Þjóðviljinn - 17.01.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Page 2
FRETTIR Útgerðarfélag Hafnfirðinga Mannaráðningar óvissar B/v Maí heldur til veiða í dag. Vinnsla hefst að nýju eftir 4 mánaða stopp í lok mánaðarins. Verkalýðsfélögin vilja tryggja endurráðningu starfsfólks. Fulltrúi óháðra vill að nýr framkvœmdastjóri stjórniþví r Utgerðarráð BUH, sem enn starfar þrátt fyrir að bæjarút- gerðin hafi verið lögð niður og nýtt hlutafélag stofnað um rekst- ur hennar, samþykkti á fundi sín- um í fyrradag að senda b/v Maí til veiða í dag og b/v Júní á mánu- daginn kemur. Stefnt er að því að vinna geti hafist að nýju í fiskiðjuverinu þann 28. nk. t>á eru réttir fjórir mánuðir liðnir frá því að fyrirtæk- inu var lokað. „Það er ekki breyting á rekstr- arformi fyrirtækisins sem gerir kleift að koma togurunum loks- ins út. Það var fyrir ágóða af sölu erlendis í desember sem keyptur var kostur og olía á skipin og Maí hefur verið tilbúinn til veiða um nokkurt skeið. Bæjaryfirvöld hafa hins vegar ekki viljað senda togarana til veiða fyrr en nú“, sagði Magnús Jón Árnason full- trúi AB í útgerðarráði í gær. Hallgrímur Pétursson formað- ur Hlífar hefur lagt til að með uppsagnarbréfi til starfsfólks fylgi boð um starf hjá hinu nýja fyrirtæki enda flyttust öll staifs- réttindi óskert á milli. Vilhjálmur Skúlason fulltrúi óháðra borgara taldi þessa leið ófæra og að nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætti að stjórna mannaráðningum. Eftir töluverðar umræður á fund- inum lagði stjómarformaður hlutafélagsins Haraldur Sigurðs- son Sjálfstæðisflokki til að málinu yrði frestað og boðaður nýr fund- ur bráðlega. Allt er því enn á huldu hvernig staðið verður að uppsögnum hjá BÚH og manna- ráðningum til Útgerðarfélags Hafnfirðinga. - Ig- Ætli vextirnir í norska laxasæðis- bankanum séu jafnháir og hjá þeim í Alþýðubankanum? Gausdal Margeir á skilið að komast í gegn Síðasta umferð í dag á svœðamótinu í Gausdal Frí í gœr ífyrsta sinn Helgi Olafsson: Margeir á mjög góða möguleika Ég og Jói Hjartar höfum farið frekar illa að ráði okkar, sagði Helgi Ólafsson þegar Þjóðviljinn hringdi í gær til Gausdal - „höf- um glutrað niður unnum stöðum, en Margeir hefur verið farsæll og teflt mjög vel. Hann á skilið að komast í gegn, og hefur reyndar góða möguleika, ef hann vinnur Vesterinen sem hefur verið slapp- ur á þessu móti". í gær tóku skákmennirnir í nor- ska skíðahótelinu sér frí fyrir síð- ustu umferðina í dag; fyrsta fríið í mótinu. Skákmenn hafa mót- mælt þessum hnökrum á annars prýðilega skipulögðu móti, en komið fyrir ekki. „Þetta er ekki nógu gott“ sagði Helgi, „slæmt að geta ekki undirbúið sig fyrir hverja viðureign“. í síðustu umferð teflir Jóhann Hjartarson við Larsen, Margeir við Finnann Vesterinen og Helgi við Norðmanninn Ostenstadt. Larsen, Margeir og Agdestein eru efstir með 6 V2 vinning, Jó- hann fjórði með 6 vinninga, Helgi 5.-6. með 5'/2. Helgi sagði að Norðmaðurinn Agdestein hefði teflt af mikilli leikni og ynni sennilega Svíann Ernst í síðustu umferð, - en um skák þeirra Larsens og Jóhanns vissi maður ekkert. „Minn séns er nú orðinn frekar slappur“ sagði Helgi, en það með að þrátt fyrir nokkur mistök stæði árangur fslending- anna á mótinu nokkuð vel undir þeim skákstigum sem þeir hafa. Efsti maður á svæðamótinu fer beint á millisvæðamót. Annars- sætismaðurinn heyr einvígi um sæti á millisvæðamóti við annars- sætismann úr svæðamóti sem haldið verður í Þýskalandi. Að undanskildum fríamálum hrósaði Helgi öllum aðbúnaði í Gausdal, hótelið mjög gott og ekkert uppá aðstöðu í skáksal að klaga. Áhorfendur? „Þeir eru nú eiginlega teljandi á fingrum ann- arrar handar, og það bókstaf- lega“ sagði Helgi, - „og það er auðvitað ekki nógu gott fyrir menn sem hafa gaman af að tefla fyrir áhorfendur“. -m Fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar, taliðfrávinstri:SigurðurJóhannesson,SigurðurJ. Sigurðsson, SigríðurStefánsdóttir (öll bæjarfulltrúar), Helgi M. Bergs bæjarstjóri og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Akureyri Þróunarfélag norður? Fulltrúar bœjarstjórnar Akureyrar gengu ígœr áfund forsœtisráðherra og kröfðustsvara Fjórir fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar, gengu í gær á fund formanna stjórnarflokkanna til að leggja áherslu á, að fyrirhug- uðu Þróunarfélagi íslands verði valinn staður á Akureyri. Bæjarstjórnin samþykkti sam- hljóða í fyrrasumar tillögu frá Sigurði J. Sigurðssyni bæjarfullt- rúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem skorað er á ríkisstjórnina, að fá félaginu aðsetur á Akureyri. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði í samtali við Þjóðviljann að fundinum lokum: við erum með þessu, að leggja áherslu á nauð- syn þess að hamlað verði gegn þeirri byggðaröskun, sem nú á sér greinilega stað í landinu. Stjórnarflokkarnir hafa sagt að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir stofnun hlutafélags, með aðild ríkisins, og verulegu fjárframlagi frá því, til nýsköpunar og þróun- ar í atvinnulífinu. Flutningur ríkisstofnana út á land hefur oft verið til umræðu. Af slíkum flutningum hefur þó ekki orðið, enda nokkrum erfiðleikum bund- ið að flytja grónar stofnanir eða fyrirtæki milli landshluta. Nýju fyrirtæki er aftur á móti auðvelt að koma á úti á landi ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Við ræddum líka um háskólakennslu á Akur- eyri, en bæjarstjórnin samþykkti samhljóða tillögu frá Alþýðu- bandalaginu um það efni. Fyrir liggur álit nefndar sem Ingvar Gíslason skipaði á sínum tíma, þar sem talið er eðlilegt að kennsla á háskólastigi hefjist á Akureyri. Fenguð þið skýr svör? - Nei, enda varla við að búast. En við fengum hinsvegar ekki neitun. _ hágé. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fóðuröflun Aldrei meiri heyfengur Eftir þeim forðagæsluskýrslum sem borist hafa Búnaðarfélagi íslands má ætla að heyfengur sé allt að því 20% meiri á sl. ári en árið áður. Þetta kom fram í erindi Jónasar Jónssonar búnaðarmála- stjóra, sem hann flutti í Útvarpið 7. janúar sl. Sé heyið umreiknað í fóður- einingar kemur í ljós, að þetta er Kornrœkt stórjókst meiri heyfengur en nokkru sinni fyrr, eða um 225 milj. fóður- eininga. Árið 1983 taldist hey- fengur landsmanna vera um 188 milj. fóðureininga. Kornrækt jókst að miklum mun frá árinu áður. Hún var nú stunduð á 380 hekturum í Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslum en aðeins á 75 hektur- um árið áður. Meðaluppskera af hektara var 14-15 tunnur en heildarkornuppskeran er áætluð 550 lestir. Heildarframleiðsla á hraðþurrkuðu fóðri í 6 Igraskögglaverksmiðjum var um 13 þús. lestir. Er það 1734 lestum meira en árið 1983. - mhg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.