Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.01.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: »1333. Kvöldsími: 81348. Hetgarsími: 81663. Fimmtudagur 3. janúar 1985 1. tölublað 50. árgangur Norska inflúensan Bóluefni af skomum skammti Ekki hafa enn greinst tilfelli hér á landi en nauðsynlegt er að bólusetja sjúklinga og gamalmenni Skæð inflúensa herjar nú í Nor- egi og lýsir hún sér í upp- köstum, beinverkjum og höfuð- verk. Að sögn Guðmundar Sig- urðssonar aðstoðariandlæknis hefur hún ekki greinst enn hér á landi. Bóluefni er af skornum skammti en nauðsynlegt er að bólusetja lungna- og hjartasjúk- linga, sykursýkisjúklinga og gam- almenni. Allt bóluefni er t.d. búið á Heilsuverndarstöðinni í Reykja- vík og sagði Lúðvík Ólafsson, settur borgarlæknir, að þetta stafaði m.a. af því að undanfarin tvö ár hefði inflúensu lítið gætt hér á landi og hefði því verið á ferðinni visst andvaraleysi en einnig væri ástæðan sú að bólu- efnið væri dýrt - hver skammtur kostar 300 kr. - og vildu menn því ekki panta í stórum stfl og eiga það svo á hættu að aðeins lítill hluti þess yrði notaður. Ekki er enn fyllilega ljóst af hvaða stofni inflúensan í Noregi er en Lúðvík Ólafsson sagði að ef um sama stofn væri að ræða og gengið hefði í Evrópu sl. 3-4 ár mætti ætla að hún þyrfti ekki að leggjast mjög hart á sjúklinga ef hún kæmi hingað. Þess skal getið að það tekur um 3 vikur að panta bóluefni en það kemur frá Frakklandi um Dan- mörku en síðan verður það ekki virkt fyrr en 2 vikum eftir bólu- setningu. Lúðvík Ólafsson sagði að lyfsölustjóri hefi gert vissar ráðstafanir til að fá afgreiðslu þess flýtt. -GFr El Salvador 100 þúsund hafa safnast Um 100 þúsund krónur höfðu safnast um áramótin á höfuð- borgarsvæðinu í söfnun El Salva- dornefndarinnar sem nú stendur yfir. Fé þessu verður varið til lyfja og sjúkragagna á yfirráða- svæði þjóðfrelsisaflanna í El Sal- vador. Brýn þörf hefur verið á sjúkra- gögnum þar sem stjórnarherinn hefur að undanförnu stundað grimmúðlegan lofthernað á yfir- ráðasvæði skæruliðanna. Stjórn- arherinn neitaði einnig að virða vopnahlé það sem skæruliðarnir höfðu boðað um jólin og ára- mótin. Söfnunin hér á landi er liður í alþjóðlegri stuðningsher- ferð til þess að bæta úr brýnum skorti á lyfjum á yfirráðasvæðum þjóðfrelsisaflanna. Söfnunin stendur út janúarmánuð, og hafa söfnunargögn einnig verið send út á landsbyggðina. Hægt er að greiða beint inn á gíróreikning 303-25-59957, merkt Jólasöfnun 1984. -ólg. Jóhann Hjartarson sigraði á Útvegsbankamótinu í skák sem haldið var sl. Iþví góðu ári með sigri í þessu móti en sem kunnugt er hefur hann tekið sunnudag eftir að hafa sigrað Friðrik Ólafsson í æsispennandi viöureign. Hlaut gífurlegum framförum undanfarin misseri og virðist ekkert lát vera á. Myndin Jóhann 131/2 vinning. Friðrik og Helgi Ólafsson skiptu með sér 2. og 3. sæti sýnir viðureign þeirra Jóhanns og Friðriks þar sem úrslit réðust. Ljósm. -eik. með 121/2 vinning en Jón L. Árnason hafnaði 1 4. sæti. Jóhann Hjartarson lauk I Náttúra Fuglar ráðast á skokkara Um leið og fólk hœttir að hlaupa láta fuglarnir af árásum sínum Skák Karl hætti Karl Þorsteins sem staðið hefur sig með mikilli prýði á Evrópum- eistaramóti unglinga í skák í Hol- landi hefur hætt þátttöku fyrir síðustu umferð mótsins vegna fráfalls náins vinar hérlendis. Karl var í 3.-4. sæti á mótinu fyrir síðustu umferðina sem tefld var í gær. Slysfarir 48 íslend- ingar fórust Töluvertfœrri en árið á undan Á nýliðnu ári fórust 48 íslend- ingar af slysförum innanlands, þar af 23 í umferðarslysum og 18 drukknuðu. Árið á undan fórst 61 af slysförum. 5 erlendir ferðamenn fórust hérlendis á sl. ári, allir í einni og sömu vikunni um miðjan ágúst í þremur slysum. 13 erlendum ferðamönnum og sjómönnum var hins vegar bjargað úr lífs- háska ýmist á sjó eða á landi. 8 íslensk skip fórust á árinu og með þeim 7 menn. -lg- Ílæknatímariti sem kom út í Bandaríkjunum fyrir skömmu, segja svissneskir læknar frá því að þar i landi verði fólk, sem er að skokka um skógarstíga, iðulega fyrir árás fugla. Þeir koma í hóp- um og ráðast að fólkinu og veita því rispur og smáskrámur, en um leið og fólkið hættir að hlaupa fara fuglarnir á brott. Drógu læknarnir þá ályktun að með því að hlaupa í skógunum brjóti fólk eitthvert iögmál sem ríki og því ráðist fuglarnir að friðarspillin- um. Þjóðviljinn bar þetta undir Ævar Petersen fuglafræðing og sagði hann að þetta þyrfti ekki að koma á óvart, svo ekki væri nú talað um ef þetta gerðist um varptímann. Margar fuglateg- undir verja hreiður sín út í hörg- ul. Sagðist Ævar hafa orðið fyrir árás skógarþrasta þegar hann nálgaðist hreiður. Þá benti hann á að í Bandaríkjunum væri fálka- tegund, sem ræðst aftan að fólki og beitir klónum, nálgist það hreiður hans. Verða sérfræðingar sem vilja rannsaka þennan fugl að hafa sérstaka Ieðurhlíf á baki og höfði til að slasast ekki. Þá benti hann á að einn fræg- asti fuglaljósmyndari, sem uppi er, varð fyrir því er hann hugðist mynda ugluhreiður á Spáni, að uglan læddist aftan að honum, Elsta fslenska skipið sem enn er gert út er Nakkur SU380 frá Djúpavogi og er það 72ja ára gamalt. Þetta kemur fram í Is- lenska sjómannaalmanakinu fyrir árið 1985 sem var að koma gerði árás og kroppaði úr honum annað augað. Loks benti Ævar á að það væri alþekkt að fuglar æs- út. Þar kemur einnig fram að ís- lenski skipastóllinn er 941 skip, 194.275 brúttórúmlestir að stærð, og er þá miðað við 1. des- ember sl. Af þessum flota eru 106 skut- ast mjög ef fólk fer um svæði þeirra með látum. togarar og 725 fiskiskip stór og smá. Á árinu sem er að líða voru skráð 17 ný skip, samtals 6.269 brúttórúmlestir að stærð, en 15 skip, samtals 5.797 brúttórúml- estir að stærð, voru tekin af skrá, af ýmsum orsökum. Þetta er í 60. skiptið sem ís- lenska sjómannaalmanakið kem- ur út á vegum Fiskifélags íslands. í almanakinu nú er efnið mjög fjölbreytt, svo sem skrár yfir öll íslensk þilfarsskip, ýmis lög og reglugerðir varðandi veiðar og vinnslu, vitaskrá, flóðatöflur og fjarskipti, meðferð íslenska fán- ans svo og upplýsingar um örygg- ismál. -S.dór UNESCO Sex sögðu nei Sex þingmcnn greiddu atkvæði á móti framlagi íslands (1.351 þús- und) til UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, við afgreiðslu fjárlaga. Það voru flmm þingmenn Sjálfstæðisflokksins og formaður Alþýðuflokksins: Gunnar Schram, Halldór Blöndal, Ell- ert Schram, Björn Dagbjartsson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Jón Baldvin Hannibaisson. -S.dór Skip Nokkur á áttræðisaldri Elsta íslenska skipið, 72ja ára, gert út frá Djúpavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.