Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 19
VIÐHORF Þjóðviljinn og utanríkismálin eftir Guðmund J. Hallvarðsson Föstudaginn 4. janúar sl. skrif- ar Margrét Björnsdóttir heilsíðu- grein í Þjóðviljann undir heitinu, „Þurfa utannkismál að sundra félagshyggjufólki“. Eftir því sem MB. segir er þessi grein einskon- ar samantekt og hugleiðingar úr samhliða erindi sem hún flutti á Hótel Borg 24. nóv. sl. á fundi sem bar yfirskriftina „Hvað vill félagshyggjufólk?“ Það er margt í grein MB. sem vert væri að taka til umfjöllunar, en hér verður þó látið nægja, að fjalla um einstaka þætti. Hafa vinstri menn gefið upp baráttuna fyrir úrsögn úr Nató? MB. bendir á að afstaðan til Nató sé það málefni, sem skilji að Alþ.b. og aðra „félags- hyggju“(!?) flokka. Hinsvegar tekur hún fram hversu lítinn for- gang þetta mál hefur haft í mál- flutningi Alþ.b. hin síðari ár. 1978 og 1980 fór Alþ.b. í ríkis- stjórn án þes að nokkuð væri hreyft við hermálinu, enda segir MB. að forystumenn flokksins hafi talið óbreytt ástand í hermá- linu það sem lengst væri hægt að komast í þáverandi stjórnar- m yndunarviðræðum. Ekki dreg ég í efa að þetta er rétt og það er ugglaust líka rétt sem MB. heldur fram, að þótt stefna Alþ.b. í hermálinu hafi byggst á því, að tengja saman veru bandaríska Nató hersins og aðildina að Nató, sem eina órjúf- anlega heild, þá hafa þessi mál í raun í málflutningi flokksins ver- ið sundur skilin. Það er út frá þessu, sem MB. virðist leiða þá sjálfgefnu niður- stöðu, að afstaðan til utanríkis- mála, að afstaðan til Nató þurfi ekki að standa í vegi fyrir sam- starfi Alþ.b. og annarra „félags- hyggjuflokka“. Sem flokksbund- inn Alþ.b.maður hlýt ég að mót- mæla þessu og veit að ég tala fyrir munn margra annarra Alþ.b. manna. Þó að MB. og einhver klíka í kringum hana sé þeirrar skoðun- ar að baráttan fyrir úrsögn ís- lands úr Nató sé ekki lengur hvorki „moderne" né „aktúell“, þá hefur hún samt sem áður ekk- ert leyfi til þess að gera því skóna að svo sé farið með alla aðra flokksmenn, að baráttan fyrir úr- sögn íslands úr Nató skipti Alþ.b.menn yfir höfuð engu máli. Að lýsa slíku yfir, með vin- um sínum úr „félagshyggjuflokk- unum“ á opinberum fundi, hefur hún ekkert umboð til að gera. Það er gamall misskilningur tækifærissinna af ýmsum gerð- um, að til þess að ná samfylkingu með öðrum flokkum, þá þurfi þeir að slá af öllum sínum megin- stefnumálum. Þetta er auðvitað af og frá. Samfylking er yfirleitt um afmörkuð verkefni og auðvit- að kemur flokkurinn sterkast fram í slíku samstarfi ef stefna hans er skýr og ótvíræð. í slíku samstarfi getum við samið um tímabundin úrlausnarefni, en um grundvallaratriði mökkum við aldrei. Afstaða okkar gegn Nató aðild landsins er að þessu leytinu grundvallaratriði og við förum ekki að breyta þeirri afstöðu bara til þess að vera gjaldgeng í sam- starfi við eitthvert óljóst skil- greint „félagshyggjulið". Vinstri flokkarnír í Evrópu og afstaðan til Nató Það er greinilegt að grein MB. gengur út á það, að sannfæra les- endur um, að baráttan gegn aðild íslands að Nató sé ekki lengur „aktúell". í þessu skyni er gripið til ólíklegustu aðferða til að rök- styðja þetta, eins og að innan evr- ópsku vinstri flokkanna sé ág- reiningur um Nató. Eins og það komi einhverjum á óvart og hvaða andsk. máli skiptir það? Svona málflutningur dæmir sig auðvitað sjálfur. Hér er um hreinar rangfærslur að ræða. Staðreyndirnar eru auðvitað þær, að hér á íslandi hefur barátt- an gegn hernum og Nató verið eitt af grundvallarmálunum í allri vinstri pólitík. Vinstri samtök, sem ekki hafa tekið á þessu máli, hafa hreinlega dæmt sig úr leik, sem pólitískt gjaldþrota. Vitandi um þessar staðreyndir er það ekki annað en rangfærslur, að vera að fjasa um það, að innan evrópsku vinstri flokkanna sé ág- reiningur um Nató. Baráttan Seinni hluti gegn Nató hefur aldrei verið neinn sambærilegur þáttur í pó- litík þessara flokka eins og hann hefur verið hér á landi. Þessi mál- flutningur er því út í hött. Hér á íslandi er staðsettur bandarískur her og landið bundið á klafa Nató aðildar. Þessu hvorutveggju var þvingað og logið upp á þjóðina að henni fors- purðri. Þetta er sá þjóðfélagslegi veruleiki, sem vinstri hreyfingin á fslandi hefur búið við áratugum saman. Baráttan gegn hernum og Nató hefur því af þessum ástæð- um verið einn af hornsteinunum í íslenskri vinstri pólitík allar götur síðan. Ég vil í fullri vinsemd benda MB. á þá staðreynd, að flestir þeirra evrópsku vinstri flokka, sem hún minnist á í grein sinni, hafa alla sína hundstíð verið hundtryggir Nató flokkar. Friðarhreyfingarnar í grein sinni fjallar MB. nokk- uð um friðarhreyfingarnar í Evr- ópu til að styðja sitt mál og segir að með friðarhreyfingunum hafi þessi mál verið sett „í nýtt og víðara samhengi“. Kröfur á borð við „freezing“, kjarnorkuvopna- laus svæði o.s.frv. eiga að vera dæmi um þetta. Ég get ómögulega skilið hvern- ig barátta fyrir slíkum kröfum sé í andstöðu við baráttu okkar hér á landi fyrir úrsögn úr N ató og MB. verður bara að gera svo vel að útskýra það fyrir mér, því að skv. greininni virðist það vera skoðun greinarhöfundar, að þetta stang- ist á. MB. vill nefnilega fara að reka einhverskonar „enterisma" innan Nató, veikja Nató innan frá. Mér er að vísu kunnugt um sérstakan áhuga MB. á því að koma Ólafi R. Grímssyni á topp- fundi hjá Nató, en gerði mér ekki grein fyrir því að um alvöru væri að ræða fyrr en grein hennar birt- því, að friðarhreyfingin í Evrópu er reist á mjög ákveðnum hlut- tækum viðfangsefnum, þ.e. bar- áttu gegn uppsetningu meðal- drægra eldflauga, baráttu fyrir frystingu kjarnorkuvopna o.s.frv.. Sú gífurlega breidd sem náðst hefur í þessari baráttu staf- ar auðvitað af þeim gífurlegu hættum, sem menn skynja varð- andi áform heimsauðvaldsins í þessum efnum. Menn eru þarna hreinlega í návígi við þessa hluti, í sjálfum kjarnorkuveldunum. Það er þessi hluttæki veruleiki evrópsku friðarhreyfinganna, sem forsvarsmenn ísl. friðar- hreyfinganna hafa aldrei skilið til fulls, enda árangurinn eftir því. í stað þess að beina augunum að bandaríska hernum, aðildinni að Nató og vaxandi útvíkkun á hernaðarumsvifum hér á landi, þá hafa ísl. friðarhreyfingarnar fallið í þá gryfju, að fara út í al- menna eftiröpun á evrópsku frið- arhreyfingunni, en slíkt hefur auðvitað engar „konkretar" skír- skotanir hér á landi og fyrir bragðið hefur friðarhreyfingin hér á landi lent í algerri kreppu, þ.e. almennu hjali um frið og al- mennum kærleiksboðskap í kirkjulegum anda. Undir þetta almenna hjal hefur náttúrlega hvaða sótraftur sem er getað tekið. Meira að segja Varðberg og íhaldið hafa séð sér leik á borði, að ógleymdri kirkjunni, sem virðist vera orðin nánasti bandamaðurinn í þessari friða- r„baráttu“ (sic). Er nema von að manni blöskri. Á sama tíma og núverandi ríkis- stjórn hyggst festa hernámið í sessi í samvinnu við Nató með stórauknum hernaðarfram- kvæmdum, nægir þar að benda á flugstöðvarbygginguna, Helgu- vík og uppsetningu Radarstöðva á Vestfjörðum og Austfjörðum, þá eru jafnvel vinstri menn flokksbundnir í Alþ.b. að tala um það í fullri alvöru, að baráttan gegn Nató sé ekki lengur „aktú- ell“, heldur verði að setja málin í „nýtt og víðara samhengi“ (sic). Mál að linni Þessa þróun verður að stöðva með einhverjum ráðum. Á sama hátt og evrópskar friðarhreyfing- ar hafa reist sína baráttu á þeim hluttæka veruleika sem þær starfa í, verðum við að gera það sama. Okkar hluttæki veruleiki í þessum efnum byggist á því, að hafa hér bandarískan Natóher og vera aðili að Nató. Sterkasta og áhrifamesta framlag okkar til heimsfriðarins er því, að reka herinn af höndum okkar og ganga úr Nató. En það þýðir ekki, að við eigum bara að vera með þessi slagorð á vörunum, - ísland úr Nató og herinn burt. Auðvitað eigum við að setja okkur tíma- bundin markmið á grundvelli þessara meginmála. En slíkt ger- ist ekki með neinu almennu frið- arhjali eða kristilegu kærleiks- kjaftæði. Ég vil í lok þessarar greinar stinga upp á því að herstöðva- andstæðingar og aðrar friðar- hreyfingar í samvinnu við félags- hyggjuöflin sameinist um eitt afar brýnt og áþreifanlegt baráttumál, þ.e. baráttu gegn uppsetningu radarstöðva á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þetta mál er liður í hernaðarútvíkkun Nató og mun styrkja Nató í sessi, nái það fram að ganga. Jafnframt er þetta mál sem höfðar til allrar þjóðarinnar og er þannig dæmigert samfylk- ingarmál, til að ná breiðari sam- stöðu þvert á flokksbönd. Ég tel að stefna almenna frið- arhjalsins muni ekki leiða til eins eða neins. Við eigum að endur- lífga baráttuna gegn Nató og hernum, á grundvelli tímabund- inna áfanga og herferða eins og radarstöðvamálið er dæmigert fyrir. Guðm J. Hallvarðsson ist. Við þurfum að átta okkur á Jafnvel vinstri menn, flokksbundnir íAlþýðu- bandalaginu, tala um það í fullri alvöru að baráttan gegn NATO sé ekki lengur „aktúel“! m/.l' É /sL# i FRÉTTIR Reykjanes KvennalisG þingar Kvennalistinn heldur á næst- unni fjórtán fundi til kynningar á starfssemi sinni. Fundirnir hefj- ast kl. 20.30 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og kl. 14.00 á laugardögum á tíma- bilinu 14. janúar til 9. febrúar. Fundað verður á eftirtöldum stöðum: Vogar, Grindavík, Innri-Njarðvík, Garður, Hafnir, Keflavík, Seltjarnarnes, Kjalar- nes, Kjós, Mosfellssveit, Álfta- nes, Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur. Fundartímar verða auglýstir nánar bæði í fjöl- miðlum og með götuauglýsing- um. (Fréttatilkynning) ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Umboðsmenn Happdrættis Þjóðviljans 1984 REYKJANES Mosfellssveit Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Keflavík Garður Sandgerði VESTURLAND Akranes Ðorgarnes Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur VESTFIRÐIR Patreksfjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri ísafjörður Bolungarvík Hólmavík NORÐURLAND VESTRA Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Kristbjörn Árnason Friðgeir Baldursson Björg Helgadóttir Sigríður Magnúsdóttir Sólveig Þórðardóttir Kristjón Guðmundsson Elsa Kristjánsdóttir Gunnlaugur Haraldsson Sigurður Guðbrandsson Jóhannes Ragnarsson Matthildur Guðmundsd. Guðrún Ársælsdóttir Gísli Gunnlaugsson Bolli ólafsson Halldór Jónsson Davíð Kristjánsson Jón Guðjónsson Sveinbjörn Jónsscn, Smári Haraldsson örn Guðjónsson, Vignir Einarsson Guðm. H. Sigurðsson Hulda Sigurbjörnsd. Kolbeinn Friðbjarnarson, NORÐURLAND EYSTRA Ólafsfjörður Sæmundur ólafsson Vesturgötu 3 s. 96-62267 Hamraborg 26 s. 45306 Dalvík Hjörleifur Jóhannsson Stórhólsvegi 3 s. 96-61237 Faxatúm 3 s. 42998 Akureyri Haraldur Bogason Norðurgötu 36 s. 96-24079 Miðvangi 53 s. 52023 Húsavik Aðalsteinn Baldursson Baughóli 31B s. 96-41937 Raufarhöfn Angantýr Einarsson Aðalbraut 33 s. 96-51125 Háteigi 20 s. 92-1948 Þórshöfn Melbraut 12 s. 92-7008 Holtsgötu 4 s. 92-7680 AUSTURLAND Neskaupstaður Elísabet Karlsdóttir Gauksmýri 1 s. 97-7450 Vopnafjörður Gunnar Sigmarsson Miðbraut 19 s. 97-3126 Brekkubraut 1 s. 93-2304 Egilsstaðir Magnús Magnússon Sólvöllum 2 s. 97-1444 Borgarbraut 43 s. 93-7122 Seyðisfjörður Guðlaugur Sigmundsson Ásstíg 1 s. 97-2374 Hábrekku 18 s. 93-6438 Reyðarfjörður Þorvaldur Jónsson Hæðargerði 18 s. 97-4159 Borgarhólstúni 10 s. 93-8715 Eskifjörður Vilborg Ölversdóttir Lambeyrarbr. 6 s. 97-6181 Lágholti 3 s. 93-8234 Fáskrúðsfjörður Magnús Stefánsson Hlíðargötu 30 s. 97-5211 Búðardal s. 93-4142 Stöðvarfjörður Ingimar Jónsson Túngötu 3 s. 97-5894 Höfn Hornaf. Björn S. Sveinsson Silfurbr. 33 s. 97-8582 Breiðdalsvík Snjólfur Gíslason Steinaborg s. 97-5627 Sigtún 4 s. 94-1433 ' Lönguhlíð 22 s. 94-2212 SUÐURLAND Aðalstræti 39 s. 94-8117 Vestmannaeyjar Edda Tegeder Hrauntún 35 s. 98-1864 Brimnesvegi 8 S. 94-7764 Hveragerði Ingibjörg Sigmundsdóttir Heiðmörk 31 s. 99-4259 Sætúni 10 s. 94-6235 Seifoss Rúnar Armann Arthúrsson Úthaga 1 s. 99-2347 Hlíðarvegi 3 S. 94-4017 Þorlákshöfn Þorsteinn Sigvaldason Reykjabraut 5 s. 99-3745 Eyrarbakki Auður Hjálmarsdóttir Háeyrarvegi 30 s. 99-3388 Stokkseyri Ingi S. Ingason Eyjaseli 7 s. 99-3479 Vík í Mýrdal Vigfús Guðmundsson Mánabraut 12 s. 99-4283 Laugarvatn Torfi R. Kristjánsson s. 99-6153 Hvammstangabr. 23 s. 95-1467 Brekkubyggð 34 s. 95-4310 Fellsbraut 1 s. 95-4653 M -- skagi.br. 37 s 95-5289 Allar nanari upplýsingar á skrifstofu Þió&vilians, Hvanneyrarbr. 2 s 96 7,271 SÍ&UmÚia 6 - Sími 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.