Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Gamlárskvöld Aramótin fuku út í veðrið Engar áramótabrennur og íbúar á suðvesturhorninu urðu að halda sig innandyra. Bílar fuku víða útaf vegum en engin teljandi slys áfólki. Blíðviðrifyrir norðan og austan Hávaðarok og rigning settu stærstan svip á hátíðarhöld íbúa á Sður-og Vesturlandi á gamlárskvöld. Nær ógjörningur var að vera utandyra, brennur urðu fæstar eldi að bráð og í þeim sem var kveikt var hið snarasta slökkt aftur þar sem logandi brennuefni dreifðist yfir nær- liggjandi íbúðarhverfi. Óneitan- lega nokkuð döpur áramót fyrir þau yngstu sem höfðu beðið í heilt ár eftir brennustússi og flugelda- sýningum. Fyrir norðan og austan var veður hið fegursta á sama tíma og ánægjuleg áramót í hvívetna. Þrátt fyrir veðurofsann á suðvesturhorninu urðu engin teljandi slys á fólki. Þó nokkuð var um að bflar fykju út af vegum, bæði á Suðurnesjum, á Kjalar- nesi og undir Hafnarfjalli. Fyrir framan Engihjallaháhýsin í Kópavogi tókust bflar enn einu sinni á loft og skullu saman. Að sögn lögreglunnar urðu hvergi teljandi skemmdir á mannvirkjum í óveðrinu. Fólk hafði hægt um sig, hélt sig að mestu heima og umferð var því með minnsta móti á nýársnótt. Mikill skafrenningur var framan af kvöldinu í Breiðholti og varð lögreglan að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Þá skóf einnig mikið á Suðurlandsvegin- um og Hellisheiði lokaðist. Mönnum gekk misjafnlega vel að koma flugeldum á loft í óveðrinu og urðu sumir að leita sárir ásjár slysavarðstofunnar eftir misheppnaðar tilraunir. Slökkviliðið í Reykjavík hafði í nógu að snúast einkum við að slökkva í brennum. Vonandi gefa veðurguðirnir öllum landsmönn- um tækifæri til að fagna nýju ári með brennum og blysförum á þrettánda dag jóla. - Ig. Banaslys 16 ára piltur ók útaf Banaslys varð á Grindavíkur- vegi aðfararnótt sl. laugardags er bifreið fór útaf veginum og valt. Ungur piltur var einn í bflnum og lést hann samstundis. Pilturinn sem hét Óðinn Krist- jánsson, 16 ára gamall, var á leið frá Grindavík til síns heima í Vogum. Islenskir búnaðar- hættir Skráning þeirra í undirbúningi? Á Búnaðarþingi í fyrra var samþykkt áskorun til ríkisstjórn- ar og Alþingis um að veita fé til þess að semja vísindarit um ís- lenska búnaðarhætti. Var málið runnið undan rifjum Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Sjálfsagt hafa menn haft í huga hið gagnmerka rit Lúðvíks Krist- jánssonar rithöfundar um Is- lenska sjávarhætti. Vísir menn herma að nú sé á fjárlögum fjárveiting til þessa verks, þótt ekki sé hún sérstak- lega skilgreind þar heldur undir samheitinu Ýmis verkefni. Þess er því að vænta að skriður komist brátt á þetta mál og því fyrr, þeim mun betra. Ekki mun búið að ráða mann til verksins, en nafn Þórðar Tóm- assonar safnvarðar, í Skógum, hefur mjög borið á góma. Senni- lega er líka vandfundinn sá mað- ur, sem betur er hæfur til þessa starfs en hann. - mhg. «rr Li 1 % ( Bannað aöreykja? Jú, reyndar erbannað að reykja íafgreiðslusal Póstsog síma viðÁrmúla einsog á öðrum opinberum stöðum, en ný lög þar að lútandi tóku gildi um áramótin. Þessi pípureikingamaður sem varð á vegi okkar var þó hvergi banginn og brosti aðeins út í hitt munnvikið er honum var bent á að hann væri að brjóta lög. Ljósm.: E.ÓI. Eþíópía Styrktar- skemmtun „Við viljum lifa“, er yfirskrift- in á skemmtun til styrktar svelt- andi fólki í Eþíópíu og er mark- miðið að safna andvirði eins flug- vélarfarms af matvælum. Skemmtunin verður haldin í Laugardalshöll sunnudaginn 6. janúar 1985 kl. 16-18 og að henni standa helstu listamenn þjóðar- innar ásamt íþrótta- og Æsku- lýðsráði Reykjavíkur. Eftirtaldir listamenn koma fram: Stuðmenn, Mezzoforte, HLH-flokkurinn, Ríó tríóið. Kynnir verður Þorgeir Ást- valdsson. íþróttaráð leggur til húsnæði og Æskulýðsráð alla vinnu fyrir og á skemmtuninni. Miðaverð er 350 kr. fyrir full- orðna, 150 kr. fyrir börn 7-12 ára, en börn 6 ára og yngri fá frítt. Banaslys Valt niður áttatíu metra Ung kona varð að brjótastgegn veðri í2 tíma eftir hjálp. Bjó um tvö ung börn sín í bílflakinu. Ökumaðurinn lést Hörmulegt banaslys varð sl. föstudag í Gilsfirði er fólks- bifreið fauk út af veginum skammt frá Ólafsdal og valt niður um 80 metra. Ung hjón voru í bflnum ásamt tveimur börnum sínum. Börnin og móðirin köst- uðust út úr bflnum á leið niður hlíðina en ökumaðurinn valt með bflnum og lést. Hann hét Sigurvin Baldvinsson, 31 árs gamall, bóndi á Gilsfjarðarbrekku. Kona hans vann mikið þrek- virki er hún braut sér leið í mikl- um veðraham að næsta bæ til að leita hjálpar. Áður hafði hún komið börnunum tveimur fyrir í skjóli í bílflakinu þar sem hún taldi ekki ráðlegt að brjótast með þau áfram í veðrahamnum. Tæp- ir 6 km voru að næsta bæ, Kleifum, frá slysstaðnum en það Skv. nýútkominni ársskýrslu Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar hefur á árinu 1983 verið dregið úr fjárhagsaðstoð við skjólstæðinga hennar og hlut- fall þess sem varið er til félags- mála á vegum borgarinnar hefur tók konuna um tvo tíma að kom- ast á bæinn. Þaðan var kallað á aðstoð og tók sjúkralið um hálf- tíma að koma frá Búðardal. Var minnkað úr 29% árið 1982 i 26.6% árið 1983. Hlutfall félagsmála í heildar- rekstrargjöldum borgarinnar var á dögum vinstri meirihlutans sem hér segir: Árið 1979 28.7%, árið 1980 30.5%, árið 1981 31.4% og Sigurvin látinn er að var komið. Konan og börnin sem eru 3 og 5 ára meiddust aðeins lítilsháttar. 1982 29% eins og fyrr segir en hefur nú hrapað niður í 26.6%. Þó að framlag til fjárhagsað- stoðar hafi minnkað hefur fram- lag til heimilishjálpar og dagvist- arstofnana aukist. - GFr. -lg- Reykjavík Minnkandi fjárhagsaðstoð Lánasjóður íslenskra námsmanna 100% lánsfjárþarfar greidd 1985 Sjóðurinnfœr 1008 miljónir til ráðstöfunar á árinu. Par aferu 340 miljónir lán. Útlán eru áœtluð 895 miljónir Lán til námsmanna munu hækka upp í 100% af lánsfjár- þörf nú um áramótin. I fréttatil- kynningu menntamálaráðuneyt- isins segir að Lánasjóði íslenskra námsmanna hafi verið gert kleift að standa við skuldbindingar sínar lögum samkvæmt við af- greiðslu fjárlaga fyrir jólin, en þá var 250 miljónum bætt við tillögu ijármálaráðuneytisins um fram- lag til sjóðsins. Mun sjóðurinn fá samtals 1008 mi|jónir á árinu, en þar af verða 340 miljónir lán. Sigurjón Valdimarsson fram- kvæmdastjóri sjóðsins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að samkvæmt þessum áætlunum væri reiknað með 895 miljónum í útlán á árinu, og sagðist hann telja líkur á að það myndi duga. Þetta væri þó ekki fullkannað, þar sem margar forsendur hefðu breyst og ekki væri heldur hægt að vita nákvæmlega um fjölda námsmanna á haustönn. Sú breyting hefur verið gerð á út- hlutun lánanna að lánsfjárhæðin til námsmanna innanlands mun í framtíðinni fylgja þróun meðalt- als ráðstöfunartekna en ekki framfærsluvísitölu. Sagði Sigur- jón að þessi breyting gæti haft einhver áhrif á lánsupphæð. Sigurjón sagði að tekist hefði að afgreiða mestöll desemberlán- in fyrir áramót þótt þar hefði ver- ið teflt á tæpasta vaðið, en skuldabréfin voru ekki send út fyrr en 10.-15. desember. Með greiðslu 100% lánsfjár- þarfar hafa námsmenn náð fram gömlu baráttumáli um jafnrétti til náms. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.