Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 14
Drifliðir og öxlar Vorum að taka upp driföxla og hjöruliði í margar gerðir fólksbíla. . K M.a. í Alfa, Citroén, Fiat, Honda, Saab, og Subaru. Póstsendum. SKEIFAN 5-108 REYKJAVÍK S (91) 33510 - 34504 BÍLAR Þannig lítur margneistakveikjubúnaðurinn út. Mynd: E.ÓI. Nýjung ERUM SÉRHÆFÐIR í VIÐGERÐUM OG ÍSETNINGUM BÍLAVIÐTÆKJA Eigum fyrirliggjandi mjög fjölbreytt úrval af bifreiðaviötækjum með og án kassettu, einnig stök segulbands- tæki, loftnet, hátalara og annað efni tilheyr- andi. SKIPTH) VIÐ FAGMANNINN. RADÍÓÞJÓNUSTA Síðumúla 17, sími 83433. Margneistakveikja Gefur frá sér 3-5 neista í hverju skoti og hver um sig er 35-50 þús. volt. Þú getur líka stillt kveikjuna með takka í mælaborðinu MSD - Multiple Spark Dis- charge - efta margneista- kveikja er meiriháttar nýjung í kveikjukerfinu sem ryftur sér æ víðar til rúms í bílum í dag. í stað þess að venjuleg kveikja gefur frá sér einn neista í einu uppá 15-20 þús. volt þá gefur MSD kveikjan frá sér 3-5 neista í hverju skoti sem hver um sig er 35-50 þús. volt. Hitt er ekki síður mikilvægara að í margneista- kveikjunni virkar platínan sem rofi og reynir því nær ekkert á hana eins og í venjulegum Bifreiðaeftirlit . Ástandið fer batnandi MARCIR ,MOCULEIKAR TUÐUM Við erum löngu orðnir landsþekktir fyrir okkar frábæru greiðslukjör á m bílum. Hér fást bílar án útborgunar og kaupverðið lánað til 6—12 mánaða. Nú bætum við um betur og bjóðum 20% JÐSLUAFSLÁTT til þess að þeir sem hafa handbæra peninga geti gert hér hagkvæm viðskipti eins og aðrir. SKIPTIVERSLUN Þér býöst að koma á gamla bílnum og skipta á honum og öörum nýrri. Svo lánum við þér jafnvel alla millíjöfina. Örugg viðskipti við leiðandi fyrirtæki í verslun með notaða bíla. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegur 4 - Símar: 799íí og 79775. Lárus Sveinsson yfirverkstjóri: Dekkja- búnaðinum helst ábótavant. Lélegum bílum fækkað mikið í umferð- inni „Á síðstu árum hefur ástandið yfirleitt farið batn- andi. Bílarnir eru orðnir nokk- uð jafngóðir, hafa lengri líftíð út í gegn og það kemur vel fram við bifreiðaskoðun", sagði Lárus Sveinsson yfir- verkstjóri hjá Bifreiðaeftirlit- inu er við spurðum hann út í almennt ástand bifreiða nú í upphafi árs. „Það er t.d. eftirtektarvert að eftir að japönsku bílarnir komu á markaðinn höfðum við orðið ákaflega lítið varir við bilarnir í stýrisbúnaði og spindilkúlum. Slíkar bilanir eru orðnar alger undantekning frá því sem áður var, en þá bar töluvert mikið á slíku. Hitt kemur á móti að bílar verða nú fyrr ónýtir af ryði. Vél og yfirbygging virðast endast nokkuð jafnt nú orðið í bílum og þegar annað er búið að gefa sig þá borgar sig ekki lengur að gera það upp.“ Verðið þið þá minna varir við að menn séu að keyra út bíla eins og áður? „Já, það er heldur minna. Við verðum helst varir við það á vorin en þegar tryggingarnar fara að ganga á eftir gjöldunum þá hverfa þessir bílar úr umferð." Hvað er það sem helst er ábóta- vant hjá bifreiðaeigendum í dag? „Á haustin og veturna er það mjög oft dekkjabúnaðurinn. Það virðist vera búið að koma því inn hjá fólki að það þurfi ékki vetrar- dekk, nægilegt sé að vera með radíaldekk. Þó svo að radíald- ekkin geri meira gagn en venju- leg dekk þá eru þau alls ekki nægileg fyrir vetrarakstur.“ Menn eru þá að spara við sig í dekkjum? „Já, það er greinilegt og við höfum verið að taka bíla úr um- ferð núna í hálkunni sem voru með lélegan dekkjabúnað." Þið hafið tekið upp nýjar vinnuaðferðir hjá Bifreiðaeftirl- itinu og eruð farnir að vera meira úti á götunum við eftirlit. Hvernig hefur það gengið? „Við höfum alltaf verið í ein- hverjum mæli á götunum en það er rétt að við höfum aukið það talsvert. Þetta hefur komið ágæt- lega út. Ég vil meina lélegum bíl- um hafi töluvert fækkað umferð- inni. Sjálfsagt hefur það sín áhrif þar að menn vita af okkur á ferð- inni en það er aðallega ljósa- og dekkjabúnaður sem við fyl- gjumst vel með á þessum árs- tíma.“ Hvernig er með bremsubúnað- inn? Eru menn enn að aka um bæinn á meira og minna bremsu- lausum bflum? „Það er alltaf eitthvað um það en heyrir sem betur fer til undan- tekninga. Ég held að vegna þess hve hraðinn er orðinn mikill í um- ferðinni þá taki menn síður áhættuna að aka bifreiðum með lélegar bremsur sem betur fer, þeir sjá að sér sjálfir með það.“ En þú vilt meina að almennt fari ástandið á bifreiðum sem eru í umferðinni batnandi? „Já, égmyndi segja það“, sagði Lárus Sveinsson hjá Bifreiðaeft- irlitinu. - Ig. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.