Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 12
BILAR BILAR Þjóðviljinn kynnir hér í bílablaði sínu nýjustu árgerðina af 12 helstu fólksbíla- tegundum hérlendis. Skýrt er frá helstu nýjungum og veittar almennar upplýs- ingar í stuttu máli en neðanmáls fylgja síðan helstu tæknilegu upplýsingar varðandi viðkomandi bifreið. Það vekur athygli að eitt helsta einkenni nær allra nýju árgerðanna er rúmbetri og sparneytnari bíll og sportlegra útlit. 12 nýir fólksbílar á markaðnum Skoda Sporttýpan Rapid Það fer óðum að styttast í það að Skoda bíllinn verði aldargamall. Þessi fornvinur þjóðarinnar hefur verið afspyrnuvinsæll fjölskyldubfll síðustu árin enda verðið með því lægsta sem þekkist á bílamarkaðinum. Skodaverksmiðjurnar seija nú fram- leiðslu sína til yfir 30 landa í Evrópu, Amer- íku, Asíu og Afríku. í árgerð 1985 er boðið uppá 8 mismunandi tegundir og fjórar mis- munandi vélarstærðir með inntaksstærð frá 1050-1300 rúmcm. Hér er að finna hina vin- sælu fjölskyldubfla og einnig nýja sporttýpu, Skoda Rapid 130, sérlega hann- aða fyrir þá sem hafa yndi af bílum. „Við erum ekki að hanna bíla fyrir tvær eða þrjár árstíðir, heldur allt árið um kring“, segja framleiðendur og Ieggja áherslu á að það sé útlitið, vélbúnaðurinn og ryðvörnin sem skipti meginmáli við hönnun Skodabflsins. Skoda Rapid 130 Verð: 236.800 kr. Þyngd: 1240 kg. Vélarstærð: 1289 cc. Hestöfl: 62 DIN. Gírar: 5 áfram. Eyðsla: 5,5 - 8,1 1/100 km. Lada Lux Fallegri og þægilegri Lada Lux er greinilega öðruvísi en fyrir- rennarinn Lada 1500. Mælaborðið er greinilegra og hagnýtara. Átakið á stýrið er mjög þægilegt og bíllinn er orðinn léttari í stýri. Mælum er haganlega fyrir komið og ekkert skyggir á mælaborðið. Nýtt tveggja hraða hita- og loftræstikerfi hreinsar móðu af framrúðunni endanna á milli á örskotsstundu en blástursristar til hliðanna hreinsa af hliðarrúðunum. Framhlutinn á Lada Lux vekur nokkra athygli. Ljósin eru ferköntuð og sterkur stuðarinn gefur traustlegt útlit. Vélarhlífin opnast á gasdempara og útispeglana báða er hægt að stilla innan frá. Nýtt skottlok og ný afturljós og farangursgeymslan auðvitað af stærri gerðinni. Varadekkið er geymt til hliðar til að gefa aukið rými og í geymslunni er stórt verkfærasett. Lada Lux Verð: 248.000 kr. Þyngd: 1.020 kg. Vélarstærð: 1442 cc. Hestöfl: 75 DIN. Gírar: 4 áfram. Eyðsla: 7,3-9,8 1/100 km. Fiat Uno söluhæsti bíllinn Fiat Uno var söluhæsti bfllinn hér á landi á liðnu ári og reyndar er Fiat sú bflategund, sem langmest hefur verið selt af. Uno var fyrst kynntur í ársbyrjun 1983 og má segja, að saga hans hafi verið óslitin sigurganga síðan. Hlutur Fiat í heildarmarkaði hefur stöðugt verið að vaxa. Nýjar útfærslur hafa stöðugt verið að bætast við Uno- fjölskylduna. Síðasta viðbótin kom í sumar, nefnist SX og er eins konar flaggskip Uno- fjölskyldunnar. Sá er knúinn 70 hestafla vél og er því mjög kraftmikill, auk þess sem íburður er mun meiri í þessari útfærslu af Uno en gengur og gerist. Fiat Uno er fáanlegur í nokkrum útfærsl- um, þe. 45, 45 S, 55 S, ES, 70 og SX. Á komandi mánuðum má síðan búast við enn nokkrum fjölskyldumeðlimum. Uno- bflarnir eru knúnir vélum á bilinu 45-70 hestöfl og það sem einkennir Uno öðru fremur er annars vegar góðir aksturseigin- leikar og hins vegar ótrúlega mikil spar- neytni. Auk þess hefur bíllinn orð á sér fyrir að vera mjög rúmgóður, ef tekið er mið af bflum í þessum stærðarflokki. Alla þessa frábæru bfla getur Egill Vil- hjálmsson boðið annað hvort nú þegar, eða með mjög litlum afgreiðslufresti. Eins og endra nær eru í boði hin þekktu EV-kjör. Uno 55 S Verð: 288.500 kr. Þyngd: 730 kg. Vélarstærð: 1116 cc. Hestöfl: 55 DIN. Gírar: 4/5 áfram. Eyðsla: 5 - 7 1/100 km. Peugeot Rúmgóður og sparneytinn Honda Lipur og létt bifreið Hondu bílarnir eru nú mest innflutta bif- reiðartegundin til Bandaríkjanna og þar er fjögurra mánaða afgreiðslufrestur á slíkum bfl. Það segir sína sögu um vinsældir þessa lipra og skemmtilega japanska bíls. Hondan er ákaflega lipur og létt bifreið í akstri og liggur vel á vegum. Þrátt fyrir stærð bflsins er hann mjög sparneytinn. Frágangur allur er mjög vandaður og bfll- inn hefur líkað mjög vel hérlendis. Engin breyting hefur verið gerð á 85 módelinu frá í fyrra en þá hafði bíllinn al- gerlega verið stokkaður upp og gerðar tæknilegar breytingar á um 8000 hlutum í bifreiðinni. Innifalið í Hondunni er plussklæðning, útvarps/kasettutæki, stafklukka, litað gler í framrúðu, rafdrifnar rúður og loftnet, sól- lúga, aflstýri og miðstýrð hurðarlæsing. Honda Accord EXS. Verð: 431 - 609 þús. Þyngd: 1010 kg. Vélarstærð: 1830 cc. Hestöfl: 100 DIN. Gírar: 5 áfram. Eyðsla: 9,8 1/100 km innanbæjar. Opel Kadett Bíll ársins 1985 í lok nýliðins árs kusu evrópskir blaða- menn nýjaOpel Kadett fyrirbfl ársins 1985. Kadettinn hefur fengið nýtt útlit sem helgast af mjög lágri loftmótstöðu. Þá er hann mun rúmbetri og þægilegri en áður og farangursrýmið hefur verið stækkað veru- lega. Nýi Kadettinn þykir einnig mjög hljóð- látur og fara vel á vegi. Ýmsar nýjungar eru í bílnum til aukinna þæginda fyrir farþega, svo sem stillanleg hæð öryggisbelta. Þýsku Opelverksmiðjurnar ráðgera að selja yfir hálfa miljón Kadetta í Evrópu á þessu ári sem yrði met en gífurlegar fjár- hæðir voru lagðar í endurbætur og þróun bflsins. Kadettinn er hægt að fá í 17 mis- munandi útgáfum og með 6 vélarstærðum, og ýmist 3ja eða 5 dyra. Áð dómi þeirra er völdu Kadettinn bíl ársins 1985 eru höfuðkostir hans fram yfir aðra bíla í sama flokki: Hann er plássmeiri, hljóðlátari, eyðslugrennri og hefur mjög góða aksturseiginleika. Opel Kadett GL Verð: 406.000 kr. Þyngd: 830 kg. Vélarstærð: 1280 cc. Hestöfl: 75 DIN. Gírar: 4/5 eða sjálfskiptur. Eyðsla: 6,5 - 7,5 1/100 km. Toyota Viðbót við Corollulínuna Renault Nýtt sportlegt útlit Árið 1982 var Renault 9 valinn bfll ársins íEvrópu og árið 1983 í Bandaríkjunum. í ár bjóða Renault-smiðjurr.ar uppá Renault 11. Helstu einkennin eru sportlegt útlit, vandaður frágangur, góð sæti og aksturs- eiginleikar auk mikillar sparneytni. Af Renault 11 er hægt að fá 4 gerðir auk sendibifreiðar. Vélarstærðin er frá 1100 cc uppí 1720 cc. Allir bflarnir eru með fram- drif, tvöfalt bremsukerfi, sjálfstæða fjöðr- un og tannstangarstýri. Sendibfllinn er með drif á öllum hjólum og fæst bæði með bensín- og díselvél. Af nýjungum hjá Renault má nefna nýja smábflinn Renault 5 sem hefur selst mjög vel í Evrópu og „bíllinn sem talar“, Renault 25, nýtur einnig mikilla vinsælda. Renault 11 GTL Verð: 417 þús. kr. Þyngd: 1270 kg Vélarstærð: 1397 cc. Hestöfl: 60 DIN. Gírar: 5 áfram. Eyðsla: 5,1 - 7,4 1/100 km. Subaru Ný vél og stærri bíll Nýjasta árgerðin af Subaru 1800 nefnist Su- baru Leone og er gerbreyttur og nýr bfll. Hann er bæði stærri og straumlínulagaðri. Vélin er ný með 5 gíra kassa með bæði háu og lágu drifi. Fjöðrunin að aftan er ný og er mun slaggengnari en í gamla bílnum. Knastásarnir liggja nú yfir vélinn einn hvor- um megin og það gerir hana sparneytnari, hljóðlátari og kraftmeiri en áður. Þá er vökvastýri í nýja bílnum og hægt að fá hann sjálfskiptan. Subaruinn er einn mest seldi bfllinn hér- lendis og mjög vinsæll úti á landsbyggðinni þar sem hann samhæfir kosti fólksbfls og torfærubfls. Bandarískir bflaeigendur sem eru með þeim vandlátari í heiminum hafa látið vel af nýja bflnum og koma þeir næst á eftir eigendum Mercedes Bens í þeim efnum samkvæmt neytendakönnun þar í landi. Subaru Leone Verð: 589 þús. kr. Þyngd: 1000 kg. Vélarstærð: 1800 cc. Hestöfl: 90 DIN. Gírar: 5 áfram í háa og lága. Eyðsla: 7 - 8 1/100 km. Peugeot 205 er nýlega kominn á markað hérlendis þó rúmlega ár sé liðið frá því byrj- að var að framleiða þessa gerð. Peugeot verksmiðjurnar fóru af stað með þróun þessa bfls árið 1977 og höfðu þá í huga bíl sem væri aðeins stærri en Peugeot 104. Hóf- ust þá prófanir með eldsneytiseyðslu í til- raunabflum er gengu undir heitinu V.E.R.A., en prófanirnar miðuðust að því að minnka eyðsluna og auka öryggi þessara bfla. Árið 1980 keyptu Peugeot verksmiðjurn- ar Chrysler verksmiðjurnar frönsku og tafði það fyrir þessu verkefni, þó kom ný gerð þá um haustið, Talbot Samba, en hann er aðeins minni en Peugeot 104. í Talbot Samba gerðinni eru sömu vélar og gírkassi og eru í 205 bílnum. Peugeot 205 var sýndur fyrst haustið 1983 og þá í tveim gerðum, GL 1124 cc, sem er 4 gíra og 50 hestöfl, og GR 1360 cc, sem er 5 gíra og 60 hestöfl. Einnig eru framleiddar bæði dýrari og ódýrari gerðir af þessum bílum. Állir bíl- arnir hafa svipaða fjöðrun sem er mjúk og slaglöng, bflarnir eru allir mjög rúmgóðir og sparneytnir. Hafin hefur verið framleiðsla á þriggja dyra bíl í fimm mismunandi gerðum, frá 45-106 hestafla, ásamt 250 turbo 16 sem er tveggja dyra, 220-350 hestafla rally-bfll sem verksmiðjurnar binda miklar vonir við í keppnum næstu árin. Peugeot 205 GR Verð: 421.000 kr. Þyngd: 1250 kg. Vélarstærð: 1360 cc. Hestöfl: 60 DIN (43,5 KW). Gírar: 5 áfram. Drif: Framdrifinn. Eyðsla: 4,6 - 6,2 1/100 km. Nýi Suzuki jeppinn sem bæði er orðinn stærri en áður og með kraftmeiri vél er enn sem áður búinn þeim höfuðkosti að vera léttur og leikandi. Hann er þrátt fyrir endurbætur og viðbætur ekki nema 940 kg. Vélin hefur verið stækkuð uppí 1300 rúmcm, sem gefur frá sér 64 hestöfl. Bfllinn fæst nú í tveimur stærðum þannig að hann nýtist betur í innanbæjarakstri sem fjöl- skyldubfll. Einnig er hægt að fá bílinn með hækkuðu þaki sem eykur enn frekar rýmið afturí. Heilir 23 cm eru undir lægsta punkt í bflnum (drifkúlurnar) sem er með því besta sem þekkist. Vélin situr hátt í bílnum sem kemur sér vel ef farið er yfir vatnsföll. „Þetta er langléttasti „alvöru“jeppinn og hefur í för með sér marga fleiri kosti en lipurð og floteiginleika, t.d. sparneytni, góða vinnslu og lágt verð“, segir Omar Ragnarsson eftir að hafa reynsluekið Suz- uki Fox nýlega. Vél sem í senn er einföld og ein sú fullkomnasta sem þekkist í þessum rúm- taksflokki og verðflokki, hefur styrk og endingu Toyotunnar en er ein hin léttasta í heimi m.a. vegna yfirburða þekkingarToy- ota stálverksmiðjanna ísteyputækni. Holur sveifarás og knastás eru áþreifanlega dæmi. Þrír ventlar á strokk í álheddi sjá til þess að nýta hvert bensíngramm betur en áður hef- ur þekkst, og auka bónus er orka vel yfir meðallagi: 75 hestöfl DIN. Báðar gerðir hafa samskonar undirvagna sem einfaldar varahlutaþjónustu, en Cor- ----- olla 1300 er styttri. Corolla 1300 er fáanleg Standard og De Luxe en Corolla 1600 De | Luxe og Grand Luxe. Toyota Corolla 1300 Verð: 299.000 kr. Þyngd: 865 kg. Vélarstærð: 1300 cc. | Hestöfl: 75 DIN. | Gírar: 4 áfram (langt milli gíra). £J Eyðsla: 5-8 1/100 km. Datsun Sunny Tekur við af Cherry Datsun Sunny var mest seldi bíllinn í heiminum árið 1983 og ennþá nýtur hann mikilla vinsælda. Þessi bíltegund sem tók við sem aðalbíll Nissanverksmiðjanna af Datsun Cherry er nú framleiddur í 17 teg- undum sem allar er hægt að fá keyptar hér- lendis. Það hefur ráðið miklu um vinsældir bfls- ins í hve mörgum stærðum og gerðum hann er fáanlegur. Þá hefur hann einnig þótt mjög traustlega byggður og á mikilli bíla- sýningu í Danmörku nýverið var Sunny til- nefndur sem einn sterkast byggði bíllinn á markaðnum í sínum stærðarflokki. Þá er Datsun Sunny Wagon Verð: 433 þúsund kr. Þyngd: 925 kg. Vélarstærð: 1488 cc. Hestöfl: 84 DIN. Gírar: 5 áfram eða sjálfskiptur. Eyðsla: 6 - 7 1/100 km. Léttur og leikandi jeppi Saab Fullþróaður bíll Fyrir ári kynnti Toyota P. Samúelsson nýja línu af framdrifnum Corollum komnar til að leysa af hólmi fyrirrennara sem afar erfitt var að slá við. Hvað eftir annað hafði Corollan verið efst á lista mest seldu bíla heims og sú nýja varð enginn eftirbátur þeirrar gömlu. Nú í febrúar 1985 kemur til íslands viðbót við Corollu-línuna, Corolla 1300, arftaki Tercelsins vinsæla. Meginmunurinn á hinni nýju Corollu 1300 og Corollu 1600 er: Mjög hagstætt verð. Saab-bflarnir hafa lítið breytst milli ára og telja verksmiðjurnar Saab-Scania að um sé að ræða fullþróaða bfla. Þó er alltaf eitthvað nýtt á hverju ári. Helst er að nefna að Saab 99 heitir nú Saab 90 og hefur þessi bfll breyst dálítið f útliti þannig að hann er með lengra skott sem svipar til 900-bílsins. Við þetta lengist bfllinn um 10 cm þannig að meira rými er afturí og skottið er rúmmeira. Einnig kemur þessi bíll með nýjum og létt- ari felgum auk nýs startara og nokkurra minni háttar breytinga. Með vorinu er stórra tfðinda að vænta frá Saab-Scania þegar nýr bfll verður kynntur á íslandi. Þessi bfll heitir Saab 9000 og er ný hönnun frá grunni og verður hann dýrastur í Saab fjölskyldunni en hún samanstendur af þremur gerðum bfla, þ.e. Saab 90, 900 og 9000. Saab 90 Hestöfl: 100 DIN. Verð: 501.000 kr. Gírar: 5 áfram. Þyngd: 1175 kg. Eyösla: 8 - 10 1/100 Vélarstærö: 2 lítra vél. km- Suzuki Fox 413 Verð: 450.000 kr. Þyngd: 940 kg. Vélarstærð: 1324 cc. Hestöfl: 64 DIN. Gírar: 5 áfram í háa og lága. Eyðsla: 8 - 14 1/100 km. Suzuki 12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 17. janúar 1985 Fimmtudagur 17. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.