóttug 7 halli 8 umdæmi 10 um- hyggjusamar 11 dáð 13 óvild 17 hrópa 18 dýr. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 snær 4 kunn 6 enn 7 hali 9 álit 12 ístra 14 rót 15 sig 16 innan 19 afla 20 kinn 21 smáir. Lóðrétt: 2 nía 3 reis 4 knár 5 nói 7 harmar 8 lítils 10 lasnir 11 tiginn 13 tón 17 nam 18 aki. Sjónvarp óskast Óska eftir að kaupa svart/hvítt ferða- sjónvarpstæki á vægu verði. Uppl. í síma 28874. Smáköflóttur sixpensari tapaðist á gamlárskvöld hjá Mark- landi 10. Skilvís finnandi hringi í síma 15713 og 30662. Skíði - Saumavél Óska eftir ódýrum, notuðum skíðum án bindinga, stærð 170-175. EEinnig óskast ódýr saumavél. Uppl. í síma 24663. Ódýr húsgögn til sölu næstu daga. Uppl. í síma 21079. Kettlingar 4 svarta kettlinga vantar góð framtíð- arheimili. Móðirin er Síamslæða. Á sama stað er til svart/hvítt sjónvarp. Uppl. í síma 46897 í dag og næstu daga. Þarftu að losna við teppi? Okkur vantar ca. 25 m2. Uppl. í síma 667057. 14 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.